Morgunblaðið - 25.09.1958, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 25. sept. 1958
MORCTJTSHLÁÐIÐ
13
Árni J. I. Árncsson — minningarorð
BORINN og barnfæddur Reyk-
víkingur, traustur bæjarstarfs-
maður um tugi ára, Árni J. I.
Árnason, er kvaddur hinztu
kveðju í dag. Fjölskylda, vinir og
samverkamenn hugsa til hans
með söknuði og ljúfum minn-
ingum. Reykjavíkurbær á hon-
um mikla þökk að gjalda.
Fáa menn hef ég fyrir hitt, sem
borið hafa í brjósti jafntrygga
ést til átthaganna. Hann var vak-
inn og sofinn í öllu, er verða
mætti til velfarnaðar þessum bæ,
og öðrum mönnum hugkvæmari
í þeim efnum.
Margan morgun undanfarin ár
hef ég hitt hann við Tjörnina og
jafnan hafði hann einhver
áhugamál að miðla af og spán-
nýjar hugmyndir á prjónunum.
Árni ritaði bæjarráðinu bréf árið
1942, þar sem hann setti fyrstur
fram hugmyndina um minjasafn
Reykjavíkur. Bréfinu fylgdi að
gjöf gömul vaktaraklukka, sem
síðast var notuð um aldamót.
Mikil og einlæg var gleði Árna,
þegar þessi hugmynd varð að
veruleika.
Árni fæddist í Reykjavík 19.
marz 1893, missti í bernsku föð-
ur sinn og ólst upp hjá móður
sinni. — 1. maí 1920 réðst hann
til Reykjavíkurbæjar sem starfs-
maður hjá Gasstöðinni. Þar vann
hann til ársins 1946, lengst af
sem bókari, en fluttist þá til Raf-
magnsveitunnar og starfaði þar,
unz hann baðst lausnar á þessu
ári, er hann varð 65 ára gamall.
Ég trega þenna trygglynda, hug-
sjónaríka og samvizkusama
mann. Ég bið konu hans og fjöl-
skyldu huggunar og blessunar og
borginni okkar til handa, „að
ætíð megi hún minning kyssa
manna, er voru svona góðir“.
Gunnar Thoroddsen.
o O o -
í DAG er kvaddur hinztu kveðju,
Árni J. I. Árnason, er lengst ævi
sinnar var starfsmaður Reykja-
víkurbæjar, fyrst um m'argra ára
skeið við Gasstöð Reykjavíkur,
og síðar mörg ár hjá Rafmagns-
veitu Reykjavíkur. Árni var fædd
ur 19. niarz 1893, að Austur-
Bakka í Reykjavík og var því
einn í hópi þeirra er telja sig til
hinna sönnu Reykvíkinga, þ. e.
að vera borinn og barnfæddur
fyrir vestan læk.
Um ætt hans veit ég ekki, enda
skiptir það engu, mestu varðar að
maðurinn sjálfur með lífi sínu
og starfi, sýni hver hann er. Þá
sést hvaðan hann kemur og hvert
hann fer, og það sýndi Árni J. í.
Árnason.
Árna í Gasstöðinni þekktu allir
miðaldra og eldri borgarar þessa
bæjar er gas notuðu, því þá heim-
sótti hann mánaðarlega um langt
árabil með bros á vör og gas-
reikinginn í hendinni, og þó inn-
heimtumaðurinn sé ekki ávallt
aufúsugestur þeim er skuld eiga
að greiða, þá veit ég að Árni var
vinsæll í því starfi, og ávann sér
traust og virðingu viðskipta-
manna sinna, jafnframt sem hann
óx í áliti yfirmanna sinna fyrir
framúrskarandi trúmenn^ku og
skyldurækni, sem bezt sézt á því,
að hann var gerður að bókara og
fulltrúa Gasstöðvarinnar er það
starf varð laust við fráfall Jóns
heitins Egilssonar, en aðeins þeir
tveir gegndu því trúnaðarstarfi
meðan Gasstöðin var starfrækt
af fullum krafti. Þegar starf-
ræksla Gasstöðvarinnar dróst
saman, fluttist Árni í fulltrúa-
starf á skrifstofu Rafmágnsveitu
Reykjavíkur, og þar vann hann
af sama áhuga, skyldurækni og
samvizkusemi sem fyrr, allt þar
til hann lét af starfi á sl. vori
fullra 65 ára og hafði þá unnið
hjá tveim fyrirtækjum Reykja-
víkurbæjar í hart nær fjörutíu ár.
Árni var einn aðalhvatamaður
að stofnun Starfsmannafélags
Reykjavíkurbæjar, fullur áhuga
að bæta hag bæjarstarfsmanna
vann hann af alefli og fórnfýsi
að velferðarmálum þeirra og fé-
lagsins, og öll bernskuár þess var
hann mjög virkur félagi, gjald-
keri þess var hann í tvö ár og
sat í ýmsum nefndum innan’fé-
lagsins um ára bil.
Allt til æviloka hafði hann
mikinn áhuga á framgangi hags-
munamála bæjarstarfsmanna og
fylgdist ávallt með baráttumál-
um félagsins hverju sinni þó
hann sjálfur hefði dregið sig úr
eldlínunni. Er aðrir yngri tóku
við var hann þeim ráðhollur, og
af eiginn reynslu veit ég að ætíð
var gott til hans að leita þegar
um mál St. Rv. var að ræða,
hann var alltaf reiðubúinn að
ræða málefni þess, og miðlaði
ráðum af reynslu og þekkingu
sinni.
Árni var sérstakt tryggðatröll,
skapstór og hreinlyndur maður,
sem myndaði sér ávallt eigin skoð
anir í hverju máli, eftir að hafa
kynnt sér málskjöl svo sem frek-
ast kostur var hverju sinni, og
lét sig þá engu skipta hvort
hann átti þar fleiri eða færri
skoðanabræður, sannfæringu
hans varð ekki haggað.
.Mikill drengskaparmaður var
hann og raungóður öllum er við
erfiðleika áttu að stríða, vildi
hvers manns vanda leysa með
hollráðum er til sannrar hagsæld-
ar stefndu.
Árni var hagmæltur og hug-
myndaríkur, vel ritfær og skrif-
aði stundum í dagblöð um áhuga-
mál sín. Oft átti hann greinar í
Starfsmannabláðinu meðan það
kom út á vegum félagsins. í 1.
tbl. þess árið 1938, kom hann
fyrstur manna fram með þá hug-
mynd að bæjarstarfsmenn stofn-
uðu með sér byggingarfélag til
þess að reisa sér eigin íbúðir.
Þá mun hann fyrstur manna
hafa hreyft hugmyndinni um
stofnun Minjasafns Reykjavíkur,
og fyrsta minjagripinn til safns-
ins gaf hann, var það vaktara-
klukkan. Nú er safnið orðið stórt
og ört vaxandi svo segja má að
þar hafi mjór orðið mikils vísir.
Árni unni fæðingarbæ sínum
af heilum hug, og hafði mikinn
áhuga á söfnun heimilda úr sögu
Reykjavíkur, hafði hann viðað að
sér miklum fróðleik þar sem allt
frá landnámstíð. Hann var ótrauð
ur stuðnmgsmaður allra framfara
mála er hann taldi horfa til
heilla fyrir Reykjavíkurbæ,
ávallt var hann reiðubúinn að
taka málstað Reykjavíkur er
hann taldi ómaklega að henni
ráðizt. Hagleiksmaður mikill var
hann, átti hann haglega útbúna
smíðastofu í húsi sínu, þar sem
hann dvaldi oft í frístundum sín-
um við smíðar. Húsgögn sín flest
smíðaði hann sjálfur, og munu
fáir sjá að þar hafi ólærður smið-
ur að verki verið, svo haglega
eru þau gerð.
Kvæntur var Árni, Helgu Guð-
mundsdóttur, sem einnig er fædd
hér í Vesturbænum. Reyndist hún
honum trúr og hollur lífsföru-
nautur er bjó honum friðsælt og
aðlaðandi heimili þar sem gott
var að koma og njóta gestrisni
þeirra hjóna er þeim báðum var
svo ríkulega í blóð borin. Tvo
syni éignuðust þau hjónin sem
þegar hafa reynzt nýtir og góðir
borgarar. Eru það þeir Guðmund-
ur, stórkaupmaður og Árni, skrif
stofu- og sölumaður.
Við fráfall Árna J. I. Árnason-
ar eiga starfsmenn Reykjavíkur-
bæjar á bak að sjá einum öt-
ulasta brautryðjanda í félagsmál-
um þeirra. Þeir kveðja hann nú
með virðingu og þökk, nafn hans
geymist í sögu félags okkar, og
mun lengi minnzt verða.
Að leiðarlokum þakka ég Árna
góð kynni og ágætt samstarf um
mörg ár. Eftirlifandi konu hans
og sonum, og öðrum ástvinum
votta ég mína innilegustu samúð,
og bið Guð að gefa þeim líkn
með þraut.
Þ. Ág. Þórðarson.
ATHUGIÐ
að borið samar við útbreiðslu,
er la igtum ndýrcra að auglýsa
í Mcrgunblaðinu, en 1 öðrum
biöóum. —
Glæsileg létt
sófaseft
með Rotex-gúmmíbórðum og lausum
svamppúðum.
Einnig svefnstólar fyrirliggjandi.
tCúsgagnaverzIunin
Grettisgötu 46 — Sími 22584
Okkur vantar
börn, unglinga eða fullorðna til blað-
burðar víðs vegar um bæinn frá
næstu mánaðamótum.
Talið við bókhaldið.
Aðalstræti 6 — Sími 22480.
Kona óskast í eldhús
Matbarinn
Lækjargötu 6
Kópavogur
Nokkrar stúlkur, helzt vanar flökun
óskast strax. Upplýsingar hjá
verkstjóranum.
Ora Kjöt og rengi hf.
Kársnesbraut 34
Vaktstari
Reglusamur miðaldfra maður getur feng-
ið atvinnu við næturvörzlu.
Umsókn um starfið sendist afgr. Mbl.
merkt: „Vaktstarf — 7766<c.
Loítpressur
og málningnrsprautur
fyrirliggjandi
6Þ0R8IHHS8QH sJflHHSDHP
Grjótagötu 7 -— Sími 24250
Hið ve/ Jbe/c/c/a
heimapermanent