Morgunblaðið - 18.10.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.10.1958, Blaðsíða 3
Laugardagur 18. okt. 1958 MOnCVNBLAÐIÐ 3 Frumvarpið um embættisaldur biskups sambykkt til 2 umræðu FUNDIR voru settir í báðum deildum Alþingis kl. 1,30 e. h. í gær. Á dagskrá efri deildar var eitt mál, frumvarp til laga um bráðabirgðabreytingu á lög- um um bifreiðaskatt o. fl., en í frumvarpi þessu er gert ráð fyrir framlengingu ákvæða, sem nú eru í lögum. Var það samþykkt til 2. umræðu samhljóða og vísað til nefndar. Á dagskrá neðri deildar var eitt mál, frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 21, 27. júní 1921, um biskupskosningu. Flutningsmenn: Bjarni Bene- diktsson og Ólafur Thors. Fyrri flutningsmaður, Bjarni Bene- diktsson, fylgdi frumvarpinu úr hlaði með stuttri ræðu. Hann sagði, að árið 1935 hefðu verið sett lög um aldurshámark opin- berra embættis- og starfsmanna, þar sem gert væri ráð fyrir, að það gilti sem almenn regla, að menn létu af þessum störfum, er þeir næðu sjötugsaldri. Sá skilningur komst þó strax á, hélt ræðumaður áfram, að þessi ákvæði næðu ekki til biskups ís- lands og er Jón Helgason varð sjötugur 1936, var hann látinn gegna embætti sínu áfram til ársloka 1938. Mátti að vísu deila um, hvort þessi framkvæmd hefði nægilega stoð í bókstaf lag- anna, en ég minnist þess ekki að hafa heyrt að þessu fundið og mun það hafa gengið fyrir sig mótmælalaust. Um þá embættismenn, sem kosnir eru almennum kosning- um, gilda þau ákvæði að þeir megi sitja til 75 ára aldurs, ef þeir eru kosnir til embættis síns á ný. Hefur þetta ákvæði fyrst og fremst þýðingu varðandi presta, en þeir hafa ætíð haldið starfi sínu, ef þess hefur verið óskað, án þess að formleg kosn- ing ætti sér stað. Þannig hafa þessi lög verið í framkvæmd. en deila má um það, hvort biskupskosning sé almenn kosning. Engu að síður er raunin sú, að almennt var talið að biskup myndi mega sitja til 75 ára aldurs og því var það, að meginþorri prestastéttarinnar skoraði á kirkjumálaráðherra að hlutast til um að herra Ásmund- ur Guðmundsson gegndi biskups- embætti sínu áfram. Kirkjumála- ráðherra taldi sér ekki fært að verða við þeirri áskorun að óat- huguðu máli og leitaði því álits tveggja ágætra lögfræðikennara, um hvort til þessa væri heimild. Gáfu þeir út álitsgerð, þar sem þeir töldu óheimilt að biskup sæti áfram. Hér skal ekki deilt um réttmæti þessa úrskurðar, hann má rökstyðja með bókstaf laganna. Eftir að kirkjumálaráð- herra hafði fengið álitsgerðina, treysti hann sér ekki, að ó- breyttum lögum, að verða við ósk prestanna. Flutningsmönnum og mörgum öðrum þykir, að hér sé að ástæðu lausu verið að láta góðan og gegnan starfsmann leggja niður embætti fyrir aldur fram. Frum- varp það, sem hér liggur fyrir, er því rökrétt afleiðing úrskurð- ar lögfræðinganna og hins Marteinstungu- kirkju gefinn skírnarfontur LAUGARDAGINN 27. septem- ber sl. voru liðin 90 ár frá fæð- ingu Þorsteins Einarssonar, bónda í Köldukinn í Holtahreppi. í tilefni þess gáfu ekkja hans, börn og nokkrir vinir Marteins- tungukirkju fagurlega gerðan skírnarfont, gerðan af lista- manninura Ríkarði Jónssyni. almenna vilja að lögin séu gerð ótvíræð um þetta atriði. Er ljóst að úr því að heimilt er að menn megi gegna vandasömum og um- fangsmiklum prestsembættum, er ekki síður ástæða til þess, að leyfa biskupi að gegna sínu embætti áfram. Biskupsembætt- ið er ekki eins amsturssamt, en þar þarf mjög á að halda virðu- leik og stjórnvizku, sem fæst með aldri. Prestastéttin hefur kveðið upp sinn dóm í þessu máli. Biskup íslands hefur ferðazt mjög mikið um landið að undanförnu og hafa því fleiri íslendingar séð hann en flesta aðra og geta dæmt um það af eigin sýn, hve starfsþrek hans er óbilað. Frumvarp þetta er ekki aðeins flutt vegna núverandi biskups, heldur gert ráð fyrir að það verði að almennri reglu varð- andi biskupsembættið. — öll almenn rök hníga að því að biskup hverfi ekki fyrr úr embætti, en aðrir menn innan prestastéttarinnar. Það má einn- ig minna á þann sparnað sem við það skapast, að biskup haldi embætti sínu, þó það sé að vísu ekki mikið atriði. En sífellt er verið að tala um nauðsyn þess að spara fé ríkisins og hví þá ekki að gera það, þar sem það verður gert að meinfangalausu og hin kostnaðarminni skipun er beinlínis heppilegri en hin dýr- ari? Fleiri tóku ekki til máls og var frumvarpið borið upp og samþykkt til annarrar umræðu með 24 samhljóða atkvæðum og til allsherjarnefndar með 20 samhljóða atkvæðum. Fjórum nýjum þingskjölum var útbýtt í gær. Voru það breyt ingartillögur við vegalög frá Bernharð Stefanssyni og Frið- jóni Skarphéðmssyni um að Skíðadalsvegur, Dagverðareyrar- vegur, Tjarnarvegur og Sölva- dalsvegur verði teknir í þjóðvega tölu. Breytingartillögur við vega lög frá Sigurði Ágústssyni og Pétri Péturssyni um að eftirtald- ir vegir verði teknir í þjóðvega- tölu: Snorrastaðavegur, Syðri- Rauðamelsvegur, Stórahrauns- vegur, Höfðavegur, Ytri-Rauða- melsvegur, Skógarnesvegur, Öl- kelduvegur, Miðhúsavegur, Hof- staðavegur, Helgafellsvegur og Haukabrekkuvegur. Þá var útbýtt frumvarpi til laga um breytingu á lögum um útflutning hrossa. Flm.: Ingólfur Jónsson, Ásgeir Bjarnason, Jón Pálmason og Halldór E. Sigurðs- son. Er lagt til í frumvarpi þessu, að hrossaútflutningur verði leyfð ur frá 1. júní til 1. desember í stað þess að nú er hann aðeins leyfður frá 1. júní til 1. nóvem- ber. Einnig frumvarp til laga um breytingu á lögum um áburðarverksmiðju. Flm.: Einar Olgeirsson. STAKSTEIMR Sigurjón: — vona, að sr. Bjarni sé dús viff svipinn. Sýning á verkum Sigurjóns Ólafssonar opnuð í kvöld ALLIR Reykvíkingar kannast við mynd Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara af sr. Friðriki Friðrikssyni. Ef einhver man ekki eftir henni, skal honum bent á, að hún stendur við Lækj- argötu, norðan megin við Amt- mannsstíg. Er óhætt að fullyrða, að fáar íslenzkar höggmyndir hafa hlotið eins miklar vinsældir og þetta ágæta listaverk Sigur- jóns. Nú er Sigurjón að verða fimm- tugur, hver sem trúir því. Nán- ar tiltekið: á þriðjudaginn kem- ur. í tilefni af því efnir Félag íslenzkra myndlistarmanna til sýningar á verkum Sigurjóns og verður hún opnuð í Listámanna- skálanum í kvöld. Eins og gefur að skilja, komast mörg verk lista mannsins ekki á sýninguna, sum eru of stór, önnur erlendis. En þrátt fyrir það má fá ágæta mynd af starfsferli hans, enda eru á sýningunni allmargar ljósmynd- ir af þessum verkum, og fylla þær upp í skörðin. Vart þarf að geta þess, að sýningin er bæði fjölbreytt og skemmtileg. Fréttamaður Mbl. hitti Sigur- jón Ólafsson niðri í Listamanna- skála í gærdag. Hann vann þá a'ð því að koma verkunum fyrir, en gaf sér þó tíma til að sinna ó- boðnum gestum og fylgja þeim um salinn. Fyrst gengum við að mynd af sr. Bjarna Jónssyni í prédikunarstólnum: — Söfnuður inn gaf honum hana, þegar hann átti 40 ára prestsafmæli, sagði listamaðurinn, og bætti svo við til að svara spurningu, sem skot- ið hafði verið inn í samtalið: — Nei, ég get ekki sagt neitt sér- stakt um þessa mynd. Ég er sjálf ur ánægður með hana og vona, að sr. Bjarni sé dús við svipinn. — Annars get ég bætt því við, að mér þykir mjög skemmtilegt að gera andlitsmýndir af mönn- um, sem hægt er að segja um, að séu sérstæðir persónuleikar. Það er gaman að reyna að rýna dálítið „inn í þá“ og setja svo niðurstöðurnar af „rannsókn- inni“ í andlitsdrættina. En fyrsta skilyrðið til þess að myndin tak- ist er: að fyrirmyndin sé sterkur persónuleiki. Það gerir ekkert til, þótt hún hafi aðra lífsskoðun en ég. Ég geri t.d. ekki ráð fyrir, að það megi lesa út úr svip sr. Bjarna, að ég trúi ekki á fram- haldslíf) en vonandi má einhvers staðar sjá, að hann gerir það. Næst komum við að mynd af Guðmundi Thoroddsen lækni. Ég sagði: — Hún er mögnuð þessi. Eg vildi ekki vera einn með henni í herbergi. Hefur þú reynt það, Sigurjón? — Nei, ekki eftir að hún var fullgerð. Við göngum fram hjá næstu mynd. Hvað heitir hún? — Krían og guð almáttugur, en ég kalla hana bara kríuna. En þessar tvær myndir þarna eru af Knud Ras- mussen. Ég þekkti hann dálít- ið persónulega. Fyrir um það bil hálfu ári var efnt til samkeppni um tillögur að minnismerki um hann. Ég sendi báðar þessar myndir, eins og þú sérð er hann með hundunum sínum á annarri, en hin er aðeins af höfðinu. Mynd irnar áttu að vera 1/5 af eðlilegri stærð, en ég gerði þær til hægð- arauka 1/12 og sendi þær út með flugvél Loftleiða. Þeir neituðu að dæma þær, skoðuðu ekki einu sinni hausinn. Ég ætla að sýna þær í Höfn í janúar. Þeir hafa gott af því að sjá þær. Loks komum við að lítilli and litsmynd af sr. Friðrik: — Ég hitti hann oft í Gothersgötu stríðsárunum, segir Sigurjón. Það var á þeim tíma sem hann var tóbakslaus, alveg voðalegt að sjá hann, ég hélt hann ætti ekki langt eftir. Eitt sinn gekk ég til hans og spurði, hvort ég mætti gera af honum mynd: — Jú, velkomið, sagði hann. Hvenær á ég að koma? Ég sagði honum það. Síð ar gat ég útvegað honum tóbak — og ekki held ég þú getir séð neinn þjáningarsvip á „portrait inu“. Ég var að lesa kafla úr end urminningum Montgomerys mar skálks í Politiken nú um dag inn. Hann segir frá því, þegar Churchill bauð honum heim 1 fyrsta skipti. Þegar ég hugsa um sr. Friðrik, rifjast þessi saga upp fyrir mér: Churchill spurði, hvað marskálkurinn vildi drekka með matnum. Hann svaraði: Ekkert. Ég hvorki reyki né drekk — ég er 100%. Þá svaraði Churchill —■ Ég bæði reyki og drekk og er 200%. Skemmtilegt hj gamla manninum, finnst þér ekki? í þessu slógust tveir aðkomu menn í hópinn. Annar benti Sig urjóni á, að Listamannaskálinn væri hriplekur: Sjáðu, sagði hann, hvernig rigningin lekur nið um finnast. Það gerir ekkert, ur á gólf. Sigurjón lét sér fátt sagði hann, ég er vanur leka. Svo stakk hann höndum i vas ann og gekk inn á mitt gólfið, leit upp í loftið og sagði lágt: Það verður víst engin sól. Ég kvaddi. Ríkisstjórnia og verkalýðssamtökin Alþýffublaðið kemst m.a. aff orði á þessa leiff í forystugrein sinni í gær: „Ríkisstjórnin hefur veriff reiffu búin að starfa með verkalýðs- hreyfingunni og bændasamtökun- um að lausn efnhagsmálanna. Þaff markar tímamót í íslenzk- um stjórnmálum. En hér er enn aðeins um vegamótin að ræffa af >ví aff mistökin á síðasta AI- þýffusambandsþingi táknuðu kyrr stöðu. Framtíðarleiðin í efna- hagsmálunum getur þá fyrst komið til sögunnar, að alþýðu- samtökin séu þeim vanda vax- in að móta farsæla og samræmda heildarstefnu og bera hana fram til sigurs í samstarfi við ríkis- valdið og vinstri meirihluta á Alþingi. Það tækifæri er fyrir hendi ef það er rétt notað“. Hjákátlegt bænakvak Þetta sagði Alþýðublaðið. Jú, það er rétt að vinstri stjórnin hefur sífellt lýst yfir vilja sín- um til þess að starfa með og fyr- ir verkalýðssamtökin og bænda- stéttina. En þær yfirlýsingar skipta ekki meginmáli. Kjarni málsins er, hvað ríkisstjórnin hefnr gert, hvernig hún hefur leyst vandamál þessara stétta, hvernig hún hefur gætt hagsmuna þeirra og alþjóðar. Þegar það er athugað verður ljóst, að engin ríkisstjórn hefur þröngvað jafn- harkalega kosti verkalýðsins og launþega og einmitt vinstri stjórnin. Bænakvak Alþýðublaðs- ins um áframhaldandi samstarf milli launþegasamtakanna og „vinstri meirihluta á Alþingi“ er því hjákátlegt. „Ftramtíðarleiðin í efnahagsmálunum“ Alþýðublaðið er í þessu sam- bandi aff tala um „framtiðar- leiðina í efnahagsmálunum". Þá leið sé þá fyrst hægt að fara og framkvæma er verkalýðssamtök- in geti markaff „farsæla og sam- ræmda heildarstefnu“ í samstarfi við „vinstri meirihluta á Al- þingi". Hafa menn nú heyrt aðra eins loðmullu? Hefur ekki setið hér vinstri stjórn á þriðja ár, og segir ekki Alþýðublaðið sjálft að hún hafi verið „reiðubúin aff starfa með verkalýðshreyfing- unni“? Hvers vegna hefur hún ekki farið „framtíðarleiðina í efnahagsmálunum"? Vegna þess að hún hefur eng- in úrræffi átt og skort allan mann dóm til þess aff gera nokkuð af af viti í þessum málum. Hún hefur affeins getað látiff moðhausa vinstri blaðanna þvæla um „var- anleg úrræði“ og „framtíðarleið- ir“. En hún hefur ekkert getaff gert nema jóðla stöffugt um að hún vildi samstarf við verkalýð- inn. En samt hefur hún haldið áfram að skerða kjör hans á alla lund, leggja á hann drápsklyfjar skatta og tolla! En það er Alþýðusambands- þing framundan. Þá byrja mál- gögn vinstri stjórnarinnar nýja þvælu um „framtíðarleið í efna- hagsmálunum“. Falsið, yfirdreps skapurinn og úrræðaleysið skín út úr skrifum þeirra. Vinstri stjórnin á engin úrræði í efna- hagsmálunum frekar en fyrri dag inn. En hún vill samt hanga við völd áfram. Þess vegna talar Al- þýffublaðið um nauðsyn þess að verkalýðshreyfingin hafi sam- starf viff „vinstri meirihluta á Alþingi".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.