Morgunblaðið - 25.09.1958, Blaðsíða 19
MORCinSBL ifílÐ
19
Fimmtudagur 25. sept. 1958
Vestur-Þjóðverjar sigra
Rássa í „frjdlsum" með
715 gegn 105!
Á LANDSKEPPNI í frjálsum
íþróttum, sem fram fór í Augs-
burg um helgina gerðist hið
óvænta að Vestur-Þjóðverjar
sigruðu Rússa með 115 stigum
gegn 105. Eftir fyrri daginn höfðu
Þjóðverjar 62 stig, en Rússar 43.
Margir afburða árangrá náðust
hjá báðum þjóðum, en það
óvæntasta er kannske árangur
heimsmethafans í hástökki Jury
Stephanov en hann stökk aðeins
1,93.
Helztu árangrar voru þessir:
Fyrri dagur: — 400 m. grinda-
hlaup 1) J. Litujev (R) 51,3 sek.;
2) H. Janz (Þ) 51,4. 100 m. hlaup
1) A. Hary (Þ) 10,3; 2) M. Germ-
ar (Þ) 10,4. 400 m. hlaup 1) K.
Kaufmann (Þ) 47,1; 2) J. Kaiser
(Þ) 47,4. 1500 m. hlaup 1) E.
Brenner (Þ) 3.45,4; 2) K. Ostach
(Þ) 3.45,5; 3) Pipine (R) 3.48,0.
5000 m. hlaup 1) L. Múller (Þ)
14.06,8; 2) J. Shukov (R) 14.10,6.
Spjótkast 1) V. Kuznetzov (R)
79,49 m.; 2) H. Schenk (Þ) 75,80.
Kúluvarp 1) H. Lingnau (Þ)
17,30; 2) V. Lipsnis (R) 17,30.
Langstökk 1) Ter-Ovanesian (R)
7,53; 2) P. Scharp (Þ) 7,34. Há-
stökk 1) I. Kasnkarov (R) 2,08;
2) T. Pull (Þ) 2,05; 3)P. Riebesa-
men (Þ) 1,96; 4) J. Stephanov
(R) 1,93. 4x100 m. boðhlaup 1)
Vestur-Þýzkaland (Feneberg,
Lauer, Futterer, Germar) 40,2
sek.; 2) Rússland (Ter-Ovane-
sian, Osolin, Konovalov, Barten-
•v) 40,4 sek.
Seinni dagur: — 110 m. grinda-
hlaup. 1) M. Laurer (Þ) 13,8 sek.;
2) A. Michailov (R) 13,9. 200 m.
hlaup 1) M. Germar (Þ) 20,8; 2)
A. Hary 20,9. Kringlukast 1) V.
Trusenev (R) 54,52; 2) K. Buc-
Septembermót TH
Hafnarfirði. — í kvöld hefst
vetrarstarfsemi Taflfélags Hafn-
arfjarðar, og verða taflæfingar í
vetur'á fimmtudögum kl. 8 og
sunnudögum kl. 2. Vetrarstarf-
semin verður með svipuðu sniði
og undanfarin ár, æfingar tvisvar
í viku.
Á sunnudaginn kemur hefst
Septembermótið, en það hefir
verið haldið nokkur undanfarin
ár, og í því hafa tekið þátt, fyrir
utan hafnfirzka skákmenn, marg-
ir meistaraflokksmenn frá Rvík,
svo sem stórmeistarinn Friðrik
Ólafsson og einnig skákmennirn-
ir frægu Benkö og Pilnik. í mót-
inu á sunnudaginn taka þátt
m. a. Jón Þorsteinsson og Gunn-
ar Gunnarsson, sem báðir eru
meistaraflokksmenn í Rvík, svo
og sumir af okkar beztu skák-
mönnum, eins og Sigurgeir Gísla-
son og Stígur Herlufsen. í þess-
ari keppni tekur einnig þátt
Haukur Sveinsson, sem nýflutt-
ur er hingað til Hafnarfjarðar,
en hann hefir um mörg ár verið
einn af beztu skákmönnum í
Reykjavík.
Um svipað leyti hefst einnig
keppni í I. og II. fl. haustmóts
Taflfélagsins, og er búizt við
mikilli þátttöku. — G. E.
— Utan úr heimi
Frh aí bls 10
talsveri í aðra hönd. Einnig hef-
ír Hayward á prjónunum sýn-
íngar á tveimur öðrúm söngleik-
um og þrjár sjónvarpssýningar,
svo að hann á sennilega of ann-
ríkt til að hafa áhyggjur af því,
hvermg „Gamla manninum og
hafinu" reiðlr af í kvikmynda- j
húsunum.
— ♦ —
Það ma pö telja vist, að kvik-
myndm vekl mikla athygli —
ekki sizt i Evröpu. Og mjög
sennilegt þykir, að Spencer Tracy
fái þriðju Oscarverðlaunin fyrir
leik sinn í hlutverki gamla
mannsins.
hanzev (R) 53,27. 3000 m. hlaup
1) S. Rischin (R) 8.54,4 mín.; 2)
H. Huniecke (Þ) 9.10,4. 800 m.
hlaup 1) P. Schmidt (Þ) 1.49,8;
2) H. Missala (Þ) 1.50,8. Þrístökk
1) O. Rjachovsky (R) 15,68 m.;
2) L. Tcherbakov (R) 15,61.
10000 m. hlaup 1) L. Múller (Þ)
29.52,6 mín.; 2) N. Pudov (R)
30.01,8. Sleggjukast 1) A. Samo-
zvetov (R) 66,13 m.; 2) Rydenko
(R) 64,36.
Beðið úrskurðar
LITTLE ROCK, 24. sept. — Skóla
stjórnin í Little Rock liefur beðið
fylkisdómstólinn um að úrskurða,
hvort hægt sé samkvæmt lögum
að breyta framhaldsskólunum
f jórum í Little Rock í einkaskóla.
Skólarnir eru nú lokaðir samkv.
fyrirmælum Faubus fylkisstjóra.
18 þreyta próf
í leiklist
LEIKLISTARÁHUGI virðist
vera mikill um þessar mundir
hjá unga fólkinu. 18 manns
þreyttu próf inn í Leiklistarskóla
Þjóðleikhússins. Af þeim stóðust
10 prófið og er skólinn þá full-
skipaður.
Kennarar við skólann eru leik-
ararnir Haraldur Björnsson,
Baldvin Halldórsson, Róbert Arn
finnsson, Klemenz Jónsson og
Erik Bidsted ballettmeistari, en
skólastjóri er Guðlaugur Rósin-
kranz þjóðleikhússtjóri.
Skólinn tekur til starfa 1. októ-
ber n.k.
AKRANESI, 13. sept. — Aðeins
þrír bátar af flotanum komu
hingað inn í dag. Voru þeir með )
40—70 tunnur síldar hver. Togar-
inn Bjarni Ólafsson kom hingað
ímorgun af Nýja-Fylkismiðunum
með 280 lestir af karfa eftir 14
daga útivist. Þeir voru fimm sól-
arhringa að veiðum. Á heimleið
blés hann á norðan, 6—7 vindstig.
Margir togarar voru þarna á
miðunum aðallega íslenzkir.
Hjartanlega þakka ég vinum og vandamönnum, nær
og fjær, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum,
blómum og skeytum á 85 ára afmæli mínu 16. sept. og
gerðu mér daginn ógleymanlegan.
Þorsteinn Konráðsson,
Bergstaðarstræti 64.
LOKAD
í dag firá kl. 12—3,30
IHISIIIISSUlJIIISII!
Af heilum hug þakka ég ykkur öllum, nær og f jær, fyr-
ir heimsóknir, dýrar gjafir, heillakveðjur og blómafjöld
á afmæli mínu í ágúst sl. Þið gerðuð mér daginn ógleym-
anlegan. — Guð blessi ykkur öll.
Ágústa Hjartar.
MANUFACTURAS DE CORCHO f mstrong
Sociedod Anóruma
Korktappar allar stætrðir, fyrirliggjandi
Þi ÞOR&RÍNSSON &CO
Borgartúni 7 — Sími 22235
JÓNA HELGADÓTIR
andaðist í Landsspítalanum þriðjudaginn 23. þ.m.
Fyrir hönd aðstandenda.
Ólöf og Magnús Andrésson.
Bróðir okkar
BÆRING FINNBOGASON
andaðist i Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, þriðjudag-
8 inn 23. þ.m.
Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna.
Guðmundur Snorri Finnbogason.
Útför konunnar minnar
INGIBJARGAR ELlSABETAR KVARAN
fer fram frá Dómkirkjunni föstud. 26. sept. kl. 2 e.h.
Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu er vinsamlega
bent á líknarstofnanir.
Ólafur Kvaran.
Jarðarför litla drengsins okkar
BENEDIKTS SVAVARS
fer fram frá Keflavíkurkirkju laugard. 27. þ.m. kl. 3 e.h.
Magdalena Benediktsdóttir,
Tyrfingur Tyrfingsson,
Þórshöfn, Ytri-Njarðvík.
Minningarathöfn um manninn minn, föður okkar, tengda-
föður, afa og bróður
ÁSBJÖRN PÁLSSON
frá Sólheimum, Sandgerði, fer fram frá Fossvogskirkju
laugardaginn 27. þ.m. kl. 10,30 árdegis. Athöfninni verð-
ur útvarpað. Jarðsett verður sama dag frá Hvalsneg-
kirkju kl. 2. -— Blóm og kransar afbeðið, en þeim sem
vilja minnast hans er vinsamlegast bent á Hvalsneskirkju.
Fyrir hönd ættingja.
Sigríður Þorbjörg Snorradóttir.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför dóttur
minnar og systur okkar
ÞÓRÖNNU GUNNARSDÓTTUR
Samtúni 10
Anna Runólfsdóttir og systklnln.
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við
andlát og útför mannsins míns
BJARNA J. G. JÓHANNESSONAB
Fyrir hönd vandamanna.
Margrét Finnbogadóttlr.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og jarðarför móður og tengdamóður okkar
GUÐRÚNAR pálsdóttur
Ránargötu 3A. Einnig þeim, sem litu til hennar í hennar
löngu veikindum.
Guð blessi ykkur öll.