Morgunblaðið - 23.10.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.10.1958, Blaðsíða 3
Fimmfudagur 23. ofct. 1958 MORCVTSBLAÐIÐ 3 Þjóðin mun ekki bregðast sjálfri sér, ef málin verða lögð fyrir hana af hrein- skilni og heiðarleik Ræða Bjarna Benediktssonar á Hvatarfundi Á FUNDI Hvatar sl. mánu- dagskvöld, gerði Bjarni Benediktsson alþingismað- ur, að umræðuefni stjórn- málaviðhorfið í þingbyrjun og sagði m.a.: Ríkisstjórninni ber að undir- búa störf Alþingis svo, að þau geti komið að sem mestu gagni. Til þess ræður hún yfir embætt- ismönnum og ótal gögnum, sem aðrir hafa ekki aðgang að. Al- þingi hefur nú staðið í 10 daga. Enn hefur ríkisstjórnin einung- is lagt fram 5 frumvörp af sinni hálfu. 4 þeirra fjalla um endur- nýjun á gömlum sköttum og hafa engin nýmæli að geyma. Fálm út í bláinn? Sjálft fjárlagafrumvarpið er þannig úr garði gert, að það full- nægir engan veginn kröfum stjórnarskrárinnar um að liafa í sér fólgna greinargerð um tekjur ríkisins og gjöld. f frumvarpinu er t.d. byggt á verðlagsvísitölu, sem var úrelt orðin með öllu, þegar frumvarpið var lagt fram og fyrirsjáanlegt var að engri átt mundi ná á gildistíma frum- varpsins á árinu 1959. Þegar við Sjálfstæðismenn bent um á þetta, spurði Tíminn hinn 16. október: „Við hvaða vísitölu vildu Sjálf stæðismenn miða?“ Tíminn taldi bersýnilega, að hér hefði hann spurt svo, að ómögulegt myndi að svara. Eftir að blaðið hafði skýrt frá, að í frumvarpinu væri miðað við töl- una 183, sem hafi verið gildandi kaupgjaldsvísitala, þegar frum- varpið var samið, segir það: „Öll önnur viðmiðun hefði ver ið fálm út í bláinn“, og að því, er manni skilst, verra en það, því að síðar í sömu grein segir Tím- inn það vera „óðs manns þrugl“ að gera athugasemdir við þessa reikningslist ráðherra. Ef það væri rétt, að ómögulegt sé fyrir valdhafana eða nokk- urn annan að gera sér grein fyrir, hvað verða mudi um verðlag og vísitölu á árinu 1959, þá er í því fólgin einhver harðasti áfellisdóm ur um núverandi stjórnarfar, sem enn hefur verið kveðinn upp. Þá á ástandið að vera orðið slíkt, að ómögulegt sé að hafa nokkra skynsamlega hugmynd um, hver þróun þessara mála muni verða. Vera má að svo sé. Vanþekking- Eystelns? Bágt er þó að trúa því, að fjár- málaráðherra sé svo óvitandi um þróun verðlagsmálanna sem hann lætur. A. m. k. er hann þá fávís- ari en sumir af fylgismönnum hans. Sl. sunnudag birti einn af f j ármálasérfræðingum ríkisstj órn arinnar, Haraldur Jóhannsson, grein í Þjóðviljanum, sem heitir „Fráhvarfið frá stöðvunarstefn- unni“. Haraldur segir, að strax í vor hafi verið gerðir útreikn- ingar um fyrirsjáanlegar hækk- anir, sem leiddi af gjöldunum, sem lögð voru á með bjargráðun- um illræmdu. Um þetta segir Haraldur: „Þá var talið, að fjáröflun þessi hefði í för með sér hækkun fram- færsluvísitölunnar um 19 stig, ef álagning héldist óbreytt að krónu tölu, en nokkrum stigum meiri, ef álagning yrði hækkuð að krónutölu“. Hann bætir því við, að af þessu hafi leitt að kaupgreiðslu- vísitalan hlyti að hækka um 20 stig. ^iármálaráðherranum hlýtur að hafa verið kunnugt um þessa útreikninga sérfræðinganna um 20 stiga vísitöluhækkun, er hlyti að leiða af „þessari fjáröflun", sem lögboðin var með bjargráð- unum. 20 eða 50 stlga hækkun Annar enn handgengnari maður Eysteini Jónssyni, Gylfi Þ. Gísla- son, hefir einnig látið í sér heyra um þetta. Seint í september, a. m. k. þrémur vikum áður en fjárlagafrumvarpið var lagt fram, flutti Gylfi þjóðinni þann boð- skap, að vitað væri um 28,5 stiga vísitöluhækkun. Aðalefni boð- skaps Gylfa var þó, að sýna fram á, að ekki mætti rekja nema nokkurn hluta þessarar hækk- unar til sjálfra bjargráðanna. Hann sagði: „---------að um 60% vísitölu- hækkunar eigi rót sína að rekja til kauphækkana, en 40% til efnahagsráðstafananna". Forsendur Gylfa fyrir þessari ályktun eru að vísu mjög hæpnar, ef ekki bein blekking. En ef ta'ka á alvarlega þá fullyrðingu Gylfa, að einungis 40% vitaðra vísitöluhækkana stafi af efna- hagsráðstöfunum, þá mundi þar af leiða samanborið við upplýs- ingar Haralds Jóhannssonar um, að sérfræðingarnir hafi þegar í vor reiknað út 20 stiga vísitölu- hækkun vegna „þessarar fjáröfl- unar“, að samtals ætti hækkunin að verða 50 stig! Má vel vera, að áður en yfir ljúki reynist það rétt að vísi- töluhækkanirnar, sem beint og óbeint leiðir af bjargráðunum og kauphækkunum, sem fylgdu í kjölfar þeirra, nálgist 50 stig, þó að ég skuli ekkert um það full- yrða. Ef ríkisstjórnin vildi hætta skollaleiknum og láta reikna hækkunina út eftir þeim for- sendum, sem fyrir hendi eru, þá gæti hún vafalaust áttað sig á hinu sanna í þessu. Eins hefur hún með höndum gögn sem sýna hversu mikinn útgjaldaauka leiði af því fyrir ríkið og útflutnings- sjóðinn, ef vísitalan hækkar um ákveðinn stigafjölda. Þess ber að gæta, að öll bjarg- ráðalöggjöfin byggist á því, að kaupgjaldið í landinu sé orðið svo hátt, að atvinnuvegirnir geti ekki staðið undir því. Þess vegna verði að taka aftur af almenn- ingi það, sem hann hefur offeng- ið og láta það atvinnurekendum í té, til þess að koma í veg fyrir stöðvun atvinnuveganna. Haraldur Jóhannsson telur í sunnudagsgrein sinni, að af 20 stiga vísitöluhækkuninni sem fyr irsjáanleg var í vor, hafi hlotið að leiða, að launin í landinu hækk uðu um hér um bil 400 milljónir króna. Hann segir: „Þegar þessar ráðstafanir voru gerðar, var þess vegna fyrirsjá- anlegt, eins og nú hefur sannazt, að þessi fjáröflun mundi aðeins duga til áramóta eða 7 mánuði að öðru óbreyttu. Þannig standa nú enn fyrir dyrum nýjar ráð- stafanir til fjáröflunar“. Úr því að atvinnuvegirnir gátu ekki staðið undir laununum, áð- ur en þessar 400 milljónir bætt- ust á þá, verða þeir eftir sama hugsanagangi að fá þær bættar til viðbótar. Þar koma 400 milljón- ir í nýjum sköttum, og ef taka ætti fullyrðingu Gylfa Þ. Gísla- sonar alvarlega, nær 1000 mill- jónir! „Grundvallarmálin" vanrækt Allt er þetta á reiki, eins og von er þegar viðleitni stjórnvald- anna beinist að því að dylja sann- leikann fyrir almenningi í stað þess að segja frá honum. Eftir vitnisburði Haralds Jóhannssonar er þó svo að sjá, að ekki sé blekkingum stjórnarliðsins ein- um að kenna heldur furðulegri vankunnáttu og fálmi í vinnu- brögðum. Haraldur sagði í grein hinn 15. október 1 Þjóðviljan- um: „Haustið 1957, þegar tekið var að halla á stöðvunarstefnuna, höfðu engin drög verið lögð að nýrri stefnu í efnahagsmálum. Þótt margs konar athuganir hafi verið gerðar í efnahagsmálum, höfðu. engar þeirra beinzt að grundvallarmálum þjóðarbúsins, dýrtíðinni, notkun fjárfestingar- fjársins, staðsetningu atvinnu- tækjanna og atvinnuskilyrðum í framtíðinni". Ekki er von að vel fari, ef starfshættirnir eru slíkir. Þarna kann að finnast ein skýringin á því, af hverju fjárlagafrum- varpið er svo báglega úr garði gert. Stjórnin hefur hreinlega vanrækt að kynna sér „grundvall armál þjóðarinnar". Kemur þó ekki síður til, að stjórnin sjálf þorir ekki að horfast í augu við ástandið, en ætlar að reyna að koma mesta vandanum yfir á aðra. Reynir að velta vandanum á aðra Um þetta segir Eysteinn Jóns- son í greinargerð fjárlagafrum1 varpsins, að stjórnin hafi gert sér ljóst strax í vor, að ráðstafan- ir hennar væru einungis til bráða birgða „og væri nauðsynlegt að taka sjálft visitölukerfið til at- hugunar". „Var það ennfremur tekið fram, að ríkisstjórninni væri ljóst, að slíkt mál Verður að leysa í nánu samstarfi við stéttarsamtökin í landinu og mun beita sér fyrir samstarfi við þau um þetta efni. Munu þessi mál verða tekin til nánari athugun- ar, þegar þessi samtök halda þing sín síðari hluta þessa árs“. Hér gerist fjármálaráðherra sekur um algera uppgjöf við að leysa þann vanda, sem hann hef- ur á sig tekið, samtímis því sem honum verður á stórfelld embætt isvanræksla, þegar hann frestar að taka til „nánari athugunar", þangað til aðrir aðilar koma til, þau skyldustörf, sem á honum sjálfum hvíla samkvæmt stjórnar skrá landsins. Auðvitað er sjálf- sagt að hafa eðlilegt samráð við stéttarsamtökin, og engir eru þess frekar fýsandi en Sjálfstæð ismenn. En þau geta aldrei tek- ið við þeim skyldustörfum, er hvíla á sjálfri ríkisstjórninni og Alþingi fslendinga. Og ef ríkisstjórnin í raun og veru vildi hafa samráð við stétt- arsamtökin, af hverju gerði hún þá ekki tillögur sínar heyrin- kunnar áður en kosningarnar til Alþýðusambandsþings komu fram? Þá hefði kjósendum við þær gefizt færi á að sýna hug sinn til ráðagerða stjórnarinnar. Nei, þeim var þvert á móti haldið leyndum eftir því sem föng voru á. Framsóknarbroddarnir gengu m. a. s. svo langt, að þeir leit- uðust við að fá fylgismenn sína til að styðja kommúnista, sam- tímis því, sem kommúnistarnir kepptust við að fordæma allt, sem vitað var um, að Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson héfðu í huga til lausnar vanda- málunum. Dregur Hannibal sig í hlé? Nú er Alþýðusambandskosn- ingum lokið og enginn veit, hvernig það muni snúast við málum. Ótvírætt er, að Sjálfstæð ismenn hafa unnið mjög á. Þeir eiga miklu fleiri fulltrúa en nokkru sinni áður, og hefur hitt þó enn meiri þýðingu, að nú STAKSTFIWIÍ keppast fulltrúar allra flokka við að lýsa fylgi sínu við boðskap okkar Sjálfstæðismanna í þessum málum, sem Þorvaldur Ólafsson, fulltrúi Iðju, setti skelegglega fram í Alþýðublaðinu sl. sunnu- dag^ „Ég teldi æskilegast, að mynd- uð yrði fyrir Alþýðusambandið, einhvers konar stjórn, sem óháð- ust stjórnmálaflokkunum, vel samstarfshæf til að vinna að mál- um verkalýðsins". Áður fyrri hefði þetta verið tal inn fyrirlitlegur boðskapur „í- haldsins". Nú orða umboðsmenn allra flokka þessa sömu hugsun á mismunandi veg. Óneitanlega er fróðlegt að heyra, þegar þessu er haldið fram af hálfu fyrri stuðningsmanna Hannibals: „Ég teldi æskilegast, að næsta sambandsstjórn yrði mynduð á sem breiðustum grundvelli og á ég þar við faglegan grundvöll en ekki flokkspólitískan. Ég tel, að hreint ófremdarástand hafi ríkt í verkalýðshreyfingunni vegna hinna miklu innbyrðis átaka, og nauðsynlegt að þeim linni. Heppi legast held ég, að næsti foyseti Alþýðusambandsins yrði einhver, sem ekki stæði mjög framarlega í pólitík". Þetta er nú sagt, af hálfu mann anna, sem fyrir kosningarnar hömuðust ákafast fyrir að Hanni bal yrði endurkjörinn. Nú er haft eftir Hannibal sjálfum, að hann telji engum manni fært til lengdar að gegna tveim svo vandamiklum embættum sem fé- lagsmálaráðherra og forseta Al- þýðusambands íslands! Þó að óljóst sé, hvað Alþýðu- sambandsþingið muni gera, verð ur ekki um það deilt, að kosn- ingarnar til þess fólu í sér mikið vantraust á núverandi ríkisstjórn. Landhelgismálið Síðan vék Bjarni Benediktsson að landhelgismálinu og rakti af stöðu Sjálfstæðismanna í því. — Hann minnti m .a. á, að fyrir skemmstu hefðu borizt hingað tvær vinsamlegar fregnir. Önn ur var um stuðning Peter Feder- spiels, dansks fyrrverandi ráð herra, við málstað okkar á Ev- rópuþinginu í Strassburg. — Federspiel harmaði einkanlega, að ráðherrar Atlantshafsbanda- lagsins hefðu ekki látið málið nóg til sín taka og komið í veg fyrir herhlaup Breta. Svipað kom fram hjá brezkum ritstjóra, sem hér var á ferð í haust og talaði í brezka útvarpið fyrir skemmstu um málið af meiri skilningi í okkar garð en áður hefur heyrzt í Bretlandi. Hann taldi einnig að Atlantshafsbanda- lagið hefði brugðizt skyldu sinni í málinu. Báðir þessir reyndu og velviljuðu menn skilja sannindi þess, sem við Sjálfstæðismenn höfum bent á hvað eftir annað að stjórnin lék illilega af okkur, þegar látið var vera að kæra Breta vegna fyrirhugaðrar ógn unar við íslenzkt landsvæði og heimta að haldinn yrði ráðherra- fundur Atlantshafsbandalagsins um málið. — Enginn brezkur ráðherra hefði getað farið af þeim fundi til að fyrirskipa vald beitingu gegn sínum óvopnaða bandamanni. Nú er að taka því, sem orðið er, og þá verður með öllum ráð um að reyna að bægja burtu þeim voða, sem ógnar fiskimönn unum á miðunum í vetur. Guðs mildi er, að enn hafa ekki stór- slys orðið. En hvað tekur við á vertíð, þegar miklu fleiri eru við veiðar en nú, veður verri, myrkur meira og ef til vill auk- in beizkja, ef ekki hatur? Þá minntist ræðumaður á frumvarp Sjálfstæðismanna um aldurshámark biskups og ræddi síðan um kjördæmamálið. Hann sagði m. a. um það. Framh. á bls. 18 Aðvaranir Sjálfstæðis- manna Engir hafa varað þjóðina oftar og alvarlegar við afleiðingunum af vaxandi verðbólgu en Sjálf- stæðisflokkurinn. Þetta kemst jafnvel Tíminn ekki hjá að við- urkenna í forystugrein sinni i gær. Birtir blaðið þar nokkur um mæli úr Morgunblaðinu fyrir 16—17 árum, m. a. eftirfarandi ummæli frá 29. maí árið 1941: „En hitt er jafnvíst, að þvi lengur sem slegið verður á frest að stinga við fæti og reyna að sporna við dýrtíðarflóðinu, því erfiðara verður að finna úrræðf til úrbóta“. Öllum hugsandi mðnnum verð- ur ljóst, að með þessum ummæl- um er sjálfur sannleikurinn sagð- ur. Og það er einmitt vegna þess, að þjóðin hefur ekki í tæka tið tekið tillit til þessarar aðvörun- ar, að svo er komið sem komið er. Málgögn Sjálfstæðisflokksins og leiðtogar hans hafa haldið áfram að vara þjóðina við kapp- hlaupinu milli kaupgjalds og verð Iags og verðbólgunni, sem af því leiðir. En þeir hafa ekki látið við það eitt sitja. Bæði á árunum 1941—1942, 1947 og 1950 tók flokkurinn ýmist þátt í eða hafði forystu um ráðstafanir, sem miðuðu að því að stöðva vöxt verðbólgunnar og skapa jafnvægi í efnahagsmálum þjóðarinnar. En niðurstaðan varð því miður ekki eins jákvæð og skyldi. J af n vægistímabilið firá 1950—1955 Þannig tókst t. d. undir for- ystu Sjálfstæðismanna að skapa og viðhalda jafnvægi í efnahags- málum þjóðarinnar á árunum 1950 til 1955. Á því tímabili var greiðsluhallabúskap útrýmt úr ríkissjóði, sparnaður jókst meðal almennings og verðbólgunni var í aðalatriðum haldið í skefjum. Sést það m. a. af því, að á tíma- bilinu frá árslokum 1952 til miðs árs 1955 stóð framfærsluvísital- an alveg í stað, og voru þó niður- greiðslur verðlagsins aðeins aukn ar sem nam 1,6 vísitölustigum. En jafnvægisstefnan, sem Sjálfstæðismenn beittu sér fyr- ir á þessu tímabili, var brotin niður af hinum pólitísku verk- föllum kommúnista árið 1955. Þá hækkaði kaupgjald að meðaltali í landinu um 22% á einu ári. Og afleiðingarnar létu ekki standa á sér. Þegar kommúnistar hófu verk- fall sitt vorið 1955 og settu fram kröfu um allt að 60% kauphækk- un, vöruðu Sjálfstæðismenn þjóð ina við afleiðingum þessara ráð- stafana. En kommúnistar sögðust vera að bæta kjör launþeganna. Allt tekið af launþeg- unum aftur Sjálfstæðismenn sögðu htns vegar, að fólkinu væri ekki gagn að slíkum kauphækkunum, sem að vörmu spori hefði í för með sér stórfellda rýrnun á kaup- mætti launanna vegna aukinnar verðbólgu. Kommúnistar sögðu að þetta sýndi fjandskap Sjálf- stæðismanna við verkalýðinn. En hvað hefur svo gerzt? Kommúnistar hafa komizt sjálfir i ríkisstjórn. Fyrsta verk þeirra þar var að leggja á nýja skatta og tolla, sem tóku ekki aðeins allar kauphækkanirnar frá 1955 af verkalýðnum, heldur miklu meira. Með þessu hafa kommún- istar og núverandi stjórnarflokk- ar allir lýst því yfir, að kaup- hækkanirnar 1955 hafi verið blekking ein og hjóm. Verkföllin voru aðeins pólitískt herbragð kommúnista til aí' ryðjast til valda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.