Morgunblaðið - 11.10.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.10.1958, Blaðsíða 6
e MORCVNBLAÐ1Ð Laugardagur 11. okt. 1958 Dagsbrúnarfundurinn: Verkamenn fordæma leyni- samning stjórnar Dagsbrúnar og Lúðvíks En Eðvarð bóttist ekki hafa „seð eða heyrt" yfirlýsingu Lúðvíks og Hermanns, um hækkað verðlag til samræmis við 9V^o kauphækkun Dagsbrúnar SVO sem skýrt var frá í blaðinu í gær var í fyrrakvöld haldinn fundur í Verkamannafélaginu DagsOrún. Var tilefni hans þær kosningar um fulltrúa á Alþýðu- sambandsþíng, sem fram eiga að fara um helgina. Var þetta all- heitur fundur og deildu menn ákaflega hart á stjórn félagsins, sérstaklega vegna þeirrar yfir- lýsingar, sem hún hat'ði fengið þá ráðherrana Lúðvík Jósefsson og Hermann Jónasson til þess að gefa fyrir milligöngu sáttanefnd- ar um að atvinuurekendum skyldi beimilt að taka aftar af verkamönnum þá kaupbækkun sem samið væri um með hækk- uðu verðlagi. Stóðu kommúnist- ar gjörsamlega andsvarslausir gegn þessum ásökunum félags- manna og fengu hina háðulcg- ustu útreið. Eðvarð Sigurðsson hafði fram- sögu að hálfu kommúnista, A- listans. Ræða Eðvarðs var öll ein ber sundurlaus þvættingur, og dæmalausar persónulegar svívirð ingar og hvergi var hægt að henda reiður á hvað fyrir honum vakti að segja. Hann sagðist ekki treysta sér til þess að flytja lof- ræðu um núv. ríkisstjórn, en tók saunt upp úr vasa sínum nokkrar skrifaðar síður, þar sem á var rituð þrælslega samanbarin lof- gjörðarrolla um þá sömu rík- stjórn. Næsti kaflinn þar á eftir var svo gagnrýnisvottur á þessa ríkisstjórn fyrir framkvæmd bjargráðanna, og skein þó hrifn- ing Eðvarðs á hinum stórsniðna Hannibal greinilega í gegn. Hef- ur mönnum ekki sýnzt Eðvarð eigi svo erfitt um mál síðan i jan- úar s.l. þegar hann þurfti að hæla vinnubrögðum ríkisstjórnarinn- ar á kosningafundi í félaginu. Eð varð ræddi nokkuð verkfallið mikla 1955. Sagði hann að verð- hækkanir þær, sem urðu vegna þess verkfalls hefðu verið „bein- ar hefndarráðstafanir vinnuveit- enda“. Tvö höfuðatriði yfirlýstr- ar stefnu núv. ríkisstjómar hafa frá upphafi verið: verðstöðvun og að tryggja kaupmátt launanna, og geta menn dæmt um hvernig framkvæmd þeirra hafa tekizt. Að lokum ræddi Eðvarð um hve mikill styrkur samninganefnd Dagsbrúnar hefði orðið að því, að Lúðvík Jósefsson, ráðherra kommúnista hefði staðið þeim við hlið í samningaviðræðunum. Eðvarð gerði ekki nánari grein fyrir í hverju sá „styrkur“ hefði legið, en það kom í Ijós síðar á fundinum, þegar lesin var yfirlýs ing Hermanns Jónassonar for- sætisráðherra, sem Lúðvík hafði grátbeðið hann um að gefa til þess að kommúnistamir í Dags- brun gætu eyðilagt árangur ann- arra verkalýðsfélaga í samning- um þeirra í sumar. Lauk Eðvarð máli sínu við lítinn fögnuð fund- armanna. Kristínus Arndal flutti fram- söguræðu af hálfu B-listans. Hann bar saman samþykktir síð- asta Alþýðusambandsþings og framkvæmd sambandsstjórnar á þeim. Það sem helzt hefur ein- kennt þær framkvæmdir er hveraig stjórnin hefur hopað frá samþykktunum og snúizt eins og hundur í bandi kringum ríkis- stjórnina, sagði Kristínus, Hanni bal hefði gasprað mikið um or- lofs- og hvíldarheimili fyrir verkamenn, lesstofur, sparisjóð, félagsmálaskóla o.m.fl. En hvað hefur orðið úr þessum loforðum? Svik á svik ofan. — Og til við- bótar samþykktinni frægu um að ekki verði gerðar neinar ráð- stafanir í efnahagsmálnum nema með fullkomnu samþykki verka- lýðssamtakanna, var skipuð hin alræmda 19-manna nefnd, þar sem þess var vandlega gætt að þeir nefndarmenn, sem höfðu umboð meirihluta verkalýðs þjóð arinnar væru í minnihluta. — Fór Kristínus hörðum orðum um öll vinnubrögð sambandsstjórn- arinnar og studdi þau með óve- fengjanlegum rökum. Að lokum ræddi hann hina nýgerðu samn- inga Dagsþrúnar. Las hann upp yfirlýsingu, sem forsætisráð- herra hafði gefið og bókuð var í gerðabók sáttanefndar áður en samningar voru undirritaðir. Var þessi yfirlýsing á þá leið, að vinnuveitendum er fyrirskip- að að hækka allt verðlag á þjón- ustu og framleiðslu „sem fyrst“ eftir að samningar hafi gengið í giidi. Benti Kristínus á hina augljósu hættu, sem slík vinnu- brögð hefðu í för með sér fyrir verkalýðshreyfinguna í heild. — Þegar önnur félög sömdu um 6% var kommúnistastjórnin með leynisamninga við Her- mann, Lúðvik og Hannibal upp á vasann, sagði hann. Þannig fóru kommúnistar í Dagsbrún að því að vega aftan að þeim verkalýðsfélögum, sem samið höfðu fyrr. Það eru ekki kommúnistar og verða aldrei kommúnistar, sagði Kristínus, sem standa vörð um hagsmuni verkalýðsins. Þeir samþykktu fyrstir allra nýjar stórfelldar álögur á almenning og nú síðast láta þeir Lúðvík fyrirskipa at- vinnurekendum að taka „sem fyrst“ af verkamönnum ný- fengna kauphækkun. — Kristín- us lauk máli sínu með því að hvetja alla þá sem vildu halda uppi merki Dagsbrúnar sem heið arlegs forystufélags að fylkja sér undir merki lýðræðissinna og kjósa B-listann. Jón Vigfússon plötuspilari kommúnista, bar fram tillögu, sem hann tók aftur síðar á fund- inum, þegar tekizt hafði að koma vitinu fyrir hann. Var tillagan um það að eftirlit væri haft með því að verkamenn væru sem fyrst teknir út af kjörskrá félagsins, er þeir hættu að vinna, en ekki um það að eftirlit væri haft með því að starfandi verka- menn væra í félaginu. Þótti mönnum afkvæmi þetta líkjast furðumikið skapara sínum. Guðmundur J. Guðmundsson, sagði brandara sem kommúnist- 3r hlógu að, en fæstir tóku hann alvarlega. Var ræða hans mikið til háðungaryrði um ágæta verka menn í Reykjavík, en bar að öðru leyti vott um skefjalausan ótta hans við þann þunga undir- straum, sem er með lýðræðis- sinnum í þessum kosningum til Alþýðusambandsþings. Lýsti hann á litríkan hátt styrkleika lýðræðissinnaðra verkamanna. Jóhann Sigurðsson las upp skírteinisnúmer tveggja manna, sem Dagsbrúnarstjórnin sagði að væru ekki í félaginu og meira að segja ekki til á manntali! Hann kvað sig hafa undrað það hve Eðvarð hefði forðazt að ræða starfsemi Alþýðusambandsins éða framkvæmdir núv. ríkisstj. málefnalega. Var það vegna þess að Eðvarð gat ekki rætt málin á þeim grundvelli? spurði Jó- hann. Eðvarð minntist ekki á hina illræmdu „meirihlutasam- þykkt“ 19-manna nefndarinnar, þar sem fulltrúar 18% launþega höfðu meirihluta yfir fulltruum 82% launþega og samþykktu bjargráöin og hundruð milljóna álögur. Gerði Jóhann góðlátlegt gys að vesöld kommúnista, þeg- ar þeir tækju að sér það erfiða hlutskipti að lofa sjálfa sig fyrir það, sem þeir hefðu gert gagn- stætt fyrirheitum sínum. Jóhann rifjaði upp fyrir stjórn Dagsbrúnar spumingu, sem hann varpaði fram á fundi í sumar: Hvað hafði Dagsbrún í bakvasan- um, að hún gæti svo lengi geng- ið framhjá 6% kauphækkun? — Svarið við þessari spurningu er komið í dagsins ljós, það var loforð Lúðvíks um yfirlýsingu Hermanns. Það er þannig 'fyrir- fram á skipulegan hátt ákveðið að taka af okkur kauphækkan- irnar að boði ríkisstjórnar hinna vinnandi stétta. Nú stöndum við andspænis því loforði ríkisstjórn arinnar að taka „sem fyrst" af okkur þessi 9%%. Og svo biðja umboðsmenn þessarar ríkisstjórn ar hér í Dagsbrún félagsmenn um að greiða lista þeirra at- kvæði og senda þannig þá menn á Alþýðusambandsþing, sem hafa gert sig opinbera að því, að semja með leynisamningum um það að 914% kauphækkunin verði tekin „sem fyrst“ aftur, sagði Jóhann og hvatti félagsmenn ti.l þess að svara þessu á eftirminni- legan hátt með því að standa sameinaðir um B-listann, lista þeirra manna, sem vinna gegn sundrungarstarfi kommúnista innan verkalýðshreyfingarinnar á Islandi. Til máls tóku auk fyrrgreindra manna Halldór Breim, sem benti m.a. á fall stjarnanna á himni kommúnista eins og t.d. Guðgeirs Jónssonar form. Bókbindarafé- lagsins. Gunnar Erlendsson benti á að svo væri hræðsla kommún- ista við verk sín mikil, að þeir réðust með svívirðingum að þeim mönnum sem leyfðu sér að leggja fram lista gegn þeim. Alda lýð- ræðisins flæðir yfir landið, sagði Gunnar, og þar sem víðsýnið skín þar er vor framundan. — Guðmundur Nikulásson benti á stórfellda lífskjararýrnun sl. tvö ár og áhrif yfirlýsingar ráðherr- anna um að taka kauphækkunina alla af verkamönnum „sem fyrst“ á kjör verkamanna. Magnús Há- konarson hrakti lygar kommún- ista um ólögmæti áskorendalist- ans, þar sem krafizt var alls- herjaratkvæðagreiðslu um full- trúakjörið. Jón Hjálmarsson fór hörðum orðum um auvirðilega framkomu kommúnista í samn- ingamálunum, hvernig þeir hefðu svikið önnur verkalýðsfélög og rofið sig úr tengslum við þau. — Hvernig eru menn á snærum atvinnurekenda ef það er ekki með því að reka erindi þeirra við samningaborðið á jafnaugljós an hátt og kommúnistar gerðu með því að fá ráðherrana til þess að gefa þessa yfirlýsingu? spurði Jón. Þessi samningaaðferð getur orðið verkalýðssamtökunum af- drifarík með því fordæmi sem hún skapar. Eðvarð Sigurðsson tók til máls ný. Virtist hann ekki ætla að svara neinu til um yfirlýsinguna, sem þó hafði verið aðalumræðu- efnið í ræðum manna. Var hann þá spurður um hana og svar- aði því, að hann „hefði aldrei séð eða heyrt neitt um þessa yfirlýs- ingu“! Þegar hann var inntur frekar eftir þessu missti hann al- gjörlega stjórn á skapi sínu, barði í sífellu í borðið og hróp- aði æðisgenginni röddu: lygarar, lygarar! Sagði hann verkamenn ganga ljúgandi og rægjandi um allan bæinn. Fundarmönnum blöskraði ósköp mannsins, sem barði bara í borðið í umkomu- leysi sínu. Var loftið í salnum lævi blandið um stund. Á eftir þessu reiðikasti sínu var Eðvluð svo af sér genginn, að hann neit- aði því með öllu, að síðasta Al- þýðusambandsþing hefði lofað nokkru um sparisjóð verka- manna, félagsmálaskóla, lesstof- eða yfirleitt nokkru. Það mætti ekki taka samþykktir Al- þýðusambandsþings of alvarlega, þær væru ekki til þess gerðar. Síðan bað hann með hásri röddu félagsmenn að "kjósa kommúnista á þing ASÍ svo þeir gætu haldið áfram að framfylgja tveimur grundvallarstefnuskráratriðum ríkisstjórnarinnar: verðstöðvun og því að tryggja kaupmátt laun- anna. — Brostu þá sumir í kamp- inn. Söngkór sellukommúnista í Dagsbrún var í þetta sinn ekki stjórnað af Guðmundi J. Guð- mundssyni heldur Guðmundi Vig fússyni, Inga R. Helgasyni og Sigurði Guðgeirssyni, sem allir voru mættir. sig kjarki í gær og réðist í það stórræði að taka til í bréfaskúff- unni sinni. Þegar pappírskarfan var orðin full af nafnlausum og því óbirtingarhæfum bréfum og bréfum, sem búið er að taka til meðferðar, lágu enn eftir nokkur bréf. Og þau ætla ég nú að birta, áður en hreingerningaræðið er af mér runnið. skrifar ur dagBegq lifínu inn á ensku nöfnunum, en tón- i þannig yfir gangstéttina, svo .listin, sem hún hefur valið í þætt hættulegt sem það nú er. Ég veit H Ávaxtakaupin gagnrýnd 'VERS vegna eru aðeins fluttir inn bananar á íslandi, en ekki epli og appelsínur, sem þó eru ódýrari ávextir? spyr „Tófi“. í nágrannalöndum okkar er hægt að fá nóg af eplum, og þau eru miklu ódýrari en bananamir, sem nú eru komnir í þvílíkt verð, að ógerningur er að kaupa nema rétt til bragðbætis. Er þessari spurningu hér með komið á framfæri. Jassþætti hrósað FJÓRIR ungir píltar“ skrifa: „Þessar fáu línur eiga að vera til þess að þakka Ríkisút- varpinu fyrir prýðilega jassþætti, sem ungfrú Guðbjörg Jónsdóttir sér um. Hún mætti ef til vill leggja meiri rækt við framburð- ma, er ágæt og höfum við haft óblandna ánægju af henni. Tríó Kristjáns Magnússonar í þættinum í gærkvöldi var sériega gott. Hljóðfæraleikurinn, með- ferðin á lögunum og upptakan var með því bezta, sem við höf- um heyrt í ísl. útvarpinu. Er út- varpið búið að fá ný upptöku- tæki?“ Útkeyrsla úr porti gagnrýnd FRÁ „verkamanni" barst Vel- vakanda eftirfarandi bréf: „Ég tel nauðsynlegt að vekja athygli yfirstjórnar umferðar- málanna á því að umferðin við port Ölgerðarinnar við Frakka- stíginn er vissulega hvergi nærri hættulaus, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þarna er sem kunn- ugt er mikil umferð gangandi fólks vegna fiskbúða og mjólkur- búða. Lögreglan hefur bannað bílastöður meðfram gangstétt- inni, sem er sömu megin og ekið er inn í portið, en bílar aka þarna hiklaust um, ýmist aftur á bak eða áfram. Finnst manni það illa geta samrýmzt bílastöðu banninu að leyfa bílum að aka að þetta hefur verið leyft um áratugaskeið og jafnvel má sýna fram á, að af því hafi aldrei hlot- izt slys á^fólki. En þá kemur það á móti, að umferðin um Frakka- stíginn hefur heldur aldrei verið meiri en einmitt 2 til 3 síðustu árin, þar sem bærinn er í stöð- ugum vexti. Æskilegt væri, að þetta mál yrði tekið fyrir af um- ferðarnefnd, því við sem eigum börn á þessu hættusvæði, teljum þetta afleitt ástand“ M' Skoðun brezks hagfræðings AÐUR nokkur sýndi Velvak- anda um daginn bréf, sem hann hafði fengið frá hagfræð- ingi í Wales á Bretlandi. í bréf inu minntist hagfræðingurinn « lEmdhelgismálið og segir m. a. „Þú hefur ekki hugmynd um hve ísland á marga stuðningsmenn hérna, einkum í hópi almennra borgara. Að minnsta kosti sjá allir, að ógerningur er að halda áfram veiðum undir herskipa Brittingham býður íslenzkum stúdentum enn á ný námsstyrki B ANDARÍ K J AM AÐURINN Thomas E. Brittingham, sem er Islendingum að góðu kunnur fyr- ir að styrkja íslenzka námsmenn fil háskólanáms í Bandaríkjun- um undanfarin tvö ár, er vænt- anlegur til Reykjavíkur í lok þessa mánaðar ásamt konu sinni. Kemur Mr. Brittingham hing- að á vegum Islenzk-ameríska fé- lagsins og mun dveljast í Reykja- vík í þrjá daga. Ræðir hann við forráðamenn félagsins um aukin menningartengsl íslands og Bandaríkjanna auk þess, sem hann mun tala við væntanlega umsækjendur um styrki til náms dvalar vestra. Fjórir íslenzkir piltar, þeir Auðólfur Gunnarsson, Garðar V. Sigurgeirsson, Pétur H. Snæ- land og Rafn F. Johnson, stunda nú rám við háskólana í Dela- ware og Wisconsin, en þeir hlutu allir ríflega námsstyrki frá Mr. Brittingham til ársdvalar við áð- urnefnda skóla. Nú hyggst Mr. Brittingham bjóða enn á ný ís- lenzkum piltum styrki til há- skólanáms vestra á skólaárinu 1959—60. Nema styrkirnir skóla- gjöldum, og dvalarkostnaði, á- samt nokkrum ferðakostnaði innan Bandaríkjanna. Þeir, sem sækja um þessa styrki, skulu vera á aldrinum 19 til 22 ára og hafa lokið stúdents- prófi eða ljúki þvx næsta vor. Þá er nauðsynlegt að umsækj- endur hafx gott vald á enskri tungu. Væntanlegir umsækjendur um áðurgreinda styrki eru beðnir að snúa sér til skrifstofu íslenzk-ameríska félagsins, Hafn- arstræti 19, n. k. mánudag, 13. okt. frá kl. 5,30 til 7 e. h. Verða vernd, eins og nú er gert“. Það er uppörvandi að heyra I þar veittar nánari upplýsingar slíkt úr þeirri átt. | um styrkveitingar þessar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.