Morgunblaðið - 03.10.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.10.1958, Blaðsíða 8
i MORGllSfíLAÐIB Föstudagur 3. október 1958 Stúdentaráð gegnir mjög um- fangsmiklum störfum segir Birgir Isl. Gunnarsson formadur rábsins i vibtali v/ð siðuna SXÚDENTAR voru eitt sinn snar þáttur í borgarlífinu. Bar þá mjög á stúdentum, ekki aðeins í skemmtanalifinu, heldur og hvar sem þeir fóru. Fannst mörgum nóg um fyrirferð þessarar „stétt- ar“. Óhætt er að fullyrða, að nú sé blaðinu snúið við. Fæstir vita orðið neitt af stúdentunum. Margir halda eflaust, að þeir sitji inni allan veturinn yfir þurrum og leiðinlegum bókum og séu þvi sem næst lokaðir frá umheimin- um. Þessu er þó síður en svo þannig varið, enda starfa stúdent- ar mikið og kjósa á hausti hverju Stúdentaráð, er ráða skal málum þeirra. Til þess að fræðast ofur- lítið um ráð þetta, starf þess og vinnuaðferðir, gekk ég um dag- inn á fund formanns Stúdenta- ráðs, Birgis Isl. Gunnarssonar. Og spyr ég þá Birgi fyrst: — Hvað er Stúdentaráð? — Stúdentaráð er kjörið til að „gæta hagsmuna stúdenta í hvívetna og vera fulltrúi þeirra innan háskólans og utan“ eins og segir í lögum um Stúdentaráð Háskóla Islands. Stúdentaráð er skipað 9 fulltrú- um, sem kosnir eru leynilegum, hlutbundnum kosningum af öll- um háskólastúdentum á hausti hverju. — Hvert er upphaf Stúdenta- ráðs? — Stúdentaráð var stofnað ár- ið 1920 og fyrsti formaður þess var Vilhjálmur Þ. Gíslason, nú- verandi útvarpsstjóri. Kosningar til Stúdentaráðs voru upphaflega ópólitískar. Fulltrúar voru þá frá hverri háskóladeild, sem þá voru fjórar, 2 frá hverju deildar- félagi, en oddamaður var kos- inn af öllum stúdentum innan háskólans. Upphaf þess, að kosn- ingarnar urðu pólitískar var það. að í háskólanum voru stofnuð tvö félög til þess að ná völdum i Stúdentaráði. Það voru félög kommúnista og nazista. Síðar var Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta stofnað, til þess að hnekkja valdi þessara öfgaafla, sem höfðu hreiðrað óhugnanlega um sig innan'háskólans. Félagið efldist skjótlega og varð brátí stærsta félagið innan háskólans. — Hver er helztu verkefni Stúdentaráðs? — Þau eru mjög fjölbreytt og aukast með ári hverju vegna vax andi stúdentafjölda og samstarfi Stúdentaráðs við erlend stúdenta samtök. ^ — Hvernig er sambandi við er- lenda stúdenta háttað? — Stúdentaráð er »ú aðili að einu alþjóðasambandi stúdenta, ISC — COSEC, en það er sam- band hinna frjálsu stúdentasam- taka. Illu heilli. tókst kommún- istum, sem löngum hafa mótað stefnu vinstri félaganna innan háskólans, að draga Stúdentaráð inn í hið kommúnistíska stúd- entasamband, IUS, en það hefur aðsetur í Prag og er algjörlega stjórnað frá Moskvu. Stúdenta- ráð losaði sig úr þessum tengsl- um á síðastliðnu ári fyrir for- ystu Vökumanna í háskólanum. Ennfremur hefur Stúdentaráð samtök á Norðurlöndum. Stúd- entaráð tekur m. a. þátt í árlegri ráðstefnu forystumanna stúdenta samtaka á Norðurlöndum. Síðasta samtök á Norðurlöndum. Síðasta ráðstefna var haldin í Reykjavík í febrúar sl. Samskipti við er- lenda stúdenta hafa aukizt mjög á síðustu árum og í kjölfar þess eru aukin bréfaviðskipti. Stúd- entaráði berst fjöldi bréfa og fyr- irspurna í viku hverri auk tíma- rita, bæklinga o. fl. Þá skiptist Stúdentaráð á gjöfum við erlenda stúdenta. M. a. fékk Stúdenta- ráð nýlega gefið vandað hljóm- plötusafn frá Minnesotaháskóla. Að sjálfsögðu liggur mikil vinna í þessu og til þess að svara fyrir- spurnum hefur Stúdentaráð sér- stakan utanríjfisritara. Því starfi hefur Ólafur Egilsson gegnt und- anfarin 2 ár. Bréfin koma frá öli- um heimshornum og t. d. höfum við fengið bréf frá Súdan, þar sem við erum beðnir um vissar lögfræðilegar upplýsingar. Sömu- leiðis fengum við bréf frá Norð- ur-Kóreu, þar sem farið er fram á samstöðu íslenzkra og norður- kóreanskra stúdenta gegn Syng- man Ree! — Hvað geturðu sagt mér frá starfi Stúdentaráðs vítt og breitt? — Fyrsta starf Stúdentaráðs á hverju kjörtímabili er að semja hátíðadagskrá fyrir 1. desember, en Stúdentaráð hefur jafnan haft forgöngu um að minnast þess dags. Mikið starf fer að sjálf- sögðu til undirbúnings þessara hátíðahalda. Stúdentaráð heldur nokkrar fleiri skemmtanir á ári hverju, s. s. áramótafagnað og sumarfagnað og jafnvel fleiri skemmtanir. Annað kvöld heldur Stúdentaráð t. d. dansleik í Tjarnarcafé, þar sem ætlazt er til að nýstúdentar komi saman og blandi geði hver'jir við aðra. Vonumst við til að sjá annað kvöld norðlenzka stúdenta stíga í vænginn við sunnlenzkar blómarósir. Þá er einnig orðin föst venju, að Stúdentaráð sjái um dagskrá í Ríkisútvarpinu síðasta vetrar- dag Stúdentaráð heldur einnig uppi bókmenntastarfsemi og tón- listarkynningu. Þá stendur nú yfir smásagnasamkeppni á veg- um Stúdentaráðs. Stúdentaráð gefur út málgagu allra stúdenta, Stúdentablað, sem kemur a. m. k. út 1. desem- ber ár hvert, en hefur að und- anförnu komið allmiklu oftar út. Undanfarin ár hefur Stúdenta- ráð undirbúið þátttöku íslenzkra stúdenta í Alþjóðaskákmóti stúd- enta. Stúdentaráð beitir sér fyrii því, að fá erlenda menntamenn til þess að flytja erindi fyrir stúdenta og svara fyrirspurnum. Það Stúdentaráð, sem nú situr, hefur fengið tvo fyrirlesara. Stúdentaráð heldur geysi- Ritstjórar handbókar stúdenta, Logi Guðbran-i'con stud. jur. og Sigmmndur Böðvarsson stud Magnús Þórðarson stud. j'ur. afhentUr ^ihióðlegt ferðaskírteini stúó Formaður Stúdentaráðs athugar póstinn marga fundi á hverju kjörtíma- bili, venjulega einn í hverri viku. Þar eru einkum rædd hags- munamál stúdenta. Stúdentaráð veitir stúdentum þjónustu eftir því, sem við verð- ur komið. T. d. starfar vinnu- miðlun á vegum þess. Ólafur Björgúlfsson stud. med. hefur veitt henni forstöðu að undan- förnu. Ferðaþjónusta stúdenta tók til starfa í júnímánuði 1957 og hefur starfað samfleytt síðan. 1 sumar hefur Magnús Þórðarson stud. jur. veitt henni forstöðu. Stúdentaráð gefur út stúdenta- skírteini, sem hverjum stúdent er gefinn kostur á að kaupa. Skír- teini þessi veita stúdentum ýmis konar fríðindi, s. s. afslátt af miðum í leikhús, að tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar o. fl. Á síðastliðnu vori aflaði Stúd- entaráð sér heimildar til þess að selja alþjóöleg ferðaskírteini stúdenta, sem veita stúdentum margvísleg fríðindi víða um heim. 1. september sl. tók Stúdenta- ráð upp algjört nýmæli í starfi sínu að forgöngu Vökumanna. Er það húsnæðismiðlun stúdenta. Hefur starf hennar gengið mjög vel undir öruggri handleiðslu Magnúsar Þórðarsonar stud jur. Er bersýnilegt, að mjög brýn þörf er á slíkri þjónustu. Eitt af því, sem Stúdentaráð hefur beitt sér fyrir er handbók stúdenta. Benedikt Blöndal stud. jur. hefur unnið að útgáfu bók- arinnar undanfarið, en Logi Guð- brandsson stud jur. og Sigmund- ur Böðvarsson stud jur. hafa nú tekið við ritstjórn hennar. Stúdentaráð hefur beitt sér fyrir því af alefli, að styrkur til Stúdentaráðs verði aukinn og framlag hins opinbera til lána- sjóðs, en sjóðurinn getur engan Framhald á bls. 19. Fjölntennur nðnlfnndur „Neistu” í Vestur - Burðustrundursýslu AÐALFUNDUR „Neista", félags ungra Sjálfstæðismanna í Vestur- Barðastrandarsýslu var haldinn á Patreksfirði laugardaginn 20. sept sl. og var hann mjög vel sóttur, minni salur samkomuhúss ins þéttskipaður. Formaður félagsins, Jóhannes Árnason, stud. jur. setti fundinn og stjórnaði honum, en fundar- ritari var Anna Gísladóttir, símastúlka. í upphafj fundarins voru sam- þykktar 16 inntökubeiðnir, sem borizt höfðu, og eru félagsmenn nú 70 að tölu. Þá fóru fram venjuleg aðal- fundarstörf, formaður flutti skýrslu, Sveinn Þórðarson, Innri- Múla, las upp endurskoðaða reikninga félagsins, sem voxu samþykktir, og kosin var vara- stjórn fyrir næsta starfsár. í skýrslu formanns kom fram, að félagið sem var stofnað á sl. ári, hefur farið vel af stað. Haldnir hafa verið nokkrir fund- ir, fulltrúaráðsfundur og almenn- ir félagsfundir, ennfremur dans- leikir. Á árinu var haft nokkuð samstarf við Sjálfstæðisfélagið „Skjöld“ á Patreksfirði. Haldnir voru sameiginlegir fundir, þar sem m. a. var rætt um sveita- stjórnarmál, staðið fyrir félags- vist, „þriggja hvílda keppni“, og 1. des. skemmtun á Patreksfirði og farnar voru tvær hópferðir, önnur í Bjarkarlund og hin í Vatnsfjörð á Barðaströnd. Þá er í athugun að hafa stjórnmá'.a- námskeið og málfundastarfsemi á félagssvæðinu. í stjórn voru kosin, Jóhannes Árnason, Patreksf., formaður, Anna Gísladóttir, símast., Ing- veldur Á. Hjartardóttir, frú, og Sigfús Jóhannsson vélstjóri, Pat- reksfirði, Eyjólfur Þorkeisson, nem. og Örn Gíslason frá Bíldu- dal og Sveinn Þórðarson Innri- Múla, Barðaströnd. — Varastjórn skipa, Ólafur Lárusson, bóndi, Stökkum, Rauðasandi og Sjöfn A. Ólafsson, sýsluskr., Patreksf. Endurskoðendur eru Gylfi Adoifs son og Helga Guðjónsdóttir, Pat- reksfirði. Að afloknum aðalfundarstörf- um flutti Jóhannes Árnason ræðu um stjórnmálaflokkana í landinu, stefnur þeirra og baróttuaðferð- ir. Þá talaði hann um landheigis- málið og efnahagsmálin og lagði áherzlu á, að fólk fylgdist sem bezt með gangi stjórnmálanna, sem væru í órjúfanlegum tengs!- um við lífsbaráttuna í þjóðféiag- inu og það skipti þess vegna meg- inmáli fyrir hvern einasta mann, hvernig til tækist um skipan þeirra. Að lokum voru svo lagðar fram og ræddar nokkrar tillögur stjórn ar félagsins um starfsemina á komandi vetri, og hafði. Anna Gísladóttir framsögu í mái.nu. Samtök ungra Sjálfstæðis- manna í Barðastrandarsýslu eru stöðugt að eflast. Tvö félög eru nú starfandi í sýslunni og eru fé- lagsmenn samtals um 120. Sýnir það ótvírætt fylgi unga fólksins við hugsjónir sjálfstæðisstefn- unnar og traust þess ó Sjjálfstæð- isflokknum til að róða á farsælan hátt fram úr þeim margvíslegu vandamólum, sem við blasa, og vinstri flokkarnir með harðsvír- aða stéttabaráttu og sundrung að leiðarljósi hafa gefizt upp við að leysa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.