Morgunblaðið - 18.10.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.10.1958, Blaðsíða 12
12 MORCUHBLAÐIÐ Laugardagur 18. okt. 1958 Hann hafði framkvæmt allan nauðsynlegan undirbúning. — 1 meira en tvær klukkustundir hafði hann rannsakað stólpana, mælt þá með snærisspotta, reiknað • út bilin á milli þeirra, skrifað niður hjá sér hverjir myndu valda mest um skemmdunum, ef þeir væru eyðilagðir og fest sér í minni hvert það atriði, sem að einhverju gagni mátti koma í árásaráform- inu. Tvisvar hafði hann heyrt fótatak yfir höfði sér. Japanskur vörður fór í eftirlitsferð út á brú- arpallinn. Hann hafði þrýst sér upp að einum stólpanum og beðið. Japaninn iýsti með raf- magnsljóskeri niður í vatnið um- hverfis brúna. „Eina hættan fyrir okkur, á meðan við erum að komast að mai-kinu, er sú að þeir fari að beina leitarljósum sínum út á fljótið. En þegar við erum komn- ir undir brúna, geturr við heyrt tll ferða þeirra, jafnvel þótt þeir séu langt í burtu. Fótatak þeirra heyrist mörgum sinnum betur í vatninu. Þá hefðum við nægan tíma til að komast í felur bak við einhvern miðstólpann" „Er áin djúp?“ spurði Shears. „Rúmlega sex fet, sir. Ég kaf- aði til botns“. „Hvernig mynduð þér haga þessu?“ „Það verður að ganga frá allri hleðslunni niðri í vatninu. — Svo liggur langur rafmagnsvír eftir árbotninum og kemur upp á bakk- ann — hægri bakkann, sir, þar sem hann er alveg hulinn í kjarr- inu. Ég er búinn að finna hinn ákjósanlegasta stað til þess, ræmu af ungum kjarrgróðri, þar sem maður getur legið hinn rólegasti og beðið. Og þaðan sést brúarpall urinn ágætlega, í gcgnum glufu á milli trjánna". „Hvers vegna hægri bakkinn?" spurði Shears og hleypti brún- um. — „Það er einmitt á hægri bakkanpm, sem herbúðirnar standa, ef mér hefur skilizt rétt. Hvers vegna ekki á vinstri bakk- anum, þar sem hæðin er — þetta varðberg ykkar? Hann er þétt- vaxinn skógi, samkvæmt yðar eig- in orðum". „Það er alveg rétt, sir. En lítið þér bara aftur á uppdráttinn. — Eftir þessari breiðu bugðu ligg- ur járnbrautarlínan umhverfis hæðina, þegar yfir brúna er xom- ið og síðan niður með fljótinu. Svæðið milli teinanna og bakkans hefur verið rutt og þar er nú al- veg autt bersvæði og hvergi hægt að leynast í björtu. Maður yrði þá að liggja miklu lengra í burtu, við rætur hæðarinnar. Þá þyrfti margfalt lengri rafmagnsvír og það yrði ekki hægt að hylja hann, þar sem hann lægi yfir brautar- teinana, að minnsta kosti ekki nema með mjög miklum erfiðleik- um og aukinni fyrirhöfn". „Ég skil þetta ekki fyllilega", sagði Númer Eitt. —- „Hvers vegna ekki á vinstri bakkanum, en fyrir ofan brúna?“ „Bakkinn er of brattur, sir. — Þar er snarbrattur klettur. Og þar fyrir ofan er svo litla þorp- ið, sem ég gat um áðan. Ég fór þangað og litaðist sv°lítið um. Fór aftur yfir ána og járnbrautarlín- una. Ég tók ofurlítinn krók á leið mína, til þess að lenda ekki út á bersvæði og fór aftur upp með ánni, frá brúnni. Nei, það er ekki hægt, sir. Eini sæmilegi staður- inn er á hægri fljótsbakkanum". „Guð í himninum", hrópaði Warden upp yfirc sig. — „Þér hljótið að hafa verið á ferli alla nóttina, í nánd við brúna". „Já, eiginlega má það heita svo. En ég var aftur kominn inn í skóg inn, þegar birti af degi og komst upp á hæðina í bíti um morgun- inn“. „Og hvert er svo áform yðar viðvíkjandi manninum, sem vero- ur látinn bíða á hægri bakkan- um?“ spuiði Shears. — „Hvernig á hann að komast þaðan?" „Góður sundmaður gæti hæg- lega synt yfir fljótið á þremur mínútum. Ég var nákvæmlega þrjár mínútur á leiðinni, sir. Og sprengingin myndi dreifa athygli Japananna. Þegar hann væri svo sloppinn yfir auða svæðið og kom- inn yfir brautarlínuna, þá væri hann úr allri hættu. Leitarflokk- ur myndi aldrei klófesta hann í svona skóglendi. Ég er viss um að þetta er bezta áætlunin". Shears sat um stund í mjög þungum hugsunum og athugaði uppdrátt Joyce með ýtrustu ná- kvæmni. „Þetta er áætlun, sem er þess virði að hún sé athuguð", sagði hann að lokum. ,,Nú, þegar þér hafið sjálfur séð staðinn, getið þér auðvitað sagt okkur álit yðar á honum. Og áiangurinn er áhætt- unnar verður. Hvað fleira sáuð þér markvert í rannsóknarför- inni?“ 16. Sólin var komin nokkuð á loft um það leyti sem hann komst upp á hæðina. Leiðsögumennirnír tveir, sem komið höfðu þangað aftur um nóttina, biðu hans áhyggjufullir. Hann var ör- magna af þreytu. Hann hafði lagzt niður til þess að hvíla sig í eina klukkustund, en vaknaði svo ekki aftur, fyrr en um kvöld- ið. Hann baðst afsökunar á þess- I ari ónauðsynlegu tímaeyðslu sinni. - „Svo geri ég ráð fyrir því, að þér hafið sofið aftur um nóttina? Það var það bezta sem þér gátuð gert. Og svo um morguninn fór- uð þér aftur á staðinn, sem þér höfðuð valið?" „Já, sir. Ég dvaldist þar einum degi lengur. Það var margt fleira sem mig langaði að skoða". Er hann hafði svo lengi helgað dauðum hlutum alla athygli sína og umhugsun, hafði hann nú fund ið hjá sér hvöt til að fást við lif- andi menn. Fram að því hafði hann verið heillaður af brúnni og umhverfinu, sem framtíðar-starf hans var nú svo nátengt, en skyndilega hafði hann gersam- lega yfirbugazt við það að sjá hina hrjáðu og hröktu félaga sína, sem komnir voru á hið auvirði- lega stig þrældóms og ánauðar. Hann vissi hverjar voru aðferðir Japananna í stríðsfangabúðunum. Það voru til heilir hlaðar af leyni legum skýrslum þar sem lýst var á hryllilegan hátt hinni miskunn- arlausu og ómannúðlegv. meðferð þeirra á stríðsföngum sínum. „Sáuð þér nokkuð óþægilegt eða óskemmtilegt?" spurði Shears og enda þótt spúrningin væri orðuð þannig, vissi Joyce vel hvað fyrir Númer Eitt vakti, fyrst og fremst. „Nei, sir. Ekki þann dag. En ég varð alveg lamaður við þá tilhugs un, að þannig hefðu þeir unnið mánuðum saman, í þessu loftslagi, með of lítinn mat, daunilla raka- mettaða kofa til að hírast í og sífelldar hótanil' um — ja, þér FERMINGARGJAFIR! Skrifboröslampar með spíral-armi. Kr: 295. — Jfekla Austurstræti 14 Sími 11687. 1) „Monti talar eins og heimsk- ingi. Þetta utanhéraðafólk og hundurinn leiða áreiðanlega yfir okkur bölvun". 2) „Gættu hundsins vel, Markús, því ef hann gerir okkui bölvun enn einu sinni, þá verður hann drepinn". 3) „Þakka þér fyrir, Monti. Þeir voru alveg reiðubúnir til að taka Anda umsvifalaust af lííi“, segir Markús. „Fólkið mitt er bjá- trúarfullt, Markús. Þess vegna hefur Göngugarpur slíkt vald yfir því“. getið sjálfur getið yður til, hvers konar refsingar". Hann hafði athugað hvern vinnuflokk, einn eftir annan. — Hann hafði rannsakað hvern ein- stakling í gegnum sjónaukann sinn og hryllt við því ástandi, and legu og líkamlegu, er þeir virtust vera í. Númer Eitt hleypti brún- um um leið og hann sagði: „I okkar starfi megum við ekki vera of veikgeðja, Joyce". „Nei, það geri ég mér fyllilega ljóst, sir. En sannleikurinn er sá, að þeir eru ekkert nema bein og bjór. Flestir þeirra eru þaktir graftarkýlum og hitabeltis-útbrot- um um allan líkamann. Sumir geta naumast gengið. Engum siðuðum mönnum dytti í hug að láta þá vinna, þannig á sig komna. Þér ættuð að sjá þá, sir. Það getur komið manni til að gráta. Hópur- inn togandi í kaðalinn, til þess að koma síðustu stólpunum á rétta staði, úti í fljótinu....Tómar beinagrindur, sir. Ég hef aldrei séð jafnhryllilegri sjón. Það er hreint og beint glæpsamlegt at- hæfi“. „Hafið engar áhyggjur", sagði Shears. — „Við munum fljótlega bjarga þeim úr klóm óvinanna". „Samt gat ég ekki annað en dáðst að þeim, sir. Þrátt fyrir hina augljósu líkamlegu áreynslu og vanlíðan virtist enginn þeirra verulega örmagna. Ég gat virt þá mjög vel fyrir mér. Þeir setja metnað sinn í það, að láta eins og varðmennirnir séu þar hvergi nálægir — það er nákvæmlega sú hugmynd sem ég fékk. Þeir láta eins og Japanirnir séu alls ekki til. Þeir vinna frá dögun og fram í myrkur og þannig hafa þeir erfiðað hvíldarlaust mánuðum saman. En þeir virtust samt ekki hafa glatað allri von. Þrátt fyrir fataræflana og þrátt fyrir hið hörmulega likamsástand, líta peir alls ekki út eins og þrælar, sir. Ég gat greinilega séð svipinn á andlitum þeirra". Þeir þögðu allir nokkra stund, djúpt sokknir í sínar eigin hugs- anir. „Brezki hermaðurinn er gædd- ur óbilandi þreki og þoli, þegar á reynir", sagði Warden að lokum. „Hvað meira sáuð þér?“ spurði Shears. „Liðsforingjana, sir — brezku liðsforingjana. Þeir eru ekki látn- ir vinna neitt. Þeir hafa allir um- sjón með mönnum sínum, sem virð ast taka meira tillit til þeirra, en japönsku varðmannanna. Og þeir eru allir í einkennisbúningi". „1 einkennisbúningi?" „Já, méð einkennismerki og allt, sir. Ég gat meðal annars talið stjörnurnar á öxlum þeirra". „Furðulegt — stór-furðulegt“, hrópaði Shears. — „Þeir síömsku voru sosum búnir að segja okkur þetta, en ég neitaði alveg að trúa þeim. í öllum öðrum fangabúðum láta þeir alla fangana vinna, án tillits til mannvirðingar og stétt- ar. Voru nokkrir yfirforingjar þarna?" „Já, ofursti, sir. Það hlýtur að vera Nicholson ofursti, sem við höfum heyrt svo margt um, sá, sem var píndur þegar hann kom þangað fyrst. Hann var þarna úti alla daga. Hann telui það sjálfsagt skyldu sína að vera viðstaddur ef eitthvað skyldi kastast í kekki milli manna hans og Japananna.......Ég vildi óska að þér hefðuð getað séð þessa verði, sir. — Þeir eru eins ajlltvarpiö Laugardugur 18. cyklóber: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 Umferðar- mál. 14,10 Laúgardagslögin. 19,00 Tómstundaþáttúr barna og ungl- inga (Jón Pálsson). 19,30 Tón- leikar (plötur). 20,30 Raddir skálda: „Hlátur", smásaga eftir Stefán Júlíusson (Höfundur flyt- ur). 21,00 Leikrit: „Kamelljónið" eftir Jan Locher. Þýðandi Sveinn Skorri Höskuldsson. Leikstjóri: Haraldur Björnsson. 22,10 Dans- lög (plötur). 24,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.