Morgunblaðið - 18.10.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.10.1958, Blaðsíða 2
2 MORGl'NBL AÐ1Ð Ráöstefna PARÍS, 17. okt. (Reuter). — FASXARÁÐ Atlantshafsbanda- lagsins, $em er skipað fulltrúum meðiimaríkjanna 15, kom saman tit fundar í dag til að ræða um sérstaka ráðstefnu, sem reyni að finna lausn á Kýpur-vandamál- inu. Formælandi ráðsins sagði í dag, að góður árangur tiefði náðst á fundinum og allt gengi núí greiðar. Við erum að nálgast samkomulag, sagði hann. Averoff og Spaak ræddust við Fundur:nn var haldinn eftir að þeir Averoff utanríkisráð- herrá Grikkja og Spaak fram- kvæmdástjóri NATO höfðu rætt saman um skilyrðin sem Grikkir setja fyrir þvi, að þeir taki þátt í slíkri ráðstefnu. Spaak vilí, að haldin verði ráð stefna deiluaðilanna þriggja, Breta, Grikkja og Tyrkja, þar sem fulltrúar griska og tyrkn- eska þjóðbrotsins á Kýpur verði einnig. Grikkir vilja, að Banda- ríkjamenn, Frakkar og ítalir taki einnig þátt í ráðstefnunni. Formælandi ráðsins sagði, að þetta atriði væri nú til umræðu, og að samkomulag um málamiðl un í því væri sennilegt. Bakari bráðkvaddur við vinnu sína f FYRRADAG varð Magnús Þor- kelsson, bakari, í Bernhöftsbak- aríi bráðkvaddur við vinnu sína þar. Magnús var 64 ára gamall, til heimilis að Höfðaborg 74. Enn forsljóra- skipti við Bæjar- útgerð Hafnarfj. ALÞÝÐUBLAÐIÐ skýrir frá því í gær, að enn einu sinni hafi orð- ið forstjó.raskipti við Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar. Segir blaðið að Axel Kristjáns- son, forstjóri Rafhaverksmiðj- unnar, sem verið hefur annar tveggja framkvæmdastjóra fyr- irtækisins, hafi nú óskað eftir því að verða leystur frá stðrfum. Á sínum tíma tók hann við því af Kristni Gunnarssyni, sem út- gerðarráð bæjarútgerðarinnar hefur nú samþykkt að ráða sem framkvæmdastjóra á nýjan leik. Spennandi skákmót HAFNARFIRÐI. — 5. umferð í skákmótinu var tefld í fyrra- kvöld og fóru leikar þannig, að Sigurgeir Gíslason vann Halldór Jónsson, Stígur Herlufsen vann Kristján Finnbjörnsson, biðskák ir urðu hjá Hauki Sveinssyni og Skúla Thorarensen svo og Birgi Sigurðssyni og Gunnari Gunnars syni. Eftir umferðina er Sigurgeir efstur með 4 vinninga og bið- skák, 2.-3. Birgir og Gunnar með 2Vz og biðskák hvor, 4. Hall- uúr 2Vz v„ 5. Stígur 2 og 2 bið- ská'.úr, 6. Skúli IVz og bið- skák, 7. Haukur 1 vinning og i 2 biðskákir og 8. Kristján með engan vinning. 6. umferð verður tefld kl. 2 á sunnudag í „Gúttó“, og þá tefla saman Skúli og Kristján, Birgir og Sigurgeir, Halldór og Haukur og Gunnar og Stígur (þeir fyrr- nefndu hafa hvítt). Fremur góð aðsókn hefir ver- ið að þessu skákmóti, sem mun vera hið eina hér sunnanlands um þessar mundir. — G. E. - Laugardagur 18. okt. 1958 um Kýpur? Endanleg örlög Kýpur Averoff sagði Spaak hvaða skil yrði Grikkir settu fyrir þátttöku sinni í ráðstefnunni, þannig að hún ýrði jákvæð og árangursrík. Grikkir hafa mestar áhyggjur út af endanlegum örlögúm eyjar- innar, því þau skip.ti meira máli en bráðabirgðaáætlanir um frið- un hennar. Averoff tók ekki þátt í umræðum fastaráðsins í dag. Rólegt Á Kýpur var allt méð heldur kyrrum kjörum í dag, fáir bar- dagar eða slys. Nýir þjóðvegir í Dalasýslu ÞESSI þingskjöl hafa verið lögð fram á Alþingi: Breytingartillögur við vegalög frá Friðjóni Þórðarsyni, þar sem lagt er til, að eftirtaldir vegir verði teknir í tölu þjóðvega: Hamraendavegur af þjóðvegin- um hjá Snóksdal að Bæ í Mið- dölum. Seljalandsvegur af þjóð- veginum hjá Blönduhlíð um Hörðadal vestan ár að Seljalandi. Neðribyggðarvegur af þjóðveg- inum nálægt Knarrarhöfn um „Neðribyggð", fyrir Skorravíkur- múla, á þjóðveginn hjá Hellu. Dagverðarnesvegur af þjóðvegin- um við Fábeinsá að Dagverðar- nesi. Hjarðarholtsvegur af Vest- urlandsvegi innan Búðardals um Hjarðarholt, norðan Laxár í Döl- um að Sámsstöðum. Þá hefur einnig verið lagt fram frumvarp til laga um heimild fyrir ríkis- stjórnina til að innheimta skemmtanaskatt með viðauka fyrir árið 1959, en lög sama efnis hafa gilt um árabil. Danslagakeppni SKT 1958 heldur áfram í Góðtemplarahúsinu ■im þessa helgi. í kvöld verður valið milli átta laga við gömíu dansana. Hljómsveit undir stjórn Carls Billich kynnir lögin og leikur fyrir dansinum og söngvarar með hljómsveitinni í kvöld verða þau Adda örnólfsdóttir, Sigmundur Helgason og Gestur Þorgrimsson, sem jafnframt er kynnir. Myndin að ofan er af hljómsveitinni. Maður drukknar BÆJARÚTGERÐ Reykjayíkur tilkynnti í gær, að Steingrimur Kristmundsspn, háseti á togar* anum Þorkeli mána, hefði fallið fyrir borð og drukknað. Stein- gríms hafði verið leitað en ár- angurslaust. Þetta gerðist er togarinn var á leiðinni til Vestmannaeyja, en þangað þurfti að flytja veikan mann á skipinu.- Steingrímur heitinn var kom- inn undir fimmtugt, einhleypur maður, sem lengi hefur verið á sjónum. Hann átti heima að Leifsgötu 6 hér í bænum. Fréttaritari Mbl. í Eyjum sím- aði til viðbótar þéssari frétt, að hinn sjúki skipverji, hafi ekki verið lagður þar í sjúkrahús og muni hann hafa haldið flugleiðis til Reykjavíkur. 1 Vestmanna- eyjum tók togarinn þrjá menn. — Hann hafði verið að veiðum á Öræfagrunni. ítalir œtla að kvikmynda „Pétur Caut44 og „Brúðuheimilið" STOKKHÓLMI, 17. okt. — NTB. — Tveir ítalskir kvikmyndafram leiðendur eru nú staddir í Sví- þjóð til að ræða við hinn fræga sænska leikstjóra og kvikmynda- frömuð, Alf Sjöberg, um mögu- leikana á því, að hann taki að sér að stjórna töku tveggja kvik- mynda eftir leikritum Ibsens. Er þetta ein af aðalfréttum sænsku blaðanna í dag. Annað leikritið sem um ræðir er „Pétur Gautur*, og á þýzki leikarinn Curd Jiirg- ens að leika hann. Hitt er „Brúðuheimilið", og er í ráði að ítalska leikkonan Guilietta Mas- sini (sú sem lék í „La Strada“) leiki hlutverk Nóru. Norðmcnn þreyttir á verðbólgunni SAMKVÆMT rannsókn, sem norska Gallup-stofnunin fram- kvæmdi nú nýlega, eru Norð- menn hlynntir því að gefa efiir launauppbætur, ef með því væri hægt að stöðva verðbólguna þar í landi. Mikið af þvotti eyðilagt á snúru í FYRRAKVÓLö var þvottur eyðilagður í allstórum stíl, þar sem haan hékk á snúrum við hús hér í Miðbænum. Er tjónið metið á 2—3 þús. kr. Þetta gerðist við húsið Tjarn- argötu 3. Kona hafði hengt þvott sinn á snúrur við húsið og aðrar snúrur við Tjarnargötu 5. Um klukkan 5 í fyrrakvöld fór konan út og var þvotturinn þá á sin- um stað og óskemmdur. Hún kom aftur um kl. 10 um kvöldið að snúrunum til að taka þvott sinn inn. Varð húsmóðirin þess þá áskynja að búið var að rista í sundur löK, sængurver og ann- an þvott sem á snúrunum var. Rannsóknarlögreglan hefur verið beðin að rannsaka þetta skemmdarverk og biður hún alla þá, sem einhverjar upplýsingar geta gefið, að gera sér viðvart. í rannsókninni tóku þátt tvö Spurningin, sem fyrir þá var lögð, hljóoaði þannig: Viljið þér afsala yður launa- uppbótum, ef með því væri hægt að stöðva verðhækkanir og verð- bólgu? Svör manna skiptust þannig: 80% vildu afsala sér launaupp- bót. 12% vildu ekki. 8% gátu ekki svarað. Við athugun á svörunum kom í ljós, að mjög lítill munur var á afstöðu manna, eftir því hvar í flokki þeir standa, atvinnu þeirra og öðru er að jafnaði hef- ur áhrif á skoðun manna. Málverkasýning í DAG verður opnuð á Akranesi málverkasýning og sýndar mynd ir eftir sex málara: Pétur Frið- rik, Ninu Sæmundsson, Svein Björnsson, Höskuld Björnsson og Sigfús Halldórsson, svo og nokkr ar myndir eftir próf. Magnús Jonsson. Sýmngin verður í Sjómanna- heimiiinu og mun standa yfir í vikutíma. Er sýning þessi á veg- um Höskuldar Skagfjörð, er í sumar hefur ferðazt allvíða um með sýningar á málverkum. Stjórnin í Líbanon fœr einróma traust þingsins ÞINGIÐ í Líbanon veitti í dag hinni nýju stjórn Karamis ein- róma traust. Þar með var lokið fimm mánaða stjórnarkreppu og borgarastyrjöld í landinu. Þing- andi utanríkisráðherra, en þeir eru báðir erlendis. Karami hélt sjö mínútna ræðu til að gera grein fyrir stefnu stjói narinnat og sagði þá. m. a.: Sjöberg hefur játað, að þessar fréttir séu á rökum reistar, en hann kveðst ekki geta sagt neitt frekara um málið eins og stend- ur. Hann segir, að verkefnin séu heillandi, og að honum sé óhætt að ljóstra því upp, að kvikmynda takan á „Pétri Gaut“ verði gerð á ítalíu og í Svíþjóð. Sjöberg hefur ekki fengizt við kvik- myndir síðustu árin, en verið leikstjóri við Dramaten í Stokk- hólmi. Hann er þekktur um all- an heim sem kvikmyndastjóri, ekki sízt fyrir myndina „Fröken Julie“ eftir leikriti Strindbergs. Frá Bréfaskóla S.Í.S. 17 kennarar annast 25 námsgreinar mennirnir 50, sem sátu þingfund 1 „Við þurfum ekki að fara aftur inn, greiddu nýju stjórninni at- yfir fortíðina. Við erum staðráðn kvæði. 16 þingmenn voru fjar- jir að gleyma henni“. verandi, þeirra á meðal Sami ! í stjórninni eru 4 menn, tveir Solh fyrrverandi forsætisráð- Júr hópi uppreisnarmanna og herra og Charles Malik, fyrrver- J tveir úr hópi hægri manna. í GÆR hafði Vilhjálmur Árna- son skólastjóri Bréfaskóla SÍS fund með blaðamönnum og skýrði þeim frá starfsemi skól- ans. Námsgreinar Bréfaskóla S.Í.S. eru nú 25 að töiu. Á síðustu 10 árum hefir fjöldi þeirra meira en þrefaldazt. Nýjasta námsgrein skólans er spænska, en kennsla í þeirri grein er að hefjast þessa dagana. Kennslu í spænsku ann- ast Magnús G. Jónsson, mennta- skólakennari, en hann hefir þýtt og samið kennslubréfin. Kennslu bréfin í spænsku verða fyrir byrjendur og eru 10 að tölu, um 200 bls. Margar fyrirspurnir hafa verið gerðar um spænskukennslu undanfarin ár, og er því ekki ó- líklegt, að nemendur verði all- margir í þessari nýju námsgrein Bréfaskólans. Á siðasta ári var tala nýrra nemenda, er í skólann bættust, 792, og er þá samanlagður nem- endaföldi frá því að skólinn tók til starfa íyrir 18 árum, á 10. þús- undinu. Nemendur Bréfaskólans eru úr öHum Jandshlutum. Að töl- unni til flestir úr Reykjavík, en hlutfallsiega fleiri úr ýmsum öðrum byggðarlögum. Þeir eru á ýmsum aldri, allt frá drengjum og stúlkum ir.nan 15 ára, til full- orðins fólks um og yfir sextugt. Flestir nemenda eru þó á aldrin- um 15—30 ara. Nokkrir góðir námsmenn nota bréfakennsluna til undiroúnings landsprófs með ágætum árangri. Nokkuð af fólki, er dvelst í sjúkrahúsum, á vistheimilum og fangelsum, stundar nám við skól ann, ef það hefir heilsu og að- stöðu tiL Kennslutilhögun Bréfaskólans er óbreytt frá því sem verið hef- ir. Nemendur geta lesið eina námsgrein í einu, eða fleiri, ef þeir óska. Þeir ráða námshraða sínum hver og einn og njóta námsins jafnt, hvar sem þeir dvelja á landinu, eftir því sem póstsamgöngur leyfa. Bréfakennslan fer fram sem trúnaðarmál milli skólans, nem- enda hans og kennara. Fram- burðarkennsla í nokkrum tungu málum fyrir Bréfaskólann mun verða í Ríkisútvarpinu í vetur, eins og verið hefur og á útvarps- stjóri og útvarfisráð miklar þakk ir skilið fyrir fcað liðsinni og vin semd, sem það þannig sýnir Bréfaskólanum og nemendum hans. Kennarar Bréfaskólans eru 17 að tölu, allir reyndir kenn arar og vel menntir, hver í sinni grein. Minka veiðiliundur keypt ur á 7000 kr. AKUREYRARBLAÐIÐ Dagur skýrir frá því, að minkaveiði- hundar Karlsens minkabana, séu nú orðnir töluvert útbreidd- ir. Hafi hann fyrir nokkru kom- ið með hunda og selt í Eyjafirði, Óxnadal, Fnjóskadal og Aðaldal. Dýrasti hundurinn fór að Arn- arfelli í Eyjafirði og kostaði 7 þúsund kr. „Gefur það auga leið, segir Dagur, hvers við þykir þurfa í baráttunni við hið litla dýr, sem árið 1932 var flutt til landsins í þeirri von að orðið gæti upphaf nýrrar atvinnugrein ar, en er nú orðið landplága“. í þessari sömu grein skýrir blaðið frá því, að minkaveiðar með slík um veiðihundum hafi orðið mjög árangursrikar. „Guðspckivika64 hefst á morgun KOMINN er hingað til lands J. E. van DisseL forseti Evrópusam bands Guðspekifélaga. Mun hann dveljast hér í hálfa aðra viku í boði Guðspekifélags fslands. í sambandi við komu hans hingað efnir félagið 'til „Guð- spekiviku", sem hefst á morg- un (sunnudag). Flytur hann þrjá opinbera fyrirlestra og einn fyrir félagsmenn á vikunni. Allir fyr- irlestrarnir vsrða haldnir í Guð- spekifélagshúsinu og hefjast kl. 8,30. Frú Guðrún Indriðadóttir túlkar fyrirlestrana. Fyrsti fyr- irlesturinn er annað kvöld, sunnu dag, og þá leikur Þorvaldur Steingrímsson einleik á fiðlu við undirleik Gunnars Sigurgeirsson ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.