Morgunblaðið - 23.10.1958, Page 6

Morgunblaðið - 23.10.1958, Page 6
6 M O Tt G V /V B L 4 Ð 1 Ð Fimmtudagur 23. okt. 1958 Þýzka verzlunarkonan sem notfærdi sér dýraást Þjóðverja 1 ÞÝZKALANDI eru útreið- ar á íslenzkum hestum að komast í tízku sem tóm- stundagaman. Vekur það jafn- an mikla athygli þar í landi þegar hestaflutningaskipin koma til Hamborgar. Blaðið Spiegel birti nýlega meðfylgj- andi grein um innflutning ís- lenzkra smáhesta. Það hefur komið í Ijós, þótt ótrúlegt kunni að virðast, en enn vaka í brjósti fjölda Þjóðverja rómantískar tilfinningar. Verzl- unarkonan Ursula Schaumburg, sem starfar hjá útflutnings- og innflutningsfyrirtækinu Jordan | íær” & Rolfs í Hamborg hugsaði sér að notfæra sér þessar tilfinning- ar með allóvenjulegum hætti. Hún tilkynnti fyrir löngu að hún ætlaði að flytja inn íslenzka smáhesta. & Fyrirspurnum rlgnir niður Við þessa tilkynningu hlýnaði þúsundum Þjóðverja um hjarta- ræturnar, — með þeim vöknuðu minningar um gömul ævintýri, eins og um söguna af Kristofer Rilke. Loksins virtist sem æsku- draumar þeirra ætluðu að ræt- ast. í skrifstofu Ursulu Schaum- burg hlóðust bréfin upp með samtals 8000 fyrirspurnum. Svo virtist sem nýtt tómstundagam- an væri að komast í tízku í Þýzkalandi, enda lögðu jafnvel tízkuhöfðingjar blessun sína yfir það, eins og sjálfur von Eck- ardt, ráðuneytisfulltrúi í Bonn. Þó eru nokkrar hindranir í vegi fyrir því að „fína“ fólkið í Vestur-Þýzkalandi geti öðlazt nýja lífsgleði með því að söðla hest sinn og ríða af stað. Verzlunarkonan Schaumburg reyndi þegar árið 1955 að flytja inn til Vestur-Þýzkalands nokkra íslenzka smáhesta. Þessir hestar sem hafa verið notaðir til ferða- laga á íslandi um aldir, eru aðeins 120 cm. á hæð um herða- kambinn. Þeir lifa villtir og nær- ast aðeins á grasi og heyi. Þeir þurfa ekki kornfóður og þola eins og ekkert sé fárviðri og kuldanæðing vetrarins. Þó tókst hinni ungu verzlunar- konu ekki að flytja nema 10—15 hesta árlega til Vestur-Þýzka- lands. Það var fyrst sumarið 1957 eftir að hún hafði sjálf heimsótt Geysiseyjuna með dótt- ur sinni, Dagmar, sem skriður fór »ð komast á málið, enda hafði hún fengið nýjar hug- myndir um viðskiptahætti í ferðinni. Ursula Schaumburg hafði komizt að því á íslandi að þar verður að slátra á hverju ári um 5000 folöldum. Stafar þetta af því að árleg viðkoma er 6000 folöld, en fóðurskorturinn veldur því að aðeins er hægt að setja um 1000 þeirra á. Nú lagði verzlunarkonan áætlanir um að flytja folöldin 5—7 mán- aða gömul til Þýzkalands og selja þau í Hamborg fyrir 300 mörk. Ursula Schaumburg hlýddi ráðum vinkonu sinnar, skáld- konunnar Ursulu Bruns, að setja sig í samband við Heinz Ockhardt, blaðamann í Bonn, sem enn var ósköp ófróður um íslenzku smáhestana, en „punktaði'* hins vegar niður allt það sem Úrsúlurnar tvær sögðu um Island og hestana. Frásögn hans nefndist: „Hver vill bjarga 5000 íslenzkum smáhestafolöldum?" Hún hitti þýzka dýravini beint í hjarta- stað og von Eckhardt, blaða- fulltrúi þýzku stjórnarinnar, tók nú að sér forystu um að bjarga vesalings dýrunum undan slátraraöxinni. Hið útbreidda blað Bild í Ham- borg, sem hafði getið sér mikinn og góðan orðstír í bar- áttunni gegn hundadrápi, dýrkaði Ursulu Schaumburg nú sem bjargvætt folaldanna. 24. okt. 1957 skrifaði Ursula Ursula Schaum- burg kunni að nyt dýraástina Schaumburg Ockhardt blaða- manni og sagði meðal annars: „Yður hefur tekizt ágætlega að blása þetta mál upp. Nú leikur allt í lyndi fyrir mér og málið er að komast á góðan rek- spöl.“ • Firmað Jordan & Rolfs fylgdi nú hinum gömlu reglum frjáls markaðar, þar sem framboð og eftirspurn ákveða verðið. Það seldi folaldið á 300—340 mörk, komið til Hamborgar og bætti við það 60 mörkum fyrir toll- inum og 20 mörkum fyrir af- fermingarkostnaði og greiðslu til dýralæknis. En nú urðu margir hestavinir, þeirra á meðal Heinz Ockhardt, ókvæða við. Dýravinafélagið í bænum Altena í Westfalen gizk- aði á að verzlunarfyrirtækið í Hamborg væri að gera sér mat úr dýraástinni. Það sneri sér til þýzka sendiráðsins í Reykjavík og óskaði eftir upplýsingum um folaldsverð. Cassens viðskipta- ráðunautur sendiráðsins svaraði að folaldsverðið í Reykjavík væri 150—170 mörk og að flutningskostnaður til Ham- borgar næmi 130—140 mörkum. Á meðan höfðu hestavinir í Þýzkalandi fengið nýtt ásök- unarefni gegn Ursulu Schaum burg. Það hafði komið í ljós, að ekki er hægt að nota ís- lenzku smáhestana til reiðar fyrr en þeir eru 4ra vetra, svo að folaldakaupendurnir verða að bíða í 3 ár eftir því að draumarnir rætist. Nú hefur verzlunarkonan Ursula Schaumburg ákveðið að flytja aðeins inn fullorðna hesta. í byrjun september komu fyrstu 24 hestarnir til landsins og nú er allt útlit fyrir að þessi skemmti- legi skrípaleikur breiðist út til annars vestur-evrópsks lands, til Mónakó, því að furstahjónin í þessu smáríki hafa keypt tvo smáhesta af frú Schaumburg. Jón Arnason — minning Fæddur 21. maí 1937. Dáinn 18. október 1958. í DAG fimmtudag 23. okt. verður til moldar borinn ungur maður, aðeins 21 árs að aldri. Það er orð að sönnu að skammt er rtlilli lífs og dauða. Það er ekki ýkjalangt síðan að Jón rétti hressilega fram höndina í kveðjuskyni, þar sem hann lá sjúkur, með bros á vör, er hans var jafnan vandi Harmur hefur lostið foreldra, bræður og mágkonu. Vini og kunningja setur hljóða við svo snögga andlátsfregn. Jón Árnason var fæddur í Reykjavík 21. maí 1937, sonur hjónanna Árna Jónssonar stór- kaupm. og Stefaníu Stefársdóit- ur. Hann var næstelztur þriggja sona þeirra hjóna. Ég kynntist Jóni, er hann kom í Verzlunarskóla íslands haustið 1952 og bundumst við brátt sterk um vináttuböndum, sem aldrei slitnuðu eftir það, sem betur fór, því Jón var ékaflega trúr og tryggur vinur. Það var alltaf svo uppörvandi að hitta Jón, því það var svo mikill kraftur og fjör er fylgdi honum. Hann var jafnan svo hýr og léttur í lund og hafði yndi af allri gam- ansemi. Jón var sérstaklega greiðugur og vildi öllum gott gera. Hann veiktist skyndilega í sept. sl. og lá rúmfastur þar til yfir lauk. Um leið og ég bið þig, kæri vinur, að fyrirgefa þessi fátæk- legu kveðjuorð, vil ég þakka þér fyrir góða viðkynningu og hinar mörgu ánægjulegu samverustund ir, er við áttum. Foreldrum, bræðrum og mág- konu votta ég einiæga samúð mína, og bið Guð að blessa sál hins látna vinar inm alla eilífð. Minning göfug gulli dýrri gleði vekur mínu hjarta. sveipar ylur sólu hlýrri sorgardaga rökkur bjarta. Góði vin, þér gleymi ég eigi, gakk nú heill mót nýjum degi. Blessuð sé minning hans. V. Ásmundsson. ★ f DAG er kvaddur hinztu kveðju Jón Árnason, Víðivöllum við Sundlaugaveg. Mörgum sem í dag standa við líkbörur þessa unga efnilega manns, mun finnast hið skrifar úr daglega lífínu J Leiðréttingartíska eða umönnun? ARNI ísleifsson sendir „Les- anda" eftirfarandi svar, varð- andi skrif hans um framburð á orðunum pilsunum og réttunum, sem birtist hér í dálkunum fyrir skömmu, en greinarkorn eftir Árna var einmitt tilefni þeirra skrifa: „Lesandi“ veður fram á ritvöll- inn þann 17. þ. m. í „pilsonum" sínum, eftir allgóða hvíld. Hann er búinn að finna upp heilmikið slagorð „leiðréttingartízku", sem réttara væri að kalla umönmin og virðingu fyrir móðurmálinu. Forfeður okkar hafa talað svona, segir hann, en það sannar alls ekki að framburður þeirra hafi verið réttur, né ekki megi breyta honum. Forfeður okkar höfðu ýmsa ávana, sem lagðir hafa verið niður átölulaust. Auk þess er þessi forfeðrasöngur „Lesanda" gömul slitin plata, sem telja á lesendum trú um að and- stæðingurinn sé voða vondur maður, sem hati og lítilsvirði það sem gamalt er og gott. Hann kall- ar skólamenn til liðs við sig, en gengur treglega að vonum. Ég veit ekki betur en að stafsetning ráði framburði í íslenzku, nema í orðum eins og langur og dreng- ur, sem Kiljan ritar þó lángur og dreingur, og teljist það því rétt sem ég hef haldið fram hér. Að fara nú að kenna framburðinn „kvurnig og krökkonum" er því spor aftur á bak. Æskan, sem „Lesandi" kallar „kenjótta unglinga", á hér mestan hlut að móli, að mínu áliti. Ég heyrði tvær litlar telpur raula umrætt lag, sem þessi skrif hafa spunnizt af. Þær sungu rétt- unum, pilsunum, án uppgerðar og eðlilega, og var ég söngvaranum þakklátur, að hann skyldi hafa þá hirðusemi til að bera, að nenna að vanda malfar sitt, sem hann reyndar alltaf gerir, og á heiður fyrir. „Lesandi" varast að minnast á framburðinn habbði og saggði, kannski vill hann banna hanr., en leyfa pilsonum og réttonum. Hann telur sig einan hafa vizk- una til að banna eitt og leyfa ann að. „Lesandi" segir að ég geri lítið úr ást hans á málinu, þetta er ekki rétt. Ég hef þó ást að háði, sem vill hafa það óhreint og ó- vandað, sem henni er kært. Móð_ urmálið er djásn sem við eigum. Þurrkum því af því ryk og óhrein indi, til að það megi glóa sem skærast. Mál þetta er útrætt af minni hálfu". Góðir listamenn — lélegt hljóðfæri VIÐ eigum því láni að fagna að eiga oft kost á að heyra fal- lega tónlist, flutta af afbragðs einleikurum á píanó, bæði inn- lendum og erlendum, og eiga þeir þakkir skildar, sem stuðia að því að svo megi vera. Undanfarið hafa tvær ungar stúlkur, afbragðs listamenn, kom ið hingað um langan veg, til að leyfa okkur að njóta listar sinnar, og ég held ég hafi heyrt auglýsta hljómleika ungs, íslenzks píanó- leikara. Þegar svo margir píar.ó- tónleikar eru á ferðinni, finnst mér tími til kominn að hafa orð á einu, sem ekki er vansalaust í þessu sambandi. Hljóðfærið í því húsi, sem oftast er notað til slíks hljómleikahalds er svo slæmt að varla er hægt að bjóða góðum listamönnum upp á það. Hafa gagnrýnendur oft vikið að þessu í dómum sínum. Mér finnst einhvern veginn að byrjað sé á öfugum enda, þegar ekki er fyrst tryggt að gott hljóð- færi sé fyrir hendi, áður en stefnt er hingað píanóleikurum um langan veg. Sjálfsagt er slíkt hljóðfæri dýrt, en ég býst við að færustu hljóðfæraleikarar séu líka dýrir, og persónulega held ég að ég vildi heldur bíða með að heyra til þeirra, þangað til búið væri að spara upp í kostnað- inn af góðu hljóðfæri, þó ég vildi að sjálfsögðu ekki fara alveg á mis við það. skyndilega brótthvarf hans tor- skilið og miskunnarlaust. Víst ættu flestir fullorðnir að þekkja fallvaltleik lífsins, en þó kemur dauðinn alltaf á óvart og skilur eftir svo djúp og mikil sár við snögg umskiptí lífs og dauöa eins og hér hafa orðið, að aðeins trú og tími geta læknað. Jón Árnason var fæddur i Reykjavík 21. 5. ’37 og var hér smn stutta aldur allan. Hann á til góðra að telja og kippti í kynið hvað alla manngæzku og óvenju- lega hjálpsemi snertir, auk ann- arra kosta er hann erfði frá for- eldrum sínum sem bæði eru af mannkosta- og dugnaðarfólki. Móðir Jóns frú Stefanía Stefánsd. dóttir Stefáns Stefánssonar fyrrv. skipstj. að Bergi í Rvík og Ingi- bjargar Sakaríasdóttur, og Árni faðir Jóns, var sonur Jóns prests Árnasonar í Otradal og á Bíldu- dal, og Jóhönnu Pálsdóttur. Jón naut ríkulegrar umhyggju- semi á heimili foreldra sinna og bjó í ríkum mæli yfir þeirri ástúð, hlýju-og hjálpsemi sem þar var ævinlega ríkjandi. Hann átti í uppvextinum völ á öllu því bezta, en þekkti þó vel erfiðleika í raun bæði sinna nánustu og þeirra er fjær voru, því sá var andinr. á heimili hans að ekkert slíkt væri því heimili óviðkomandi, og þessa eiginleika foreldranna erfði Jón í ríkum mæli. Hann hafði búið sig undir lífsstarfið og hafið það í tyrirtæki föður síns, er hann svo skyndilega á morgunstund lífsins var á brott kallaður. Banamein hans var illkynjaður blóðsjúkdómur, sjúkdómslega hans mjög stutt, *g andlát hans kom sem reiðarslag yfir alla. Jón verður öllum er honum kynntust minnisstæður. Hann var hlédrægur piltur, tranaði sér aldrei fram. En þeim sem kynnt- ust honum varð fljótt ljóst, að þar fór tryggur piltur með heil- steypta skapgerð. Þetta fundu þeir bezt sem umgengust hann mest. Tvítugur piltur skilur ekki eftir sig fótspor í þjóðlífinu.En stórum hóp skyldmenna og vina finnst nú skarð fyrir skildi er Jón er horfinn. Sárastur er harmur móð- ur hans, föður og bræðra, sem nú hafa svo mikils misst. En hugg un er það sárum harini gegn að að lengi mun hrein og björt minn ing lifa um flekklausan og yndis- legan ungan mann, sem var hvers manns hugljúfi er honum kynnt- ist. A. St. GJÖGRI, Ströndum, 20. okt. — Barnaskólinn í Árneshreppi var settur í gær. Torfi Guðbrands- son, skólastjóri, setti skólann, og bauð, að skólasetningu lokinni, öllum til kaffidrykkju. Skóla- skyld börn í hreppnum eru nú 35 og starfar skólinn í 5 deildum. 9 og 10 ára börn verða í skólan- um næstu 4 vikurnar og þá taka við 11, 12 og 13 ára börn. Kenn- ari við skólann verður, auk skóla stjóra, Gunnsteinn Gíslason og ráðskona er Margrét Jónsdóttir. Veður er hér gott, stillur og aftur snjólaust. — Regína.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.