Morgunblaðið - 13.09.1958, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.09.1958, Blaðsíða 18
18 ORGVNBLAÐIB Laugardagur 13. *ept. 1958 - Tekur 179 farþega Frh. a 1 bls. 3 Þá getur íslenzka flugfélagið Loftleiðir keypt þær og haldið uppi harðri samkepprli við okk- ur. Þeir eru annars bráðduglegir menn hjá Icelandic Airlines. Og enn heldur hann áfram: ■ Við skulum ekkert láta tæknina koma okkur á óvart. Ég er sjálfur orðinn vanur risaskrefum hennar. Ég byrjaði að fljúga fyrir 20 árum. Það var á lítilli æfingaflug- vél Bandaríkjahers af tegundinni PT—3. Hún var einna líkust eld- spýtnastokk að útliti og styrk- leika. Manni finnst eins og gamla æfingaflugvélin hafi verið í allt öðrum heimi, svo stórt er bilið milli hennar og þessarar risa- vöxnu og fullkomnu þotu, sem við stöndum í. Fastar ferðir í október — Hvenær búizt þið við að Pan American taki slíkar farþegaþot- ur almennt í notkun á leiðinni yfir Atlantshaf? — Fastar áætlunarferðir milli New York og Evrópu með Boeing 707 hefjgst í lok október. Þá fáum við fimm flugvélar af þessari tegund til viðbótar. — Hvað um samkeppnina við brezku Kómetuna? — Ég get ekki séð að hún stand ist keppnina við Boeing 707. Hún er miklu minni og því óhagkvæm í rekstri. Svo hefur Bretunum ekki tekizt að koma henni í fjölda framleiðslu, en mikil fjöldafram- leiðsla er þegar hafin á Boeing 707. Við hjá Pan American höf- um þegar samið um kaup á 23 stykkjum af þessari tegund og stærstu flugfélög um allan heim eru nú áköf í að fá hana til notk- unar. — Mynduð þér þora að fara í kappflug við rússnesku Tupo- lev-þotuna? — Ég veit ekki um hraða rúss- nesku þotunnar, en mér skilst að okkar flugvél sé miklum mun hagkvæmari í rekstri og það skipt ir mestu máli. Aukning ferðalaga fyrir dymm — Hvaða þýðingu hefur til- koma þessara nýju flugvéla fyr- ir flugsamgöngur í heiminum? — Ég held að það sé aug- ljóst, svarar Miller kapteinn, að algerlega ný viðhorf skap- ast í ferðamálum. Félag okkar reiknar með því að ferða- mannastraumurinn frá Banda- ríkjunum til Evrópu awkist stórkostlega, þegar förin þang- að tekur aðeins 6—7 Jdst. Smám saman fer fólk að líta flugferð sömu augum og ferð í strætisvagni. Sjáið þið, — það verða 179 sæti í þessari vél, — það sýnir hvort við gerum ekki ráð fyrir fjölgun. Þessi flugvél getur farið fjór- um sinnum yfir Atlantshaf á einum sólarhring, þó hún verði máske aldrei nýtt svo mikið. Þotuöldin er hafin. Það verð- ur tími stóraukinna ferðalaga og aukinna kynna meðal þjóð- anna. Létt eins og fiðrið Að lokum spyr ég flugstjórann: — Hvernig lætur þetta flugvél- arbákn að stjórn? — Hún er alveg yndisleg. Þó hún vegi 120 tonn, þá er hún létt eins og fiður, þegar hún er komin á loft. Því miður getið þið ekki séð vegna myrkursins, hvernig hún hefur sig til flugs og hækkar sig. Það má segja að hún fari næstum lóðrétt upp og kemst á þremur mínútum upp í 10 þúsund metra hæð. — Já, það er undarlegt, Spitfire orrustu flugvélin, sem var svo fræg í orrustunni um Bretland, héfði ekki roð við okkar Boeing 707. Viðstöðunni á íslandi er lok- ið. Við kveðjum flugstjórann og horfum á þegar fjórir kraft- miklir þrýstihreyflar þotunnar fara af stað. Okkur er sagt, að kraftur þeirra jafngildi tug þús- undum hestafla. Gnýrinn frá þeim er ógnþrunginn og ægi- legur. Um leið og flugvélin snýr við og sveiflar sér út á flugbrautina gerist svolítill atburður, sem sýnir okkur glöggt kraftinn. Hinn ógnarlegi kraftur Þarna á stéttinni framan við flugvallarhótelið standa nokkrir trébúkkar, stórir og gerðir úr sverustu battingum, svo þungir að tvo menn þarf til að bera þá. En þegar Boeing 707 snýr sér við, svo að blásturinn frá einum hreyflinum beinist að þyngsta búkkanum, þá tekst hann á loft af vindgusunni og kastast eins og þeytispjald langa leið eftir hinni malbikuðu stétt. Manni hrýs næstum hugur við þvílíku ógnar-afli. Við setjumst inn í veitinga- hús flugvallarins að snæðingi og kaffidrykkju eftir að standa úti í rigningunni. Eft- ir um tvær klukkustundir ber- ast fregnirnar: — Þotan er lent í París. Hún hætti við að lenda í Prestvík vegna þoku. Þegar flugmennirnir, sem við vorum að tala við fyr- ir stuttri stundu geta klifrað upp í Eiffelturninn, ef þeim býður svo við að horfa, eigum við eftir klukkustundarferð í myrkri yfir holótt svað Kefla- víkurvegarins. — Þ.Th. SPÆNSKA ríkisstjórnin hefur heitið íslendingi styrk til náms við háskólann í Madrid veturinn 1958—1959. Hefur menntamála- ráðuneytið lagt til, að Hrafn Bragason, stúdent, Akureyri, hljóti styrkinn til náms í spænsku. (Frá Menntamálaráðuneytinu). Forstjóri upplýsingaskrif- stofu SÞ. á Norðurlöndum í heimsókn HINGAÐ til lands er kominn fyr- ir fáum dögum forstjóri upplýs- ingaskrifstofu Sameinuðu þjóð- anna á Norðurlöndum, en sú skrif stofa er í Kaupmannahöfn. Er það Svíinn Jan-Gunnar Lind- ström. Mun hann dveljast hér um nokkurra daga skeið og leita eftir viðtölum við málsmetandi menn og kynna þeim starfsemi Sam- einuðu þjóðanna. Lindström átti fund með blaða mönnum í gær og kynnti Jóhann es Helgason, formaður félags S. Þ., hér á landi, gestinn. Mikilvægt kynningarstarf. Lindström reifaði málin og gat þess hve mikilvægt það væri að sem víðast störfuðu félög S. Þ. í þeim tilgangi að kynna al- menningi starf og uppbyggingu samtakanna. Sameinuðu þjóð- irnar byggðust fyrst og fremst á styrk og stuðningi þjóða heims við samtökin og því aðeins væri þeim skapaður góður starfsgrur.d völlur, að almenningur í sem flestum löndum gerði sér grein fyrir hverjar hugsjónir S.Þ. væru. — En við verðum líka að leggja stund á annan þátt fræðslustarfs ins, sagði Lindström, sem sé þann áð kynna fólkið hvert er ekki hlut verk SÞ og hvað þær eiga ekki að gera. Sumir standa enn í þeirri trú að S.Þ. séu alheimsríki, ríki sem sé æðra öðrum ríkjum. Þetta er mikill misskilningur. S.Þ. eru Jan-Gunnar Lindström. aðeins samtök þeirra ríkja, sem undirritað hafa stofnskrána og hafa ekki meira vald til at- hafna en þessar meðlimaþjóðir leggja þeim í hendur. Mikil þekking. Lindström kvaðst vera ánægð- ur með það hve vitneskja almenn ings um starf S.Þ. hér á landi væri mikil og hve íslenik blöð birtu oft frásagnir af starfi S.Þ. Nú væri á næstunni dagur S.Þ. sem er '24. október og myndi þá efnt til alþjóðlegrar útvarpsdag skrár, þar sem beztu tónlistar- menn kæmu fram í þremur stór- borgum heims og Dag Hammar- skjöld flytti ávarp. Kvaðst hann vonast til þess að þessi dagskrá yrði flutt hér í Ríkisútvarpið. Lindström var áður forstjóri fyr ir kvikmyndaeftirlitinu sænska en unir sér betur í núverandi starfi sínu. í upplýsingaskrifstof- unni í Höfn starfa 8 manns. Að- stoðarforstjóri upplýsingaskrif- unnar, er Ivar Guðmundsson blaðamaður og fór Lindström miklum viðurkenningarorðam um hann. Lindström kvaðst að lokum hugsa vel til viðræðna sinna hér á landi og vonast til þess að starf félags Sameinuðu þjóðanna mætti eflast í framtíðinni. • • Orlygur opnar sýningu ÖRLYGUR Sigurðsson listmál- ari opnar listsýningu í Lista- mannaskálanum við hliðina á A1 þingishúsinu kl. 4,30 í dag. Þar mun hann sýna 95 myndir, aðal- lega andlitsmyndir og vatnslita- myndir. örlygur hefur haldið 7 sýningar £ Reykjavík, sú síðasta var í bogasal Þjóðminjasafnsins í desember 1955. Málverkasýning í Hafnarfirði HAFNARFIRÐI, 12. sept. — 1 dag verður opnuð í nýja Iðnskól- anum málverkasýning, þar sem sýnd verða alls um 100 málverk, olíu- og vatnslitamyndir, teikning ar og pastellmyndir. Er það Hösk uldur Skagfjörð, leikari, sem stendur fyrir sýningunni, og eru myndirnar, sem sýndar verða, eftir þessa málara: Ásgeir Bjarn- þórsson, Braga Ásgeirsson, Egg- ert Guðmundsson, Höskuld Björnsson, Nínu Sæmundsson, Pétur Friðrik, Sigfús Halldórs- son, Svein Björnsson, próf. Magnús Jónsson og Þorlák Hall- dórsen. Kennir þarna margra grasa. Þá verða í einni stofunni sýnd nýtízkuhúsgögn í stofu og blómaverzlun ein sér um blóma- skreytingar. Sýningin, sem jafn- framt er sölusýning, stendur yf- ir í vikutíma. GE. Sýíimgarfei’ð um allt land KJARTAN Ó. Bjarnason er lagð- ur upp í sýningarför út um land og hefur meðferðis sex myndir, eina frá Finnlandi, Austfjarðar- þætti og mynd af íslenzkum börnum í leik og starfi, mynd írá Olympíuleikunum í Cortina og Ölympíuleikum hestamanna £ Stokkhólmi og loks skautamynd „Holiday on ice“. Ætlar Kjartan að sýna myndina í yfir 60 kaup- stöðum, kauptúnum og félags- heimilum til sveita. Arás á sfrœtisvagnstjóra við biðstöðina við Frakkastiginn Lars Nordrum og Inger Andersen Sýningar á nýrri mynd frú Cuðrúnar Brunborg FRÚ Guðrún Brunborg dvelst nú hér á landi, og á þriðjudag- inn kemur hefjast sýningar á mynd, er hún sýnir til ágóða fyrir norsk-íslenzk menningar- tengsl. Titill myndarinnar á ís- lenzku er: Frú blaðamaður — Herra húsmóðir. — Fjallar hún um ung hjón, sem bæði eru blaðamenn, en frúnni verður betur ágengt í starfinu og end- irinn verður sá, að maðurinn segir upp starfi sínu til að hugsa um heimilið og barnið, en frúin heldur áfram á frama- og met- orðabrautinni. Hér skal atburða- rásin ekki rakin lengra, til að spilla ekki fyrir þeim, sem sjá myndina. Aðalhlutverk leika: Inger Marie Andersen og Lars Nord- rum. STRÆTISVAGNASTJÓRI hefur kært til rannsóknarlögreglunnar yfir líkamsárás er hann varð fyr- ir, er hann sat undir stýri strætis- vagns á Frakkastígsbiðstöðinni við Laugaveginn klukkan rúm- lega 10 á laugardagskvöldið var. Vagnstjórinn heitir Mey- vant Meyvantsson Sörlaskjóli 20, og hefur hann legið rúmfastur undanfarna 3 daga vegna togn- unar í hálsi. Meyvant hefur skýrt rann- sóknarlögreglunni svo frá að um- rætt laugardagskvöld hafi maður komið í vagninn við biðstöðina hjá Múla við Suðurlandsbraut. Kveðst Meyvant ekki hafa Veitt manninum sérstaka eftirtekt. Brátt kom í ljós að maður þessi var ölvaður og var eitthvað að rausa. Nokkru seinna stöðvaði Meyvant vagnstjóri strætisvagn- inn og bað manninn að ganga út þar eð hann væri ölvaður. Mað- urinn neitaði og við það varð að sitja a.m.k. í bili. Þegar Vagn- inn nam staðar við Frakkastíg- ipn kom ölvaði maðurinn fram að sæti Meyvants, og áttu þeir nokkur orðaskipti. Maðurinn hót- aði að kæra Meyvant og um leið réðst hann á hann þar sem hann sat undir stýri vagnsins. Nokkuð af farþegum var í vagninufn. Þeir mun ekkert hafa aðlic. i ., bar þetta bráðan að. Maðurinn greip helj- ar haustaki á vagnstjóranum, sem seildist í hurðarhún við sæti sitt og lét sig velta út úr vagn- inu niður á götuna. — Árásar- maðurinn hélt takinu svo fast að hann fylgdi á eftir. Er að þeir skullu í götuna, sleppti árásarmaðurinn takinu, en Meyvant spratt þegar á fætur, stökk upp í vagninn og ók af stað. Hann hafði að sjálfsögðu engan tíma til þess að fást við dónann, því vagninn varð að balda áætlun. Að því er þeir skýrðu frá sem í vagninum voru er þetta gerðist, mun enginn þeirra hafa vitað nein deili á árásarmanninum. Það getur aftur hugazt að ein- hverjir farþegar með vagninum í umrætt skipti, er farnir voru út á fyrri viðkomustöðum, gætu gefið rannsóknarlögreglunni haldgóðar uppl. svo hægt sé að hafa hendur í hári árásarmanns- ins. Eru þeir beðnir að koma til viðtals í skrifstofu rannsóknar- lögreglunnar. Einn af vagnstjórum Strætis- vagna Reykjavíkur hefur vakið athygli blaðsins á því að þetta sé í annað sinn nú á þessu sumri sem vagnstjóri verður fyrir lík- amsárás og bent á þá stórkost- legu hættu sem það getur haft í för með sér, þegar slíkir árásar- menn leika lausum hala.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.