Morgunblaðið - 12.10.1958, Síða 10
10
MORCTJTSULAÐIÐ
Sunnudagur 12. okt. 1958
JHringbraut
Miklclbraiit
AKREINAKERFI á Mikla-
torgi er ætlað það hlutverk
að auka tölu þeirra ökutækj.a,
sem geta samtímis verið á
ferð um torgið. Akreinaskipt-
ingin hefir það í för með sér,
að ökumaður hefir einungis
helming akbrautarinnar til um
ráða. Þegar skipt er um rein,
ber að fara eftir leiðbeining-
um, sem málaðar eru á ak-
brautina.
Þegar ekið er inn á Mikla-
torg frá Hringbraut, Miklu-
braut eða Reykjanesbraut,
Miklubraut EÐA halda áfram
í hringnum.
Óheimilt er að aka yfir ó-
brotna línu, nema þar sem
brotin lína er við hlið hennar.
Þar má aka yfir heilu linuna
frá þeirri hlið, sem brotna lín-
an er en gæta verður þó
fyllstu varúðar gagnvart öku-
tækjum, sem koma úr innri
akrein. Að öðru leyti sýna
örvar á akbrautinni, hvernig
aka skal.
Námskeið í áhalda-
fimleikum
VETRARSTARFSEMI Fimleika-
deildar Ármanns er nú hafin. Sú
nýbreytni hefur verið tekin upp,
að efna til námskeiða í áhalda-
fimleikum á þessum vetri. Und-
anfarin ár hafa æfingar farið
fram í þessari skemmtilegu í-
þróttagrein hjá félaginu og vin-
sældir hennar farið sívaxandi.
Til þess að gefa sem flestum tæki
færi til að kynnast áhaldafimleik
um hefur verið ákveðið að efna
til áðurnefndra námskeiða. Áætl-
að er að hafa 2 námskeið og mun
það fyrra hefjast um miðjan þenn
an mánuð og standa í 3 mánuði.
Kennsla verður tvisvar í viku, á
þriðjudögum og föstudögum kl.
8—9. Kenndir verða fimleikar á
tvíslá, svifrá, í hringjum og á
dýnu. Aðalkennari verður Vigfús
K U
má aka á hvorri akrein sem
er. Ef röð bifreiða hefir mynd
azt í akreinum þessara gatna
við torgið, er rétt að velja þá
akrein, sem röðin er styttri í,
en meginreglan er þó, að öku-
mönnum ber að nota ytri ak-
rein á torginu, ef ætlunin er
að aka einungis milli tveggja
gatnamóta.
Ef ekið er inn á Miklatorg
af Snorrabraut, er nauðsyn-
legt að velja akrein. Sá, sem
velur vinstri akrein, verður
að aka inn í Miklubraut.
Hægri akrein veitir hins veg-
ar möguleika til að aka inn í
Nauðsynlegt er að gefa
stefnumerki áður en skipt er
um akrein eða ekið út úr
hringtorginu.
Guðbrandsson, fimleikakennari, ,
og honum til aðstoðar verða 2 ■
fimleikamenn úr meistaraflokki j
félagsins, sem sóttu námskeið í
fimleikum, er haldið var í Hort-
en í Noregi sl. sumar, þeir Ingi
Sigurðsson og Jóhannes Halldórs
son. Áðurnefnt námskeið var sótt
® <S
bandbox
sham poo
fæst í flestum verzlunum
Ef hár yöar er óeöllleta þurrt. þá mun
Bandbox Cre&m ihampoo leysa vandræði
yðar. Eí f>aö aftur á mótl er eðlilega fit-
ugt. þá skuluð þér nota fljótandi Bandbox
ahampoo.
af um 400 manns víðs vegar að I
af öllum Norðurlönuum.
Þar sem vitað er að mikil að-
sókn verður að námskeiði þessu
eru væntanlegir þátttakendur
beðnir að hafa samband við skrif
stofu félagsins Lindargötu 7, en
hún er opin á mánudögum, mið-
vikudögum og föstudögum frá kl.
8—10 síðd. sími 13356.
Þar sem íþrótt þessi er allmiklu
erfiðari en íþróttir gerast venju-
lega hefur verið ákveðið að miða
aldurinn við ungmenni á aldrin-
um 15—25 ára.
Félagið leggur áherzlu á, að
allir sem taka ætla þátt í nám- j
skeiðunum séu með frá byrjun.
Höfðingleg gjöf til S.V.F.Í.
hentugra. Nægi gjöfin ekki til
kaupa á aðkallandi björgunar-
tækjum á fyrrnefndu svæði, má
fella hana inn í önnur fjárfram-
NYLEGA hefur Slysavarnafélag-
inu borizt dánargjöf frá Þor-
steini Jóhanni Jóhannssyni,
kpm., Bergþórug. 29, sem lézt
10. apríl sl.. Nemur gjöf þessi um j lög í sama skyni.
kr. 100.000,00. Hafði Þorsteinn
heitinn gert ráð fyrir að S.V.F.Í.,
yrði afhent gjöf þessi að sér látn-
um og skyldi fénu varið til
kaupa á björgunartækjum, einu
eða fleirum til starfsrækslu á
sjó eða landi á Breiðafirði eða
við Snæfellsnes eða þá annars
staðar við Vestfirði ef það þykir
Kínversk kvennáttföt
Einnig náttkjólar og náttföt
á börn og fullorðna
Þýzkir barnanáttsamfestingar
Verð frá kr. 44.85.
Þýzk barnannorföt í stærðum 32—40
Verð kr. 20,00 pr. sett.
Barnaheilsokkar
Riflað flauel í mctrgum litum.
Morgnn^Ionnaefni
Verð frá kr. 9,75.
Nælonsokkar í úrvali.
J. Jóhannssvi
Þorsteinn Jóhann Jóhannsson
var fæddur 19. 8. 1875 í Ólafsey
á Breiðafirði. Foreldrar hans
voru hjónin Þorbjörg Ólafsdóttir
og Jóhann Guðmundsson, er
bjuggu í Ólafsey um 30 ára bfl.
Ólst Þorsteinn heitinn upp i for-
eldrahúsum í Ólafsey fram að
tvítugs-aldri. Eins og allir vita,
var mikil sjósókn stunduð á
Breiðafirði á þeim árum jafnhliða
búskapnum. Þorsteinn heitinn
hóf snemma að stunda sjó og fór
síðan á Stýrimannaskólann í
Reykjavík og lauk prófi þaðan
árið 1897, þá aðeins 22 ára gamall.
Settist hann þá að í Stykkishólmi
þar sem hann átti heima í 10 ár,
og stundaði þaðan sjóinn sem
skipstjóri á ýmsum skipum. Frá
Stykkishólmi flutti hann til Narf-
eyrar á Skógarströnd og bjó þar
í 6 ár, en fluttist þaðan til Reykja
víkur þar sem hann setti á stofn
verzlun sem hann starfrækti um
20 ára skeið. Þorsteinn heitinn
var mikilsvirtur ágætismaður,
sem á uppvaxtarárum sínum
kynntist hinni höi’ðu lífsbaráttu
þjóðar sinnar, bæði á sjó og landi,
við Breiðafjörð. Honum var það
því mjög hugleikið að geta á
einhvern hátt, með þessari gjöf
sinni, stuðlað að bættum öryggis-
framkvæmdum er gætu orðið til
að forða slysum og bæta öryggi
fólksins á æskuslóðunum við
Breiðafjörð.