Morgunblaðið - 08.10.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.10.1958, Blaðsíða 2
MORCl'NBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. okt. 1958 Allir þjóðhollir íslendingar verða að faka höndum saman um lagfœringu á fjármálaöngþveitinu Fundur Sjálfstæðisfélaganna á Akur- eyri um fjárhagsástandið SJALFSTÆÐISFÉLÖGIN á Ak- ureyri efndu til almenns stjórn- málafundar í samkomusal Lands- bankans s.l. sunnudag. Frummæl- andi á fundinum var Jón Pálma- son alþingismaður og ræcidi hann um fjármál ríkisins og stjórn- málaviðhorfið. Fleiri tóku til máls, en þarna voru m.a. gestir frá Húsavík. Höfuðbaráttumálin Árni Jónsson formaður Sjálf- stæðisfélags Akureyrar setti fund inn og stjórnaði honum. Bauð hann frummælanda sérstaklega velkominn en síðan tók Jón Pálmason til máls. Hann hóf ræðu sína með þvi að segja að höfuðbaráttumái á sviði þjóð- máií. hefðu um langt skeið verið fjármálin og utanríkismálin en þau væru í mörgum tilfellum samslungin. Hann kvaðst þó velja sér fyrst og fremst að tala um fjármálin og þá einkum stjórnina á þeim á unuanförnum árum. Hann kvaðst ekki hafa vænt mikils góðs af núverandi ríkisstjórn er hún tók við völd- um, þar sem að henni stæðu annars vegar niðurrifsflokkar þjóðfélagsins sem allt athafna- frelsi vi'du feigt og hms vegar Framsóknt rflokkurinn, sem fyrst og fremst hugsaði um va'dabrask einstakra íorystumanny. Næst ræddi hann um fjárlögin og hinar gífurlegu hækkanir, sem á þeim heföu orðið frá því að núverandi fjármálaráðherra tók við sljórn þessara mála, mað- urin i sem manna mest hefði deilt á fjármálastjórn Sjólfstæðis- manna, meðan þeir áttu ráðherra er fóru með þau mál. Nefndi hann í þessu sambandi margar töiur máli sínu til sönnunar, en sem einn af yfirskoðunarmönn- um ríkisreiki'inganna hefði hann haft tækifæri til þess að fylgjast með þessum málumumfjölda ára. I»ó væri sýnilegt að ekki væru öll kurl komin til grafar enn því ráð slafanir ríkisstjórnarinnar i efna- hagsmálunum væru aðeins til bráðbirgða og myndu í hæsta lagi duga eitthvað fram á vetur- inn. Enginn flokkur ábyrgur Höfuðmeinsemd emahagslífs- ins kvað Jón Pálmason mega rekja til þess að enginn einn flokkur hefði farið með stjórn í landinu og því hefðu eilífir samn ingar orðið að koma til og því aldrei hægt að halda til streitu ákveðinni slefnu. Stöðugar kröf- ur hefðu jafnan vaðið uppi og hefðu átt sinn stóra þátt í verð- bólgunni. Hann kvað ekki þurfa að undr ast það að þjóðnýtingarflokkarn- ir hefðu jafnan staðið fyrir óábyrgri fjármálastefnu, þar sem þeirra hugsjón væri að leggja þjóðfélag sem byggðist á fram- taki einstaklingsins í rúst og Slæmt ástand á Kýpur NICOSIA, 7. okt. — Tve'r brezk- ir hermenn og maður af tyrk- neskum uppruna voru skotnir til bana hér í borg í dag. — Grískur maður lézt, þegar sprengja sprakk í höndum hans. Útgöngubann er enn í Fama- gústa, þar sem brezka konan var skotin til bana fyrir helgina. Hún var fimm barna móðir. — Mörg hundruð manns voru hand- tekin, eins og sagt .hefur verið frá í fyrri fréttum. Má segja, að ástandið á eyjunni hafi síður en svo batnað eftir helgi. byggja upp nýtt, sem byggðist á þeirra kenningum. Þá ræddi Jón Pálmason all- mikið um óstjórnina á fjármálun- um og nefndi þar til fyrst og fremst eyðsluna fram yfir það sem heimilað er á fjárlögum svo og hallarekstur ýmissa rikisíyrir- tækja. Færði hann allmörg tölu- leg rök fyrir máli sínu. Þá kom ræðumaður næst að skuldasöfn- uninni erlendis og útlánaaukn- ingu bankanna, sem fyrst og fremst stafaði af auknum tilkostn aði við allar framkvæmdir en ekki auknum framkvæmdum. Lífsnauðsyn að snúa við Ræðumaður kvað lífsnauðsyn að snúa við á þeirri óheillabraut sem nú væri farin í fjármálun- um. Alltaf héldi verðbólgan áfram að aukast, allir atvinnu- vegir væru komnir á ríkið og ríkisbáknið orðið svo mikið að óviðráðanlegt væri. Á sama tíma væri verið að brjóta niður ein- staklingsframtakið með skattpín- ingu, en opinber og hálfopinber íyrirtæki væru skattfrjáls. Hér yrði að Kema lagfæring á og allir þjóðhollir íslendingar yrðu að taka á sig nokkrar fórnir til þess að lagfæra þetta. Að síðustu kvatti Jón Pálma- son Sjálfstæðismenn á Akureyri til þess að standa einhuga um forystumann sinn Jónas G. Rafn- ar svo sigur hans mætti verða sem mestur í næstu kosningum. Umræður og fyrirspurnir Næstur talaði JónasG.Rafnar og minnti m.a. á það jafnvægi í efna hagsmálunum, sem hefði verið að skapast á árunum eftir 1950 en kommúnistum hefði tek- izt að eyðileggja með verkföllun- um 1955. Hann kvað nauðsyn bera til þess að draga saman ríkis báknið, tryggja verðgildi krón- imnar, lagfæra lánastarfsemina og á ailan hátt að vmna að því að þjóðin héidi trausti á sviði fjár- mála bæði innaniands og utan. Vernharður Bjarnason frá Húsavík ræddi um skipulagsmál Sjálfstæðisflokksins og benti á ýms athyglisverð atriði í því sam bandi. Þá var beint nokkrum fyrirspurnum til frummælanda og svaraði hann þeim greiðlega. Fundur þessi var í alla staði hinn ánægjulegasti. Fimmtugur í dag KRISTJÓN Kristjónsson, for- stjóri, er fimmtugur í dag. Af- mælisgrein um hann birtist vegna mistaka í blaðinu í gær. Herlög í Pakislan í FKÉTTUM frá Pakistan í gærkvöldi sagði, að forsætis- ráðherrann hefði lýst því yfir, að stjórnin hefði sett her- lög, sem giltu fyrir allt land- ið. Herma fregnir, að ástand- ið í landinu sé ótryggt. Þórunni Jóhanns- dóttur vel f agnað Þórunn Jóhannsdóttur vel fag .. í GÆRKVÖLDI hélt Þórunn Jó- hannsdóttir píanótónleika fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins í Austurbæjarbíói og var húsið þéttskipað áhorfendum. Á efnisskránni voru verk eftir Bach-Busoni, Beethoven, Tanei- eff, Prókofíeff, Liszt, Rawsthorne og Chopin. Þórunni var þakkað með dynj- andi lófaklappi. Henni bárust blómvendir og varð hún að leika mörg aukalög. Hún endurtekur hljómleikana í kvöld. Nasser méðgar sendimann Krúsjeffs Sýnir, að hann vill ekki treysta vin- áttuböndin við kommúnista KAUPMANNAHÖFN — Það hef- ur vakið athygli, að einasti múhameðstrúarmaðurinn í æðsta ráði Sovétríkjanna, Mukhitdinov, er nýkominn heim frá Kairó eft- ir viðræður við Nasser — tóm- hentur. Hann dvaldist í Kairó í 10 daga og varð ljóst, að egypzki einræðisherrann hefur enga löng un til að treysta vináttuböndin við Sovétríkin frá því sem nú er. Þvert á móti var honum skýrt afdráttarlaust frá því, að Nasser hefði engan áhuga á því að veita kommúnistum möguleika á því að starfa í Arabíska sambands- lýðveldinu; Egyptaland hefði engan áhuga á því að verða lepp ríki og loks var honum sagt undir rós, að bezt væri fyrir Rússa að halda að sér höndum í löndun- um fyrir botni Miðjarðarhafs, a. m. k. meir en hingað til. Ekki þóttu þetta góð málalok, en við það situr. Eigil Steinmetz, sérfræðingur Dagens Nyheder í Kaupmanna- höfn í utanríkismálum, segir í grein, að ferð Mukhitdinovs hafi verið „fíaskó", þrátt fyrir það, að haldnar voru hjartnæmar ræður við brottförina. Hann segir enn- fremur: 1) að mynd af Rússanum hafi aðeins einu sinni birzt í egypzku blaði — þegar hann fór, 2) að egypzki menntamálaráð- herrann hafi haft með heim- sóknina að gera og má það teijast móðgun við mann, sem stendur Krúsjeff mjög nærri. 3) að Nasser neitaði að verða við þeim tilmælum Moskvu að láta kommúnista lausa úr fangelsum og hélt fast við þá stefnu sína að banna komm- únistaflokkinn. 4) að Egyptar leita nú í vaxandi mæli til Japans og Vestur Þýzkalands um kaup á iðnað- arvarningi, 5) að margir rússneskir sérfræð- ingar í Egyptalandi hafa farið heim og aðrir eru á förum, 6) að Nasser hefur farið þess á leit við imaninn af Yemen, að hann snúi sér til Kairó en ekki Moskvu, þegar hann þarf á aðstoð að halda vegna deil- unnar um Aden. 7) að sérstök nefnd hefur verið skipuð í Kairó, sem hefur það Ný kosningalög PARÍS, 7. okt. — f kvöld gaf franska stjórnin út tilkynningu um nýtt kosningafyrirkomulag, sem notað verður í fyrstu þing- kosningum fimmta franska lýð- veldisins. Kosningarnar til þings- ins fara fram 23. nóv. og verða endurteknar viku síðar í þeim kjördæmum, þar sem enginn frambjóðendanna fær tilskilinn meirihluta. Ef enginn frambjóð- endanna fær meira en 50% at- kvæða, verður kosið aftur og í síðari tilraun nægir meirihluti atkvæða. Þeir frambjóðendur, sem ekki fá yfir 5% atkvæða, geta ekki tekið þátt í endurkosn- ingunni. Þá var einnig skýrt frá því í París í kvöld, að hinn 14. des. n. k. verði fyrsti forseti fimmta hlutverk m. a., að reka úr lýðveldisins kosinn. Ef enginn embættum þá opinbera starfs- ‘ frambjóðendanna fær nægilegan menn, sem taldir eru hneigj- meirihluta, verða kosningarnar endurteknar 21. des. Ekki er búizt við, að til þess muni koma, því allir virðast á einu máli um það, að de Gaulle muni sigra í for- setakosningunum með miklum 1 yfirburðum. ast til kommúnisma. Sem sagt: Nasser leggur nú höfuðáherzlu á að gera hreint fyrir sínum dyrum — og taka upp sjálfstæða hlutleysisstefnu milli Aausturs og Vesturs. Alþýðusombandskosningarnor Verkalýðs- og sjómannafélag Garðahrepps, Garði: Aðalfull- trúi: Páll Hallmundsson. í frétt hér í blaðinu í gær um Alþýðusambandskosningarnar gætti nokkurs misskilnings, sem hér með skal leiðréttur: Verka- lýðsfélag Bolungarvíkur kaus tvo aðalfulltrúa: Karvel Pálma- son og Pál Sólmundsson, en varafulltrúa þá Ágúst Jasonar- son og Sævar Guðmundsson. í Sjómannafélagi ísfirðinga voru son. Til vara: Steinþór Erlends- j kjörnir aðalfulltrúar Marías Þ. son. | Guðmundsson og Sigurður Krist- Sjómannafél. Akureyrar: Aðal jánsson, en til vara Jón H. Guð- fulltrúar: Tryggvi Helgason og mundsson og Sigurjón Veturliða- Sigurður Rósmundsson. EFTIRTALIN félög hafa kosið fulltrúa sína á Alþyðusambands- þing: Verkalýðsfélag Skagahrepps, A-Hún.: Aðalfulltrúi: Sveinn1 Sveinsson. Til vara: Ólafur Páls- , son. Verkakvennafélagið Sigurvon, ! Ólafsfirði: Aðalfuiltrúi: Líney j Jónasdóttir. Til vara: Fjóla Víg- lundsdóttir. Verkalýðsfélag Egilsstaðahr.: Aðalfulltrúi: Vilhjáimur Emils- j Stéttarfélagið Fóstra: Aðalfull- trúi: Hólmfríður Jónsdóttir. Til vara: Margrét Schram. Verkalýðs- og sjómannafélag Ólafsfjarðar: Aðalfulltrúar: Hart mann Pálsson »g Stefán Ólafs- son. Til vara: Sveinn Jóhannes- son og Halldór Kristinsson. son. Það var Verzlunarmannafél. Siglufjarðar, en ekki Verka- mannafélag sem kaus sem aðal- fulltrúa Knút Jónsson, en til vara Óla Þór Þorgeirsson. Að lokum var Sigurður Pétursson, aðalfulltrúi Vélstjórafélags ísa- fjarðar, rangnefndur Pétur Sig- Ui Ætlar Dagshrúnarst/órn- in að neita þriðjungi félagsmanna um at- kvœðisréft? í GÆRDAG, þegar listi lýðræðis- sinna í Dagsbrún til iulltrúa- kjörs á Alþýðusambandsþin g var lagður fram í skrifstofu Dags- brúnar var þess jafnfrarnt farið á leit við stjórnarmeðlimi félags- ins, að þeir færu yfir nafnalista þann, sem lagður var íram 19. sept. s. 1. með áskorun um að viðhöfð væri allsherjaratkvæða- greiðsla í félaginu um kjör full- trúa til þings ASÍ. Kom sú ósk aðallega fram vegna fuilyrðingar Þjóðviljans s. 1. sunnudag, um að ekki væri tilskilinn fjöldi nafna félagsmanna á iistanum til þess, að hann gæti talizt lög- legur Undir áskorunina höfðu skrifað nöfn sín 760 starfandi verkamenn á félagssvæði Dags- brúnar. Hin kommúniska stjórn Dagsbrúnar neitaði algjörlega að verða við þessari ósk. Kváðust þeir engan veginn vera skyldug- ir til þess að fara yfir listann ásamt umboðsmönnum hans til þess að veita þeim upplýsingar um það, hverjir af þeim mönn- um er nöfn sín rituðu þar í fullri vissu um að þeir væru félags- menn Dagsbrúnar, væru í félag- inu samkvæmt spjaldskrá þeirri, sem stjórnin hefur notað við samningu kjörskrár félagsins. Sé það ætlun Dagsbrúnarstjórn arinnar að útfæra þá kenningu sína að nafnalisti hinna 760 manna sé ógildur, þá má gera ráð fyrir því að þriðjungi Dags- brúnarmanna verði neitað um að velja fulltrúa félagsins á Al- þýðusambandsþing. Hvað finnst Dagsbrúnarmönnum um slíkt lýðræði? Mennirnir í skrifstofu Dags- brúnar töldu jafnframt að stað- hæfing Þjóðviljans væri rétt án þess þó að gefa þar á nánari skýringar. Eftir .nokkrar viðræður við þessa stjórnarmeðlimi félagsins viðurkenndu þeir þó, að þeir hefðu farið mjög nákvæmlega yfir áskorendalistann, en ekki aðeins „lítillega" eins og Þjóð- viljinn sagði. Hefði þá — að þeirra sögn — það komið í ljós, sem fyrr er sagt að áskorunin væri ekki lögleg. Þó neituðu þeir algjörlega að nefna nokkrar töl- ur og aftóku með öllu að gefa upp nöfn þeirra manna, sem und- ir áskorunina höfðu skrifað, en væru ekki í félaginu. Kvað Guðmundur J. Guðmundsson aðalástæðuná vera þá, „að þeir vildu ekki gefa neitt slíkt upp til fróðleiks" umboðsmönnum listans. Öllu meiri móðgun gat Dags- brúnarstjórnin ekki sýnt hinum 760 verkamönnum, en þetta fram ferði þeirra sýnir þó ljóslega hve höllum fæti kommúnlstar standa í þeim kosningum sem framund- an eru, að þeir skuli grípa til slíkra óyndisúrræða og beinnar storkunar við verkamenn. Það atriði, að þeir skyldu þó telja ástæðu til þess að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um fulltrúakjör til þings ASÍ í fyrsta skipti í sögu félagsins virðist þó benda eindregið til þess að þeir hafi talið sér ómögulegt að kom- ast hjá því að verða við áskor- uninni. Verkamenn ættu að hafa þessa móðgun í huga, þegar þeir ganga að kjörborðinu nú um næstu helgi og gefa þá forystuliði komm únista í Dagsbrún eftirminni- lega ráðningu og kjósa B-list- ann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.