Morgunblaðið - 12.10.1958, Page 2
2
M O R G fJVB L 4 Ð I Ð
Sunnudagur 12. okt. 1958
«-v ■■■>&»n *** " gjgggjBi ÍSS3R • *•
<T-»&»•£■ - 'v «<
Séð yfir stað þann fyrir neðan Menntaskólaselið hjá Reykjakoti, þar sem næst verður borað
eitir gufu. — Sjá frétt á öftustu síöu. (Ljósm. vig.).
StúdentaráBskosningar
verða nœsta laugardag
KOSNINGAR til Stúdentaráðs
Háskóla Islands munu fara fram
laugardaginn 18. október nk. —
Undanfarin tvö ár hefur Vaka,
félag lýðræðissinnaðja stúdenta
haft meirihluta í ráðinu. eða 5
fulltrúa af 9.
Frestur til að skila framboðs-
listum rann út á miðnætti ! nótt.
Þegar blaðið fór í prentun var
ekki að fullu vitað. hve margir
listar kæmu fram, en þá var þeg-
ar kunnugt, hverjir skipuðu lista
Vöku.
Fer hann hér á eftir:
1. Ólafur Egilsson, stud jur.
2. Magnús L. Stetánsson, stud.
med.
3. Þorvaldur Búason, stud.
polyt.
4. Benedikt Blöndal, stud jur.
5. Bernharður Guðmundsson,
stud. theol.
6. Gissur Pétursso*, stud med.
7. Einar Sigurðsson, stud. oecon.
8. Sigríður Dagbjartsdóttir,
stud. philol.
9. Andrés Valdimarsson, stud.
jur.
10. Hörður Sigurgestsson, stud.
oecon.
11. Viðar Hjartarson, stud. iur.
12. Njörður P. Njarðvík, stud
mag.
13. Guðrún Einarsdóttir, stud.
phil.
14. Sigmundur Böðvarsson,
stud. jur.
15. Konráð Magnússon stud.
med.
16. Höskuldur Jónsson, stud.
oecon.
17. Jósef H. Þorgeirsson, stud.
jur.
18. Birgir ísl. Gunnarsson, stud.
jur.
,Tíminn4 gerir að
engn afneitun
ans
Hvetur til stuðnings við
lista kommúnista
í FYRRADAG birti „Þjóðvilj-
inn“ ianga grein, þar sem harð-
lega var neitað þeirri ásökun
Morgunblaðsins, að samkomulag
hefði orðið um það milli Hanni-
bals, Hermanns og Gylfa að af-
henda Framsóknarauðvaldinu úr
slitaáhrif i Alþýðusambandi ís-
lands. Var þessi afneitun „Þjóð-
viljans“ fram komin vegna rikrar
andúðar innan stéttarfélaganna
á þessu baktjaldamakki og verzl-
un með hagsmuni verkalýðssam-
takanna.
Þessi afneitun „Þjóðviljans” á
Framsókn mun ekki hafa fallið
í góðan jarðveg í herbúðum Tíma
liðsins. Birtir „Tíminn“ í gær-
morgun áberandi hvatningar-
greinar til Framsóknarmanna um
að duga nú sem bezt í því að
tryggja kommúnistum sigur í
Iðju, Trésmiðafélaginu og Dags-
brún.
Þurfa menn frekari vitna við?
Iðjœkosningn lýkur í kvöld
í GÆR greiddu 464 Iðjufélagar
atkvæði í kosningunum til Al-
þýðusambandsþings. Er það
nokkru færra en kaus fyrri dag-
inn í stjórnarkosningunum í vet-
ur, en þó eru nú fleiri á kjör-
skrá, eða um 1450. í dag verður
kosið frá kl. 10 f. h. tii kl. 11
Snjór í f jöllttm
í Eyjafirði
AKUREYRI, 11. okt. — Síðast-
liðna nótt og seinni hluta dags
í gær snjóaði hér í fjöll og er
jörð hvít niður að bæjum. I gær-
kvöldi þurftu bílar að einhverju
leyti að moka sig áfram yfir
Vaðlaheiði. í morgun snjóaði of-
urlítið inni í bænum, en snjó
festi ekki á götum. Á Öxnadals-
heiði hefur snjó|að, en ekki svo að
bílaumferð hafi teppzt. — Mag.
e. h. Kosið er í skrifstofu félags-
ins að Þórsgötu 1.
Kommúnistar berjast nú ör-
væntingarfullri baráttu til að
rétta hlut sinn í félaginu og kom
greinilega í ljós í gær, að þeir
ætla flokksvél sirmi að vínna það
verk. Ekki er þó ástæða tii að
óttast, að þeim takist það, ef lýð-
ræðissinnar vinna vel í kosning-
unum í dag. Allir sem vilja
vinna að sigri B-listans Iðju, eru
beðnir að gefa sig fram við kosn-
ingaskrifstofuna í V. R., Vonar-
stræti 4.
A.SeL fréttir
í FYRRADAG var kosinn full-
trúi á ASl-þing í Félagi íslenzkra
flugmanna. Aðalfulltrúi var
kjörinn Gunnar Fredrikssen og
til vara Stefán Magnússon.
Fulltrúi Félags sýningarmanna
í kvikmyndahúsum var kjörinn
Óskar Stein^órsson, en til vara
Ólafur Arnason.
Atvinnuofsóknir
hjáSÍS
ALÞÝÐUBLAÐIÐ skýrir frá því
í gær, að fimm menn hafi verið
reknir úr vinnu hjá Olíufélaginu
h.f., einu dótturfyrirtæki SÍS.
Telur Alþýðublaðið að brottrekst
ur þessara manna sé framkvæmd
ur af stjórnmálaástæðum. Að
minnsta kosti liggi sparnaðarvið-
leitni ekki til grundvallar, því að
t.d. hafi einn þessara manna verið
næturvörður, og annar maður
samstundis ráðinn í hans starf.
Einn þessara manna er í þriðja
sæti á framboðslista lýðræðis-
sinna í Dagsbrún, og má af
þessu ráða hversu Framsóknar-
auðvaldið telur þennan lista sér
þóknanlegan.
Þegar trúnaðarmaður Dags-
brúnar á vinnustaðnum tilkynnti
stjórn félagsins þennan brott-
rekstur, kvaðst stjórnin „ekki
hafa tíma til að athuga málið
fyrr en eftir kosningar".
þær hljóta að vera öllum þeim
Dagsbrúnarmönnum, sem er annt
um sóma félags síns, fullgild
ástæða til þess að hafna leiðsögn
kommúnista á þingi ASÍ og koma
þá um leið í veg fyrir það ráða-
brugg að afhenda Framsóknar-
afturhaldinu lykilinn að heildar-
samtökum íslenzkra launþega.
SIGUR B-LISTANS ER ÞVÍ
SIGUR DAGSBRÚNAR.
Kosningaskrifstofa B-listans er
í Breiðfirðingabúð (uppi). Símar
skrifstofunnar eru 17343 og
13450.
Kosningunni í Dagsbrún
lýkur í kvöld
Sigur B-listans mikilvœgur fyrir félagið
í DAG er síðari dagur allsherjar- ávirðingarnar- svo stórfelldar, að
atkvæðagreiðslunnar í Dagsbrún
um kjör fulltrúa félagsins á 26.
þing ASÍ. Hefst kosningin í dag
kl. 10 árdegis og lýkur kl. 10 síð-
degis. Kosið er í skrifstofu Dags-
brúnar í Alþýðuhúsinu við
Hverfisgötu.
Lýðræðissinnar í Dagsbrún
hafa sameinazt um B-listann. Er
sá listi skipaður mönnum, sem
vilja láta félagið starfa á stéttar-
legum grundvelli að hagsmuna-
málum verkamanna og hafa í
heiðri lýðræðislega starfshætti.
Með því að styða B-listann til
sigurs er stórt skref stigið að því
rnarki að losa félagið úr þeim
pólitísku flokksviðjum, sem
kommúnistar hafa á það lagt,
Dagsbrúnarmönnum til mikils
tjóns.
Með dæmalausri þjónkun sinni
við pólitíska hagsmuni kommún-
ista og Framsóknar hefir Dags-
brúnarstjórnin ekki hikað við að
rjúfa nauðsynlega samvinnu
Dagsbrúnar og annarra verka-
lýðsfélaga, borið fyrir borð
hagmuni verkamanna í þeirri
von að lengja líf óvinsælustu
ríkisstjórnar, sem setið hefir á
íslandi, og nú loks andspænis al-
mennri vanþóknun Dagsbrúnar-
manna gripið til þess einstæða
bragðs að blekkja félagsmenn um
eitt mikilvægasta atriði nýlok-
inna kjarasamninga.
Hver fyrir sig eru þessar ávirð
ingar hinnar kommúnisku for-
ustu Dagsbrúnar nægileg ástæða
til þess að losa félagið undan leið
sögn hennar, en samanlagðar eru
Lýðræðissinnar
fengii 3 fulltrúa
í Þrótti
EINS og skýrt hefur verið frá
í fréttum í Mbl. urðu úrslit
kosninganna í Verkamannafélag-
inu Þrótti á Siglufirði um val
fulltrúa á Alþýðusambandsþing
þau, að báðir listar hlutu jafn
mörg atkvæði eða 183 hvor. Voru
úrslit þessi mikið áfall fyrir
kommúnista.
Var þá ákveðið að hvor listi
fengi 2 fulltrúa á Alþýðusam-
bandsþing, en varpað yrði hlut-
kesti um fimmta manninn. Var
það gert í gær og urðu úrslit
lýðræðissinnum í vil.
Senda því lýðræðissinnar I
Þrótti 3 menn á þing ASÍ.
Andstœðingarnir hittast
BEIRUT, 11. okt. — Reuter. —
Rashid Karami, forsætisráðherra
Líbanons, átti fund með Pierre
Gemayel, foringja falangista,
Kynning á verkum Hagc
líns í dag
í TILEFNI af sextugsafmæli
Guðmundar Hagalíns síðastlið-
inn föstudag verður í dag kynn-
ing á verkum hans í hátíðasal
Kosningaskrif
ö
stofur flokkshusi
kommúnista
KOMMÚNISTAR reyna nú ekki
lengur að leyna því, að þeir líta
á verkalýðsfélögin sem flokks-
deildir, sem í einu og öllu eiga
að þjóna undir kommúnista.
í hádegisútvarpi í gær voru
margendurteknar tilkynningar
um það að kosningaskrifstofur A-
listans í Dagsbrún og Iðju
væru í Tjarnargötu 20, flokks-
. húsi kommúnista.
sem standa að verkfallinu í Bel-
rut. Reyndu þeir að finna mála-
miðlunarlausn á pólitískum
vandamálum landsins. Þeir hitt-
ust fyrst í gærkvöldi, en ákváðu
að halda annan fund í dag. Falang
istar, sem eru stuðningsmenn
Chamouns fyrrverandi forseta,
vilja fá sína menn í ríkisstjórn
Karamis, sem var foringi upp-
reisnarmanna í borgarastyrjöld-
e.h. og er öllum heimill aðgangur. innl>
Háskólans á vegum Almenna
bókafélagsins. Hefst hún kl. 4,30
Dagskráin hefst á því að dr.
Alexander Jóhannesson prófess-
or flytúr ávarp. Þá flytur Andrés
Björnsson skrifstofustjóri erindi
um rithöfundinn, leikararnir Val-
ur Gíslason, Arndís Björnsdóttir
og Róbert Arnfinnsson lesa sam-
an upp úr Kristrúnu í Hamravík,
Guðmundur Jónsson syngur nokk
ur íslenzk lög og Þorsteinn ö.
Stephensen les bókarkafla. Loks
les höfundurinn sjálfur smásögu.
Chehab forseti Libanons, stakk
upp á því á miðvikudaginn, að
mynduð yrði ríkisstjórn herfor-
ingja, og telja kunnugir að hann
hafi vitað fyrir, að hvorugur
deiluaðilinn mundi kæra sig um
afskipti hersins af stjórnmál-
unum.
Karami varð forsætisráðherra
24. sept. sl.
ÞjóBviljinn spilar með
Iðjukommúnista
I ÞJÓÐVILJANUM í gær gat að líta mynd af manni í
smókingfötum með gríðarstóra rós á brjóstkassanum. Datt
mönnum helzt í hug, að hér væri um að ræða gamla brúð-
kaupsmynd, en „betri helmingurinn" hefði einhverra hluta
vegna orðið viðskila við hinn.
Er að var gáð, kom hins vegar í ijós, að hér var allt annað
á ferð. Þjóðviljinn hafði fundið upp á því, til að bregða út
af fábreytni hversákgsíns, að spila með mann, sem einmitt
þessa dagana stendur í vonlausri viðleitni til að komast á
þing ASÍ og á heldur andstætt.
Ómögulegt er að rekja allan þann kostulega samsetning,
sem blaðið hefur eftir manninum, en eitt sýnishorn skal
hér nefnt.
Eftir að hafa fjölyrt um þá fásinnu af Iðjustjórn að koma
á fót lífeyrissjóði (sem raunverulega hefur í för með sér
kjarabót) segir spekingurinn: „Iðjukaup lækkar um nálega
2.000 krónur á ári“ og hefur þar með afgreitt það mál.
Ekki er gott að vita, hvað kemur Þjóðviljanum til þess
arna, en geta má þess til, að blaðið hafi gert sér grein
fyrir, hve vonlaus kosningabaráttan í Iðju er, og talið betra
en ekkert að fá einhverja skemmtun út úr öllu saman.