Morgunblaðið - 27.09.1958, Side 9

Morgunblaðið - 27.09.1958, Side 9
Laugardagur 27. sept. 1958 MORGV1SBLAÐID 9 Þorsteinn Erlingsson á mismunandi aldursskeiði. — Myndin lengst til vinstri er af honum 22 ára, en Iengst til hægri 37 ára. — Aldarminning Þorsteins Erlingssonar skálds: ilann elskafti vorift — hift vcrm- andi, lífgandi vor ÖLD er liðin í dag, 27. september 1958, frá fæðingu Þorsteins Erlingssonar, skálds. Hann fædd- ist á Stórumörk undir Eyjafjöll- um og voru foreldrar hans hjónin Erlingur Pálsson og Þuríður Jónsdóttir. Bjuggu þau þar góðu búi. Þorsteinn var tvíburi, hitt barnið var stúlka, er hlaut nafnið Helga. Fæddist Þorsteinn síðar. Nokkurra vikna gamall var Þorsteinn, vegna vináttu og frændsemi, tekinn til fósturs að Hlíðarendakoti í Fljótshlíð. Ólst hann þar upp hjá föðurömmu sinni Helgu og manni hennar, Þorsteini bónda Einarssyni, er hann var heitinn í höfuðið á. Átti hann þar hina ágætustu æsku og báru fósturforeldrar hans hann á höndum sér meðan þeirra naut við, svo og föðursystkin hans, Ólafur og Guðrún. Guðrún mun mest hafa séð um barnið. Um fermingaraldur missti Þor- steinn fósturforeldra sína. Tók þá við jörðinni Ólafur Pálsson og hjá honum dvaldist Þorsteinn þar til að hann fór í skóla 19 ára og á sumrin, meðan hann var í skóla. Þorsteinn Erlingsson varð stúd- ent árið 1883, með 1. einkunn. Sigldi þá þegar til náms við Kaupmannahafnarháskóla og ias lögfræði nokkur ár, en hætti því námi. Hann varð cand. pliil. En alls dvaldist hann í Khöfn í 12 ár og lifði á kennslu og fleiri störf- um. Eftir það kom hann heim og gerðist ritstjóri Bjarka á Seyð- isfirði og svo Arnfirðings á Bíldu dal til ársins 1903, er hann flutti til Reykjavíkur. Úr því fékk hann dálítinn skáldastyrk, en lifði ann- ars á kennslu. .— Þorsteinn Erlingsson kvæntist danskri konu í Khöfn, en þau skildu sam- vistum. Síðari kona hans (1901) var Guðrún Jónsdóttir og eru börn þeirra Svanhildur skáld og Erlingur læknir. Þorsteinn dó 28. september 1914, — aðeins 56 ára að aldri. ★ Enginn efi er á því, að Þor- steinn Erlingsson hefur ungur byrjað að yrkja. Kona ein, Ragn- hildur Magnúsdóttir, gáfuð og skáldmælt vel, er ólst upp á sama bæ og Þorsteinn, sagði mér að hann hefði verið „ákaflega eisku- legt barn“. Hann hafði verið draumlyndur og snemma borið á því, að hann var skáld. Ekki veit ég hvenær fyrstu kvæði hans birt ust á prenti, en þau kvæði sem fyrst vöktu athygli munu hafa komið í Sunnanfara dr. Jóns Þor- kelssonar. Hið ágæta kvæði í Hlíðarendakoti orti hann 1884 og sendi frændkonu sinni í bréfi. Annars er mér ekki kunnugt um hver áhrif kvæði hans hafa haft á menn, hér heima, fyrr en þau fóru að birtast í Eimreiðinri og einkum þó, eftir að Þyrnar (útg. Oddur Björnsson) komu \'u 1897. Faðir minn, sem var prestur, keypti þessa fallegu bók strax, því hann kunni vel að meta skáld ið, þó honum þætti hann nokxuð svæsinn í árásunum á kristna kirkju — og þó einkum á kristin- dóminn sjálfan og höfund hans. — En í Þyrnum voru einnig sum hin fegurstu kvæði og ljúfustu, fannst mörgum, sem ort höfðu verið á íslenzka tungu frá því að Jónas Hallgrímsson lokaði sínum þreyttu augum. — Þorsteinn Erlingsson var ákaf- lega róttækur í skoðunum og op- inskár. Hann hlífði engum, hvorki guði né mönnum, þegar því var að skipta. — Hann segir, einhvers staðar, að hann hafi verið hætt kominn, vegna áhrifa frá presti, á unglingsárunum. Hygg ég að það hafi verið prestur sá, er kenndi honum, annaðhvort sem barni, eða þá undir skóla. En er til Hafnar kom blöstu, held ur en ekki, við honum ný viðhorf. Þá var þar hinn bráðgáfaði, lærði og snjalli en heiðni Gyðingur, Georg Brandes, átrúnaðargoð margra yngri menntamanna, — ekki síður íslendinga en annarra. Þorsteinn Erlingsson varð þegar einlægur lærisveinn Brandesar og dáði hann jafnan mjög. Aftur- haldssöm og úrelt stjórn var í Danmörku undir forsæti Estrúps. Fjöldi ungra manna, einkum stúd enta, var algerlega á móti Estrup og stjórn hans og var svo sem auðvitað, að Þorsteinn fylgdi þeim að málum af lífi og sál. Hann réðst með ástríðufullri heift á kristna kirkju og kenni- menn hennar, það var auðvitað að hinir þröngsýnu dönsku prest- ar voru honum ekki að skapi. Hann fór afar langt í ádeilukvæð unum. Hann réðst og á konungs- vald, alla rangsleitna valdhafa, auðvald og grimmd. Hann hat- aði hernað, kúgun. Einar H. Kvaran segir um Þorstein: „Hann svívirti þetta allt af hlæjandi fögnuði. Hann þurrkaði með því forugt gólfið.“ Hann var, þá, byltingarmaður. Frelsi, jafnrétti, bræðralag, hin gömlu vígorð, gerði hann að sínum. Hann kvaðst vera alger trúleysingi á guð. Þessi afstaða hans varð til þess að hann varð, lengi nokkuð, afar óvinsæll hjá mörgu fólki. Var það eðlilegt, þegar aðeins var litið á hið unga skáld sem trúleysingja — ja, meira en það bardagamann gegn kristinni trú, þeirri trú, sem mörgum, prestum og almenningi, var hið helgasta og dýrmætasta er þeir áttu. — En svo var til önnur hlið á Þorsteini Erlingssyni. Hann átti sína heitu trú og sú trú var mjög í anda höfundár kristins dóms. Og hann orti ætíð mikið af óvið- jafnanlega fögrum og snjöllum kvæðum um það sem hann elsk- aði. En það var fegurðin, mis- kunnsemin, kærleikurinn og sannleikurinn. Hann elskaði vor- ið, hið vermandi, lífgandi vor, smælingjana, menn og dýr, grös og gróður. Hann mátti ekkert aumt sjá, án þess að fyllast sorg og löngun til þess að bæta úr og líkna eftir beztu getu. Og hann elskaði fósturjörðina, ísland, brennandi, óeigingjarnt og fölskva laust, eins og barn hina beztu móður. Þetta voru hans guðir. Þessi ofsamaður, sem vildi steypa öllum guðum í hafið, brjóta há- sæti konunganna og hallir höfð- ingjanna, velta hverri tign að velli sem veröldin á, — hann hefði, vafalaust, gert sér ómak til þess að hlúa að einu visnandi blómi við veginn eða opnað gluggann fyrir flugu, sem villzt hafði inn í banrvænt loft mannabústaða. — ★ Sigurður Guðmundsson, skóla- meistari, segir í ágætri ritgerð um Þorstein Erlingsson: „En hvernig sem ritdómarar og bók- menntasaga kunna, síðar meir, að meta jafnaðar- og vantrúarljóð hans, vildi ég taka það fram, að þau voru sönn og ósvikin. Ég á við, að þau voru engin uppgerð, voru ekki ort til að sýnast mann- vinur .... að þau voru ekki stundarbörn hverfulla tilfinninga, heldur stóðu rætur þeirra djúpt í skaplyndi hans og lífskjörum.“ 1— Þetta er áreiðanlega rétt at- hugað. Og ég hygg að það sé alveg víst, að ef Þorsteinn Erlings son hefði, síðar, komizt að ann- arri niðurstöðu, mundi hann hik- laust hafa látið það í Ijós opin- berlega. Svo ákveðna og karl- mannlega hæfileika hygg ég að hann hafi haft til þess að gera það, sem hann hugði rétt, — til þess að þjóna sannleikanum. Þetta.kom líka, beinlínis fram. f líkræðu sem prófessor Haraldur Nielsson flutti við jarðarför skáldsins (sbr. ísafold 8. okt. 1914) segir m. a.: „Síðustu ár ævinnar tók hann aftur að vona, að til væri framhald lífsins eftir dauðann. ... Eitt sinn sagði hann við mig: „í tuttugu og fimm ár hef ég þótzt sannfærður um það, að ekkert líf væri til eftir dauð- ann. En þú mátt ekki halda að mig hafi ekki langað til þess, eins og hvern annan.“ Þetta segir hinn merki maður, próf. Harald- ur Níelsson um látin vin sinn. Orð Þorsteins sanna, að hann var stöðugt að leita sannleikans. Sigurður skólameistari segir á einum stað, að Þorsteinn Erlings- son hafi ekki verið stórskáld. „En listaskáld og einn þeirra fáu and- ans manna, sem þessi fátæka þjóð á.“ Dr. Helgi Péturss andmælti þessu og ritaði þessi orð: „Ekki má því ómótmælt vera að Þor- steinn Erlingsson hafi ekkj verið stórskáld. Hafi hann ekki verið það, þá hafa íslendingar ekkert átt.“ Báðir þessir menn hafa í rauninni, á réttu að standa. Þó held ég að óhætt sé að telja Þor- stein í hópi beztu Ijóðskálda okkar. Hitinn og ákafinn spilltu stundum áhrifum og listgildi ádeilukvæða hans, sumra. En hin ljúfu töfrandi kvæði, eins og t. d. Sólskríkjan, Lóur, Hulda, Sein- asta nóttin, Tamdir svanir og mörg fleiri eru dásamlega fögur og fullkomin listaverk, með alveg sérstökum persónulegum blæ. 'Sem stórskáld eitt getur náð. Og svo eru það stóru kvæðin t. d. Jörundur, Brautin, Mansogvai, Bókin mín, Gamla ijónið, Alda- mótaljóðin, svo ég nefni aðeins fá af mörgum, sem Kafa gert Þor- stein Erlingsson að sígildu skáldi. Og trú mín er sú að sögur hans, Málleysingjar, muni lengi ]ifa, þær sögur eru vissulega sr.illdar- verk. ★ Við Þorsteinn Erlingsson vorum samtíðarmenn, þótt ég sé nær því 30 árum yngri en hann. Ég var lítið eitt yfir tvitugt, hann nær fimmtugu er ég kynntist honum dálítið. Við vorum í sama stjórn- málafélagi, Landvörn, báðir ákaf- ir skilnaðarmenn, vildum ekkert við Dani semja, aðeins fullt sjálf- stæði landsins. Þar var ólíku sam an að jafna: Hann viðurkennt þjóðskáld, hámenntaður heims- maður, sem dvalizt hafði lang- dvölum með snjöllustu mönnum erlendis. Ég hlédrægur sveita- piltur, nýfluttur til Reykjavíkur, hafði að vísu lært allmikið hjá föður mínum, en aldrei verið í skóla. Þó talaði ég nokkuð oft við Þorstein, einkum er hann var að sækja blöð sín, er hann fékk send frá Danmörku. Hann kom þá oft fljótt í pósthúsið, þar sem ég vann, og beið inni í böggla- pósthúsinu gamla, meðan við tók- um póstinn úr pokunum. Stund- um var ég einn við það, og ræddi Þorsteinn þá við mig og var hinn ljúfasti. Hann þekkti föður minn lítið. Þeir voru ekki saman í skóla. — Og svo man ég eftir fundunum í Landvarnarfélaginu. Þar var vel mælt. Þar voru marg- ir ágætir menn, auk Þorsteins Eríingssonar, man ég einkum eftir þeim Benedikt Sveinssyni, Bjarna frá Vogi, Ára Jónssyni Arnalds og eftir 1910 Gísia Sveinssyni, auk margra úngra manna, er sumir urðu, síðar, þjóS kunnir menn. Á þessum fundum voru margar eldheitar ræður fluttar og aldrei dregið úr fyllstu kröfum okkar um fullt sjálfstæði. Þorsteinn tók þar einstaka sinn- um til máls, talaði hann vel og skipulega. Ræður þær sem ég heyrði hann flytja voru ætíð stuttar, enda*var hann nokkuð þungur fyrir brjósti. Ætíð talaði hann kurteislega og var aldrei illmáll, en ákveðinn í skoðunum. Aldrei heyrði ég hann tala um skáldskap, hvorki sinn né ann- arra skálda. Eitt sinn sat ég með Þorsteini og öðrum manni, mér eldri. Voru þeir að tala saman, en ég hlustaði á. Sagði Þorsteinn þá, að hann hefði oft átt erfiða og illa ævj í Khöfn og að illt viðurværi hefði orðið þess vald- andi að hann tók sjúkdóm þann, er lamaði kraftana. Á Seyðisfirði kvað hann sér hefði liðið vel að mörgu leyti. En lífshamingju sína, hina mestu, kvað hann þó hafa verið að kynnast Guðrúnu, síðari konu sinni. Öllum ber sam- an um að Þorsteinn Erlingsson hafi verið hinn ástúðlegasti og umhyggjusamasti heimilisfaðir. ★ Þorsteinn Erlingsson var meS- almaður á vöxt, grannur, en sam- svaraði sér vel. Á útliti hans mátti sjá, að hann var ekki heilsu hraustur. Hann var alskeggjaður, skeggið farið nokkuð að grána, er ég sá hann fyrst. Hár hatði hann mikið og greiddi það upp, frá enninu, svipmikill maður og höfðinglegur, gekk ætíð vel klæddur. — Augu hans voru dökk, mjög fögur og gáfuleg, nokkuð hörð og snör e.n þó goð- leg og stundum glettnisleg. Hon- um virtist oft vera nokkuð þungt fyrir brjósti og vildi gjarnan sitja við opinn glugga. Við mig var hann mjög vingjarnlegur, enda hið mesta ljúfmenni í allri um- gengni. Kunningsskapur okkar Framhald á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.