Morgunblaðið - 08.10.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.10.1958, Blaðsíða 16
16 MORGVNBLAÐ1Ð Miðvíkudagur 8. okt. 1958 halda að við vissum betur en þeir. Að sjálfsögðu hafa þeir alveg rétt fyrir sér og ég er viss um að Warden verður mér sammála um það. Við munum því fara að ráðum þeirra og gera þetta eina stökk — og vona hið bezta“. „Hvað?“ „Þetta er alger ringulreið, sir. Eg hef aldrei á ævi minni vitað annað eins hirðuleysi og stjórn- leysi. Við komumst ekkert áfram með þessu móti. Gagnstæðum skipunum rignir yfir okkur dag- „Þú virðist ekki vera neitt sérlega ánægður, Reeves“, sagði Nicholson ofursti. 9. „Þér virðizt ekki vera neitt sér- lega ánægður, Reeves“, sagði Nic- holson ofursti við höfuðsmanninn, sem sýndi öll merki niðurbældrar gremju. — „Hvað er nú að?“ „Hvað er að? Einungis það, að við getum ekki haldið áfram á þennan hátt, sir. Ég fullivissa yð- ur um það, að það er gersamlega vonlaust. Ég hafði þegar ákveðið að færa þetta í tal við yður í daig. Og hér er Hughes major, til þess að staðfesta það sem ég segi“. „Hvað er að?“ endurtók ofurst- inn og hnykiaði brýnnar. „Ég er alveg á sama máli og Reeves, sir“, svaraði Hughes. — „Mig langaði líka að segja yður að þetta gæti bókstaflega ekki gengið lengur“. inn út og daginn inn. Þessir ná- ungar, Japanirnir, hafa ekki minnstu hugmynd um það hvern- ig á að stjórna mönnum. Ef þeir halda áfram að hafa afskipti af verkinu, þá er alveg vonlaust að því verði nokkurn tíma lokið“. „Þið verðið að útskýra þetta nánar. Þér fyrst, Reeves". „Sir“, sagði höfuðsmaðurinn og tók um leið pappínsörk úr brjóst- vasa sínum. — „Ég hef aðeins skrifað niður hin meiri háttar glappaskot. Annars hefði upptaln ingin orðið endalaus". „Haldið þér bara áfram. Ég er hér til þess að hlusta á allar skyn samlegar athugasemdir og yfir- vega hverja tillögu. Ég þykist sjá að einhverju sé ábótavant. Nú er það yðar að segja hvað það er“. DUGLEGA SENDSSVEINR vantar okkur nú þegar á ritstjórna- skrifstofuna kl. 10—6. Aðalstræti 6 — Sími 22480. „Jæja, í fyrsta lagi, sir, þá er það fávísleg heimska að smíða brúna á þessum stað“. „Hvers vegna?" „Þarna er hviksyndi, sir. Hve- nær hefur nokkur brú verið byggð á i'oksandi? Aðeing villimönnum, eins og þessum Japönum gæti kom.ið slíkt til hugar. Ég er alveg sannfærður um það, sir, að þessi brú hrynur niður, þegar fyrsta lestin fer yfir hana“. „Þetta er fremur Ijótt útlit, Reeves", sagði ofurstinn og hafði ekki hvöss, ljós-blá augun af liðs- foringja sínum. „Mjög ljótt, sir. Og ég hef reynt að benda japanska verkfræð ingnum á þetta. Já, drottinn minn dýri, hvílíkur verkfræðingur! Ég hef aldrei á minni lífsfæddri ævi kynnzt jafnklaufskum og skiln- ingslausum aulabárði. Það er ekki við góðu að búast af náunga, sem aldrei hefur heyrt minnzt á jarð- mótstöðu eða annað slíkt og get- ur í þokkabót ekki talað ensku, nokkurn veginn skiljanlega. Samt hef ég verið mjög þolinmóður, sir. Ég hef reynt að gera allt til þess að koma honum í skilning um þetta. Ég meira að segja sannaði 'honum þetta í verki, í þeirri von að hann myndi a. m. k. trúa því sem hann sæi með eigin augum. En það bar engan árangur. Hann er jafnákveðinn að byggja brúna í þessu feni“. „Þér sönnuðuð, Reeves?" hváði Nicholson ofursti, sem fylltist jafnan áhuga, er það orð var nefnt. „Já, á mjög einfaldan hátt, sir. Hvert barn hefði getað skilið það. iSjáið þér staurinn þarna úti í vatninu, skammt frá bakkanum? Ég rak hann sjálfur niður með fallhamri. Hann er nú þegai' xom inn mjög djúpt niður, en samt hef ur hann ekki náð föstum botni. Hann sígur enn niður, sir, alveg eins og allir hinir staurarnir munu gera, undan þung:. lestar- innar. Ég er alveg viss um það. Það sem við ættum að gera, er að leggja steinsteypta undirstöðu, en vrð höfum bara ekki efni til þess“. Ofurstinm horfði eftirvæntingar fullur á staurinn og spúrði Ree- ves, hvoi't hann gæti endurtekið sönnunina fyrir sig. Reeves brá skjótt við og gaf hinar nauðsyr- legu skipanir. Nokkrir fanganna komu og tóku *ð toga í kaðal. .—• Heljarmikill fallhamar kastaðist þá niður af smiðapalli og- féll- einu sinni eða tvisvar niður á staurinn, sem sýnilega seig dýpra niður við hvert högg hamansins. „Þai-na sjáið þér, sir“, hrópaði Reðves sigri hrósandi. — „Svona gætum við haldið áfraan allt ti'l dómsdag og hann myndi alltaf síga dýpra og dýpra. Og bráttJ yrði hann kominn niður fyrir yf-> irborð vatnsins". ,,Já, ég sé það“, sagði ofurstinn — „Hvað er hann kominn djúpt niður núna?“ Reeves nefndi nákvæmt lengd- armál, sem hann hafði skrifað hjá sér og bætti því við, að jafnvel hæstu trén í skóginum myndu ekki ná niður á fastan botn. „Laukrétt", sagði ofurstinn og Virtist ánægður með upplýsing- arnar — „Þetta liggur í augum uppi. Eins og þér segið, þá gæti hvert barn skilið það. Þetta er sú tegund sönnunar sem mér lík- ar vel. Samt hafði hún engin á- hrif á verkfræðinginn? Jæja, hún hefur haft áhrif á mig og það er aðalatriðið. Nú, nú, hvað leggið þér svo til að gert verði?“ • „Að brúin verði flutt úr stað, sir. Ég held að það sé tilval « í staður fyrir hana í á a. g. einnar mílu fjariægð. Auðvitað þyrfti ég samt að rannsaka hann nánar fyrst • . - “ „Já, auðvitað gerið þér það“, sagði ofurstinn rólega „og látið mig svo heyra niðurstöðurnar“ Hann hripaði nokkrar stuttar athugasemdir í minnisbók sína og spurði svo: „Nokkuð fleira, Reeves?“ „Já, efnið sem þeir nota í brúna, sir. Þessi tré sem felld eru. Þessi óbetranlegi verkfræðingur lætur höggva öll gömlu trén, £n þess að taka nokkurt minnsta tillit til þess hve viðurinn er hat ð ur eða linur, stinnur eða sveigjan- legur, eða hvort hann muni þola allan þann þunga sem á hann verður lagður. Það er hreinasta svívirðing, sir“ Ofurstinn hélt áfram að krota í minnisbókina. „Hvað svo fleira, Reeves?" „Svo er það síðasta atriðið, sem ég held þó að sé langmikiivæg- ast: Ain er rúmlega hundrað stik- ur á breidd. Bakkarnir eru mjög háir. Brúarpallurinn verður þvi í hundrað feta hæð yfir vatnið. Það er meira en lítið mannvhki. Hreint ekki neinn barnaleikur. Jæja, ég hefi oft beðið verkfræð- inginn að sýna mér uppdráttinn af brúnni, en hann hefur alltaf hrist höfuðið, eins og þeir gera allir þegar þeir vita ekki hvað þeir eiga að segja. Trúið mér, eða trúið mér ekki, sir. Það er alls enginn uppdráttur til. Verk- fræðingurinn hefur enga teikn- ingu gert og ætlar ekki að gera það. Virtist ekki einu sinni skiija hvað teikning væri. Hann heldur að brúarsmíði sé jafnauðveld og það að leggja planka yfir skurð — nokkur viðarborð hér og þar og örfáir staurar til að halda þeim uppi. Þetta verður aldrej nein nothæf brú, sir. Ég skammast mín blátt áfram fyrir þát.ttöku mína í slíkum framkvæmdum. Vanþóknun hans og örvænting var svo einlæg að Nicholson of- ursti taldi sér skilt að segja við hann nokkur hughreystandi orð: „Hafið engar áhyggjur, Reeves. Ég skil vel tilfinningar yðar. Allir hafa sína sómatilfinningu, ef svo mætti segja“ „Vissulega sir. Satt bezt að segja, þá vildi ég mörgum sinn- um heldur fá annan skammt af refsingum, en að hjálpa til við fæðingu sliks afskræmis" „Ég er yður fyllilega sammála", sagði ofurstinn og skrifaði niður stutta athugasemd viðvíkjandi þessu síðasta atriði — „Málið er í heild bersýnilega mjög alvarlegs eðlis og við getum ekki látið pað / lí ó - I'M TERRIBLY SORRV, MONTE. ...CAN'T VVE VES, MARK... ' BUT THE DAMAGE IS DONE, I'M UNFORTUNATELY IT'S NOT A TRAIL MARKER COME HERE, ANPV...VOU KNOW BETTER THAN TO CHASE 4 SQUIRRELS AND TO TEAR - UP TRAIL " MARKERS/ ..AND THE GREAT DOG TORE UP THE PRAVING PLACE, BIG WALKER/ ...IT'B A CAIRN 1 REPLACE IT? 1 AFRAID/ ...IT'S SACREP/ > Íjmá wmn í 1) „KöWfdU, Andi. Þú ert alltof f íkorna og fella niður vörður". Monti. Getum við ekki gert við »«1 upp alinn tii að fara að eJta | 2) „Mér þykir fyrir þessu, vörðuna?" „Skaðinn er skeður, er ég hræddur um, Markús. Það er ekkert við því að gera." 3) „Göngugarpur, stóri hundur- inn reif niður bænavórðuna." afskiptalaust. Ég skal sjálfur gera þær ráðstafanir sem nauðsynleg- ar eru. Þið getið alveg treyst þvi. Jæja, Hughes, þá er röðin komin að yður“ Huges major var í æstu skapi, eins og félagi hans. Slíkt sálar- ástand var honum mjög óeigin- legt, því að í eðli sínu var hann stilltur og rólegur. „Sir, það verður aldrei neinn ríkjandi agi á vinnustaðnum og ekkert nothæft verk unnið þar, svo lengi sem japönsku verðirnir sletta sér fram í fyrirskipanir okkar. Lítið þér bara á þá, sir. — algerðir hálfvitar. ... Núna í morgun hafði ég skipt vínnu- flokknum í þrjá smærri hópa. Einn hópurinn mokaði og gróf, annar ók moldinni burtu og sá þriðji dreifði henni og jafnaði haugana. Allt gekk vel og þeir voru komnir fram úr þeirri áætl- un er Japanirnir höfðu gert. ... Kemur þá einn af þessum öpum aðvífandi, öskrandi og æpandi og skipaði öllum hópunum þremur að sameinast aftur í einn flokk. Auðveldara að fylgjast með þeim, býst ég við — og hver varð svo afleiðingin? Einn hrærigrautur, algerð ringulreið. Þeir þvælast hver fyrir öðrum og komast ekk- ert áfram. Manni vérður óglatt af að sjá til þeirra, sir. Lítið þér nú bara á þá“ „Ég sé að þér hafið alveg á réttu að standa", samþykkti N'.ch- olson ofursti, er hann hafoi horft á vinnubrögðin stundarkorn — „Ég hefi þegar tekið eftir skjpu- lagsleysinu" „En það er ekki allt, sir. Þessir hálfvitar hafa ákveðið að hver maður skuli grafa þrjú tenings- fet á dag, án þess að skilja það, að okkar menn gætu, undir sæmi legri stjórn, gert margfalt meira. Þegar þeir telja að hver maður hafi grafið sín þrjú teningsfet, ekið moldinni burt og dreift henni, kalla þeir að dagsverkinu sé lokið. Þess vegna segi ég að þeir séu hálfvitar. Ef þá eru eftir nokkrir moldarhnausar, sem aka þarf í burtu, til þess að tengja saman tvö einangruð svæði, hald- ið þér kannske að þeir skipi þá mönnunum að ljúka við það? Nei, ekki aldeilis. Þeir skipa bara flokknum að ganga frá verkfær- unum. Og hvernig get ég þá skip- að þeim að halda áfram? Hvað myndu menn hugsa um mig, ef ég gerði það?“ Sllíltvarpiö Miðvikudagur 8. oklóber. Fastír liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Við vinnuna: Tónleik ar af plötum. 19,30 Tónleikar: —• Óperulög (plötur). 20,30 Tónleik- ar: Fiðlusónata nr. 1 í F-dúr eft ir E. Grieg (M. Elman og J. Sieger leika). 20,50 Erindi: Hlut- verk kirkjusafnaðarins (Esra Pétursson læknir). 21,15 Tónleik- ar: Tilbrigði eftir Brahms um. stef eftir Haydn. Filharmoníu- hljóm.sveitin í Vín leikur, Wilhelm Furtwángler stjórnar. — 21,35 Kímnisaga vikunnar: „Dánu- mennskan" eftir Mark Twaim (Ævar Kvaran). 22,10 Kvöldsag- an: Presturinn á Vökuvöllum XVIII. (Þorsteinn Hannesson les) 22,30 Djassþáttur (Guðbjörg Jónsdóttir). 23,00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 9. oklóber: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Á frívaktinni. — Sjó mannaþáttur (Guðrún Erlends- dóttir). 19,30 Tónleikar: Havai- lög. 20,30 Erindi: Palatinhæðin í Róm (séra Hókon Loftsson). — 20,55 Tónleikar: Atriði úr óper- unni Kóta Ekkjan eftir Lehar. — (Þýzkir listamenn flytja). 21,15 Upplestur: Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi flytur frum ort ljóð (af nýjum plötum). 21,30 Tónleikar: Tzigane eftir Ravel. (Arthur Grumiaux og hljómsveit leika). 21,40 íþróttir. (Sigurður Sigurðsson). 22,10 Kvöldsagan: Presturinn á Vö>kuvöllum XIX (Þorsteinn Hannesson les). 22,30 Létt lög (piötur). 23,00 Dagskrár lok. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.