Morgunblaðið - 18.10.1958, Síða 1

Morgunblaðið - 18.10.1958, Síða 1
16 síður og Lesbók 45 árgangur 238. tbl. — Laugardagur 18. október 1958 Prentsmiðia Morgun'blaðslns Eldflaugar til varnar Formósu TAIPEI, 17. okt. Reuter. — Sam- I eiginleg sveit hermanna frá Bandaríkjunum og þjóðernissinn- um á Formósu mun hafa umsjón I mcð fjarstýrðum eldflaugum á eyjunni og verja hana gegn loft- árásum. Bandarískir hermenn munu að mestu sjá um Nike-Herkules- eldflaugarnar, þar til hermenn þjóðernisainna hafa fengið til- skilda þjálfun í meðferð slikra vopna. Búizt er við, að það taki 12 til 18 mánuði. Sú fyrirætlun að láta eldflaug- ar í hendur þjóðernissinnum var gerð heyrinkunn á fundi frétta- manna í dag. Að fundinum stóðu Leander Doan hershöfðingi, yfir- maður bandarísku herjanna á For mósu, og Peng Meng Chi, yfirhers höfðingi þjóðernissinna. Neitaðj að svara Á það var lögð áherzla, að hér væri ekki um að ræða afhendingu kjarnorkuvopna. Hins vegar er hægt að hlaða Nike-Herkúles- eldflaugar með kjarnorkusprengj um. Doan neitaði að svara, þegar hann var spurður, hvort kjarn- orkusprengjur fyrir þessar eld- flaugar væru komnar til For- mósu. Fyrstu hermenn þjóðernis- sinna, sem valdir voru til að læra meðferð eldflauga, fóru til skóla síns í Texas fyrir viku. Varnarstefnan heppilegri Þjóðernissinnar búa sig undir það, að kommúnistar á kínverska meginlandinu rjúfi vopnahléð, sem þeir framlengdu um tvær vikur nú um helgina. Hins vegar er það haft eftir góðum banda- rískum heimildum, að herfor- ingjar þjóðernissinna væru nú smám saman að snúast á þá sveif, að varnarstefnan sé heppilegri en sóknarstefnan. Þetta gæti dregið úr viðsjám við Formósu. Fórst með monni og mús Buenos Aires, 17. okt. NTB — AFP. _ Argentíska herskipið „Guar- ani“, sem saknað hefur verið síð- an á miðvikudag, hefur senni- lega sokkið með 50 manns inn- anborðs, samkvæmt fréttum í Buenos Aires í dag. Síðast þegar flotastjórnin hafði loftskeyta- samband við „Guarani“ seint’ á miðvikudagskvöld, fékk hún að vita, að geysilegt óveður ógnaði skipinu fyrir sunnan Cape Horn. Skip og flugvélar frá argentínska flotanum hafa tekið þátt í leit- inni að mönnum, sem kynnu að hafa komizt af, en hingað til hef- ur hvorki funaizt tangur né tet- ur af skipinu. DE GAULLE mun veita sir Winston Churchill æðsta heiðurs merki Frakka 6. nóv. n.k. Aðeins tveir menn hafa áður hlotið . þessa sæmd, þeir Franklin D. ! Roosevelt Bandaríkjaforseti og Mohammed V. konungur í Mar- okkó. Hékk aftan i flugvél í stundarfjórðung ALSÍR, 17. okt. NTB-Reuter. — Tuttugu og eins árs gamall fransk ur fallhlífarhermaður, Daniel Minne, var í dag fluttur í sjúkra- hús fyrir utan Algeirsborg með brunasár eftir ótrúlega reynslu: hann hafði flækt fallhlíf sína í stéli flugvélarinnar sem hann stökk úr og hangið í henni heilan stundarfjórðung. Þegar flugvélin lenti, dróst Daniel með henni næstum 400 metra án þess að nokkurt bein í honum brotnaði. Það var gusturinn frá hreyflurn Júgóslavar mótmæla BELGRAD, 17. okt. NTB-Reuter. — Júgóslavneska ríkisstjórnin hefur sent stjórn Austur-Þýzka- lands orðsendingu þar sem hUn mótmælir sameiginlegri yfirlýs- ingu, sem birt var eftir viðræður austur-þýzkra og búlgaskra stjórnarerindreka í Sofia á sunnu daginn. Mótmælaorðsendingin var afhent austur-þýzka sendi- herranum í Belgrad, frú Staimer, að því er formælandi júgó- slavneska utanríkisráðuneytisins sagði fréttamönnum i dag. Skiptapi á Skipstjórinn var LONDON, 17. okt. NTB-Reuter. — Áhöfnin af daivska skipinu „Th. Adler Svanholm", sem var 3000 smálestir, kom í kvöld til hafnarbæjarins Lowestoft á aust- urströnd Englands með brezka togaranum „Trinidad“. Togarinn bjargaði 25 manna áhöfnimri eftir að skipið sökk á Norður- sjónum snemma í morgun. Norsku skipi bjargað Björgunarsveitirnar í Lowestoft tóku við Dönunum, en þær björg- uðu einnig 15 Norðmönnum sem komust lífs af þegar skip frá Haugasundi, „Gudrun“, lenti í erfiðleikum undan stöðinni á Suffolk í fárviðri í gær. „Gudrun“ var dregin til hollenzka hafnar- bæjarins Hök van Holland af hollenzkum dráttarbáti. Skipstjórinn fórst Annar stýrimaður á „Th. Adler Svanholm", Karl Jörgensen, sagði að Skjoldborg skipstjóri norðursjó kyrr um borð hefði gefið áliöfninni skipun um að yfirgefa skipið, þegar „Trini- dad“ kom á vettvang. Sjálfnr vildi hanrn verða eftir og reyna að bjarga skipinu. „Hann var einstaklega hugrakkur maður“, sagði Jörgensen. Skipið sökk eftir að það var farið að hallast vegna leka í tveimur lestarhólfunum. Skipið var hlaðið málmi og var á leið til Grimsby frá finnskri höfn. Lík skipstjórans fannst siðar. flugvélarinnar, sem olli því að fallhlífin festist í flugvélinni, þegar Daniel stökk. Flugmaður- inn reyndi fyrst að taka dýfur til að losa fallhlífina, og her- mennirnir reyndu að losa hana með krókstjaka, en árangurs- laust. Þá var kopti sendur á loft, enda þótt flugmaðurinn færi eins hægt og honum var framast unnt, náði koptinn ekki flugvélinni. Þá var ekki annað að gera en lenda. Flugmanninum tókst að stöðva 14 tonna þunga flugvélina á þriðja hluta þeirrar vegalengdar, sem flugvélar þurfa til lendingar. Var stöðvunin svo snögg, að eitt dekkið sprakk. Daniel fékk taugaáfall og nokkur brunasár. Fallhlífin hlífði honum við verra áfalli. í Sixtínsku kapellunni í Rómaborg stendur sögufraegur ofn, þar sem kardínálarnir brenna atkvæðaseðlum sínum eftir að þeir hafa greitt atkvæði um nýjan páfa. Verði ekki samkomu- lag, bienr.a þeir aðeins pappírum, og þá verður reykurinn, sem stígur upp frá ofninum svartur. En náist samkomulag um nýjan páfa, er rökum hálmi brennt með atkvæðaseðlunum, og verður reykurinn þá hvítur. — Myndin var tekin í marz 1939 og sýnir reykinn sem kom úr ofninum þegar Píus páfi XII var kosinn. Rússnesku skipbrotsmennirnir eltir eins og glœpamenn LERWICK, Skotlandi, 17. okt. Reuter. — Tuttugu og tveir rúss- neskir togarasjómenn drukknuðu í dag í fárviðri undan Shetlands- eyjum. Aðeins þrír menn lifðu slysið, og þeir voru um borð í brezkum strandgæzlubáti sem bjargaði þeim. En rússneskur dráttarbátur elti síðan strandgæzlubátinn, sýnilega í þeim tilgangi að koma í veg fyrir, að mennirnir þrír væru sett ir á land í Shetlandseyjum. Sagan hófst seint í gærkvöldi, þegar tilkynnt vár að rússneskur togaraskipstjóri hefði hafnað boði um aðstoð við skip hans, STR- 4442. Skip sem var á sömu slóð- um tilkynnti, að skipstjórinn hefði verið vongóður um, að hann gæti haldið togaranum á floti a. m. k. fram í dögun. Brotnaði á klettunum Um hálftíma seinna riðu fjall- háar öldur yfir skipið og köst- uðu því upp í klettana á lítilli eyju nyrzt á Shetlandseyjum. Mál brezka rannsókn London, 17. okt. — Reuter. BRETAR sögðu í kvöld, að ver- ið væri að rannsaka tilefni þeirra ásakana Rússa, að brezki tog- arinn „Cape Palliser“ hefði dreg ið rússneska fánann að húni og fiskað undir honum innan 12 mílna fiskveiðilögsögu íslands. togarans í Rússnesku mótmælin gegn þessu athæfi voru afhent brezka sendiráðinu í Moskvu í gær. Formælandi brezka utanríkis- ráðun. sagði: Við erum að at- huga staðreyndir þessa máls. í mótmælum Rússa sagði, að togarinn hefði siglt undir rússn- esku flaggi 26. og 30. sept. og 1. okt. Björgunarbátur frá Lerwick á Shetlandseyjum barðist í nokkra j tíma við myrkur og sjógang til að komast út í eyjuna, þar sem björgunarmennirnir fundu þrjá rússneska sjómenn, sem héldu sér dauðahaldi í sker, sem þeim hafði skolað upp á. Hrikalegar öldurnar lömdu þeim hvað eft- ir annað við klettana. Mönnunum var komið út í bátinn í björgunarbeltum. Þeir voru særðir og ofsahræddir og hrópuðu í sífellu „Morð!“ meðan verið var að bjarga þeim. Dráttarbátur elti Skömmu síðar krafðist „Tomsk“, móðurskip togarans, þess í loftskeyti, að mennirnir yrðu fluttir beint um borð i móð- urskipið, en ekki á land. Þeirri málaleitan var hvað eftir annað hafnað vegna hinnar miklu hættu, sem stafaði af fárviðrinu. Á meðan björgunarbáturinn sigldi til lands' gegnum ólgandi hafrót, kom rússneskur dráttar- bátur á vettvang og elti hann. Dráttarbáturinn reyndi árangurs laust að ná björgunarbátnum. Hvers vegna máttu þeir ekki í Iand? Skipbrotsmennirnir þrír voru vafðir teppum og fluttir skjálf- andi í land á eynni Unst, þar sem þeim voru fengin hlý klæði og gefinn matur. Strandgæzlumaður, sem horft hafði á eltingaleik rússneska dráttarbátsins, sagði: „Sjáanlega vilja þeir ekki, að mennirnir stígi hér á land. Ég skil ekki hvers vegna“. í júlí strauk rússneskur tog- arasjómaður af skipi sínu, þegar það var statt við Shetlandseyjar. Rússneskir sjómenn fóru í land og eltu hann yfir akrana, en urðu að gefast upp. Maðurinn fékk síð- ar pólitískt hæli í Bretlandi. ★ Síðar í dag voru skipbrots- mennirnir fluttir um borð í rúss- neska skipið í mótorbáti, sem kom frá því til eyjarinnar. Lög- reglan á Unst segir, að allt hafi farið fram með mestu vinsemd. ★--------------------------★ Laugardágur 18. október. Efni blaðsins er m.a.: Bls. 3: Umræður á þingi um aldur«- hámark biskups. — 6: Minnzt Ólafs Finsen, héraðs- læknis, Akranesi. — 8: Forystugreinin: ,,Eg er ekki Ungverji“. Kuwait-furstadæmið auðuga — (Utan úr heimi). — 9: Viggo Kampmann ráðherra skrifar um landhelgismál Fær- eyja. L E S B Ó K fylgir blaðinu f dag, þar eru eftirtaldar greinar meðal annars: Bernadotte greifi, sem bjarg- aði þúsundum manna.úr fang- elsum. Stríð i riki náttúrunnar. (Um skordýr). Skakki turninn í Pisa, er kom- inn að hruní. Himinkortið mikla. (Stjarnvis- indi). Frumþjóð í dauðateygjum. (Frá Ástralíu). Bridgeþáttur. Um álagabletti, Kötluhlaup og fleira.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.