Morgunblaðið - 11.10.1958, Síða 12
12
MORCVNBLÁÐIÐ
Laugardagur 11. okt. 1958
verkfræðingur og hin vísindalega
þekking hans gerði honum kleift
að komast af án þeirra, en aðeins
»ieð því að auka undirbúninginn
og markháttaðar tilraunir, áður
cn hann 1-auk hinum endanlegu
áætlunum.
Hann var þannig fær um að
ákveða margfaldara sína á auð-
veldan hátt, með því að nota verk
færi, sem búin voru til í miklum
flýti, þar eð tími var orðinn mjög
naumur.
Með sambykki Nicholsons of-
iirsta hóf hann svo þessar rann-
sóknir, jafnframt því sem hann
gcrði uppdrátt að hinni fyrirhug-
uðu járnbrautarlínu og afhenti
Hughes majori til framkvæmda.
Að þessum og öðrum nauðsynleg-
um undirbúningsatriðum loknum,
hóf hann svo merkilegasta þátt
verksins: að gera uppdrátt að
brúnni sjálfri.
Hann helgaði sig þessu ætlunar
verki með þeirri sömu embættis-
legu samvizkusemi og hann hafði
áður sýnt, þegar honum var falið
áþekkt starf, á vegum indversku
stjórnarinnar og einnig með
ástriðufullum áhuga, scm hann
hafði til þessa reynt árangurs-
laust að öðlast, með því að lesa
vel til fallnar bækur (eins og til
dæmis Brúarsmiðirnir), en sem
hafði nú skyndilega blossað upp
í honum, aðallega vegna orða, sem
ofurstinn hafði af tilviljun sagt:
„Þér vitið það, Reeves, að ég
treysti yður algerlega. Þér eruð
eini hæfi maðurinn, sem við eig-
«m völ á og ég legg allt í yðar
hendur. Við verðum að sýna það,
svo að ekki verði um villzt, að við
séum fremri þessum villimönn-
um. Ég veit vel hversu erfitt það
er í þessu guðlausa 1-andþ þar sem
ekkert er til af því sem maður
þarfnast, en það gerir verkið í
heild ill-vinnandi“.
„Þér megið alveg reiða yður á
mig, sir“, hafði Reeves svarað.
„Ég mun ekki bregðast vonum
yðar og við skulum sýna þeim
hvað við getum“.
Þetta var tækifærið, sem hann
hafði beðið eftir allt sitt líf. —
1) „Bíddu við, Göngugarpur.
Þetta er vinafólk mitt og þau
verða ekki rekin í burtu héðan“.
2) „Þau verða að fara. . . . Ég
Hann h-afði alltaf dreymt um það,
að fást við raunverulega mikið
starf, án þess að verða áreyttur
aðra hverja mínútu af stjórnar-
deildum, eða truflaður af afskipta
sömum embættismönnum, sem
spyrja hlægilegra spurninga og
reyna að gera manni erfitt fyrir,
undir hagfræðilegu yfirskini og
ónýta með því hverja sköpunar-
tilraun. Hér var það bara ofurst
inn einn, sem taka varð tillit til
og enginn annar. Nicholson of-
ursti sýndi vinsamlegan áhuga,
því að enda þótt hann væri tals-
maður vanans og „hinna viður-
kenndu farvega", þá gat hann að
minnsta kosti séð sjónarmið ann-
arra og neitaði að láta blindast
af venjum og forskriftum, að því
er brúna varðaði. Þar að auki
hafði hann viðurkennt það opin-
berlega, að hann hefði enga þekk-
ingu á verkfræðilegum efnum og
látið það fyllilega skiljast að
hann ætlaði að veita Reeves fullt
úrskurðarvald í þeim. Vissulega
var verkið mjög erfitt og vanda-
samt og það var mikill skortur á
hentugu efni, en Reeves hét því
að bæta alla slíka vöntun upp,
með samvizkusemi sinni og skyldu
rækni.
Frá þeirri stundu unni hann
sjálfum sér alls engrar hvíldar.
Hann byrjaði á því að hripa upp
teikningu af brúnni, eins og hann
sá hana fyrir hugskotssjónum sín
um, í hvert skipti sem honum varð
litið til árinnar, með hinar fjórar,
tignarlegu raðir af stólpum, í ná-
kvæmlega beinum línum, stóru og
reisulegu yfirbygginguna sem
gnæfði hundrað fet upp yfir vatns
flötinn, bitana sem komið var fyr
ir á alveg sérstakan hátt, er hann
hafði sjálfur fundið upp og sem
hann hafði árangurslaust reynt
að fá hina íhaldssömu stjórn Ind-
lands til að taka upp mörgum ár-
um áður breiða palilnn með sterka
handriðinu þar, sem ekki var að-
eins braut fyrir lestirnar, heldur
líka gangstétt fyrir fótgang-
andi ferðalanga.
Að því loknu byrjaði hann að
reikna út og gera skýringarmynd-
aðvara þig, ef þú lsetur þau ekki
fara, þá verða þau fyrir miklu
óláni“.
3) „Mér þykir það leitt að
ir og svo hina raunverulegu teikn
ingu. Honum hafði tekizt að fá
stranga af sæmilega góðum teikni
pappír hjá hinum japanska starfs
bróður sinum, sem hélt sig lengst
um fyrir aftan hann, til þess að
fylgj-ast með framgangi verksins,
með illa dulinni, barnalegri aðdá-
un. —
Þannig var það föst venja
hans að vinna frá dögun og fram
í myrkur, dag hvern, án nokkurr-
ar hvíldarstundar, þangað iA
hann uppgötvaði að birta dagsins
var horfin allt of fljótt, — þar til
honum varð það Ijóst að dagarnir
voru allt of stuttir og að verkinu
myndi aldrei verða lokið á þeim
tíma sem hann hafði til umráða.
Og svo fékk hann leyfi hjá Saito,
fyrir milligöngu Nicholson of-
ursta, til að láta loga á lampa
fram yfir leyfilegan Ijósatíma. —
Eftir það sat hann hvert kvöld
og stundum langt fram á nótt,
við brúarteikninguna. Þannig sat
h-ann klukkustund eftir klukku-
stund og dag eftir dag, á óþægi-
legum skemli með bambusviðar-
fletið sitt fyrir skrifborð og teikni
blöðin dreifð út um borðræfilinn
er hann hafði sjálfur klambrað
saman, í daufri ljósbirtu frá litla
olíulampanum, sem fyllti kofann
með daunillum reyk, og handlék
T-hornamælinn, er hann hafði bú-
ið til með löngum tíma og enn
meiri fyrirhöfn.
Þetta verkfæri lét hann aldrei
úr höndum sér, nema þegar hann
greip nýtt bl-að og fyllti það með
útreikningum og tölustöfum — og
fórnaði svefni sínum við lok hvers
þreytandi vinnudags, til þess að
sjá árangurinn af dugnaði sínum
og hæfni — snilldarverk er átti
að sanna hina vestrænu yfirburði,
brúna sem janpönsku járnbraut-
arlestirnar skyldu nota á sigurför
sinni til Bengal-flóans.
Clipton hafði í fyrstu haldið að
hinn margháttaði undirbúningur
hins vestræna „modus operandi“
myndi seinka hinni raunverulegu
brúarsmíði jafnvel meira en hin
tilviljunarkennda reynsluþekking
Japananna. En brátt skildist hon
um hversu fánýt sú von hans
var og hvað bann hafði gert rangt
með því að hæðast að öllu undir-
búningsverkinu, sem unnið var á
hinum löngu, svefnlausu nóttum.
hundurinn minn skyldi eyði-
leggja heilögu vörðuna ykkar.
Ég skal sjá um það að hann verði
ykkur ekki aftur til óþæginda,
Þann dag, sem Reeves afhenti
Hughes majori hina fullgerðu
áætlun sín-a og smíðin hófst með
meiri hraða en Saito hafði nokk-
urn tíma látið sig dreyma um, fór
Clipton að skiljast, að hann hefði
verið helzt til hvatvís í gagnrýni
sinni á aðferðir hinnar vestrænu
menningar.
Reeves var ekki einn þeirra
manna, sem láta dáleiðast af lík-
ingarfullum undirbúning'i, eða sem
fresta því að hefja framkvæmd-
ir, vegna þess að þeir helga and-
legri framtakssemi alla starfs-
krafta sína og umhugsun, en
hugsa ekkert um hina verklegu
hlið. Hann stóð föstum fótum á
jörðunni. Við þetta bættist svo
það, að hvenær sem hann virtist
ætla að einblína um of á bóklega
fullkomnun og hjúpa brúna í
þoku, var Nicholson ofursti reiðu
búinn að leiða hann aftur á rétta
braut. Ofurstinn var gæddur
hinni hagsýnu skynsemi leiðtog-
ans, sem aldrei missir sjónar á
takmarki sínu og sem heldur und-
irmönnum sínum í fullkomnu jafn
vægi á milli hugsjóna og veru-
leika.
Hann hafði samþykkt undirbún
ings-athuganirnar með því skil-
yrði, að þeim yrði fljótt lokið. —
Hann hafði líka viðurkennt teikn-
ingarnar og fengið nákvæmar
skýringar á hverri þeirri ný-
breytni, sem var hugvitssemi
Reeves að þakka. Hann gerði að-
eins þá einu kröfu, að Reeves of-
þreytti sig ekki á hinni hvíldar-
lausu vinnu sinni.
„Ef þér haldið áfram að leggja
svona hart að yður, Reeves, þá
verðið þér veikur og óvinnufær,
einn góðan veðurdag. Munið
það, að verkið í heild stendur al-
gerlega og fellur með yður ein-
um“.
Eftir það fór hann að haf-a
nákvæmar gætur á Reeves og
skírskotaði til almennrar skyn-
semi, dag nokkurn, þegar Reeves
kom til hans, áhyggjufullur á
svip, til þess að ráðgast við
hann.
„Það er eitt atriði, sem gerir
mig dálítið órólegan, sir. Reyndar
held ég að við þurfum ekki að
taka það mjög alv-arlega, en mig
langaði bara að vita, hvaða skoð-
un þér hefðuð á því“.
„Hvað er það, Reeves?" spurði
ofurstinn.
„Viðurinn er ennþá rakur, sir.
Við ættum ekki að nota nýfelld
tré í framkvæmdir sem þessar.
Þau þyrftu fyrst að liggja og
þorna“.
„Hvað yrðu þessi tré lengi að
þorna, Reeves?"
„Það fer alveg eftir því hvaða
trjátegund það er. Sum þurfa
átján mánuði, önnur nokkur ár“.
„Það kemur ekki til nokkurra
mála, Reeves", andmælti ofurst-
inn. — „Við höfum ekki nema
fimm mánuði til umráða“.
en við verðum hér kyrr“, segir
Markús.
Höfuðsmaðurinn laut höfði af-
sakandi.
„Ég geri mér fulla grein fyrir
því, sir, og það er einmitt það
sem gerir mig áhyggjufullan“.
„Og hvers vegna skyldi ekki
mega nota nýhöggvin tré?“
„Sumar tegundirnar mjókka og
rýrna mjög mikið, við þurrkinn,
sir, og það gæti orsakað rifur og
misfellur í brúnni. Þetta á auð-
vitað ekki við allar trjátegundir.
Álmviðurinn breytist t. d. sama
sem ekki neitt. Þess vegna hef ég
auðvitað reynt að velja þau tré,
sem líkust eru honum. Álmviðar-
stólparnir í London Bridge eru
nú orðnir sex hundruð ára gaml-
ir, sir“.
„Sex hundruð ára?“ hrópaði
ofurstinn og augun í honum leiftr-
uðu, um leið og honum varð ósjálf
rátt litið til f'ljótsins. — „Sex
hundruð ára, Reeves — það kalla
ég endingu".
„Oh, en slíkt er nú bara hrein-
asta undantekning, sir. Hérna á
þessum stað gæti maður tæplega
reiknað með lengri tíma en 50 til
60 árum. Jafnvel styttri, ef trén
þorna illa“.
„Við verðum nú samt að hætta
á það, Reeves", sagði ofurstinn
ákveðið. — „Þér verðið að nota
nýtt timbur. Við getum ekki fram
kvæmt hið ómögulega. Ef þeir
ásaka okkur fyrir einhver mis-
tök í smíðinni, þá getum við að
minnst-a kosti sagt þeim, að slíkt
hafi verið óumflýjanlegt“.
„Alveg rétt, sir. Svo var það
eitt atriði annað, sem ég ætlaði
að minnast á við yður. Kreosot, til
þess að verja plankana fyrir skor-
dýrum .... ég held að við verðum
, að komast af án þess, sir. Japan-
irnir eiga það ekki til. Að sjálf-
sögðu gætum við notazt við eitt-
hvað annað....... Það mætti til
dæmis eima tré-spíi'itus. Hann
myndi gera gagn, en slíkt tæki
nokkurn tíma......Nei, þegar ég
hugsa betur um það, þá held ég að
við ættum ekki. ..."
„Hvers vegna ekki, Reeves?“
spurði ofurstinn sem hafði áhuga
á öllum tæknilegum nýjungum.
„Ja, það eru nú skiptar skoðan-
ir um það, sir. Sumir halda því
fram, að það eigi ekki að bera
kreosot á blautan við. Það held-
ur rakanum inni og þá er hætt
við að hann fúni“.
„Ef svo er, þá verðum við að
komast af án kreosots, Reeves. —
Þér verðið að hafa það hugfast,
að við getum ekki gert neitt sem
teflir framkvæmdum okkar í tví-
sýnu og þér megið heldur ekki
gleyma því, að brúarinnar bíður
hlutverk, sem ekki þolir neina
bið“.
„Ég er líka sannfærður um það,
sir, að við getum byggt brú hér,
sem verður fullkomlega gallalaus
frá tæknilegu sjónarmiði og mjög
sterk".
„Það er einmitt aðalatriðið,
Reeves. Þér eruð alveg á réttri
leið. Mjög sterk brú, sem er galla
laus frá tæknilegu sjónarmiði.
Raunveruleg brú, en' ekki neinn
undirstöðulaus spýtnahlaði. Það
er einmitt slík brú, sem við vilj-
um byggja. Eins og ég hef þegar
tekið fram, þá reiði ég mig alger-
lega á yður“.
'-JJÚtvarpiö
Laugardagur 11. október:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís
Sigurjónsdóttir). 14,00 XJmferðar-
mál. 14,10 Laugardagslögin. 19,00
Tómstundaþáttur barna og ungl-
inga (Jón Pálsson). 19,30 Tónleik
ar (plötur). 20,30 Raddir skálda:
Heyannir, smásaga eftir Þórleif
Bjarnason (Höf. flytur). 20,55
Leikrit: Lest 56 — eftir Herbert
Grevenius. Leikstjóri og þýðandi:
Ragnhildur Steingrímsdóttir. —
Leikendur auk hennar: Jóhann
Ögmundsson, Guðmundur Gunn-
arsson og Guðmundur Ólafsson
(hljóðritað á Akureyri í sept.
s.l.). 22,10 Danslög (plötur). —
24,00 Dagskrárlok.
DUGLEGA
SENDIS VEINA
vantar okkur nú þegar á ritstjórna-
skrifstofuna kl. 10—6.
Aðalstræti 6 — Sími 22480.
Félag oustiirzkra kvcnaa
Fyrsti fundur félagsins á þessu hausti verður
þriðjudaginn 14. þ.m. í Garðastræti 8, kl. 8,30 e.h.
Myndasýning og upplestur.
Eins og að undanförnu verða fundir á sama stað
annan þriðjudag hvers mánaðar.
Stjórnin.
a
r
L
ú