Morgunblaðið - 08.10.1958, Side 12

Morgunblaðið - 08.10.1958, Side 12
1? M O R C V 1S Tt L A Ð 1 Ð Miðvikudagur 8. okt. 1958 Verkefni stjórnmálanna er að gera lífsharáttu al- mennings léttari Fjölmenn samkoma ungra Sjálf- stæðismanna i Rangárvallasýslu FJÖLNIR, félag ungra Sjálfstæðismanna i Rangárvallasýslu, hafði fjöimenna og ánægjulega samkomu í Gunnarshólma í Landeyjum síðastiiðinn laugardag. Jón Þorkelsson frá Hellu setti samkomuna og stjórnaði henni. Ræðumenn voru ingólfur Jónsson, alþingismaöur, og Guðmundur H. Garðarsson, viðskiptafræðingur. Guðmundur H. Garðarsson sagði m. a.: Islendingar hafa frá alda öðli litið á frelsi sitt til orðs og æðis sem þýðingarmesta þáttinn í and- legum og veraldlegum verðmæt- um. í aldaraðir vann ekki erlend kúgun, fátækt, hörmungar eða hungur sigur á frelsisþrá þjóðar- innar og endurheimti hún á ný fullkomið frelsi sitt árið 1944. Kjarni þjóðarinnar og flestir íorystumenn hennar í hinni löngu frelsisgöngu aldanna eru runnir I frá íslenzkum bændum. Samhliða | harðri lífsbaráttu börðust þeir | íyrir frelsi þjóðarinnar, varð- ( veittu tungu hennar og þjóðar- einkenni. Samstarf Framsóknar og kommúnista Eins og nú horfir í íslenzlcum þjóðmálum er full þörf á að vekja islenzka æskumenn til um- hugsunar um að íslenzkt lýð- ræði, byggt á sögulegum grunni, er í mikilli hættu, vegna þess er- lenda fyrirbæris, sósíalisma, sem stöðugt er unnið að að koma á fyrir tilstuðlan kommúnista og Framsóknarmanna. Þessir tveir hópar manna afneita hinum sögu- lega uppruna íslenzks lýðræðis og róa að því öllum árum að inn- leiða á íslandi alræði fámennra forystumanna, búa í haginn fyrir „hina nýju stétt“. 1 þessum ti!- gangi misnota kommúnistar trún- að verkalýðsins, en forkólfar Framsóknarflokksins samvinnu- hugsjónina. Skyldi gömlu hug- sjónamönnunum, þeim Tryggva Gunnarssyni, Benedikt Jónssyni frá Auðnum og Jóni Sigurðssyni á Gautlöndum, ekki bregða, ef þeir fengju nú séð hvernig for- ráðamenn Framsóknarflokksins hafa leikið hugsjón þeirra me'ð því að hneppa hana í stjórnmála- lega ánauð, stefnunni til mikils skaða og þó sérstaklega þeim, sem hún á helzt að vinna fyrir, íslenzkum bændum, samtímis því sem mestu fjandmenn bænda menningar og sjálfstæðs búrekstr ar, kommúnistar, hafa verið leiddir í valdastól á íslandi, fyrir beina tilstuðlan þeirra manna, sem segjast öðrum fremur bera hagsmuni íslenzkra bænda fyrir brjósti. Ekki þarf að fjölyrða um stefnu kommúnista, sem m. a. byggist á afnámi eignarréttarins og því að þjóðnýta allan atvinnu- rekstur, hvort sem er í landb., iðn aði eða öðrum atvinnugreinum. Nærtæk dæmi um þetta er eigna- svipting allra bænda í Austur- Evrópulöndunum. Kona óskast í eldhúsið Matbarinn Lækjargötu 6 Sendisveinn óskast eftir hádegi nú þegar. — suiÍRimun Langholtsveg 49 Stúlka Rösk stúlka óskast í bókaverzlun hálfan dag- inn nú þegar. Enskukunnátta nauðsynleg. Umsóknir sendist afgr. Mbl. fyrir 11. þ.m. merkt: „Rösk — 7911“. Sjálfstæðismenn aðhyllast frjálsa atvinnu- og viðskipta- hætti og viðurkenna því sam- vinnurekstur jafnt sem einka- rekstur, en gera jafnframt kröf- ur til jafnréttis til þess að heil brigð samkeppni fái notið sín. Meginhugsjón þeirra er sjálf- stæði einstaklingsins. Bóndinn hefur um aldir staðið einn Er það í fullu samræmi við sögulega uppbyggingu íslenzks iýðræðis þar sem bóndinn, sem yrkir jörð sína, hefur um alda- raðir staðið einn. Honum er það í blóð borið að vera sjálfstæður, taka áhættunni, berjast við óblíð náttúruöfl og hafa lokasigur, svo sem sjá má af hinum glæsilegu býlum og búm víðs vegar um sveitir landsins. Það að standa og hugsa einn er annað eðli bónd- ans og er hann því mikilsverð- asti málsvari einstaklingsfrelsis- ins í orði og verki. Þessa eigin- leika vill Sjálfstæðisflokkurinn efla og varðveita í íslenzku þjóð- félagi og forða þjóðinni frá hættu múghyggjunnar, sem getur verið lýðræðislegu þjóðfélagi hættu- legt vopn í höndum óhlutvandra manna. Þá ræddi Guðmundur afleið- ingar hinnar neikvæðu stjórnar- stefnu, sem „ríkisstjórn hinna vinnandi stétta“ hefði rekið und- anfarin tvö ár. Blasa þær hvar- vetna við: Verðbólga, minnkandi kaupmáttur launa, gildisrýrnun krónunnar, öryggisleysi í atvinnu málum, tvískinnungsháttur í varnarmálum og innbyrðissundur þykkja valdhafanna í einu þýð- ingarmesta hagsmunamáli þjóð- arinnar í dag, landhelgismálinu. Kommúnistar una vel sínum hag því niðurrif íslenzks lýð- ræðis er framundan ef svo held- ur áfram sem horfir. Unga fólkið þarf að láta enn meira til sín taka í stjórnmálum og ala með sér og samborgurum sínum ríkari skilning á hvernig unnt er að varðveita og efla lýð- ræði á íslandi, koma í veg fyrir þá óheillaþróun, sem nú á sér stað. Ungir Sjálfstæðismenn vilja vinna að uppbyggingu þjóðfélags ins í anda einstaklingsfrelsis. Þeir eiga ört vaxandi fylgi meðal æsku landsins og munu fyrir til- styrk hennar hrista þá hlekki af þjóðinni, sem núverandi valdhaf- ar hafa búið henni. Framtíð íslenzkrar menningar byggist á frjálsum og óháðum einstaklingum. Ræða Ingólfs Jónssonar Ingólfur Jónsson sagði m. a., að lífsbaráttan í landi hér hefði alla tíð verið hörð, það væri hlutverK stjórnmálanna m.a. að vinna að því að lífsbaráttan yrði léttari og lífskjörin gætu batnað. Þess vegna væri það skylda hvers manns að hugsa hlutlaust um landsmálin og gera sér fulla grein fyrir því hvað er hollast fyrir þjóðfélagið og hvað reynist bezt í hinni erfiðu lífsbaráttu. Við Sjálfstæðismenn, sagði Ing- ólfur, förum aðeins fram á það að fólkið láti dómgreindina ráða. Ingólfur Jónsson taldi að margt hefði áunnizt til batnaðar á und- anförnum árum. Skilyrði til þess að hafa sæmileg lífskjör væru betri nú en áður. Þó væri ljóst, að í tíð núverandi ríkisstjórnar hefði lífsbaráttan verið gerð erfiðari heldur en áður, vegna ört vaxandi dýrtíðar. Kaupmátt- ur launanna færi stöðugt minnk- andi, afurðaverðið, sem bændur fá, hækkaði ekki í samræmi við þá hækkun sem þeir verða að greiða fyrir aðfluttar vörur. Bændur njóta ekki þess þótt út- söluverð varanna hækki nokkuð, ef mestur hluti hækkunarinnar fer í dreifingarkostnað. Ræðumaður minnti á hin mörgu loforð stjórnarflokkanna fyrir síðustu alþingiskosningar, loforð um vinnufrið, loforð um stöðvun dýrtíðarinnar, loforð um bætta afkomu almenningi til handa. Taldi hann ekki þörf á að fara mörgum orðum um loforðin og efndirnar. Almenningur hlyti að hafa gert sér grein fyrir veru- leikanum. Væri og ljóst á viðtöl- um við ýmsa, sem áður fylgdu stjórnarflokkunum, að mælirinn væri nú fullur og nú væri þörf á að segja: Hingað og ekki lengra. Það er þjóðarnauðsyn að breyta nú þegar um stefnu. Dýrtíðina verður að stöðva og tryggja gengi og traust krónunnar inn á við og út á við, en eins og kunnugt er, hefur stefna vinstri stjórnarinnar leitt til þess, að erlendir bankar neita nú að skrá íslenzku krón- una. Er það Ijósasti vitnisburður- inn um álit annarra þjóða á fjár- málastjórn íslendinga, sagði ræðumaður. Eftir næstu alþingiskosningar verður Sjálfstæðisflokkurinn að taka að sér mikilvægt en erfitt hlutverk. Hafi hann ekki nægi- legt fylgi til þess að leysa vand- ann verður að leita liðstyrks til þeirra' sem líklegastir eru til þess að leggja vel og drengilega hönd á plóginn í sambandi við við- reisnarstarfið. Verkefnin eru m. a. þau að stöðva dýrtíðina, verð- lagið og kaupgjaldið, að endur- heimta það traust, sem þjóðin hef ur tapað út á við, að leysa land- helgismálið á farsælan og heppi- legan hátt, að byggja upp nýjar atvinnugreinar og vinna að því að útflutningsverðmætin verði Vinna Stúlkur og karlmenn óskast til verksmiðjuvinnu. — HF. HAMPIÐJAIM Stúlka óskast Sæla Café Brautarholti 22 — Sími 19521 aukin og þjóðin geti eftirleiðis aflað þeirra verðmæta, sem hún hverju sinni notar. Til þess að það megi verða þarf að gera stórvirkjun í Þjórsá og koma á stóriðju, sem aflar landinu er- lends gjaldeyris. Fjármagn í þessu skyni ætti að vera auðvelt að fá, þar sem ekki er erfitt að sanna að slík virkjun og iðja með þeirri aðstöðu, sem þar verð- ur, er fjárhagslega gott fyrirtæki. Hið erlenda fjármagn, sem til framkvæmdanna verður tekið greiðist með framleiðslu iðju- versins. Nýting mjólkurinnar Þá er oft talað um offram- leiðslu mjólkur. í því sambandi er nauðsynlegt að athuga hvort ekki er heppilegt fyrir okkur ís- lendinga að koma á fót penicillin verksmiðju, en við framleiðslu þess lyfs er notuð mjólk. Mark- aður í hinum fjarlægari löndum virðist vera óþrjótandi fyrir þetta lyf. Danir munu hafa fram- leitt penicillin til útflutnings fyr- ir hátt á annað hundrað milljón danskra króna árlega. Nauðsyn- legt er að athuga þetta mál gaum gæfilega, eins og margt fleira, þegar um það er að ræða að koma á fót nýjum atvinnugrein- um í því skyni að gera fram- leiðsluna fjölbreyttari og auka þjóðartekjurnar. Sú stefna, sem fylgt hefur verið í tíð núverandi ríkisstjórnar, að taka lón er- lendis, jafnvel til eyðslu, svo sem að greiða ríkissjóði tolla o. s. frv, verður að hætta. Þjóðin má ekki taka erlend lán, nema til arð- bærra framkvæmda. Hún verður eftirleiðis að afla þeirra verð- mæta sem hún eyðir. Til þess að svo megi verða, þurfá þjóðfélags- þegnamir að vinna að öflun verð- mætanna, og þá er víst að lífs- kjörin fara batnandi og lífsbar- áttan mun verða léttari. Hér í Gunnarhólma boðaði fjármálaráðherra að feigðargöng- unni skyldi haldið áfram, að ríkis stjórnin myndi gera á komandi vetri viðbótarráðstafanir í efna- hagsmálum. Allir vita hverjar þær viðbót- arráðstafanir eru í huga fjármála ráðherra. Það eru viðbótarskattar og viðbótartollar ofan á það sem vinstri stjórnin hefur lagt á þjóð- ina síðastliðin tvö ár. Ætlun fjár- málaráðherra er að koma með nokkur hundruð milljónir króna til viðbótar á komandi þingi, en það sem vinstri stjórnin hefur tekið af almenningi sl. tvö ár, eru 300 millj. kr. um áramótin 1956— 1957, nærri 800 millj. kr. á sl. vori, og auk þess nærri 600 millj. króna í erlendum lánum á þessu tímabili. Allt of mikill hluti af þeirri upphæð hefur farið í eyðsluhítina. Vinstri stjórnin hef- ur runnið sitt skeið. Þjóðin veit nú að hún hefur ekki efni á að búa við það stjórnarfar, sem nú er. Sá skóli reynslunnar, sem þjóðin hefur nú fengið, er dýr, en að því leyti gagnlegur, að vinstri stjórn mun ekki aftur komast til valda á Islandi. Al- þýðan í þessu landi styður ekki þá stjórn, sem víðsýnasti og frjálslyndasti flokkurinn, Sjálf- stæðisflokkurinn, á ekki hlut- deild að, sagði Ingólfur Jónsson að lokum. Ræðumönnum var báðum ágætlega tekið og gerður göður rómur að máli þeirra. Að loknum ræðuhöldum skemmti Jón Sigur- björnsson með einsöng við undir- leik Asgeirs Beinteinssonar, Þóra Borg með kvæðalestri við undir- leik Emelíu Borg og Emelía Jón- asdóttir með leikþáttum. Að lokum var dansað. Öll var samkoma þessi hin ágætasta. í dag er næst síðasti söludagur. Dregið verður á föstudag Happdrœtti Háskóla íslands

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.