Morgunblaðið - 18.10.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.10.1958, Blaðsíða 6
6 MORGVNBL4 Ð1Ð Laugardagur 18. okt. 1958 Ólafur Finsen héraðslæknir — minningarorð — í DAG fér fram á Akranesi útför þess manns, sem lengst allra manna hefur lagt læknishendur á meinsemdir fólksins í Skipa- skagahéraði og mestu hefur áorkað um endurbætur og fram- farir í heilbrigðismálum þessa hyggðarlags, fyrrverandi héraðs- læknis Ólafs Finsen. Hann lézt 10. þ. m. níutíu og eins árs að alari. Ólafur Finsen átti að baki sér merkilegan starfsferil. Hann og starfsbræður hans í læknastétt inntu af hendi, um þær mundir, sem Ólafur Finsen hóf læknis- störf sín, og raunar lengi síðan, mjög erfitt brautryðjendastarf á landi hér. Um langan aldur hafði þjóð vor átt lítilla kosta völ um læknishjálp. Lærðir læknar voru lengst af svo fáir í landinu, að tiltöiulega lítill hópur manna átti þess nokk urn kost, sökum fjarlægðar við þá, að freista þess að fá hjá þeim bót meina sinna. Það var ekkj fyrr en allmikið var liðið á sjöunda tug nítjándu aldarinnar, að fjölgað var föst- um læknum hér á landi, en til þess tíma voru aðeiná fjórir fast- skipaðir læknar, sinn í hverjum landsfjórðungi, aúk landlæknis í Reykjavík. Árið 1868 var fyrsta stofnað læknisembætti í Borgarfjarðar- héraði. Starfssvið þess læknis, sem það héraði skipaði, voru báðar sýslur héraðsins. Fjrrstur læknir þar var Páll Blöndal í Stafholtsey. Sextán árum síðar. eða árið 1884, var stofnað nýtt læknisembætti fyrir svæðið utan Skarðsheiðar, sem fékk heitið Skipaskagalækn- ishérað, og skyldi læknir þess hafa búsetu í Akraneskauptúni. En sá var munur á embætti því, er hér var stofnað, og hinum læknisembættunum, sem fyrir voru, að þetta embættj var talið vera aukalæknisembætti, og gátu þeir, sem um það sóttu eigi fengið veitingu fyrir því til frambúðar, heldur setningu til bráðabirgða. Þetta olli því, að læknar, sem settust í þetta nýja embætti, neyttu fyrsta færis, sem þeir áttu kost á til að komast á brott, í embætti, er þeir gátu fengið veit- ingu fyrir. Þannig var það, að á fyrsta áratugnum, eftir að embætti þetta var stofnað, voru þar þrír læknar hver fram af öðrum, er allir hurfu á brott í embættj annars staðar, þar sem framtíðarstaða þeirra var betur tryggð. Fyrstur var læknir í þessu embætti Þorgrímur Þórðarson, síðar læknir í Austur-Skaftafells- sýslu og Keflavíkurlæknishér- aði. Þar næst Ólafur Guðmunds- son, síðar læknir í Rangárvalla- læknishéraði, og loks Björn Óiafs son, er fyrstur varð augnlæknir hér á landi. Við brottför Björns úr embættinu 1894, sótti Ólafur Finsen um það og var settur til að gegna því. Hófst þá læknis- ferill þessa unga manns. Tvö næstu árin á undan, hafði hann ,að loknu læknisprófi, stund að framhaldsnám erlendis. Vann hann á þeim árum á sjúkrahús- um og kynnti sér eftir föngum nýjungar þær og framfarir, er þá voru á baugi í læknisvísindum á Norðurlöndum. Eftir komu Ólafs Finsens í embættið var þeg ar af hálfu héraðsbúa lögð á það mikil áherzla að fá ákvæðunum um skipun embættisins breytt. En sá róður var ekki auðsóttur. En traust það og hylli, sem Ólafur Finsen ávann sér brátt hjá hér- aðsbúum, herti þá í sókn þeirri, sem hafin var fyrir því, að hann fengi veitingu til frambúðar fyr- ir embættinu. Þetta vannst að lok um. Aldamótaárið 1900 var Ólafi veitt embættið. Létti við þetta þungum steini af héraðsbúum, sem ekki máttu til þess hugsa, að þessi ungi og vinsæli læknir flytti burtu úr héraðinu, svo sem gert höfðu fyrirrennarar hans hver eftir annan. Með Ólafi Finsen bárust ýmsir nýir straumar inn í læknishérað- ið. Gætti þess ekki sízt í Akra- neskauptúni, þar sem hann hafði búsetu. Og það kom brátt í ljós að það var góður jarðvegur til hagnýtingar á kynningu þeirri á margs konar nýjum viðhorfum, sem Ólafur Finsen breiddi út frá sér og varð til þess að valda nokkrum straumhvörfum í hinu fábreytta lífi þessa fólks. Ólafur Finsen hafði haft til þess góða aðstöðu á uppvaxtar- árum sínum í Rykjavík, að kynn- ast ýmsum þáttum í þjóðlífi voru. er mjög stóðu til bóta og íramtíð þjóðarinnar beinlínis valt á að tæki framförum. Faðir Ólafs Fin- sens læknis, Ólafúr P. Finsen, var um langt skeið póstmeistari í Reykjavík og um leið afgreiðslu- maður póstskipa, er fluttu varn- ing til og frá landinu. Ólafur læknir, sem vann ungur að þess- um störfum hjá föður sínum, kynntist því að sjálfsögðu til hlít- ar, hversu þá var háttað samgöng um í landi voru, innanlands og við útlönd, og hve veigamikill þáttur samgöngurnar voru í athafnalífi þjóðarinnar. Þá hafði hann og á menntabraut sinni, bæði innan- og utanlands kynnzt og komizt í snertingu við þá menningar- strauma, er líklegir voru til að orka mest til áhrifa á hugs- unarhátt fólksins í andlegu lífi þess, íþróttum o. fl. Allt var þetta gott veganesti hinum unga lækni, er hann hóf starf sitt í ókunnu byggðarlagi, og alveg jafnt fyrir því, þótt sumt af þessu væri ekki í bein- um tengslum við embættisstörf hans. Það var ei að síður gildis- ríkt á öðrum sviðum, svo sem raun ber vitni um. Ólafur Finsen stundaði læknis- störf sín með stakri alúð og samvizkusemi, og uxu vinsældir hans í héraðinu og traust manna á honum sem lækni og hollum ráðunaut og mannkostamanni með hverju árinu sem leið á hin- um langa embættisferli hans. Þá naut Ólafur Finsen ávallt sérstakrar viðurkenningar yfir- boðara sinna í læknisembættinu fyrir frábæra reglusemi h.?ns í allri skýrslugerð, glöggar lýsing- ar á margháttuðum sjúkdóms- fyrirbærum og hann hefði í því efni unnið þarft og gott verk og nytsamlegt fyrir vísindin og heil- brigðisstjórnina í baráttunni við farsóttir og hvers konar sjúk- dóma. f öllum embættisrekstri sínum og dagfari var Ólafur Finsen grandvar maður, sem í engu mátti vamm sitt vita. Var því jafnan viðbrugðið, hve viðbragðs fljótur hann var, er hans var vitjað til sjúkra, hvort heldur var á nótt eða degi. Var hann frá- bærlega ötull ferðamaður og ótrauður í hverri raun. Á þetta reyndi mjög fram eftir embættis- tíð hans. Frá ómunatíð og langt fram í starfstíma Ólafs Finsen lá aðalþjóðbrautin af Akranesi og í efri hluta I*knishéraðsins á sjávarbotni í Grunnuvogum, þannig að sætt var sjávarföllum og farið um fjöruna. En ofan við Grunnuvoga varð að brjótast um vegleysur, forarflóa, holt og urð- ir. Nú leiðir það af líkum, að lítt hentar að sæta sjávarföllum, þegar um er að ræða læknisvitjun og líf manns liggur við. Komst Ólafur Finsen á þessum árum því oft í hann krappan í læknis- ferðum, og fleirj en þetta voru torfærurnar, sem hann varð að fara um, þar á meðal vatnsmikiar ár. í einni slíkri ferð að vetrar- lagi í vondri færð var það, að skör brotnaði undan hesti þeim, er Ólafur Finsen reið, og fékk hann vonda byltu við fall hests- ins og fótbrotnaði mjög illa. Átti hann lengi í fótbrotinu, en varð heill að lokum. Er Ólafur F:nsen lét af embætti, var þetta gjör- breytt. Þá var orðið að heita mátti bílfært um allt héraðið. Var Ólafur Finsen mikiivirkur hvatamaður þess, að bættar væru samgöngur í héraðinu, og munaði mikið um liðveizlu hans í þeim málum sem ávallt endranær. Einni læknisvitjunarferð, sem Ólafur Finsen fór, var lengi við- brugðið fyrir þann sérstæða fiýti og röskleik, er þá var sýndur. Ólafur Finsen var þá sóttur til manns, sem lá fyrir dauðanurn í lungnabólgu á Ingunnarstöðum í Brynjudal, en sá bær er utan læknishéraðsins. Fylgdarmaður Ólafs Finsens að þessu sinni var hinn mikli ferðagarpur Helgi Jónson hreppstjóri í Stórabotni. Var svo fast sótt reiðin í þessu ferðalagi, að aldrei hafði í manna minnum þessi langa leið verið farin á jafnskömmum tíma, enda oft skipt um hesta á leiðinni. Tókst Ólafi Finsen fyrir það snar ræði, sem hér var á hafc, að bjarga lífi hins sjúka manns. sem var mjög aðframkominn. Það sýnir ljóslega, hvers álits og virð- ingar Ólafur Finsen naut hjá stéttarbræðrum sínum og hve vin sæll hann var, að þegar hann varð sjötugúr, þá leigði hópur lækna í Reykjavík sér skip til þess að sigla á upp á Akranes í heimsókn til þessa stéttarbróður síns'. Það er að því vikið hér að framan, að Ólafur Finsen gerðist brátt boðberi ýmissa nýjunga í byggðarlaginu, og lagði hann sig mjög fram um það, að því væri gaumur gefinn. Hann hafði tek- ið mikinn þátt í íþróttaiðkunuin þeim, sem kenndar voru í Latínu skólanum á námsárum hans. Hvatti hann unga menn í Akra- neskauptúni til þess að hefja íþróttaiðkanir og bauð fram lið- sinni sitt í því efni. Safnaði hann brátt um sig fríðum flokki ungra manna og var sjálfur kennari þeirra. Voru aðstæður allar vafa- laust frumstæðar til slíkra iðk- ana, en hinir ungu og uppvaxandi æskumenn staðarins höfðu af þessu bæði gagn og gaman. Var með þessari kennslu Ólafs Fin- sens lagður grundvöllur að því íþróttalífi, sem síðan hefir legið þar í landi, og nú síðustu árin hafa knáir knattspyrnumenn á Akranesi haldið hátt á lofti heiðri og sóma byggðarlagsins í slíkum leikum víðs vegar, bæði utan- og innanlands. Ólafur Finsen var mjög söng elskur maður og var sjálfur gædd ur góðri söngrödd. Hann hófst því brátt handa um það að efla söngmennt staðarins. Var Sveinn Oddsson á Akri barnakennari og forsöngvari honum mjög sam- hentur um að þróa og glæða söng hneigð karla og kvenna í byggð- skrifar ur daglegq lífinu Akstur á hringtorgum. SÍÐAN nýju umferðarlögin gengu i gildi fyrir nokkrum vikum, hafa ýmsar nýjungar ver- ið teknar upp og breytingar gerðar, til að auka öryggi fólks í umferðinni í höfuðborginni. — Kemur mönnum ekki saman um ágæti þeirra allra, eins og gengur. T. d. hefi ég heyrt mikið deilt um akreinarnar á hringtorgum, eins og Miklatorgi. Ég held að þeir, sem efast um gagnsemi slíkra akreina, hafi ekki enn átt- að sig á því, hvernig háttað er akstri á slíkum hringtorgum og hringla því á milli akbrautanna skipulagslaust, til mikillar hættu fyrir sjálfa sig og aðra. Menn þurfa aðeins og muna, að aka ekki á ytri brautinni, nema þeir ætli út af torginu á næstu götu. Nýlega skrifaði danskur blaða- maður í „Dagens Nyheder" hvern ig umferðin i Reykjavík kæmi honum fyrir sjónir. Glöggt er gests augað, segir máltækið, og ekki er ófróðlegt að heyra skoð- un aðkomumannsins: „Á íslandi er vinstrihandar- akstur, en það er sannarlega ekki auðvelt að sjá það í fljótu bragðx á hinum nýju götum Reykjavík- ur. Þar eru umferðarljós, en það væri gaman að vita hvernig þau eiga að hafa stjórn á umferðmni. Enginn frelsisunnandj íslending- ur .virðist láta sig dreyma um að taka mark á þeim .... Bílarnir hafa engin stefnuljós og gefa engin merki, þegar þeir ætla að beygja. Margir bíistjórar virðast þvert á móti hafa þann vana, að horfa til hægri, þegar þeir eru að beygja til vinstri. Ökuskírteinið gildir sem nokkurs konar veiðileyfi til að fara á fót- gangenda-veiðar, og þar er eng- inn friðunartími árið um lcring. Fótgangandi maður hefur mesía möguleika til að komast yfir götu með því að loka augunum og stökkva hratt yfir. Það kemur Reykjavíkurbílstjórunum á óvart..... Á götuhornunum standa lög- regluþjónar, sem allir líkjast glímuköppum, og — nei, það get- ur annars ekkj verið — það er engu líkara en að þeir hafi bara gaman af þessu“. Sjálfsagt er þetta í og með skrif að til að láta brosa að því, en ef við viljum vera hreinskilin, verð- um við að viðurkenna, að það er nokkuð til í því. Sálmanúmerin lesin fyrir útvarpsmessur. S. skrifar: VILJIÐ þér koma á framfæri í þáttum yðar þeirri ósk, að lokið verði að lesa sálmanúmer fyrir útvarpsmessur áður en for- spil hefst í kirkjunni. Mætti hefja lestur sálmanúmeranna 5 mínútum fyrir messutíma. Mörg- um þykir að vonum sárt, að fá ekki notið forleiksiils, að minnsta Kosti þegar Páll ísólfsson leikur verk eftir Bach við guðsþjónust- ur. Sérstaklega langar mig til að fara fram á það, að slíkt verði ekkj látið henda.oftar á jólum, hvorkj jólakvöld eða jóladaga, að hlustendur fái ekki að njóta hinna fögru preludía, sem þá eru leiknar, vegna þess hve seint er byrjað á að lesa sálmanúmerin. arlaginu. Varð af þessu mikil vakning, og hefur nú um langt skeið verið mjög fjörugt og þrótt- mikið sönglíf á Akranesi og var Ólafur Finsen jafnan ótrauður styrktarmaður þeirra söngflokka, er þar hafa starfað. Ávallt var Ólafur Finsen fram arlega í flokki þeirra manna, er ræddu og beittu sér fyrir verk- legum framförum, lendingarbót- um, vegagerð og öðru því, sem var undirstaða þess og lyfti- stöng, að breyttir hættir og fram farir á sviði atvinnuveganna til sjós og lands gætu þrifizt og tek- ið framförum. Áhugi hans á efl- ingu atvinnulífsins og breyttum háttum til betri lífsafkomu og vellíðan almennings var einlæg- ur, og eigi var honum annað um- ræðuefni hugleiknara, er tóm gafst til frá önn og störfum hins daglega lífs. Ólafur Finsen hafði, eins og vænta mátti, mikinn áhuga á því, að komið yrði á umbótum í heilbrigðismálum. Bar starf hans í þeim efnum mikinn og margháttaðan árangur. Hann vann að stofnun sjúkrasamlags og hjúkrunarfélags á Akranesi. Fann Ólafur Finsen mjög til þess, að ekkert sjúkraskýli eða sjúkra- hús var þar. Vann hann að því með öðrum áhugamönnum að safna fé í sjóð til sjúkrahúsbygg- ingar. Var Ólafi Finsen það ó- blandið gleði- og ánægjuefni, hve ríkur skilningur var á þessu nauðsynjamáli og stórtækt ör- læti til stuðnings því var fyrir hendi. Ólafur Finsen hafði lengi þráð það að fá því af sér létt að þurfa sjálfur að hafa á sínum vegum lyfjabúð, sjá um kaup á meðulum og annast blöndun þeirra og útlát. Var þetta mikill ábætir við sjúkravitjanir nær og fjær og önnur læknisstörf. Beitti hann sér mjög fyrir þvi, að komið yrði á fót sjálfstæðu apóteki á Akranesi. Var það hon- um mikið ánægjuefni, er hann fékk því áorkað, að þetta komst í kring. Mikill og einlægur var fögnuð- ur Ólafs Finsens, þegar hið nýja sjúkrahús reis af grunni og það var tekið til afnota. Va'r hann þar, þótt hættur væri læknis- störfum, tiður gestur, enda íylgd ist hann ávallt af lífi og sál með þeim framförum og endurbótum, sem urðu á sviði læknavísind- anna. Mun Ólafur Finsen hafa verið, meðan honum entist sjón, við- staddur flesta meiri háttar upp- skurði, sem þar voru gerðir. Slíkur var áhugi hans á lækning- um til síðustu stundar. Mörg voru þau störf, er mið- uðu að almenningsheill, sem Ólafi Finsen voru falin um dag- ana. Þannig starfaði hann lengi í heilbrigðisnefnd, hreppsnefnd, og skólanefnd. Og safnaðarfull- trúarstörfum gegndi hann lengi og mætti á héraðsfundum. Ólafur Finsen var trúhneigður maður og kirkjurækinn. Hann hafði ríkan áhuga á bóklegri fræðslu æsk- unnar, jafnframt því sem efld væri líkamsrækt hennar, eins og fyrr getur. Þegar stúdentafélag var stofn- að á Akranesi, fyrir einum ára- tug, eða svo, var Ólafur Finsen kjörinn formaður þess, og þrátt fyrir háan aldur, ævinlega hrók- ur alls fagnaðar á félagsfundum. Ólafur bar vel hinn háa aldur, enda heilsuhraustur að öðru en því, að honum dapraðist sýn hin síðustu ár. Sjónina missti hann alveg fyrir tveimur árum. En eigi dró það úr áhuga hans að fylgjast með öllu, sem fréttnæmt var, bæði í blöðum, sem lesin voru fyrir hann, og á útvarp hlustaði hann jafnan, því heyrn hafði hann óskerta til síðustu stundar. Ólafi Finsen hlotnaðist margs konar viðurkenning samborgara sinna fyrir störf sín. Hann var kjörinn heiðursborgara Akra- nesskaupstaðar 1947 og áður höfðu íþróttafélögin á Akranesi kjörið hann heiðursfélaga sinn. Ólafur Finsen var lánsmaður í lífinu. öll störf hans í héraði, bæði í embættisrekstri og utan Frh. á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.