Morgunblaðið - 18.10.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.10.1958, Blaðsíða 16
VEÐRIÐ AUhvass eða hvass sunnan og síðar suðvestan, skúrir LESBÓK 16. síður fylgir blaðinu í dag. „Hugur og hönd", sýning sjúklinga á Kleppi, opnuð í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Um klukkan 4,30 í gær varð allharður árekstur á mótum Bræðraborgarstígs og öldugötu. Bíll frá Hafnarfirði og strætis- vagn rákust á svo sem myndin sýnir. Kona í hafnfirzka bílnum meiddist á höfði við áreksturinn og var flutt í Slysavarðstofuna og þar gert aff sárum hennar. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Skákmótið í Munchen í DAG kl. 2 e.h. verður opnuð í Bogasal Þjóðminjasafnsins sýn- ing á munum, sem unnir eru af sjúklingum á Kleppi. Nefnist hún „Hugur og hönd“ og er fyrsta sjálfstæða sýningin af þessu tagi. Áður hafa föndurmunir vist- manna á Kleppi verið sýndir í sjúkrahúsinu sjálfu, á Landbún- aðarsýningunni í Reykjavík og Iðnsýningunni. Sýningin verður opin næstu 10 daga kl. 2—10 e.h. og eru munirnir til sölu. Þórður Möller, settur yfirlækn ir á Kleppi, sýndi fréttamönn- um sýningarmunina í gær, en þá var verið að koma þeim fyrir. Er þar fjöldi fallegra muna úr marg- víslegum efnum; prjónles alls konar, vefnaður, bast- og tága- vinna, útskornir munir úr stórgripahornum og hvaltönnum, hlutir úr „peaxiglasi“ með á- brenndu mynztri, ísaumaðir dúk- ar og saumaðar svuntur, eitt mál verk, leikföng, handhnýtt gólf- teppi o. fl. Allir eru mumir þessir unnir af sjúklingum á Kleppi, undir handleiðslu sjúkrakennara. Er til vinnunnar stofnað með lækn- ingu fyrir augum, enda er hún undir eftirliti læknisins. Kveður Þórður læknir það hafa marga kosti í för með sér að geta látið sjúklingana fást við slík við- fangsefni. Það veki sjálfstraust sjúklingsins, gefi lækninum tæki færi til að komast í samband við hann, fái hann til að beita at- hyglinni að einhverju ákveðnu, veki athygli hans á umhverfinu o. s. frv. Byrjað var á slíkri vinnulækn- ingu á Kleppi árið 1953 og tveim- ur árum seinna fékkst þangað sérmenntaður leiðbeinandi, frk. Jóna Kristófersdóttir, sem hefur haft með höndum yfirumsjón með kennslunni síðan. Tekur nú mikill hluti sjúklinganna, eða 65—70%, einhvern þátt í handa- Culjón Jónsson konpmuðnr lntinn í GÆRMORGUN lézt einn hinna eldri kaupmanna hér í bænum, Guðjón Jónsson, Hverfisgötu 50, er um 40 ára skeið rak umfangs- mikla verzlun í húsi sínu áð Hverfisgötu 50. Banamein hans var hjartabilun. Um kl. 8,30 hafði Guðjón lagt af stað að heiman frá sér, hress og kátur að vanda, og ætlaði að kaupa fisk í soðið í fiskbúðinni Sæbjörg. Hann var staddur á móts við verzl. Brynju, er mað- ur nokkur sem þekkti hann veitti því athygli, að hann var reikull í spori. Rétt á eftir tyllti Guðjón sér mður á húströppur, en mað- ur þessi gekk þá til hans og bauð honum hjálp sína. Bað Guðjón manmnn um að kalla á son sinn, Jón rafvirkjameistara, sem heima á að Hverfisgötu 50. Að vörmu spori var Jón kominn föð- ur sínum til hjálpar og rétt á eft- ir kom einnig sjúkrabíll. Um það leyti sem komið var með Guðjón í Slysavarðstofuna var hann örendur. Guðjón Jónsson hafði ekki ver ið heill heilsu síðustu 5—6 ár ævi sinnar, þar eð hjartað var bilað. Eftir að hann lagði nið- ur aðalverzlun sína, rak hann litla tóbaksbúð að Hverfis- götu 50. Guðjón var 73 ára að aldri. vinnunni, ýmist allt að 30 sam- an í flokkum eða einir sér á herbergjum sínum. Er það skoð- un þeirra, sem þessum málum stjórna, að hægt væri að hækka þá hundraðstölu, ef húsrúm væri fyrir hendi. Sýningarmunirnir eru allir unnir á síðastliðnum tveimur ár- um, og er afraksturinn meiri en svo að hægt sé að stilla öllu upp í einu. Eru þarna margir ótrúlega fallegir og vel unnir munir, og sést ekki öllu vand- virknislegar unnin handavinna annars staðar. Sumir eru grip- irnir unnir af einni manneskju, aðra hafa margar hendur farið um. — Þessari sýningu er ekki ein- göngu komið upp, til að koma þessum handunnu munum í verð, sagði Þórður Möller að lokum, heldur miklu fremur til að vekja athygli á því hvað býr í sjúkl- ingunum, sem svo margir vilja „afskrifa" í eitt skipti fyrir öll. Það hugarfar er versti óvinur okkar, sem fáumst við að hjálpa þessu fólki til að komast aftur á réttan kjöl. Sýningin „Hugur og hönd“ verður opnuð í dag kl. 2 fyrir boðsgesti, eins og áður er sagt, og mun Þórður Möller, yfirlækn- ir, flytja ávarp. Kl. 4 verður hún svo opnuð almenningi. STJÓRN Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, hyggst nú hefja viðræður við fulltrúa ríkisstjórn- arinnar varðandi kaup og kjara- mál starfsmanna hins opinbera. Stjórn B.S.R.B. hefur skrifað rík isstjórninni bréf um þetta mál og að opinberir starfsmenn telji sig þurfa að fá laun sín bætt til sam- ræmis við aðrar stéttir þjóðfélags ins er á undanförnum mánuðum hafa fengið verulegar launahækk anir. Opinberir starfsmnn hafa ekki fengið grunnkaupsækkun frá því á árinu 1955, er lauiialög voru sett. Forystumenn samtakanna telja vonir standa til þess að þessi réttarbót opinberra starfsmanna muni ná fram að ganga áður en langt um líður. Vöi ubifreiðir í Reykjavík séu 265 Á fundi bæjarstjórnar, sem haldinn var síðastliðinn fimmtu dag, var samþykkt tillaga Vöru- bílstjórafélagsins Þróttar um að hámarkstala vörubifreiða i Reykjavík skuli vera 265 frá 1. nóvember n.k. að telja. 1 KEPPNI milli Júgóslava og Rússa í 4. umlerð á Ólympíu- mótinu í skák í Miinchen gerð- ust þau tíðindi, að þessar þjóðir skildu jafnar, allar skákirnar Af undirtektum stjórnarblað ■ anna er þó svo að sjá sem hún sé klofin í þessu eins og flestu öðru. Tvö stjórnarblöð hafa skrif- að um málið. Alþýðublaðið, telur fyllstu ástæðu til að veita opin- berum starfsmönnum sömu kjara bætur og aðrir hafa fengið. Þjóð- viljinn tekur málinu heldur dauf- lega og telur m. a. að það geti ekki talizt rökstuðningur fyrir kröfum opinberra starfsmanna að vitna til þess að Dagsbrúnarmenn hafi fengið kauphækkun. Hvotarkonur NÆSTKOMANDI mánudags- kvöld kl. 8,30 heldur Sjálf- stæðiskvennafélagið Hvöt fund í Sjálfstæðishúsinu. Frú Auður Auðuns, forseti bæjarstjórnar, minnist frú Guðrúnar Jónasson, fyrrverandi bæjarfulltrúa. — Bjarni Benediktsson, alþingis- maður, taiar um stjórnmálavið- horfið. Þá verður að venju kaffi- drykkja. urðu jafntefli. Argentína vann Austur-Þýzkaland með 214 gegn V2, en ein skák er óútkljáð. Spánn sigraði Austurriki, 2V2: IV2. Búlgaría og Vestur-Þýzka- land gerðu jafntefli, \V2\IV2, og ein biðskók. Keppnin milli Bandaríkjanna og Englands fór þannig, að þeir fyrrn. hafa hlot- ið IV2 gegn V2 og tvær skákir fóru í bið. Tékkar og Svisslend- ingar hafa gert eitt jafntefli og eiga 3 óútkljáðar skákir. Staða efstu landanna í A-riðli, eftir fjórar umferðir, er sem hér segir: Júgóslavía 11 vinninga, Argentína og Sovétríkin 10. — í B-riðli er Ungverjaland efst eftir 4 umferðir með 11 vinn- inga 'og eina biðskák, Holland IOV2 og 1 bið, Svíþjóð 8 og 2 bið, ísland og Danmörk 8 og 1 bið- skák hvor. í 4. umferð í B-riðli vann Kanada Finnland með 2V2 gegn IV2, og í 5. umferð vann Frakk- land Svíþjóð með 2V2 gegn IV2, Kólombía og Ungverjaland skildu jöfn, 2:2 (Cuellar vann Szabo), Holland vann Belgíu, 3 V2: V2, ísrael vann Danmörku með 3V2 vinning gegn V2 (Por- ath vann Larsen). Island keppti við Kanada í 5. umferð og tap- aði með IV2 á móti 214 ÍSLENZK-pólskt verzlunarfé- lag Poltrade, opnaði í gær sýn- ingu á pólskum bílum, vöruflutn ingabílum, fólksbíl og sendiferða bíl, í skála við Suðurlandsbraut, rétt hjá Landssímahúsinu. Að þessu fyrirtæki standa þeir Gísli Jónsson fyrrum alþingismaður, sonur hans Haraldur, sem er framkvæmdastjóri þess og Finn- bogi Kjartansson stórkaupmaður og pólskur ræðismaður hér í bæn um. Sendiherra Pólverja hér, Gumkowski, var viðstaddur og fyrirtækið bauð ýmsum gestum til sýningarinnar. Haraldur Gíslason hélt við þetta tækifæri ræðu og sagði það skoðun verzlunarfélagsins Pol- trade, að bílarnir væru þannig úr garði gerðir, að þeir væru ó- hræddir við að láta þá mæta í samkeppni við aðra bíla. Þarna var um að ræða fólksbílinn Kosið í Stúdentardð STÚDENTAR munu í dag velja níu fulltrúa til setu í Stúdenta- ráði Háskóla íslands þetta skóla- ár. Fram hafa komið fjórir listar að þessu sinni: D-listi, listi Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúd- enta, A-listi, Stúdentafélags jafn- aðarmanna, B-listi, framsóknar- stúdenta, og C-listi, sameiginleg- ur listi kommúnista og þjóð- varnarmanna. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hefur að undanförnu haft meirihluta í ráðinu og beitt sér fyrir framgangi fjölmargra hagsmunamála stúdenta. Ásgrímur Jónsson arfleiddi Reykja- vík að þremur listaverkum FYRIR skömmu barst Gunnari Thoroddsen borgarstjóra frá vandamönnum Ásgríms heit. Jónssonar listmálara, þeim Jóni Jónssyni, Bjarnveigu Bjarnadótt ur og Guðlaugu Jónsdóttur, eft- irfarandi bréf: ..Ásgrímur Jónsson listmálari fól okkur undirrituðum að af- henda Reykjavíkurbæ, að sér látnum, meðfylgjandi málverk, sem þakklætisvott af hans hálfu til bæjarins fyrir þá miklu og góðu aðhlynningu og vinsemd, er hann varð aðnjótandi á sjúkra- húsi bæjarins, Heilsuverndar- stöðinni, í veikindum og bana- legu. Myndirnar eru: Hlöðufell, olíu málverk, stærð 95x115 sm., Kiðá við Húsafell, olíumálverk, stærð: 90x135 sm., Frá Þingvöllum, vatnslitamynd, stærð: 65x100 sm. Með afhendingu þessara 3ja listaverka, er ósk listamannsins og ákvörðun hérmeð fullnægt“. Á fundum bæjarráðs og bæjar- stjórnar 16. þ.m. skýrði borgar- stjóri frá þessari höfðinglegu göf, sem samþykkt var að þiggja með þökkum. (Frétt frá skrifst. borgarstjóra) ARKANESI, 17. okt. — Átta rek- netabátar héðan voru úti í nótt og gerði á þá hvassan suðaustan storm, er þeir voru nýbúnir að leggja. Drógu þeir netin inn eft- ir örstutta legu og fengu sumir ekkert en aðrir lítið og komu snemma að. Nú er vindur geng- inn í suðvestur. Einstöku bátar eru hættir síldveiðum í bili. — Oddur. Warszawa og afbrigði af þeim bíl breytt í sendiferðabíl. Fólks- bíllinn er í útliti mjög líkur hin- um rússneska Pobeda, en vélin sögð sterkari og í -ýmsu smá- vegis frábrugðin hinum rúss- neska bíl. Þá sagði Haraldur að þeir hefðu mikinn hug á því að flytja inn fólksbílagrindur sem menn byggðu svo yfir sjálfir eða bílasmiðjur. Vörubílarnir eru allir „frambyggðir“, af ýmsum stærðum og gerðum, en þeir heita „Star 21“. Þá gat Haraldur Gíslason þess að fyrirhugaðar væru fleiri sýn- ingar á pólskum vörum, vélum, verkfærum, rafmagnsvörum og byggingarvöru. Ræðu sinni lauk Haraldur á þá leið, að það væri von fyrirtækisins að með sýn- ingu á þessum bílum hafi þeir verið kynntir svo, að leyfður yrði innflutningur á beim. Stúdentar kjósa í DAG fara fram kosningar til Stúdentaráðs Háskóla íslands. Kosíð er í Háskólanum og hefjast kosningarnar kl. 2 og þeim líkur kl. 8. Listi Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, er D-list- inn. Kosningaskrifstofa félagsins er í félagsheimili VR, Vonarstræti 4, III. hæð. Stuðningsmenn Vöku eru góðfúslega beðnir um að hafa samband við skrifstofuna sem fyrst. Símar kosningaskrifstofu Vöku eru 1 05 30, 1 17 79 og 1 45 83. Stjórn R.S.R.B. íer fram á umræðiir við stjórnina um kaup og kjaramálin Pólsk hílasýning hér í bœ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.