Morgunblaðið - 18.10.1958, Blaðsíða 9
Laugardagur 18. c»kt. 1958
MORC.VHMAÐIO
Kampmann ritar um land-
helgismál Fœreyinga
KAMPMANN fjármálaráð-
herra Dana, sem veitt hefur
forstöðu dönsku nefndinni
sem rætt hefur bæði við Eng-
lendinga og Færeyinga um
stækkun færeysku landheig-
innar, ritaði nýlega grein um
málið í danska blaðið Dagens
Nyheder. Birtist hér lausleg
þýðing hennar, þar sem fisk-
veiðivandamál Færeyinga eru
rædd.
Gamalt færeyskt máltæki seg-
ir:
„Sauða ull
er Færeyja gull“.
Þetta máltæki var kannske
rétt í gamla daga, en nú eru það
fiskveiðarnar, . sem eru undir-
staða lífs og velmegunar eyja-
skeggja og þannig hefur það ver-
ið í marga mannsaldra. Þegar
verzlunareinokunin var afnumin
1856 komst skriður á þróun fisk-
veiðanna, sem þá voru enn frem
ur þýðingarlitlar. Sem dæmi má
nefna að þá voru aðeins 20% út-
flutningsafurðanna fiskafurðir.
Síðustu áratugi hafa fiskafurðirn
ar hins vegar oft numið yfir 95%
af útflutninginum þó hvalafurð-
irnar hafi átt sinn þátt í því að
þær lækkuðu niður í 90% á síð-
astl. ári. Einnig má benda á það,
að samkvæmt skýrslu FAO um
efnahagslega þýðingu fiskveið-
anna í einstökum löndum eru
Færeyjar á toppinum með 3 %
tonns fiskafla á íbúa.
Það er því eðlilegt að landhelg
ismálin hafi stórmikla þýðingu,
bæði efnahagslega og stjórnmála
lega meðal Færeyinga. Stjórn-
málaleg þýðing þeirra minnkar
ekki við það, að landhelgisvíkk-
un íslendinga í 12 sjómílur kem-
ur til framkvæmda aðeins fáum
mánuðum áður en lögþingskosn-
ingar eru haldnar í Færeyjum.
Helmingur fiskafla Færeyinga
var tekinn á íslandsmiðum þeg-
— Utan úr heimi
Framh. af bls. 8
undan og valdhafarnir hafi ekki
verið nógu hyggnir í fjármá'.a-
stjórn sinni.
Enda þótt olíugróðinn fari stöð
ugt vaxandi e<r eyðslan farin
að vaxa hraðar nú orðið. Ef
skyndilega drægi úr olíuvinnsl-
unni vegna þess, að olíulindirn-
ar þryti eða af einhverri annarri
ástæðu, væri undirstöðum kippt
undan 90% af tekjustofnun rík-
isins. Ekkert hefur verið gert til
þess að koma á fót iðnaði, sem
gæti staðið sjálfstæðum fótum
án stuðnings olíulindanna — og
engúm hefur dottið í hug að
leggja í varasjóð.
Fólk er farið að venjast því,
að eyða hver sem betur getur.
íbúarnir, sem nú eru að verða
vel menntaðir og lifa hinu bzta
lífi, mundu vera lítt fallnir til
að taka upp fyrra líferni, sem
tíðkaðist áður en olíuævintýrið
hófst. Það yrði hörmung.
★
Nasser lítur Kuwait stöðugt
girndarauga. Það er opinbert
leyndarmál, að hann vildi gefa
mikið fyrir að Kuwait gengi í
Arabíska sambandslýðveldið svo
að milljónir sárfátækra Araba
fengju líka að njóta olíugróðans.
Egypzkir kennarar vinna baki
brotnu í skólum Kuwait reyna að
ala nemendur upp í „hinum arab-
iska sameiningaranda“ jafnframt
sem þeir troða lestri og skrift í
börnin. Og á markaðstorgum
Kuwait eru áróðursmenn Nassers
á hverju strái með and-vestræn-
an áróður.
Eins og sakir standa eru hins
vegar engin sýnileg merki þess,
að hinar 200,000 sálir furstadæm-
isins séu óðfúsar að láta 28 millj-
ónir Egypta og Sýrlendinga, sem
enga olíu eiga, njóta olíugróðans
með sér.
ar fyrir fyrri heimsstyrjöldina er
heildaraflamagn þeirra nam 20—
25 þús. tonnum. í byrjun 3. ára-
tugs aldarinnar jókst heildarafli
þeirra upp í 30—40 þúsund tonn
og var nú yfirgnæfandi meiri-
hluti aflans tekinn á íslandsmið-
um, en veiðarnar á heima-
miðum minnkuðu niður í aðeins
4—5 bús tonn. í lok 3. áratugs-
Viggo Kampmann. Myndin
tekin er hann steig upp í flug-
vél, er flutti hann til Færeyja.
ins byrjuðu Færeyingar að sækja
á Grænlandsmið. Varð það ekki
til að draga úr fiskveiðum þeirra
kringum ísland, en hins vegar til
þess að veiðar á heimamiðum
drógust enn saman. Á „feitu“ árun
um kringum 1930 veiddu Fær-
eyingar 50 þúsund tonn við ís-
land og 20 þúsund tonn við Græn
land. Við lok 4. áratugsins fóru
veiðarnar við ísland hins vegar
að dragast saman, jafnframt þvi
sem þýðing veiða á Græn-
landsmiðum og Barentshafi
jókst.
Eftir lok síðari heimsstyrjald-
arinnar jókst heildarafli Færey-
inga enn svo að á 5 ára tímabil-
inu 1952—56 var árlegur meðal-
afli Færeyinga 80.000 tonn. Það
skiptist þannig að 13% eru veidd
kringum Færeyjar, 22% við ís-
land en langmestur hluti var
fenginn á hinu fjarlægustu mið
um, svo sem 41% við Grænland
og 23% í Barentshafi. Síðustu ár
hafa veiðarnar á heimamiðum
aftur glæðzt heldur en þó fá Fær
eyingar ekki nema um 15% af
90.000 tonna heildarafla þar. Þó
verður að taka fram, að veruleg-
ar síldveiðar eru nú í kringum
Færeyjar en þær eru ekki taldar
rneð hér.
Það má ekki skilja hið litla
afiamagn í kringum Færeyjar
svo að þar sé fiskleysi. Stað-
reyndin er sú, að við Færeyj-
ar hafa hin síðustu ár veiðzt
að meðaltali um 70.000 tonn
af fiski, en aðeins 15% af því
aflamagni falla í hlut Færey-
inga. Hitt veiða aðallega ensk
og skozk skip. Koma 41% í
hiut enskra skipa og 37% i
hlut skozkra. Þar við bætist
Iítils háttar veiði Norðmanna
og Þjóðverja.
Á s.l. öld veiddu Færeyingar
eingöngu á færi í opnum róðrar-
bátum. Enn eru til á eyjunum
1700 bátar af þeirri gerð. Hafa
þeir flestir samt verið búnir vél-
um. Mestur hluti heimaveiða
Færeyinga byggist nú á lóðun-
um, sem eru með þúsundum
öngla og er kastað út frá stórum
þilfarsbátum. Kannske er það
venja sem ræður því að línu-
veiðar eru enn svo þýðingar-
miklar í Færeyjum, en eins getur
það verið að smekkur útflutnings
markaðanna ráði þar nokkru
um. Þeir óska eftir stórum þorski
(saltfiski) og stóri þorskurínn
veiðist einmitt bezt á línuna.
Togararnir koma með bland-
aðri afia og að jafnaði er fiskur
þeirra smærri nema botnvarpan
sé mjög stórriðin. Togveiðar við
Færeyjar eru líka kostnaðarsam-
ar vegna þess hve botninn í kring
um eyjarnar er ójafn. Það eru
mestmegnis gamlir, brezkir tog-
arar, sem dunda við togveiðar
kringum Færeyjar. Þeir eru of
litlir og of úr sér gengnir til þess
að geta keppt um togveiðarnar í
Norðurhöfum.
Fyrir stríðið samanstóð fær-
eyski fiskveiðiflotinn, auk smá-
bátanna, af 150 skútum og skonn-
ortum og 10 gufutogurum. Á
stríðsárunum notuðu þeir stærri
skipin mest til fiskflutninga
milli Færeyja og Bretlands. Þeir
misstu 4 togara og 30 skonnortur.
Skipstöp þessi kostuðu mörg
mannslíf. Að stríðinu loknu var
færeyski fiskiflotinn aukinn stór
lega, en því miður fólst aukning
hans mest í því að kaupa úrelta
og úr sér gengna togara í öðrum
löndum.
Óhjákvæmilegt var því að
„gera hreint“ í fiskifl. og
frá því um 1950 hefur mikið
verið gert að því að endur-
hyggja eldri gufukynta tog-
ara og fá stærri nýtízkulega
diesel-togara. Fram að þessu
hafa verið fengnir 5 slikir en
2 eldri togarar hafa verið end-
urbyggðir. Þar að auki eru til
3 eldri en vel nothæfir diesel-
togarar og 3 togarar eru í
smíðum. Einmitt þessa dag-
ana eru menn að velta fyrir
sér, hvort þeir eigi að panta
enn einn nýjan og stóran tog-
ara. Það er mikið vandamál í
Færeyjum hvernig fé verði
útvegað til að byggja fleiri
nýja togara svo að þeir mörgu
Færcyingar, sem upp á síð-
kastið hafa orðið að leita at-
vinnu á íslandi geti fengið at-
vinnu heima.
Vandamálið má einnig leysa
með smíði minni vélbáta. Er
áhugi að vakna í Færeyjum
á hinum nýju vélbátum úr
stáli. Fjárhagslegur grundvöllur
landsmiðum með því að
sækja þeim mun fastar á miðin
umhverfis Færeyjar. Það er því
ofur skiljanlegt, að Færeyingar
hafi einsett sér að ef 12 mílna
landhelgi kemst á kringum ís-
land, þá skuli hið sama gilda
kringum Færeyjar. Þetta er þeim
mun skiljanlegra, þar sem breyt-
ing íslenzku landhelginnar ger-
ist á tíma þegar veiðarnar kring
um Færeyjar hafa farið vaxandi.
Og maður getur ekki láð Færey-
ingum, þó þeir vilji stefna að
því með stækkun landhelgi
sinnar, að aulrinn hluti aflans,
sem veiðist þar sé tekinn af fær-
eyskum skipum.
Hins vegar skulum við gera
okkur grein fyrir því, að þjóð
réttarleg afstaða við víkkun
færeysku landhelginnar er
önnur en hjá íslendingum.
Hér skiptir ekki eins miklu
máli deilan, hvort einhver
þjóð hafi einhliða rétt til að
ákveða stærð fiskveiðiland-
helgi sinnar, þar sem fisk-
veiðilandhelgin við Færeyjar
hefur þegar verið ákveðin
með samningi við Stóra-Bret-
land árið 1955. í samningi
þessum var ákveðin fiskveiði
landhelgi, sem allviðast er 3
sjómilur en nær þó lengra út,
einkum vestan við eyjarnar.
Eins og málin hafa snúizt á
Norður-Atlantshafi, mun nú svo
komið, að allir viðurkenna að
þessi landhelgislína er algerlega
úrelt, og ekki verður hjá því
komizt, að víkka hana. Það sjón-
armið að íslendingar og Færey-
ingar hafi nokkra sérstöðu og
að íbúum þessara eyja verði að
veita sérstaka vernd, er einnig
mjög eðlilegt. Bezt væri ef hægt
væri að koma alþjóðlegri skipan
á þessi mál á öllu Norður-Atlants
hafinu. Er enda líklegt að árang
ur umræðnanna á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna verði sá, að
haldin skuli ný sérfræðinga-
ráðstefna, þar sem reynt skuli
að ná slíku alþjóðlegu samkomu
lagi.
Viðræðurnar við Englendinga
nú fjalla því fyrst og fremst um
það, hvernig haga skuli þessum
málum kringum Færeyjar, til
bráðabirgða unz náðst hefur al
þjóðasamkomulag. Ef samkomu-
lagið næðist ekki á næstu árum.
ætti einnig að vera mögulegt að
taka málin til nýrrar athugunar,
þannig að Færeyingar yrðu
ekki bundnir af samkomulaginu
Frá Klakksvík mesta útgerðarbæ Færeyja.
nýsköpunarinnar felst í löggjöf-
inni um veðlánastofnun, sem út-
vegar helming kaupverðs nýrra
skipa, og þar sem reglur eru um
það að Útvegsbankinn leggi fram
20% kaupverðsins en færeyski
landssjóðurinn önnur 20%.
Hvers vegna vilja Færeyingar
víkka landhelgina?
Þegar á þessar tölur er litið,
það hve lítill hluti afla þeirra
er tekinn á heimamiðum, kann
það að vekja untlrun manna að
Færeyingar skuli leggja svo
mikla áherzlu á útvíkkun fisk-
veiðilandhelgi sinnar. Því er til
að svara, að ef ísland fær 12
mílna landhelgi sína viður-
kennda, þá mun í fyrsta lagi
draga úr fiskveiðum Færeyinga
á íslandsmiðum og í öðru lagi
mundu fiskiskip annarra þjóða
og þá sérstaklega Bretar reyna
að bæta sér upp aflatjón á ís-
1955, sem einnig er hægt að segja
upp með 2ja ára fyrirvara, pó í
fyrsta lagi árið 1965.
Meðan viðræðurnar við Eng-
lendinga Um þessi vandamál
standa yfir, er ekki hægt að ræða
þau ýtarlega. Þó er ekkert leynd
armál, að viðræðurnar hafa ekki
emgöngu fjallað um stærð fisk-
veiðilandhelginnar, heldur engu
síður um aðrar leiðir til að
tryggja heimaveiðar Færeyinga.
Hér er aðalatriðið, hvort og í
hve miklum mæli hægt sé að
segja að ofveiði eigi sér stað
kringum Færeyjar, hvort þannig
sé komið að heildarafli á vissum
svæðum myndi minnka með auk
inni sókn. Fyrir stríð var ástand
ið orðið svo slæmt kringum eyj-
arnar, en sérfróðir menn telja
að í bili sé ekki hætta á ofveiði
nema á vissum fisktegundum
eins og tildæmis skarkolanum.
Þeir telja að fiskveiðarnar við
Færeyjar séu á því stigi að þær
gefi af sér hámarksafrakstur. Að
minnsta kosti verður svo, ef regl
ur ganga í gildi um að möskva-
stærð rnegi ekki vera minni en
110 mm.
Þó þannig virðist, að ofveiði sé
ekki við Færeyjar í bili getur
hún þó vofað yfir á næstu árum
og telja verður að sérhver stækk-
un verndarsvæðisins við eyjarn-
ar myndi efla fiskistofninn og
auka meðalstærð þess fisks sem
veiðist. Hér hefur það aftur sína
þýðingu að færeyski útflutning-
urinn telur stóra fiska ákjósan-
legasta. Með stærri fiskistofn
myndu veiðar frá opnum bátum
aukast og sérstaklega takmörkun
togveiða verða hagkvæm fyrir
línuveiðarnar. Að vísu mega tog-
ararnir ekki vera á þeim slóðum,
þar sem lóðirnar hafa verið lagð-
ar. En strax og þær hafa
verið teknar inn, koma togararn-
ir aðvífandi og útiloka að lín-
an sé lögð að nýju.
Efla þarf fiskirannsóknir
og landhelgisgæzlu
Þannig koma mörg vandamál
upp, þegar reynt er að finna leið
ir til að vernda og efla heima-
veiðar Færeyinga. Það er eðli-
legt, að sérstök áherzla sé lögð
á það, hve þýðingarmikið það
er fyrir Færeyinga að fá beztu
aðstæður til að nýta auðlindir
hafsins. í þessu efni ríkir eining
á Færeyjum um meginmarkmið-
ið, þó að hins vegar séu skiptar
skoðanir um það, hvernig því
verði bezt náð. Þar að auki hefur
það sín áhrif í pólitískum um-
ræðum um þetta mál í Færeyj-
um, að það eru Danir sem beita
sér fyrir viðræðunum við Eng-
land. Því er haldið fram, að Dan-
ir hafi ekki nægilegra hagsm. að
gæta til að ná beztu kjörum fyrir
Færeyjar. Að sjálfsögðu er Jietta
marklaust tal, því að það er í
okkar allra þágu að færeysku
fiskveiðarnar hljóti sem beztan
starfsgrundvöll. Slíkt myndi
styrkja efnahag Færeyja og jafn
framt bæta samstarfið milli
Færeyja og Danmerkur.
Hvað sem líður alþjóðalausn
vandamálsins um landhelgi og
fiskveiðireglur á færeyskum
miðum, þá er það mikilvægt að
fylgjast vel með þróun fiskveið-
anna sem undirstöðu atvinnulífs
Færeyja. í nútíma fiskirannsókn-
um er það mjög þýðingarmikið
að fá sem nákvæmastar fiski-
skýrslur. Það er aðeins með slík-
um upplýsingum sem hægt er að
notfæra sér reynslu fiskifræð-
inganna svo þeir geti mælt stærð
fiskistofnanna og áhrif veiðanna
á þá.
Auk þess sem safna þarf fiski-
skýrslum og rannsaka þær er
nauðsynlegt að framkvæma til-
raunaveiðar og fiskistofnsmæling
ar í stærri stíl en hefur verið gert
hingað til. Fiskirannsóknarstofan
í Færeyjum hefur ekki það starfs
lið né fjármagn sem þarf til að
framkvæma svo vel slíkar athug
anir. Það væri þarflegt ef ein-
hverju af allri þeirri orku sem nú
er eytt í rifrildi með eða móti
12 mílna landhelginni væri varið
til þess að ræða hvaða styrk væri
beztan hægt að veita fiskveiðun-
um.
Sömuleiðis verður að taka
til gagngerðar endurskoðunar
alla starfsemi landhelgisgæzl-
unnar við Færeyjar og Græn-
land. Sjóliðarnir hafa unnið
starf sem vert er að meta en
þeir þurfa ný skip, sem að
mínu áliti ættu ekki að vera
byggð sem herskip. Það ættu
fremur að vera stórir, hrað-
skreiðir togarar, sem séu
vopnaðir og hafi pláss fyrir
þyrilyængju, sem getur tekið
þátt í varögæzlustörfunum.
Það er ekki nóg að óska sér
sem allra stærstar fiskveiðiland-
helgi. Það er mikið verkefni að
fá hana viðurkennda á alþjoða
vettvangi og hafa viðbúnað til
þess að verja hana. Samtímis
verða menn að leggja sig alla
fram til að notfæra sér þá að-
stöðu sem þeir hafa. Slíkar fyrir
ætlanir ættu að geta komizt í
framkvæmd í framtíðinni með
samvinnu Færeyja og Danmerk-
ur.