Morgunblaðið - 03.10.1958, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 03.10.1958, Qupperneq 3
Föstudagur 3 október t958 W GnCVTSBL 4 Ð1Ð 3 Siglingrakeppni Brt>ta og Bandaríkjamanna um hinn svonefnda Ameríkubikar vakti mikla at- hygli víða um lönd. Bandaríska seglskipið Columbia sigraði með miklum yfirburðuim. Vann það f jóra riðla í röð, svo að óþarfi var að keppa lengur. En ef skipin hefðu verið jöfn mátti keppa í sjö riðlum. Þessi mynd var tekin úr lofti af keppinautunum, hinni bandarísku Columbiu og • brezku Sceptre. Rœða Ragnhildar Anderssen Rysst er jarðneskar leifar föður hennar Vetrarstarf Þor- steins Ingólf ssonar að hefjast HEYKJUM 28. september. — Vetrarstarf félagsins er nú að hefjast og hefir stjórnin þegar lagt grundvöllinn að því. í fyrsta lagi er ákveðið að halda héraðs- mót sennilega í nóvembermán- uði. Þá hyggst stjórnin koma á almennum umræðufundum um mál er snerta hreppsfélögin sam- eiginlega, t.d. skipulagsmál sýsl- unnar, vegamál, skólamál, fjall- skilamál og einnig ýms vandamál er skapazt þar sem er að mynd- ast þéttbýli. Fyrsti fundur af þessu tagi er ákveðinn að Klé- bergi um miðjan október og vinnur stjórnin að undirbúningi hans. Verður reynt að fá góðan ræðumann með sérþekkingu á umræðuefninu, en síðan hug- myndin að 2—3 innanhéraðs- menn, undirbúi sig sérstaklega til þátttöku í umræðunum. Stjórn Þ. I. skipa nú: Formað- ur Jón M. 'Guðmundsson, Reykj- um; varaform. Oddur Andrésson, Hálsi; ritari Magnús Jónasson, Stardal; gjaldkeri Ásbjörn Sig- urjónsSon, Álafossi og meðstjórn- endur þeir Páll Ólafsson, Braut- arholti; Jóhann Kr. Jónsson, Dals garði og Sigsteinn Pálsson, Blika- stöðum. STAKSTIIMAR „Svífa í lausu lofti“ Það er fátt, sem stjórnarblöð- unum kemur saman um ann- að en það eitt að reyna að láta V-stjórnina lafa áfram eitt- hvað enn. Um árangurinn af starfi hennar og hvers af henni sé að vænta eru þau hins vegar gersamlega ósammála. Alþýðu- blaðið gerir t.d. í gær að umræðu efni hugmyndir stjórnarliðsins um „endurskoðun á núgildandi fyrirkomulagi vísitölunnar“. Blaðið segir m.a.: „Hannibal Valdimarsson er þessa dagana á ferðalagi í tilefni af kosningunum til næsta Al- þýðusambandsþings og hefur ekki farið í neina launkofa með þá skoðun, að hann telji endur- skoðun á núgildandi fyrirkomu- lagi vísitölunnar mjög koma til greina. Hér er með öðrum orð- um um að ræða þá sakargift, sem Þjóðviljinn ber á Alþýðuflokkinn og Framsóknarflokkinn. Munur- inn mun helzt sá, að hugmyndir Hannibals svífa í lausu lofti, en það er verkalýðshreyfingunni naumast farsælt“. „Ef upp væri fundið“ komu til Ósló FYRIR hönd móður minnar og okkar systkinanna vil ég leyfa mér að bera fram beztu þakkir til fulltrúa norska utancíkisráðu- neytisins og til sendiherra íslands í Noregi, Haralds Guðmundsson- ar, fyrir þá miklu sæmd, sem þeir hafa sýnt föður mínum með því að koma hingað í dag, er jarðneskum leyfum hans, sem fluttar voru með íslenzkri flug- vél, er veitt móttaka á norskri grund. Af hálfu íslenzku þjóðar- innar hafði hann verið kvaddur með virðulegri athöfn í Reykja- vík. I dag er allt öðru vísi en áður. Ég hef oft staðið hér úti á Forn- ebu-flugvölli og séð föður minn, hressan og glaðan, legga af stað til íslands eða koma þaðan. Svo mikill sem lífsþróttur hans var, hefur hann áreiðanlega ekki hugs að sér að skilja þannig við lar.d- ið, sem hann elskaði. Þegar hall- aði að kvöldi og að því kom, að hann léti af embætti sínu, gerði hann ráð fyrir því að halda á- fram stórfum hér í Noregi við ýmis þau verkefni, sem hann hafði hafið á íslandi og gei’ði sér vonir um að leiða farsællega til lykta hér. Ég hef nýlega farið í gegnum skjöl og bréf föður míns, sem safnazt hafa á langri ævi hans sem baráttumanns á svo mörgum sviðum. Ég sé, að þegar hann sem miðaldra maður kemur til ís- lands, ef til vill fyrir duttlunga örlaganna, hefur hann, sem mað- ur, tekið út nýjan persónulegan þroska, er gerði hann auðugri og hamingjusamari einstakling en nokkru sinni fyrr. Hver dagur varð gleðidagur — reynsla, sem gaf mikið í aðra hönd. Því betur sem hann kynntist hinni íslenzku Tónleikum Þórunnar Jéhannsdóttur mjög vel fagnað AKUREYRI, I. október. — Fjórðu tónleikar Tónlistarfélags Akureyrar á þessu ári voru haldn ir í Nýja Bió í gærkvöldi. Voru það píanótónleikar Þórunnar Jó- hannsdóttur. Á efnisskránni voru verk eftir Bach, Busoni, Beet- hoven, Taneiev, Prokofieff, Lizst og Chopin. Húsfyllir var og lista- konunni afbragðsvel tekið. Barst henni fjöldi blóma og varð hún að leika aukalag. — Magn. þjóðarsál, því fleira fanr. hann þar af varanlegum og ágætum verðmætum. Samskiptf hans við íslenzku þjóðina leystu hann úr viðjum þeirrar einmanakenndar, sem við verðum svo oft að búa við hér á jörðu og getur gex-t allt svo tilgangslaust. Hann vann að því af lífi og sál að tengja þjóðir þessara tveggja landa sem traustustum böndum. Jafnvel í sumarfríum sinum hér í Noregi þráði hann að hverfa aftur til íslands. Síðast í vor sat hann hjá Lillehammer og virti fyrir sér Valdresfjöll, sem hann nefndi ísland — og þar lifði hann að nýju hinar björtu nætur við Tjörnina í Reykjavík, svanasöng Kosnir 15 menn í sjó- og verzlunar- dóm Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gær fór fram kosning 15 manna í sjó- og verzlunardóm til 4ra ára. Samþykktur var samhljóða listi með eftirtöldum nöfnum: Axel Björnsson, vélstjóri. Bjarni Jónsson, skipstjóri. Einar Guðmundsson, skipstjóri. Geir Sigurðsson, skipstjóri. Guðbjartur Ólafsson, fyrrv. hafnsögumaður. Halldór Sigurþórsson, stýrim. Ingvar Vilhjálmsson, útgm. ísleifur Högnason, framkvstj. Jóhann Ólafsson, forstjóri. Jón Axel Pétursson, forstjóri. Jón Sigurðsson, framkvstj. Nikulás Jónsson, skipstjóri. Steindór Árnason, vélstjóri. Sveinn Helgason, stórkaupm. Þorsteinn Árnason, vélstjóri. Þorsteinn Loftsson, vélfræði- ráðunautur. - Þorsteinn Þorsteinsson, fyrrv. hagstofustj ór i. 580 tunnur til Keflavikur i gær KEFLAVÍK, 2. sept. — 13 bátar komu inn í gær með samtals 580 tunnur af síld, 7—80 tunnur á bát, Afli var ákaflega rýr og komu ekki alir bátar inn. — Fréttaritari. inn, storminn, músikina og þó var honum fólkið, þjóðin efst í huga af þessu öllu. Allt hans líf var hjá henni. Nú hefir hann beð- ið ósigur fyrir dauðanum — en hann komst hjá því að glata ís- landi —. og okkur finnst að hann muni verða þar að eilífu og hafi fundið þar frið. Ég vil leyfa mér að þakka full- trúum norska utanríkisráðuneytis ins fyrir hina góðu samvinnu þess og föður míns um margra ára skeið. Hann var fullur áhuga og bjartsýni, þegar hann kom úr ráðuneytnu, þar sem hann mætti skilningi á þeim viðfangsefnum, sem áttu hug hans og hann sneri aftur til íslands með nýjum þrótti. Svo vil ég biðja Harald Guð- mundsson sendiherra að skila þakklæti til hinnar gáfuðu, hraustu og andríku íslenzku þjóð ar, fyrir hið auðuga líf, alla þá gleði og vináttu, sem föður mín- um féll í skaut á íslandi, og sem einnig við hans nánustu fengum okkur til mikillar gleði að taka þátt í. Og svo vil ég að lokum lýsa friði yfir minningu föður míns. VETRARÁÆTLUN Flugfélags ís lands í innanlands- og millilanda- flugi gekk í gildi 1. okt. og fækk- ar ferðum þá frá því sem verið hefir í sumar. Innanlandsflug Til Akureyrar og Vestmanna- eyja verður flogið alla daga, en auk þess eru tvær ferðir til Ak- ureyrar þriðjudaga og föstudaga. Til Egilsstaða eru áætlaðar ferð ir þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga. í þriðjudagsferðinni er komið við á Akureyri í báðum leiðum. Til ísafjarðar eru ferðir alla daga nema sunnudaga og þriðju- daga og til Blönduóss og Sauðár- króks eru ferðir á þriðjudögum og laugardögum. Siglufjarðarferðir eru á mánu- dögum, en ferSir til Kirkjubæjar- klausturs og Fagurhólsmýrar á föstudögum. Til Hornafjarðar eru ferðir á mánudögum eg föstudögum. Ferðir til Húsavíkur eru á mið- vikudögum og til Kópaskers á fimmtudöguM. Ferðir til Patreksfjarðar og Skólar á Akureyri teknir til starfa AKUREYRI, 1. okt. — Gagn- fræðaskóli Akureyrar var settur kl. 5 síðd. í dag. Starfar skól- inn nú í 17 bekkjardeildum og bættust við fjórar nýjar kennslu- stofur í viðbyggingu skólans. I vetur verða um 420 nemendur í skólanum og er það nokkru fleira en í fyrra. Nýr kennari hefur verið ráðinn Þórður Gunn- arsson og nýir stundakennarar Ingvar Gíslason og Erlendur Konráðsson. Barnaskólinn var settur í dag og starfar hann í 29 bekkjar- deildum. Um 800 börn verða í skólanum í vetur. Tvær hljóm- sveitir munu starfa í skólanum, fiðluhljómsveit og lúðrahljóm- sveit. Oddeyrarskólinn var settur í dag og verða í honum 260 börn í 11 bekkjardeildum. Þá var Glerárskólinn settur og verða þar 98 börn í sex bekkjardeild- um. Þar verða skólastjóraskipti. Hjörtur L. Jónsson hefur fengið frí frá störfum í vetur og í hans stað verður Árni M. Rögnvalds- son skólastjóri. Bíldudals eru á fimmtudögum og til Þingeyrar og Flateyrar á þriðjudögum. Til Hólmavíkur og Þórshafnar er flogið á föstudögum. Alls eru þrjátíu brottfarir á viku frá Reykjavík í þessari á- ætlun inaanlandsflugs. Flugtími er áætlaíur 86 klst. og 25 mín. Flugferðum milli landa fækkar einnig frá því sem var í sumar- áætluninni og sú breyting verð- ur, að ekki er flogið fram og aft ur samdægurs, svo sem venja hefir verið. Þetta hefir þann kost í för með sér, að komutími flugvélanna frá útlöndum verður ekki síðar en kl. 3—5 síðdegis. Til Kaupmannahafnar eru fjór- ar ferðir í viku, þar af þrjár með viðkomu í Glasgow og ein um Osló, Tvær ferðir í viku verða til Hamborgar og ein til London. Til Glasgow og Kaupmannahafn- ar er flogið mánudaga, miðviku- daga -og föstudaga, en mánudags- ferðin er einnig til Hamborgar. Fimmtudaga er flogið til Lon- don og laugardaga til Osló, Kaup- mannahafnar og Hamborgar. Eftir þessu mætti ætla, að hug- myndir Alþýðuflokksins og Fram sóknarflokksins um þetta „svifu ekki í lausu lofti“. En býsna lítið fer fyrir greinargerð Alþýðu- blaðsins um hvað fyrir þeim kumpánum vakir. Um það er þar skýrast að orði kveðið svo: „Satt að segja virðist engin goðgá að taka þessi mál til at- hugunar, ef upp væri fundið ný og farsælli skipun, sem leiddi til réttlætis og lagfæringar fyrir al- þýðustéttirnar". Óneitanlega minna þessi speki- orð býsna mikið á boðskap Al- þýðublaðsins frá því í vetur, þeg ar tímamót áttu að verða í is- lenzkum stjórnmálum — eftir páska. „Ekkert að óttast“ „Vinnukonur Hermanns“, eins og þeir Gylfi Þ. Gíslason og Hannibal Valdimarsson eru nú kallaðir af samflokkamönnum sinum, munu komast að þvi að slík hálfyrði nægja þeim ekki til langframa. Tortryggni almenn- ings eykst og stórlega við þá einu tryggingu, sem Alþýðublaðið býð ur upp á, þegar það segir: „Kommúnistablaðið ætti að muna, að verkalýðshreyfingin þarf ekkert að óttast í þessu sam- bandi eins og stefnu núverandi ríkisstjórnar er háttað“. Sú huggun, að menn geti bara verið rólegir af því að ríkisstjórn- inni megi treysta, kann að duga við bitlingahjörðina umliverfis Eystein Jónsson en fær áreiðan- Iega ekki hljómgrunn hjá alþýð- unni. „Holskefla dýrtíðarinnar“ Þetta Iætur Þjóðviljinn sér og skiljast, þegar hann segir í gær: „Að undanförnu hefur hol- skefla dýrtíðarinnar á nýjan leik steypzt yfir landslýðinn og kjörin hafa rýrnað“. Engum dylst, að það var sjálf V-stjórnin, sem hleypti þessari holskeflu af stað. Á sama veg er alveg ljóst við hverjum Þjóð- viljinn er að vara með þessum orðum: „Verkalýðssamtökin verða einnig að leggja á ráðin um það hvernig þau geti bezt hrundið fyrirætlunum þeim sem nú eru uppi um það að afnema með öllu vísitölukerfið og láta launþega bera dýrtíðina bótalaust og festa grunnkaupið með lögbuixdnum heildarsamningum, eins og „and- stæðingar vcrkalýðssamtakanna“ hugsa scr að sögn Tímans“. Flugferðum fœkkar yfir vetrarmánuðina

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.