Morgunblaðið - 25.09.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.09.1958, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 25. sept. 1958 MORCVTSBL 4 ÐÍÐ 3 :: bridce :: AÐALFUNDUR Tafl- og bridge- klúbbsins var haldinn í Sjó- mannaskólanum fimmtudaginn 18. þ.m. Formaður félagsins, Sófus Guðmundsson, setti fund- inn, en fundarstjóri var kjörinn Hjörtur Elíasson og fundarritari Þórður H. Jónsson. Fundurinn var vel sóttur og kom fram mikill áhugi hjá félagsmönnum. Virkir meðlimir félagsins eru nú á annað hundrað manns og er fjárhagur félagsins mjög góður. Á fundinum lágu fyrir all miklar lagabreytingar um starf- semi og fyrirkomulag félagsins og var á fundinum kosin nefnd til að starfa að þessum málum og var einnig ákveðið að halda fram haldsaðalfund innan eins mán- aðar, og átti nefndin þá að skila störfum. Núverandi stjórn skipa eftir- taldir: Sófus Guðmundsson, for- maður, Ragnar Þorsteinsson, Þórður Jónsson, Björn Benedikts son, Þórður Elíasson. Vetrarstarfsemi Tafl- og bridgeklúbbsins hefst í kvöld í Sjómannaskólanum og fer þá fram almenn tvímenningskeppni. Aðalfundur Bridgefélags kvenna var haldinn föstudaginn 19. þ.m. Formaður félagsins, Rósa ívarsdóttir, setti fundinn en fundarstjóri var kjörinn Rann veig Þorsteinsdóttir og fundar- ritari Kristjana Steingrímsdóttir. Meðlimir félagsins eru nú um hundrað, og er fjárhagur félags- ins góður, enda hefir starfsemi félagsins verið mjög öflug og fjölbreytt. íslenzk kvennasveit var nú send á Evrópumót í fyrsta sinn og náði all góðum árangri og sýndi hve miklar framfarir hafa orðið hjá félagskonum. Vetrarstarfsemin verður senni- lega með líku sniði og verið hefir undanfarin ár og hefst vetrar- starfsemin sennilega um næst- komandi mánaðamót og verður Enginn hörgull á sementi Afgreiðslan i Reykjavikurhöfn stendur til bóta meö sementspakkhúsi MEÐAL þeirra, sem standa í húsbyggingum í Reykjavík, hafa heyrzt nokkrar óánægju- raddir að undanförnu með sementsafgreiðsluna frá Akra- nesverksmiðjunni. Segja menn í þeirra hópi að sementsflutn- ingurinn frá skipi í Reykjavík urhöfn hafi verið mjög kostn- aðarsamur, vegna þess að vörubílarnir hafi orðið að bíða í löngum röðum. Var þetta einkum áberandi, þegar ein Hvalfjarðarferjan kom til bæjarins hlaðin sementi. Jón E. Vestdal, forstjóri sem- entsverksmiðjunnar sagði Mbl. hins vegar í gær, að hann sé í e'ngum vafa um það að verk- smiðjan geti auðveldlega full- nægt þörfum Reykvíkinga, svo að afgreiðslan muni brátt komast 1 lag. Byrjunarörðugleikar Það sem hefur valdið erfiðleik- um að undanförnu er þetta: 0 Sementsskipið Dacia bil- aði og gat ekki sinnt flutningunum. — ^ Fólk í Reykjavík óttað- ist, áður en Dagsbrúnar- samningarnir tókust, að verk- fall myndi skella á og menn voru því taugaóstyrkir. @ Ekki hafði tekizt áður en til þessara atburða kom að safna birgðum í Reykjavík. Smápantanirnar hafa því tafið afgreiðslu úr skipum í Reykjavíkurhöfn, sagði Jón. Smápantanir afgreiddar úr pakkhúsi. Þetta stendur nú allt til bóta, hélt hann áfram. Dacia er kom- in úr viðgerð. Hún fór fyrstu ferðina í morgun (miðvikudag). hafi verið flutt á bílum frá Akra- nesi til Reykjavíkur? — Ég hef heyrt um eitt eða tvö tilfelli, svaraði Jón E. Vest- dal. í þeim báðum stóð þannig á að kaupendurnir höfðu bíl uppi á Akranesi og notuðu ferðina sem til féll til sementsflutnings. 300 tonna notkun á dag — Hvað þarf Reykjavík mikið sement á dag? — Við gerðum athugun á þvi í sumar, að þegar sementsnotkun in væri mest, gæti hún nálgast 300 tonn á dag. Við höfum sent mest 300 tonn á dag. Stærsta send ingin með Daciu var 312 tonn. Um hörgul á sementi verður ekki að ræða, hélt dr. Jón E. Vest dal áfram. Áður en Dacia bilaði var markaðurinn hérumbil mett- aður og nú liggja fyrir pantanir um 2—300 tonn. Eftirspurnin var mest rétt áður en menn héldu að verkfall myndi skella á. Þá leigðum við Hvalfjarðarferjuna og sendum hana eina ferð með 308 tonn af sementi. Nóg til áramóta — Eigið þið til nóg hráefni og sement fyrir næstu vikur og mán uði? — Já og meira en það. Við eig- um nú 2000 tonn af sementi í geymslum og 20 þúsund tonn af sementsgjalli. Sementsnotkun það sem eftir er af árinu verður ekki meiri en um 25 þúsund tonn. Dacia siglir nú á hverjum virk um degi milli Akraness og Reykjavíkur. Hún kemur til Reykjavíkur fullhlaðin kl. 8 á morgnana og klukkan 6 síðdegis er hún komin tóm upp á Akra- nes og er hlaðin þar um nóttina. Fram að þessu hefur sements- verksmiðjan á Akranesi afgreitt um 12 þúsund tonn en þar af hafa um 7200 tonn farið til Reykjavík- ur, sagði Jón E. Vestdal að lok- um. Þegar sementið kom um það leyti, sem menn óttuðust að verkfall væri að skella á, myndaðist biðröð vörubíla við höfn- ina, eins og myndin sýnir. Þá höfum við fengið til afnota vörugeymslu við austurhöfnina. Úr henni verða héðan í frá af- greiddar pantanir, sem eru minna en 2 tonn. Afgreiðslan úr skipinu ætti því að ganga be.tur, þegar aðeins stærri pantanir verða af- greiddar frá skipshlið. — Hefur það komið fyrir með- an Dacia var biluð, að sement eins og áður í Skátaheimilinu við Snorrabraut. Núverandi stjórn er þannig skipuð: Rósa ívarsdóttir, formað- ur, Eggrún Arnórsdóttir og Guð- rún Bergsdóttir. Varastjórn skipa þær Margrét Ásgeirsdóttir og Sig urbjörg Ásbjörnsdóttir. Spilið, sem hér fer á eftir er einkar skemmtilegt og vinnst sögnin á óvenjulegan hátt. Sumir erlendir bridgespilarar segja, að í spili þessu komi fram „óvenju- legasta svínun í bridgesögunni“. y 7 4 2 ♦ G 7 3 2 ♦ K D 3 A G 8 7 6 3 A 9 3 V G N V 10 5 3 ♦ 8 V A ♦ D 10 9 4 * Á 10 9 7 S 4» G 6 5 4 3 2 ♦ ÁK2 V Á K D 9 8 6 ♦ Á K 6 5 Suður er sagnhafi og spilar 6 hjötu. Vestur spilar út hjarta gosa. Suður drepur og tekur tvo slagi til viðbótar á tromp og vest- ur kastar laufi og spaða. Næst spilar hann út tígulás og kóng og vestur kastar laufi í seinni tigulinn. Nú virðist sem suður verði að gefa tvo slagi á tígul, en þó er einn möguleiki eftir. Það hefur komið í Ijós að vestur átti í byrjun ellefu svört spil. Ef meðal þeirra eru spaðagosinn og laufásinn er hægt að vinna spilið. — Nú tekur suður á spaða ás, síðan lætur hann út spaða 2, svínar tíunni. Nú kemur laufa- kóngur frá blindum og spaðakóng er kastað í hann. Nú er sama hvað vestur lætur út, suður kast- ar tveim tíglum í laufadrottningu og spaðadrottningu. Vegna bilunar sementsflutningaskipsins Dacia var Hvalfjarðar- ferjan Ieigð til að flytja einn farm, 308 tonn, frá Akranesi til Reykjavíkur. Mynd þessi, sem Ijósmyndari Mbl. hefur tekið, sýnir er ferjan var affermd í Reykjavíkurhöfn. Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni falið eitirlit með banni við tilraunum með kjarnorkuvopn ? VÍNARBORG, 22. sept. — NTB. 1 — AFP. — Annar aðalfundur Alþjóða kjarnorkumálastofnun- arinnar hófst í Vínarborg í dag. Fundinn sitja 400 fulltrúar frá 69 ríkjum. Formaður indónesisku nefndarinnar var einróma kjör- inn forseti fundarins. Hefir hann verið formaður sendinefndar hjá SÞ og tók þátt í undirbúningnum að stofnsetningu Alþjóða kjarn- orkumálastofnunarinnar. í Reutersfregn er það haft eftir góðum heimildum í Vínarborg, að Alþjóða kjarnorkumálastofn- uninni verði falið eftirlit með stöðvun tilrauna með kjarnorku- vopn, ef ráðstefnan, sem hefjast á í Genf 31. okt., gerir samning þar að lútandi. Ef svo fer, verð- ur kjarnorkumálastofnuninni fal ið tæknilegt eftirlit, en hin póli- tíska hlið málsins verður ftir- látin SÞ. Austurríski forsætisráðherrann Júlíus Raab hélt ræðu við opnun fundarins og sagði m.a., að kjarn orkan myndi á komandi árum hjálpa mannkyninu í baráttunni gegn sjúkdómum og fátækt. Við verðum aðeins að gæta þess að nota hana á réttan hátt, sagði Raab. Fjölmennasta sendinefndin er frá Bandaríkjunum, og formaður hennar er ráðgjafi Eisenhowers Bandarikjaforseta í kjarnorku- málum, Lewis Strauss. Ýmsar stofnanir, sem heyra undir SÞ, hafa sent áheyrnarfulltrúa STAKSTEINAR Misnotkur Alþýðusambandsins Alþýðublaðið birtir í gær grein, þar sem misnotkun komm únista á Alþýðusambandinu ásamt kosningum til Alþýðusam- bandsþings er rædd á hispurslaus an hátt. Segir þar m.a.: „í þeim kosningum til Alþýðu- sambandsþings, er nú standa yfir, stendur baráttan um það, hvort kommúnistar eiga áfram að fara með völd í Alþýðusambandinu eða hvort losa eigi verkalýðssam- tökin undan yfirráðum þeirra. í því sambandi er vert að minnast þess, að kommúnistar hafa mis- notað aðstöðu sína í Alþýðusam- bandinu á hinn herfilegasta hátt, síðan þeir komust þar til valda 1954. Hámark misnotkunar kommúnista á Alþýðusamband- inu var það, er þeir létu mið- stjórn sambandsins samþykkja það, að Alþýðusambandið skyldi beita sér fyrir stofnun „kosninga- samtaka“, eins og það var kallað. Leiddi það ævintýri til þess, að nokkrir kommúnistar, er fóru með stjórn Alþýðusambandsins, lýstu því yfir, að verkalýðssam- tökin styddu ný kosningasamtök kommúnista, Alþýðubandalagið svokallaða. Þessa yfirlýsingu gáfu kommúnistar fyrir hönd nær 30 þúsund meðlima Alþýðu- sambandsins, manna, sem eru af öllum stjórnmálaflokkum. Hefur þvílík misnotkun á verkalýðssam tökunum aldrei átt sér stað fyrr né síðar“. Treysta á Framsókn Þessi ummæli Alþýðublaðsins hafa vissulega við fyllstu rök að styðjast. Kommúnistar hafa mis- notað Alþýðusambandið gróflega, og munu halda áfram að gera það, ef þeir fá aðstöðu til þess. Eina von kommúnista nú, er að Framsóknarmenn í verkalýðsfé- lögunum hjálpi þeim til þess að halda meirihluta á Alþýðusam- bandsþingi. Framsókn gamla er að vísu nærri fylgislaus innan verkalýðssamtakanna. En hún fær þó vanalega kosna örfáa full- trúa á Alþýðusambandsþing. Her mann Jónasson hefur lofað Hanni bal Valdimarssyni því, að þessir fulltrúar muni styðja hann. Gegn því hefur Hannibal lofað Her- manni, að hin nýja Alþýðusam- bandsstjórn skuli styðja vinstri stjórnina og Eystein til þess að Ieggja á nýja skatta og tolla. Á síðasta Alþýðusambands- þingi var að vísu gerð hátíðleg samþykkt um það, að dýrtíðarráð stafanir, sem fælu í sér nýjar álögur á þjóðina, mætti alls ekki gera. En félagsmálaráðherrann var ekki fyrr laus við fulltrúana á Alþýðusambandsþingi en hann hjálpaði Eysteini Jónssyni til þess að leggja nokkur hundruð milljónir króna í nýjum sköttum og tollum á launþegana. Nýir skattar Svona heldur forseti Alþýðu- sambandsins, félagsmálaráðherr- ann, formaður Alþýðubandalags- ins, sem ekki þorði að útskýra málstað íslands í landhelgismál- inu á verkalýðsþinginu í Bret- landi, vel orð sín við verkalýðinn. Hann Iætur sér ekki nægja að svíkja síðasta Alþýðusambands- þing. Áður en komandi þing er byrjað, er Hannibal farinn að semja við Eystein um nýja skatta og tolla á almenning í Iandinu. Það er sannarlega engin furða, þótt Hermann og Eysteinn láni Hannibal nokkur Framsóknarat- kvæði á Alþýðusambandsþingi til þess að freista þess að fá hann kjörinn. Svo dyggilega hefur hann gengið erinda skattráns- stefnunnar, sem haft hefur í för með sér stórfellda lífskjaraskerð- ' ingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.