Morgunblaðið - 08.10.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.10.1958, Blaðsíða 3
Miðvik'udagur 8. okt. 1958 MORCVTSBL 4 ÐIÐ 3 íslenzk stúlka fékk kristilegri samkomu E: á förum suður á Filabeinsströndina til kristnihoðsstarfa köllun á í Brussel A SÍÐASTLIÐNU hausti var ís- lenzk stúlka, sem dvalizt hefir er- lendis nokkur undanfarin ár, á mjög fjölmennri kristilegri sam- komu, er haldin var suður í Brússel. Hún hlýddi þar á ræðu, sem formaður kristniboðsfélags, er starfar suður á Fílabeinsströnd inni í Vestur-Afríku, hélt. „Það var sem ég heyrði hina voldugu upp kristniboðsstarf á Fílabeins- ströndinni. Þessi stúlka heitir Halla Bachman dóttir Hallgríms Ijósameistara í Þjóðleikhúsinu. Er tíðindamaður blaðsins spurði Höllu um aðdragandann að því, að hún hefir nú gerzt kristniboði meðal hinna frum- stæðu þjóðflokka í Afríku, komst hún m.a. svo að orði, að vorið H illa Bachmann, sem er útlærff af Fóstruskólanum, á allmörg „fósturbörn“ hér í Reykjavík, frá þeim árum, er hún var fóstra. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.). Guðsrödd, sem kallaði mig þang- að suður til starfs fyrir sig úti á akrinum hvíta, því að enn eru orð Krists tímabær, er hann sagði: Uppskeran er mikil, en verkamennirnir fáir“. — Þannig komst þessi íslenzka stúlka að orði í samtali við Mbl. í gær. Hún er senn á förum til að taka Rússar mótmæla 1949 hafi hún komizt í kynni við hinn lifandi Krist í gegnum starfsemi K.F.U.M. og K. hér í bænum. Árið 1951 fór hún til Belgíu, þar sem hún innritaðist í Biblíu- skóla í Brússel og var þar við nám í 2 ár. Hún kvaðst hafa haft litla undirstöðumenntun í frönsku, en í Biblíuskólanum hafi hún orðið að nema á franska tungu, og því fljótlega náð valdi á málinu. „Fyrir þá, sem ef til vill ekki vita hvað Biblíuskóli er“, sagði Halla, „er þess að geta, að þar lærum við að skilja betur og meta hið lifandi orð Guðs og kærleika hans“. Frá Belgíu lá leiðin til Frakk- lands, og Halla var þar einnig við nám á Biblíuskóla og lauk þaðan prófi 1957, en þá var henni boðin staða við Biblíuskól- ann, sem hún hafði verið á í Brússel. Þar starfaði hún í kristniboðsstöð, og þangað kom mikið af fólki, sem starfar á kristilegum vettvangi — og þar komst hún í kynni við marga kristniboða, sem störfuðu víðs vegar í heiminum, svo sem Indó- nesíu, austur á Formósu, á mörg um stöðum í Afríku og víðar. Var það henni ómetanlegt að heyra þá segja frá ferðum sínum og reynslu. Hún gat þess að á heimssýn- ingunni hafi Biblíufélögin í Brússel látið útbúa geysistóra Biblíu, þar sem lesa mátti ýmsar ritningargreinar af skuggamynd um. Þar voru og seldar Biblíur á flestum tungumálum heims. „Og ég frétti", sagði Halla, „að þar hefðu íslendingar komið og keypt tvær íslenzkar Biblíur. Þótti mér það undarlegt að þurfa að fara alla leið til Brússel til að kaupa sér Biblíu. — En vegir Drottins eru órannsakanlegir, og veit ég af renyslu", sagði Halla, „að það er þess vert að fara enn lengri vegalend til þess að finna hinn lifandi Krist“. — Hvernig leggst það nú í yður að fara suður undir mið- baug, í myrkviði Afríku? — Ég hlakka mikið til þess að hefja starf í kristniboðsstöðinni þar syðra, og það skiptir mig rnestu máli. Um þá erfiðleika, sem fram undan eru í sambandi við loftslag, hitabeltissjúkdóma og gerbreytta lifnaðarhætti, hef ég í rauninni ekki mikið hugsað. Ég hefi hitt kristniboða, sem starf að hafa á Fílabeinsströndinni, og láta þeir vel af dvölinni þar. — Ég á að vera komin til Parísar 16. nóv., — og frá hafnarborginni Marseille fer ég með skipi 27. nóv. áleiðis til Sassandra, sem er aðalhafnarborg Fílabeinsstrand- arinnar. Þaðan liggur svo leiðin um 150 mílur inn í landið til bæjarins Gagnoa, sem er bær innfæddra manna og telur um 30 þús. íbúa. Fílabeinsströndin er frönsk nýlenda síðan 1893, og kristniboðsstöðin þar, semégmun starfa við, tók til starfa 1942, en þar eru nú starfandi 10 kristni- boðar. Þjóðflokkurinn nefnist Betés og mállýzka þeirra er nefnd sama nafni. Mér er sagt að íbúarn ir séu taldir gáfaðir og hraustir vel, og vinsamlegir kristniboðum, en fastheldnir mjög á sína trú, sem er sambland af heiðni og kristni.. Þeir trúa á anda og ótt- ast þá mjög, og færa þeim fórnir til þess að sefa reiði þeirra. — Á þessum slóðum er kaþólsk kristniboðsstöð, sem rekur skóla, sjúkrahús og kirkju. Kristniboðs- stöð sú, sem ég mun starfa við í Gagnoa, er eign Babtisatkirkj- unnar. Við munum starfa tvsér saman, og verður með mér útlærð svissnesk hjúkrunarkona. Hún á að annast þá, sem sjúkir eru á líkama, en ég þá, er þunga eru hlaðnir, en þar á við sama gamla meðalið og á dögum Krists: Hið lifandi Guðs-orð, sem er Kristur sjálfur. Því enn í dag segir hann: „Komið til mín allir þér, sem erfiðið og þunga eru hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld“. I sumar hefir Halla verið að búa sig undir kristniboðsstarfið, og hún gat þess t. d., að hún hefði fengið fyrirmæli um það, að ekki mætti hún hafa með ferðis föt, sem væru úr ull eða nælon, heldur einungis bómull- arföt. Nælon-klæðnaður er mjög óhollur þar um slóðir og í ull ina sækja skordýr, sem éta hana. Hún gerir ráð fyrir að vera kom in- til kristniboðsstöðvarinnar um miðjan desember, — og það mun taka hana 4 mánuði að komast niður í mállýzku Betés-manna. En nokkuð mun hún geta notazt við frönsku, því að hún er kennd í öllum skólum þar. Halla mun dveljast á Fílabeins ströndinni samfleytt næstu þrjú árin, en fá að þeim tíma liðr.um 8 mánaða orlof. Til þess að venj- ast hitabeltisloftslaginu, mun hún og hin svissneska stalla hennar fara með skipi suður, en það ferðalag tekur um 2 vikur, og þannig venjast þær smám saman loftslaginu. Svo mikill er munurinn á meginlandsloftslagi Evrópu og hitabeltisloftslagi Fílabeinsstrandarinnar, að hvít um mönnum er ráðlagt heilsu sinnar vegna, að dveljast eigi lengur syðra en þrjú ár í senn. — Og hvítum mönnum, er fara á þessar slóðir í fyrsta skipti, er eindregið ráðið frá að fara með flugvélum, því svo snöggar breytingar á loftslagi þola menn tæpast. Ekki er kunnugt um, að fs- lendingur hafi áður starfað svo sunnarlega í Afríku, en Halla kvaðst hafa heyrt þess getið í Brússel, að maður af íslenzkum ættum hefði verið kristniboði suður í Belgisku-Kongó. En sá staður — Gagnoa — sem Halla mun dveljast á, er skammt fyrir norðan miðbaug, eins og sést á kortinu. — Sv. Þ. mynd af Stalin WASHINGTON, 6. okt. — Rúss- neski sendiherrann í Washing- ton, Mensjikov, mótmælti í dag við utanríkisráðuneytið mynd, sem bandarísk sjónvarpsstöð sjónvarpaði 25. fyrra mánaðar, en hún fjallaði um dauða Stalins. Sagði sendiherrann, að slíkir at- burðir yrðu einungis til þess að auka á viðsjárnar með Rússum og Bandaríkjamönnum, stjórn- inni bæri að sjá um að þetta endurtæki sig ekki. Murphy að- stoðarutanríkisráðherra mun hafa svarað því til, að sjónvarps- stöðin væri óháð einkafyrirtæki, sem í engu væri á snærum Bandaríkjastjórnar. Myndin, sem hér um ræðir, heitir „Samsærið gegn Stalin“. Þar sést m. a., að Stalin fellur á gólfið eftir að hafa fengið slag, er hann situr fund með undirtyllum sínum. Þjónn kemur hlaupandi með vatnsglas til að gefa Stalin, en Krúsjeff slær það úr höndum hans. Nokkru síðar segir Malen- kov við félaga sína: Þið spyrjið einskis, þó að þið fréttið lát hans einhvern næstu daga. Fílabeinsströndin er á milli Líberiu og Ghana og eru ibúarnlr rúmlega hálf milljon. Þaffan er skammt að miðoaug. STAKSTFIWÍÍ „Alþýðublaðið uppgötv- ar ný sannindi“ Undir þessari fyrirsögn hirtir Þjóffviljinn í gær eftirfarandi grein: „f fyrradag kemur í Ijós aff Alþýffublaðið hefur gert nystár- lega og ógnarlega uppgötvun, og birtir þaff hana feitletraða í ramma á forsíffu. Stórfréttin er svohljóðandi: „Framsókn opinber að samvinnu viff kommúnista í Vkf. „Öldunni". (Svo hljóffar fyrirsögnin meff myndarlegu letri, og siðan kemur sjálf frétt- in:) Þau tiðindi hafa gerzt á Sauðárkróki, aff Framsóknar- menn hafa opinberlega gengið til samvinnu við kommúnista í Verkakvennafélaginu „Öldunni“. Fara þeir ekki leynt meff þá sam- vinnu sína, en annars staðar hafa þeir þó reynt að leyna þeirri samvinnu, er um hana hefur ver- iff aff ræffa“. Trúlegt er aff lesendur Alþýffu- blaðsins háfi sett hljóða, þegar þeir fréttu um þessi ósköp. En það má benda fréttamönnum Al- þýðublaðsins á að fleiri slík dæmi mun unnt aff finna ef vel er leitað. Þaff hefur þannig geng- iff fjöllunum hærra í meira eu tvö ár að Framsókn sé opinber að samvinnu við kommúnista í ríkisstjórn íslands — og að Al- þýffuflokkurinn sé opinber að hinu sama. Ættu Alþýðublaðs- menn aff kynna sér hvað hæft kann aff vera í þessum sógum og skýra lesendum sínum frá niff- urstöðunum". Gylfi „hægri krati“? í þessari grein hæðist Þjóffvilj- inn réttilega að Alþýðublaðinu fyrir aff þykjast vera að berjast gegn kommúnistum en styffja þá þó til valda, þar sem mestu máli skiptir. Sumir kynnu að ælla, að Þjóðviljinn færi mýkri höndum um þá Alþýðuflokksmenn, sem af mestu kappi hafa unnið að þjónustusemi flokks sins viff kommúnista og Framsókn. En það er eitthvað annað. Gylfi Þ, Gisla- son fær þessa kveffju i Þjóövilj- anum í gær: „Kaupgjaldssérfræðingur AI- þýðublaðsins, Gylfi Þ. Gíslason, heldur því líka fram, aff viff hefff- um veriff fullsæmdir af mun lægra kaupi, og sýnir það raunar hvorki meiri né minni umhyggju fyrir kjörum verkalýðsins en viff var aff búast úr hægrikrataátt- inmi — — — . Nei, það er fásinna að það hafi verið hækkandi kaupgjaldí dag- launafólks aff kenna, aff verff- bólguskrúfan fór aftur af stað af þeim krafti, sem raun hefur vitn- að upp á síffkastið, enda vogar sér tæplega nokkur tnaður aff halda slíku fram nema hægri- krataspekingar. Þeim einum er svona hér um bil sama hverju þeir halda fram, aðeirrs ef þeir hafa von um að geta þóknazt íhaldinu'*. Þetta eru þakkirnar, sem aiim- ingja Gylfi fær hjá þeim. sem hann hefur reynzt bezt. Hér hefur fariff eins og annars staðar, aff kommúnistar launa mönnunum, er svikiff hafa fólk sitt í hendur þeim, meff spotti og svívirðingum á meðan þeir geta ekki látið ann- aff banvænna í té. Stjórnin neitaði að kæra Kommúnistar reyna að kenna Atlantshafsbandalaginu um of- beldi Breta. Sjálfir hindruffu þeir þó, að Bretar væru kærffir fyrir bandalaginu. Með því sviptu þeir Island möguleikanum á aðstoff bandalagsins gegn óhæfuverkum Breta og sjálfa sig rétti til aff ásaka þaff af þessum sökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.