Morgunblaðið - 13.09.1958, Blaðsíða 6
6
M O R C r N n r 4 fí 1 Ð
Eaugardagur 13. sepf. 1958
Það var einu sinni saga,
sem vildi láta segja sig
100 ára afmœlis Selmu Lagerlöf minnxf
FYRIR skömmu var í Svíþjóð
haldin hátíð í þeim tilgangi að
minnast eins mikilhæfasta og
vínsælasta rithöfundar sem Norð
urlönd hafa átt, Nóbelsverðlauna
skáldkonunnar Selmu Lagerlöf.
í haust eru liðin hundrað ár frá
fæðingu hennar, og í tilefni þess
hefur fólk streymt úr öllum átt-
um til hinna allt að því helgu
„bókmenntastaða“ í Vermalandi:
til Karlstad, til kirkjugarðsins í
Eystri-Ámtervik, til Rottneros,
eða Eikabæjar úr Gösta Berlings
sögu, og til Mörback, æskuheim-
ilis skáldkonunnar, sem henni
þótti svo vænt um og þar sem
hún eyddi síðustu æviárum sín-
um. Þar komu saman í nokkra
daga um miðjan ógúst ættingj-
ar og aðdáendur skáldkonunnar,
sérfræðingar um bækur hennar
og meðlimir í Lagerlöf-félögum
um allan heim.
Skáldkonunni voru færðar
þakkir á öllum Norðurlanda-
tungumálunum, einnig á ís-
lenzku. Þórunn Elfa Magnúsdótt-
ir rithöfundur var þarna við-
stödd, og blessaði minningu
skáldkonunnar. Afhjúpuð var
stytta af Selmu Lagerlöf eftir
Arvid Backlund í Karlstad,
stærstu borg Vermalands. Há-
tíðahöldin náðu hámarki þegar
skáldið Harri Martinson flutti úr
predikunarstólnum í dómkirkj-
unni í Karlstad frumsamið ljóð
til heiðurs Selmu Lagerlöf.
Saga sem vildi láta segja sig.
Selma Lagerlöf er öllum ís-
lendingum kunn. Framan af
voru bækur hennar mikið lesn-
ar hér á erlendum málum, seinna
voru sumar þeirra þýddar. Nú
eru bækur skáldkonunnar löngu
uppseldar í íslenzkri þýðingu og
bindin í bókasöfnunum að verða
lúð af mikilli notkun. Sjálf hafði
Selma Lagerlöf allmikil kynni af
íslenzkum bókmenntum og bar
hlýhug til íslendinga.
Selma Lagerlöf er fædd á
Márbacka á Vermalandi árið
1858, og frá þeim átthögum lagði
hún út í lífið með gnægð erfða-
sagna og kynjasagna, sem seinna
urðu uppistaðan í öllum hennar
frásögnum. Þaðan eru hinar kyn-
legu söguhetjur og í hinu verm-
lenzka umhverfi lifa þær og
hrærast. „Börn nútímans. Ég hef
ekkert nýtt að segja ykkur, að-
eins það, sem er gamalt og far-
ið að falla í gleymsku", sagði
hún einhvern tíma.
Hennar fyrsta velgengni á rit-
höfundarbrautinni var líka bein-
línis að þakka tilfinningum
hennar til æskuheimilisins. Þá
var hún kennslukona í Lands-
krona, sem hafði að vísu reynt
að skrifa áður, en ekki fundið
túlkunarform við sitt hæfi. En
þegar hún gekk um gamla ætt-
aróðalið sitt til að kveðja það í
hinzta sinn, áður en það færi
undir hamarinn, orkuðu gamal-
kunnu staðirnir með sínum fornu
sögum svo sterkt á hana, að hún
hlaut að breyta því öllu í skáld-
sögu.
„Það var einu sinni saga, sem
viídi láta segja sig og komast út
í heiminn", sagði hún löngu
seinna af sínu alkunna lítillæti.
Skömmu seinna sendi hún fimm
fyrstu kaflana í Gösta Berlings
sögu í sögusamkeppni til Stokk-
hólmstímaritsins Iðunnar og
hlaut verðlaunin. Það varð til
þess að henni bauðst fjárhags-
legur stuðningur til að Ijúka
fyrsta skáldritinu, Gösta Berlings
sögu, sem kom út 1891. Bókin
er rómantísk frásögn af lífinu
á sænskum herragörðum um
1820, með öllum sínum sögnum
og erfðavenjum. Það hefur ver-
ið sagt um hana, að hún sé und-
ursamleg blanda af lélegum og
dásamlegum skáldskap. Það var
Georg Brandes, sem fyrstur
manna vakti athygli á bókinni,
með eftirfarandi úrskurði: „Nýr
sjálfstæður strengur hefur nú
verið sleginn í sænskum bók-
menntum, undir áhrifum frá
Carlyle.“
Sjálf segir Selma Lagerlöf í
viðtali, sem blaðamaður átti við
hana rétt áður en hún dó. „Það
er dagsatt að Carlyle hafði á
mig greinilegust áhrif þeirra rit-
höfunda, sem ég las........ En
það voru ýkjur einar að segja
að við áhrifin frá Carlyle hafi
ég fengið hugrekki til að skrifa
alla söguna eins og upplag mitt
sagði til.“
Mikilvirkur rithöfundur
Ef einhver hefði haldið því
fram fyrir 70 árum, að Verma-
land yrði dáð og fjölsótt af ferða-
mönnum vegna Gösta Berlings
sögu, þá hefði það virzt enn ó-
trúlegra en sumar af furðuleg-
ustu frásögnunum í bókinni. Sagt
er að bændunum í Vermalandi
sé ekkert um það, að ferðamenn
kalla gömlu herrasetrin yfirleitt
Selma Lagerlöf
nöfnunum úr bókum Selmu Lag-
erlöf, en ekki sínum réttu nöfn-
um.
Eftir að Gösta Berlings saga
hafði náð vinsældum, gat Selma
Lagerlöf helgað sig ritstörfunum
eingöngu og ferðazt til útlanda
að eigin geðþótta. Hún fór t. d.
til Suðurlanda með einkavinkonu
sinni, Gyðingastúlkunni Sophie
Elkan, og fékk í þeirri ferð efni
í bókina Kraftaverk Andkrists,
sem gerist á ítalíu. Skömmu
seinna kom út ættarsagan Jerú-
salem í tveimur bindum. Hún
segir frá nokkrum fjölskyldum
í Dölunum, sem urðu fyrir áhrif-
vakningarprédikara, seldu
um
jarðir sínar og fluttu til Jerúsal-
em. Munu flestir Íslendingar
þekkja söguhetjuna, Ingimar
Ingimarsson, úr þeirri bók. Telja
margir enn þann dag í dag, að
það sé fremsta skáldrit Selmu
Lagerlöf. í sambandi við bókina
fór skáldkonan til Jórsala. Frá
ferðalaginu til Landsins helga eru
líka til margar helgisagnir um
Krist. í þeim lætur Selma Lager-
löf hugarflugið leika sér að sög-
um frá bernsku Krists, en af
slíkri nærfærni, að trúað fólk
styggist ekki við. Of langt yrði
að telja upp allar sögur Selmu
Lagerlöf. Af sögunum frá heim-
kynnum hennar má nefna Herra-
garðssögu, Heimili Liljenkrona,
Mýrarkotsstelpuna, Föðurást,
Lövenskjöldsættina og Fjársjóð
hr. Árna. Sagan Helreiðin, sem
seinna var kvikmynduð, byggist
á enskri þjóðsögu um ökusvein
dauðans.
Árið 1906 tók Selma Lagerlöf
að sér að skrifa á vegum sænskra
barnakennara lesbók fyrir skóla-
börn á aldrinum 9—11 ára, og
átti hún að kynna þeim landið
óg náttúru þess. Til að fá tengi-
lið milli manna annars vegar og
náttúrunnar hins vegar skapaði
hún sögupersónuna Njál þuma-
ling og samdi hina frægu skáld-
legu kennslubók sína „Njáls saga
þumalings" í tveim bindum. Sú
bók hefur verið þýdd fyrir börn
af fjölmörgum þjóðum og fyrir
hana var hún gerð heiðursdokt-
or Uppsalaháskóla árið 1907.
Margir hér á landi kannast við
kvikmyndir þær, sem gerðar hafa
verið eftir sögum Selmu Lager-
löf. Frægust mun vera myndin
Gösta Berlings saga, sem Stiller
gerði árið 1926 með Gretu Garbo
í hlutverki Elísabetar Dohnu. Sú
mynd vakti geysimikla athygli.
Auk þess gerði Stiller myndirnar
Fjársjóður hr. Árna og Saga
Gunnars Hedes. Og Victor Sjö-
ström gerði myndirnar Jerúsal-
em og Helreiðin á árunum 1919
til 1921. Þóttu þessar myndir
hinar merkustu og eru Fjársjóð-
ur hr. Árna og Helreiðin enn
sýndar í kvikmyndaklúbbum.
Margvíslegur heiður.
Áður en Selma Lagerlöf féll
frá hafði hún eignazt milljónir
lesenda um allan. heim og bæk-
ur hennar höfðu verið þýddar á
36 tungumál, Þó fyrstu bók henn
Frh. á bls. 15.
Herragarðurinn Márbacka, æskuheimili skáldkonunnar. —
Fyrir Nóbeisverðlaunaféð keypti hún aftur búgarðinn og eyddi
þar elliárunum.
Bjarni Eiríksson kaup-
maður í Bolungarvík
Minningarorð
I DAG fer fram frá Hólskirkju í
Bolungarvík útför Bjarna Eiríks-
sonar kaupmanns og útgerðar-
manns. Með honum er hniginn til
moldar einn traustasti og ágæt-
asti borgari Bolungarvíkur.
Bjarni Eiríksson fæddist að
Hlíð í Austur-Skaftafellssýlu 20.
marz árið 1888. Var hann því
rúmlega sjötugur er hann lézt
hinn 2. sept. sl. Foreldrar hanj
voru hjónin Sigríður Bjarna-
dóttir frá Viðfirði og Eiríkur Jóns
son bóndi.
Bjarni lauk gagnfræðaprófi frá
Flensborgarskólanum árið 1907.
Fór síðan í Menntaskólann í Rvík
og var þar eitt ár í fjórða
bekk en hætti námi. Árin 1910—
1912 stundaði hann kennslu i
Höfn í Hornafirði en árin 1912—
1916 var hann kennari á Djúpa-
vogi. Árin 1916—1917 vann hann
að verzlunarstörfum á Norðfirði
en fluttist árið 1917 til ísafjarðar.
Starfaði hann þar að verkstjórn
og verzlun. -Til Bolungarvíkur
fluttist hann árið 1919. Gerðist
hann þar verzlunarstjóri hjá Hin-
um sameinuðu íslenzku verzlun-
um. Átti hann heimili í Bolung-
arvík síðan. Árið 1927 stofnaði
hann sitt eigið fyrirtæki þar og
rak þar verzlun og útgerð til
dauðadags.
í Bolungarvík gegndi Bjarni
Eiríksson fjölþættum störfum
jafnhliða umfangsmiklum at-
vinnurekstri sínum. Hann var
umboðsmaður Eimskipafélags ís-
úr
skrifar
dagiegq lífinu
lands og Skipaútgerðar ríkisins,
átti sæti um árabil í hreppsnefnd,
skólanefnd og sóknarnefnd. Öll
störf sín vann hann af einstakri
reglusemi, festu og dugnaði.
Bjarni Eiríksson var prýðilega
gefinn, vel að sér og fær maður.
En hann var svo hlédrægur að
við borð liggur að tjón hafi af
orðið. Hann naut óskoraðs trausts
allra í byggðarlagi sínu. í dag-
legu lífi var hann frekar fáskipl-
inn en hlýr og drengilegur við
Gott berjaár
ÞAÐ væri fróðlegt að vita hve
margir pottar af berjum hafa
verið tíndir á þessu ári, og er
tínslu þó hvergi nærri lokið. Mér
skilst að þetta sé sérlega gott
berjaár, það er að segja bláberja-
ár, og hér sunnanlands að
minnsta kosti voru berin full-
þroskuð óvenjusnemma. Lítið
mun þó vera af krækiberjum,
bæði norðanlands og sunnan, en
heyrzt hefur að á Vestfjörðum sé
nú ágæt krækiberjaspretta.
Þingeyjarsýsla er venjulega
ákaflega gott berjaland og þar
er nokkuð góð spretta í ár. Þar
vaxa aðalbláber og Þingeyingar
eru sagðir ákaflega vandlátir á
ber. Dæmi um það eru orð, sem
höfð eru eftir þingeyskri konu.
Hún á að hafa sagt, að hún væri
búin að tína 6 potta af aðalblá-
berjum „og svo eitthvað af berj-
um“.
Hér sunnanlands er góð blá-
berjaspretta, en lítið af kræki-
berjum, og má segja að á hverju
bláberjalyngi séu ber. Sr. Jóhann
Hannesson tjáði mér, að þúsundir
manna hefðu að undanförnu kom
ið til berja til Þingvalla, þar sem
lyngið „blánar af berjum hvert
ár“.
Húsmæðrunum hleypur kapp í
kinn, þegar þær fá fregnir af svo
miklum berjum. Þær stofna til
berjaferða og teyma með sér karl
inn og krakkana. Þeir eru mis-
jafnlega léttir í taumi eins og
gengúr, sumir kvarta sáran und-
an þessari meðferð, segja að það
sé fjandakornið ekkert friðsam-
legra heima en á vorin, þegar
hreingerningarnar standa sem
hæst. Ef til vill finnst þeim það
lítið verk og löðurmannlegt að
tína ber, því áður fyrr voru að-
eins liðléttingar gerðir út til
berja síðsumars. í Þjóðháttum
sínum vitnar Jónas á Hrafnagili
í gamla konu af Svalbarðsströnd,
sem mundi það, þegar fólk var
gert út til berja fram á Svarfaðar
dalseyrar, en Svarfaðardalur hef
ur löngum verið orðlagt berja-
land. Þar er í ár góð bláberja-
spretta eins og annars staðar, en
minna af krækiberjum en venju-
lega.
Breyttar geymsluaðferðir
TALSVERÐ breyting hefur orð
ið á aðferðum við að geyma
berin. Áður var berjum safnað
í selskrínur og þau látin saman
við skyr, eitt lag af skyri og ann-
að af berjum og þannig voru þau
geymd til vetrar. Nú borða menn
berjaskyr eingöngu með nýtínd-
um berjum og gera saft og sultu
úr þeim berjum, sem á að geyma.
Það er ekki svo lítil búbót að
hafa þessa hollu og ódýru fæðu
við hendina á þessum síðustu og
verstu tímum, þegar hækkanir á
nauðsynjavörum dynja yfir.
Þetta viðurkenna karlarnir sjálf-
sagt í laumi, þó þeir vilji ekki
láta draga sig svona alveg orða-
laust í berjaferðina.
Berjatínsla getur verið drjúg
tekjulind í berjaári. Verzlanir í
Reykjavík hafa haft bláber og
krækiber á boðstólum að undan-
förnu. Kaupmann veit ég um, sem
fékk hálft annað tonn af berjum
í einu og seldi það á skömmum
tíma.
E
Góð berjaspretta,
vondur vetur
KKI hefði öfum okkar og
ömmum eða kannske lang-
öfum og langömmum litizt á
þetta, því það var trú manna hér
áður fyrr að mikil berjaspretta
væri fyrir vondum vetri.
alla, sem einhver skipti áttu við
hann.
Faðir minn var skólabróðir
Bjarna á Flensborgarskólanum.
Hefur hann sagt mér að þar hafi
Bjarni þótt abragðsmaður, bæði
sakir drengskapar og hæfileika.
Ég kynntist Bjarna Eiríkssyni
fyrst eftir að hann var orðinn
roskinn maður. Þótti mér æ
meira til hans koma er ég kynnt-
ist honum betur. Þroski hans,
vitsmunir og reynsla skipuðu
honum í sveit ágætustu manna.
Með fráfalli Bjarna Eiríkssonar
hefur Bolungarvík misst einn
sinn traustasta og mikilhæfasta
borgara. Hann var heiðarlegur og
dúgandi atvinnurekandi, sem bar
hag og heill byggðarlags sín*
mjög fyrir brjósti.
Bjarni kvæntist árið 1918 eftir-
lifandi konu sinni, Halldóru
Benediktsdóttur frá Brekkubæ í
Nesjum, mikilhæfri og ágætri
konu. Áttu þau fimm sonu, sem
allir eru nú fullþroska menn,
Björn menntaskóla- og háskóla-
kennari í Reykjavík, Benedikt
verzlunarstjóri í Bolungarvík,
Halldór verkstjóri í Bolungarvik,
Eiríkur læknir, er stundar fram-
haldsnám í Svíþjóð og Birgir
bóndi í Bolungarvík. Allir eru
þessir ungu menn einkar myndar
legir og vel gefnir eins og kyn
þeirra stendur til.
Andlát Bjarna Eiríkssonar bar
að snögglega og óvænt. Hann
hafði lengstum verið heill og
hress. Hans er mjög saknað af
öllum þeim, er þekktu hann. Vin-
ir hans og fjölskyldu hans senda
konu hans, sonum og öðru
skylduliði einlægar samúðar-
kveðjur. Með honum er horfinn
vammlaus maður og drengur
góður.
S. Bj.