Morgunblaðið - 03.10.1958, Blaðsíða 18
le
MORGVTSBL AÐ1Ð
Föstudagur 3. október 1958
Tékkneskatr
Loftþjöppur
útvegum vér með stuttum fyrirvara.
HEÐINN
Vélaumboð — sími 2 42 60 (10 línur).
Sfíndisveinn óskast
strax.
Sveinn Björnsson & Asgeirsson
Hafnarstræti 22.
AöstaBa til verklegrur kennslu
í Vélskólanum hetur stórbatnað
Frá setningu skólans 7. október
Blikksmiðir
plötusmiðir og lagtækir menn óskast.
Blikksmiðjan Grettir
Brautarholti 24.
Stúlkur — Atvinna
Tvær stúlkur óskast í verksmiðjuvinnu að Álaíossi.
Mikil eftirvinna. Fæði — húsnæði — hátt kaup.
Upplýsingar í
ÁLAFOSS Þingholtsstræti 2.
VÉLSKÓLINN í Reykjavík var
settur 1. okt. að viðstöddum kenn
urum, nemendum og gestum.
Skólastjórinn Gunnar Bjarnason
flutti setningarræðu, þar sem
hann gat ýmissa þeirra atriða sem
skólann varða mestu nú í upphafi
skólaárs. Nemendur í vetur verða
131 og er það með allra mesta
móti. 119 nemendur eru í vél-
stjóradeild, þar af 42 nýsveinar.
12 nemendur eru í rafvirkjadeild.
Skólastjóri kvað kennaralið að
mestu óbreytt. í hópinn bætist
einn fastakennari, Bjarni Einars-
son, sem kemur í stað Steingríms
heitins Pálssonar. Þá hefur og
kennslu Bernhard Hannesson,
sem kennir eimvélafræði, véla-
teikningu og fleira.
Kennsla verður með svipuðu
sniði og áður, en auknar verða
verklegar æfingar í rannsóknar-
stofu skólans, einkum olíurann-
sóknir. Áhaldaleysi hefur áður
hamlað þessari kennslu, en Olíu-
verzlun fslands og Olíufélagið
hafa nú látið skólanum í té tæki
og von er á viðbótartækjum sem
Skeljungur gefur. Þakkaði skóla-
stjóri félögum þessum fyrir skiln
ing þeirra á mikilvægi þess að
vélstjórar beri skyn. á eiginleika
olíunnar.
Rannsóknarstofa skólans var
tekin í notkun i jan. 1957. Með til-
komu hennar varð bylting á
kennsluháttum skólans, og hefur
hún m.a. sannað að kennsla hag-
nýtra fræða verður margfalt ár-
angursríkari ef'tilraunir og verk-
legar æfingar styðja bóknámið.
Er stöðugt unnið að bæta úr rúm-
og áhaldaleysi til verklegrar
kennslu og hafa verið veittar sl.
2 ár tiltölulega háar upphæðir
til áhaldakaupa. Kvað skólastjóri
það örvun að mæta þeim skilningi
og góðvild sem skólinn nyti þetta
varðandi og minnti kennara og
nemendur á þá ábyrgð sem slíkar
fjárveitingar leggja þeim á herð-
ar — að sýna í verki að skólinn
og nemendur geti nýtt þessi áhöld
með góðum árangri.
Skólastjóri lýsti viðbótarbygg-
ingu við vélasal skólans sem er
450 fermetra hús. Er ráðgert að
þessi bygging dugi skólanum 20
til 25 ár. Allt pláss er þó þar
þegar notað, enda fær Veðurstof-
an inni fyrir skrifstofur sínar í
hluta hússins. Byggingarnefnd
Sjómannaskólans stendur straum
af byggingarkostnaði og flutti
skólastjóri henni þakkir fyrir lið-
sinni við málið einkum Friðriki
Ólafssyni skólastjóra.
En því miður hefur nefnd þessi
takmarkað fé, sagði skólastjóri.
Er því helzt útlit fyrir nú að
tafir verði á að fullgera bygging-
una, sem þegar er fokheld. Væri
mikið áfall fyrir skólann og trufl-
un á þróun hans, ef ekki rætist
úr og byggingiri verði fullgerð.
Þegar staekkun vélasalar er lok
ið verður þar komið fyrir frysti-
vélum, eimvélum og dieselvélum
og öðrum móturum. Mest rými
verður undir mótora alls konar,
enda eru þeir aðalaflvélar nú
á tímum til sjós og lands. Eins
og nú er standa vélar svo þétt
í salnum að erfitt er að komast
að þeim og fyrir nemendur að
fylgjast með kennslu. Auk þess
er ómögulegt að koma að þeim
mælitækjum alls konar. Reynsla
sem fengizt hefur af kennslunni,
jafnvel við þessar aðstæður, sann
ar að óhætt er að vænta mjög
mikils af verklegu æfingunum
við bætt skilyrði.
Þá kvað skólastjóri að fram-
undan væri að endurskipuleggjá
tilraunasal rafmangsdeildar.
Einn kennari skólans, Jóhann
Pétursson, fór til Englands á skól-
ans vegum til að kynna sér allt
þar að lútandi, ef kostur væri. Ár
angur af þeirri för mun fljótt
koma í ljós við kennsluna sagði
skólastjóri.
Skólastjóri lýsti þakklæti til
Hvals h.f. sem gefið hefur skól-
anum eimknúna ljósavél. Einnig
þakkaði hann tveim nemendum
skólans frá í fyrra, Ragnari
Sveinssyni og Gústav Nilssyni
fyrir eimvél sem þeir gáfu skól-
anum.
Að lokum hvatti skólastjóri
nemendur til dáða og sagði m.a.
að tilgangur veru þeirra í skól-
anum væri ekki einungis að læra
vélfræði, rafmagnsfræði og s.
frv., heldur einnig að öðlast al-
menna menntun og þroska, sem
á að vera veganesti til ábyrgðar-
mikilla starfa að námi loknu.
RÝMINCARSALAN Caröastrœti 6
Selur í dag:
Telpuúlpur á 10—15 ára 200,00
Karlmannarykfrakkar 495,00
Karlmannavinnuskyrtur 75,00
Kvenskór með hælum 60,00
VERZLUNIN CARDASTRÆTI 6
Hey lítil og léleg á NorÖ-
ur- og Noröausturlandi
FRÉTTARITARI blaðsins á Ak-
ureyri símar að heyskapur hafi
gengið vel inni í Eyjafirði í sum
ar. Hann hefur haft tal af bænd
um víðsvegar um Norður- og
Norðausturland og gekk hey-
skapur yfirleitt illa framan af
sumri. 1 september brá þó víðast
til þurrka og hefur því rætzt bet
ur úr en á horfðist.
í Svarfaðardal er heyskap nú
lokið hjá flestum bændum. Eitt-
hvað mun þó enn úti af heyjum
hjá bændum til dala. Heyskap-
artíð var óvenju hagstæð allan
septembermánuð, svo betur rætt
ist úr en á horfðist framan af
sumri. Heybirgðir eru því í með-
allagi að vöxtum og gæðum hjá
þeim bændum, sem súgþurrkun
hafa, en minni hjá öðrum og hjá
þeim eru hey einnig nokkuð
hrakin.
Bændur munu sennilega eitt-
hvað skerða fjárstofn sinn og
FITAN
meÖ
HVERFUR
freyÖandi
FLJÓTAR
VIM
Öll fita hverfur á augabragði með
freyðandi VIM. Stráið aðeins örlitlu á
rakan klút, nuddið rösklega eina yfir-
ferð og hin fituga panna er tandurhrein.
Það er svo auðvelt! Hið freyðandi VIM
hreinsar öll óhreinindi. Hinar þrálátu
fiturákir í vöskum og baðkerum hverfa.
Pottar, pönnur, baðker, flísar og mál-
aðir hlutir verða tandurhreinir.
Cljáinn kemur fyrr
með freyðandi V I M
verður slátrað um 10 þús. fjár á
Dalvík. 1 fyrra var slátrað 8 þús.
íjár þar.
Vinna hefur verið óvenjumik-
il í Dalvík í sumar við síldar-
vinnslu, húsbyggingar og aðrar
framkvæmdir.
Dalvíkurbátar eru nýkomnir
heim af reknetjaveiðum og var
afli yfirleitt ágætur hjá þeim.
Á Ólafsfirði telja menn þetta
sumar eitt hið versta sem komið
hafi. í byrjun september gerði
þó góða kafla, og náðu bændur
þá nokkru af heyjum, sem voru
búin að iiggja í sex vikur og
orðin hrakin. Fest hafa verið
kaup á 350 hestum af heyi úr
Eyjafirði, og er ætlunin að
skipta því milli bænda, sem
verst eru staddir, svo að þeir
þurfi ekki að farga kúm. Búast
bændur við að fækka stórlega
fjárstofni sínum.
1 Fljótum í Skagafirði hefur
heyskapur gengið heldur betur
en á Ólafsfirði, en þó er engan
veginri gott ástand þar.
I Þingeyjasýslu er heyskap
lokið hjá flestum og eru hey
mjög misjöfn. Má segja að tíð-
arfarið í septerúber hafi verið
nokkuð gott og hefur rætzt úr
með heyskap á þeim tíma. Ann-
ars eru hey frekar léleg að gæð-
um og búast bændur við að
þurfa að nota mjög mikið af
fóðurbæti. En hann er mjög dýr
og vonast bændur til að við-
komandi yfirvöld sjá sér fært að
miðla bændum einhverju, þann-
ig að þeir fái ódýrt fóður, sem
verst eru staddir.
I Axarfirði hefur heyskapar-
tíð verið sæmileg, og ágæt í
september, en heyfengur er þó
í minna lagi. Sumir bændur voru
búnir að ná upp dálitlu af heyj-
um áður en óþurrkarnir byrjuðu
í sumar, en aðrir fengu hrakin
heyin. Menn búast við að setja
lítið á af lömbum á þessu hausti.
I Axarfirði var göngum frestað
vegna heyanna. Bændur eru nú
að gera það upp við sig hvort
þeir fargi af heyjum eða auki
kaup á fóðurbæti og er hvorug-
Urlíosturinn góður.
í Vopnafirði var slæm tíð
framan af, en skipti til hins
betra um höfuðdag. Eru hey lé-
leg, en flestallir eru búnir að
heyja. —