Morgunblaðið - 12.10.1958, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 12.10.1958, Qupperneq 3
Sunnudagur 12. okt. 1958 MORCVNBLJÆIÐ 3 Spjaldskrárfölsun í Dagsbrún Formaður félagsins neybist til að biðja afsökunar á félagsfundi AF EINSKÆRUM ótta við 760 nöfn starfandi verkamanna í Reykjavík urðu kommúnistarnir í Dagsbrún til þess sjálfir að fletta ofan af fölsun sinni á spjald skrá félagsins og þá vitanlega jafnframt kjörskránni. Þessir 760 menn lögðu fram áskorun, sem þeir höfðu ritað nöfn sín undir, um það, að félagið léti á lýðræð- islegan hátt kjósa fulltrúa félags ins á Alþýðusambandsþing og viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu. Frá því kommúnistar náðu yfirráðum í félaginu hafa fulltrúar á þingi ASÍ aldrei verið valdir á þann hátt, heldur hefur kjör fulltrúanna farið fram á fundi í húsnæði, sem stjórn fé- lagsins hefur talið að væri nægi- lega stórt til þess að tryggja það, að þar kæmust a. m. k. fyrir stuðn ingsmenn þeirra í félaginu. Þess ar kosningar hafa venjulega farið fram í Iðnó, sem tekur um 300 manns, en kosnir eru yíir 30 fulltrúar, þ. e. einn fyrir hvert þundrað félagsmanna, sem eru samtals eitthvað á 4. þúsundið. Er þetta augljóst dæmi um það hvernig kommúnistar hafa íarið að því að halda völdum innan verkalýðshreyfingarinnar: með ólýðræðislegum bolabrögðum og lögbrotum. En greinilegt er, að verkamönn um hefur þótt komið nóg a£ svo góðu og mótmæla því, að kom- múnistum líðist öllu lengur að láta sellulið sitt í Dagsbrún vaða þar uppi með yfirgangi og belli- brögðum. Viðbrögð kommúnista- stjórnarinnar í Dagsbrún við þess ari þungu andúðaröldu gegn þeim hafa svo orðið til þess, að þeir í örvæntingarfullri reiði sinni ljóstra upp um falsanir sín- ar á kjörskrá félagsins. Þegar lagður var fram í skrif- stofu Dagsbrúnar meðmælenda- listinn með fulltrúum B-listans, fann formaður félagsins það út við leit sína í kjörskránni, að nokkrir þeirra manna, er þar höfðu ritað nöfn væru ekki á spjaldskrá. Voru engar athuga- semdir gerðar við þessar upp- lýsingar formannsins, en önnur nöfn lögð fram. Síðar var þetta mál athugað nokkru nánar og komu þá falsanir kommúnista berlega í Ijós. Nokkrir þeirra manna, sem ekki höfðu fundizt á spjaldskrá félagsins voru með félagsskírteini sín í vasanum og höfðu sumir verið félagsmenn í Dagsbrún um áratugi. Frá þessu skýrði Jóhann Sig- urðsson á fundi í félaginu sl. fimmtudag, og las þar upp númer skírteina þessara manna. Urðu þá viðbrögð kommúnista hin aiim legustu, enda aðstaða þeirra svo vonlaus, að þeir sáu «ér ekki ann að fært en láta formanninn sálf- an standa upp og biðja félags- menn afsökunar á þessu, þetta væri áreiðanlega slæmur mis- skilningur og skyld' reynt að ráða bót á þessu. Fundarmenn efuðust ekki um að svo myndi verða gert og myndi þá sjálfsagt koma fram í því, að svikin yrðu betur undir- búin næst, þegar listar yrðu lagð ir fram. Það er svo sem ekkert undar- legt, þegar höfð er hliðsjón af þessu, að kommúnistar hafa gefið út yfirlýsingu í Þjóðviljanum og á fyrrnefndum fundi í félaginu, að þriðjungur af 760 verkamönnum í Rvík finnist ekki á kjörskrá félagsins og meira að segja ekki einu sinni á manntali! Þeir hafa kannski ekki gert ráð fyrir að kjörskrársvikin yrðu uppvís, áð- ur en þeir legðu fram kjörskrána. Dagsbrúnarmenn munu í þess- um kosningum sýna kommúnist- um hverjar þakkir þeim bera fyrir þessi vinnubrögð. Þeir verkamenn, sem kommúnistar svívirða með því að útskúfa þeim af kjörskrá félagsins og á þennan hátt ætla sér að hafa af þeim þau réttindi, sem þeir eiga skýrlausan rétt til, munu ekki treysta full- trúum kommúnista til þess að sitja Alþýðusambandsþing fyrir hönd Dagsbrúnar og þess vegna kjósa þeir B-listann! Sr. Guðm. Guðmundsson, Útskálum Jesú fyrirgefur syndir Galeazzilisi Hver þeirra verður páfi? EN er Jesús sá trú þeirra, sagði hann við lama manninn: „Vertu hughraustur, barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar“. Þessi orð fengu slæsman hljóm- grunn í hugum margra þeirra, er á þau hlýddu, og jafnvel oss nú- tímamönnum finnast þau naum- ast eiga við eins og á stóð, því að til Jesú hefur verið færður maður haldinn líkamlegum sjúk- leika, eflaust í þeim tilgangi, að Jesús gæfi honum líkams-heil- brigði. — En Jesús hefur hér áreiðanlega skyggnzt dýpra, en áhorfendur og einnig dýpra held- ur en vér. Hann skyggnist dýpra, en nokkurt mannlegt auga fær lit- ið, hann sér trú burðarmannanna, þ. e. hann þekkir sálarástand Spellman Lercaro Siri Montini Wyscynski Páfakjör fer fram í Róm 25. október TUGIR þúsunda syrgjenda fóru fram hjá líkbörum páfans í Pét- urskirkjunni í Róm í dag. Lík- börurnar stóðu yfir gröf Péturs postula, sem kaþólskir telja fyrsta páfann og segja að sé graf- inn undir Péturskirkjunni. Bú- izt er við að um hálf milljón syrgjenda gangi hjá líkbörum páfans, áður en hann verður jarðsettur á mánudaginn. Hann verður jarðsettur í grafhýsi und- ir Péturskirkjunni. 30 messur Það var sérstakur helgiblær yfir kirkjunni í dag, þar sem sungnar voru messur við 30 ölt- uru. Heiðursvörður ýmissa að- alsborinna manna stóð við lík- börurnar, þeirra á meðal hinn frægi svissneski lífvörður páfa- stólsins. Sungnar verða sérstak- ar páfamessur hvern dag í níu daga, sem eru hinir opinberu sorgardagar, „Movendiali". Píus páfi XII verður jarðsettur í þrefaldri kistu, einni úr kýprus- viði, annarri úr blýi og þeirri þriðju úr vandlega útskornum álmviði. í kistuna verða lagðir pergamentsstrangar með ævisögu Píusar XII ásamt öllum þeim heiðurspeningum, sem slegnir hafa verið í páfatíð hans eða sl. 19 ár. 16 kardínálar komnir til Róm Kardínálar rómversku kirkj- unnar eru nú sem óðast að koma til Rómaborgar. Sextán þeirra eru þegar komnir á staðinn. Þeir fara í sameiningu með stjórn kirkjunnar þar til næsti páfi hefur verið kosinn. Kardínálarn- ir koma saman til funda dag- lega, og í morgun voru þeir við- staddir eyðingu allra embættis- innsigla Píusar XII. Þannig voru síðustu leifarnar af veraldlegu valdi hins látna páfa úr sög- unni. Tilkynnt var í dag, að kardínálarnir mundu koma saman til aff kjósa nýjan páfa hinn 25. október. Mun kjör- fundurinn hefjast kl. 4 e. h. þann dag eftir ítölskum tíma. Búizt er við að a. m. k. 50 af 55 núlifandi kardínálum verði í Rómaborg, þegar páfakjörið fer fram. Vera má að einhverjir þeirra 37 kardínála, sem ekki eru ítalir, geti ekki komið. T. d. er talið ólíklegt að kardínálarnir í Ungverjalandi og Júgóslavíu kom ist til Rómaborgar. Sennilegt þykir að næsti páfi verði ítali, nema upp komi ágreiningur. Ekki er talið líklegt, að kardínálarnir brjóti þá venju að velja páfann úr hópi kardínála. ★ Á myndunum, sem fylgja þess- ari grein, sjást sumir þeirra manna, sem líklegastir þykja til að verða eftirmenn Píusar páfa XII. Tisserant hefur gegnt störf- um páfans frá því hann lézt, enda er hann æðsti kardínáli kaþólsku kirkjunnar. Fyrsta verkefni hans var að fara eftir gömlum venj- um og ganga úr skugga um það, hvort páfinn væri látinn. Þannig er nefnilega mál með vexti, að páfinn er ekki formlega dáinn fyrr en kardínáiinn hefur spurt þrisvar sinnum: „Eruð þér dá- inn, Eugene?“ Eftir hverja spurn- ingu lagði kardínálinn silfurham- ar laust á enni páfans. Síðan sneri Tisserant sér að rómönsku kardínálunum, sem viðstaddir voru, og sagði: „Páfinn er lát- inn“. Með þeim orðum, lauk ævi- sögu mikils manns og tímabili í lífi kaþólsku kirkjunnar. En kirkjan lifir áfram. Tisserant kardínáli þurfti einn- ig að inna það hlutverk af hönd- um að taka páfahringinn af fingri hins látna, og þegar gengið hef- ur verið frá öllum slíkum forms- atriðum, kallar hann alla kardí- nála heims saman í Páfagarði, þar sem þeirra bíður hið mikla verkefni — að kjósa páfa. Eins og áður hefur verið skýrt frá í fréttum, er Tisserant fransk- ur að ætt. Hann er 74 ára gamall, hámenntaður maður og hefur lengi verið einn af mestu áhrifa- mönnum í Páfagarði. Hann hef- ur skrifað fjölda bóka og er sér- fræðingur í fimm semítískum málum. — Hinir kardínálarnir, sem myndir eru af í þessari grein, eru: Grigoire Pierre XV Agagiani- an,patríark í Silísíu, yfirmaður armensku kirkjunnar, Giuseppe Siri kardínáli og erkibiskup í Genúa, Ciacomo Lercaro kardínáli og erkibiskup í Bologna, Montini erkibiskup í Mílanó og einkavinur páfans, Francis Spellman kardínáli og erkibiskup í New Ýork og Wyscynski kardínáli í Varsjá. Auk þess eru hér myndir af líflækni páfa, dr. Ricardo Gale- azzilisi, og svissneska yngifræð- ingnum, dr. Paul Neuhans. Alhvít jörð á Siglufirði í GÆR voru götur alhvítar á Siglufirði og gekk á með byljum til fjalla. Siglufjarðarskarð er ófært bifreiðum og mjólkurbát- urinn komst ekki til bæjarins í fyrradag vegna veðurs. Var bærinn því alveg mjólkurlaus. Um miðjan dag í gær var bát- urinn enn ókominn, en vonazt var eftir honum seinni hluta dags ins. Það sem af er þessu hausti hef- ur verið hlýtt og gott veður á Siglufirði, en um miðnætti í fyrrinótt fór að snjóa og hlóð snjónum niður um nóttina. Jeppi og fólksbíll festust fyrir vestan Siglufjarðarskarð og varð fólk- ið að ganga yfir skarðið og niður að Hraunum. Aætlunarbíllinn frá Siglufirði sneri við. Var ófært lengra en í svonefnda Heljartröð. Eins og áður er sagt komst áætl- unarbáturinn ekki með mjólkina vegna veðurs, en það kemur ákaflega sjaldan fyrir. í gær var komið ágætt veður, en þó snjóaði til fjalla. Var á- kveðið að reyna að hreinsa skarð ið með snjóýtum undir eins og stytti upp. Var enn alhvítt alla leið niður í bæ, og voru skíða- menn farnir að taka fram skíðin sín. —. þeirra og hugsjónir; hann sér og þekkir líka sálarástand sjúklings ins, sem öllum öðrum er hulið. — Hann veit að þessi maður þjáist ekki aðeins af líkamlegu böli heldur einnig — og ef til vill miklu fremur — af andlegu böli. Orð Jesú til lama mannsins benda til þess, að hann hafi verið meira þjáður andlega heldur en líkamlega. Og Jesú, sem þekkir hugsanir hans, snýr sér fyrst að því að bæta það böl, sem þjáir hann mest, það böl sem veldur því að hann á ekki frið í hjarta, ekki frið við Guð. En vera má, að eitthvert sam- 'band hafi verið milli andlegs böls og líkamlegs sjúkleika mannsir.s. Stundum er það svo, að hin fyrsta orsök andlegrar og jafnvel líkam- legrar vanlíðunar og vanheilsu er einhver áður drýgð synd eða synd- ir. Það skiptir ekki máli, þótt vís- indi eða vantrú kunni að nefna slíkt einhverju 'öðru nafni, því að hugtakið synd er trúarlegt hug- tak. En þótt vér lifum á tímum, 'þar sem trúarlíf virðist ekki standa í miklum blóma, þá er það þó staðreynd, að guðstrú fyrir- finnst jafnvel í flestra hjörtum. Og vitundin um það að hafa brot- ið gegn Guðs vilja, veldur sektar- tilfinningu í hjarta eða sál manns ins. Samfara þessari sektartil- finningu er óttinn við það að verða að mæta afleiðingum verka sinna, hafi þau verið á þann veg, að ástæða sé til að óttast þær. Þótt syndameðvitund sé næsta óljós með vorri kynslóð, þá er þó þetta, sem stendur í trúarbók vorri, staðreynd: „Ef vér segjum: vér höfum ekki synd, þá svíkjum vér sjálfa oss og sannleikurinn er ekki í oss, en ef vér játum synd- ir vorar, þá er hann trúr og rétt- látur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti". Þetta er engin gömul eða úrelt guðfræði, þetta er hið ævaforna en sígilda hugleiðingarefni um synd mannsins og um náð Guðs. Þetta er sannleikur, sem aldrei fyrnist. Og að lokum þetta: Sért þú heilbrigður og þurfir ekki læknis við — það kann að vera, að þú eigir vin eða ættingja eða þekkir einhvern, sem sjúkur er á sál eða líkama — taktu þér til fyrirmyndar burðarmennina f jóra sem báru til Jesú lama manninn. Berðu þennan meðbróðru þinn í bæn fyrir lækninn mikla. Og það, að hann sér trú þína, verður áreiðanlega ekki aðeins hinum sjúka, heldur einnig sjálfum þér til blessunar. LONDON 9. okt. — Macmillan kom úr heimsókn hjá Adenauer í dag. f sameiginlegri yfirlýsingu þeirra er lögð áherzla á tiánari samvinnu begga þjóðanna. Yfir 17% hækkun á seldum vinnustundum NÝLEGA tilkynnti innflutningsskrifstofan hámarksverð seldra vinnustunda verkamanna og aðstoðarmanna á bifreiðaverkstæðum, í vélsmiðjum og blikksmiðjum og í skipasmíðastöðvum. Síðan fvri. bjargráð hafa hækkanir á seldum vinnustundum þessara vinnuhópa numið rúmum 17%. Að vísu var ekki fyrir bjargráð lögskipað hámarksverð á seld- um vinnustundum nema á bifreiðaverkstæðum, en útseld vinna mun hafa verið mjög nálægt því sem hér segir: Bifreiffaverkstæffi, vélsmiffjur og blikksmiffjur. fyrir bjargráff nú hækkun% Aðstoðarmenn dagv. 36,75 17.22 — eftirv. 43,85 51,50 17,45 — næturv. 66,20 17,38 Verkamenn dagv. .. 36,00 17,46 — eftirv. .. 42,95 50,40 17,35 — næturv.. . 55,20 64,80 17.39 Söluskattur og útflutningssjóðsgjald, 9% innifalið. Skipasmíffastöffvar. fyrir bjargráff nú hækkun% Aðstoðarmenn dagv. 28,74 33,75 17,43 — eftirv. 47,25 17,42 — næturv. 60,75 17,44 Verkamenn dagv. .. 33,05 17,45 — eftirv. .. 46,25 17.39 — næturv 50,65 Skipaviðgerðir eru undanþegnar söiuskatti. 59,50 17,47

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.