Morgunblaðið - 23.10.1958, Side 8

Morgunblaðið - 23.10.1958, Side 8
9 MORGVHBLAÐIÐ Fimmtudagur 23. okt. 1958 Páll Magnússon: Stjórnarskráin og ríkisvaldib ÁRIÐ 1946 voru sett lög í Dan- mörku og Noregi um eignaupp- töku.Norsku lögin nefndust: „Lov om engangsskatt pá formue- stigning“. Löndin voru þá bæði nýleyst undan 5 ára hernámi nazista. Innlend lög voru þann tíma ekki gildandi í þessum ’iiad- um og athafnalíf var þar að því leyti utan við lög og rétt. Þetta gilíi auðvitað iíka um ails konar eigi'.atilfærslur. Eignaaukning einstaklinga varð ekki til í skjóli inn endra laga. Hún var í raun- inni ólögleg og naut því ekki stjórnskipulegrar verndar. Af því leiðir, að eignatakan, samkv. norsku og dónsku lögunum, fór ekk: í bága við stjórnlög land- arma. Hún var ekki í þessu til- felli „retstridig Konfiskation." En höfuðástæðan fyrir þessari lög- gjöf var vafalaust sú, að atvinnu- og efnahagslíf landanna hafði, eins og gefur að skilja, gengið að meira og minna leyti úr skorðum og fátækt komin í stað velmeg- unar. Efnahagsástandið hér á landi var ekkert líkt þessu. Hér var auðsæld og almenn velmegun eftir peningaflóð stríðsáranna. Hér þurfti vissulega ekki að grípa til neinna örþrifaráða, nema þá til að jafna illa séðan eignamun. — En íslenzk stjórnarvöld stóðust ekki freistinguna, er þau fengu fréttir af eignaupptökunni í Nor- egi og Danmörku. Alþingi setti tvenn lög 1947, önnur um eigna- könnunarskatt, hin um eignaauka skatt. Næst komu lögin Trá 1950, um stóreignaskatt, og síðan lög 1957, um skatt á stóreignir. Auð- vitað áttu öll þessi lög um upp- töku eigna hjá íslenzkum skatt- þegnum að styðjast við fordæmið frá Noregi og Danmörku. En hér var bara ólíku saman að jafna. Með ísl. lögunum var verið að taka af mönnum eignir, sem þeir höfðu aflað í skjóli íslenzkra laga og réttar, en í hinum löndunum var um að ræða eignir, sem orðið höfðu til undir erlendu valdi. Enginn getur neitað því, að svonefndur skattur á stóreignir, samkv. lögum 44/1957, er eigna- taka en ekki gjald af tekjum eða afrakstri. Slík eignaskerðing er ekki bjargráð eða jákvæð úrlausn í fjárhagsvandræðum, nema í hallæri. Hún er höfuðstólseyðir.g hjá atvinnurekendum og um leið skaðsamleg skerðing á gjaldstofn- um hins opinbera. I eðli sínu er hún bæði stjórnskipulegt réttar- brot og háskalegt brot á hag- fræðilegum lögmálum, sem allt atvinnulíf landsmanna og fjár- hagsleg afkoma þeirra stendur og íellur með. — Að ganga á eignir er aldrei annað en óafsakanlegur búskussaháttur. Skattur til hins opinbera getur, samkv. hlutarins eðli, aldrei þýtt annað en gjald af einhvers konar tekjum. Eignarskattur þýðir skatt af tekjum, sem eign gefur af sér á einn eða annan hátt, enda kom þetta fram í umræðum á Alþingi, þegar lög um tekju- og eignar- skatt voru sett. — Ef heimild til eignaupptöku hjá skattþegnun- um fælist í ákvæðum stjórnar- skrárinnar, um vald Alþingis tii skattálagna, gætu mannréttinda- ákvæði hennar í 67. og 69. gr. hæglega orðið einskis virði. Með sliku valdi er hægur vandi fyrir þing og stjórn að uppræta, þegar það þykir hentugt, allt frjálst einstaklingsframtak og koma í þess stað á allsherjar rikisrekstri og þjóðnýtingu. Allt þetta mætti þá gera, án þess að breyta orði í stjórnarskránni. Slík heimild er auðvitað ekki til í stjórnskipunarlögunum. En það er hægt að misbeita því skatt- valdi, sem þar er fengið í hendur Alþingi, svo að stjórnarskráin verði dauður bókstafur og það er einmitt það, sem verið er að vinna að með löggjöfinni um eignaupptöku. Sú löggjöf hefir í för með sér vaxandi vald og auk- in fjárráð hjá stjórnarvöldunum, en um leið og að sama skapi minnkandi mannréttindi og sjálf- ræði hjá almenningi. Það er stefnt að því að gera stjórnar- skrána jafnþýðingarlausa og búið er að gera ráðherraábyrgðariögin og' lögin um landsdóm. Umræddar aðfarir eru afsakað- ar með peningafalli, útflutnings- uppbótum, verðbólgu, lánsfjár- skorti og öðru slíku. En þetta eru syndir stjórnarvaldanna og stafa af ofstjórn þeirra, hóflausri eyðslu og ráðdeildarleysi. Ein á- stæðan á að vera sú, að eigna- menn græði í krónutali á pen- ingafallinu. Enginn veit þó til þess, að kúnum fjölgi nokkuð í fjósinu hjá ísl. sveitabónda við það eitt, að ísl. krónan lækki í verði, né heldur að skip verði veiðisælla eða hús íbúðarhæfara af þeirri ástæðu. Eins og geíur að skilja eru allar þessar viðbárur bæði haldlausar og villandi. Og það verður engin bót ráðm á bví ófremdarástandi, sem stjórnmála mennirnir eru búnir að korr.a at- vinnu- og fjárhagsmálum okkar í, með því að ganga stöðugt á eignir aðþrengdra atvinnuvega. Slít bjargráð gera illt verra og eru aðeins til þess fallin, að cpna ráðlausum stjórnendum nýjar leiðir til áframþaldandi bruðlun- arsemi og óstjórnar. Það er hægt að brjóta stjórnar- skrána á þann veg, að allir verði fyrir sama tjóni. Til dæmis með því að afnema málfrelsi manna. Þetta er eins konar jafn- rétti í ranglætinu. Það væri á H úsgagnaverzl unin Laugavegi 36 — Sími 1-31-31 Hinar marg eftirspurðu, nýtízku komóður komnar aftur. — Pantanir óskast sóttar strax. Húsgagnaverzlunin Laugavegi 36 — Sími 1-31-31 íbúðarhús Höfum til sölu íbúðarhús í Kópavogi. í húsinu eru tvær íbúðir 2ja og 3ja herbergja. Góðir greiðsluskilmálar. IBÚÐA- OG HÚSASALAN Jón P. Kmils hdl. Bröttugötu 3A símar 14620 og 19819. sama hátt jafnrétti í lögunum um skatt á stóreignir, ef hin löglausa eignaupptaka þeirra kæmi jafn þungt niður á alla, sem eiga jafn- miklar eignir. En slíkt jafnrétti finnst þar ekki. Menn eru í þess- um lögum, einnig um þetta, beitt- ir svo hróplegu og augljósu rang- læti, að það er alveg furðulegt að Alþingi skuli láta slíka löggjöf frá sér fara. Samkvæmt 5. gr. laganna þarf A, sem á eina milljón króna skuldlausa eign, ekkert að greiða af henni, en B, sem á eina milljón og tíu þúsund verður að greiða 15% af þeim tíu þúsundum, sem hann á umfram A.. Hvers vegna mátti þetta ekki vera minna og jafnara? Þetta er þó hreinasta há- tíð hjá öðru verra. Samkv. 3 gr. laganna eru innstæður í bönkum, sparisjóðum, löglegum innláns- deildum, svo og ríkisskuldabréf og skuldabréf með ríkisábyrgð alveg undanþegin skatti. Þetta þýðir, að A, sem á eina milljón í skuldabréfi, tryggðu með veði í fasteign, og aðra milljón í öðr- um eignum, verður að gjalda af bréfinu 175 þúsund krónur. En B, sem einnig á tvær milljónir, þar af aðra í skuldabréfi, tryggðu með ríkisábyrgð, er látinn sleppa alveg gjaldlaus. Dómstólarnir munu kalla þetta ólöglega mis- munun. — Það er mjög vægt orð yfir svóna ranglæti. Það er í rauninni örðugt að finna nokkrar málsbætur fyrir þá fulltrúa þjóðarinnar, sem standa að slíkri lagasetningu á Alþingi. Afsökun þeirra virðist helzt vera fólgin í því, að þeir tapi bæði ráði og rænu í barátt- unni um kjósendafylgið. Ef svo er, má þjóðin lofa Guð fyrir, að hún á óháða dómstóla og dómara, sem standa og eiga að standa ut- an við stjórnmálabaráttuna og geta af hlutleysi gætt þeirrar skyldu sinnar að vernda stjórnlög landsins í smáu sem stóru, svo að engin fyrirmæli þeirra um frelsi og mannréttindi þegnunum til handa séu brotin eða sniðgtngin og að engum ákvæðum hetrnar um vald yfir þegnunum eða eígn- um þeirra sé misbeitt. Allir vita að til eru sterk póli- tísk öfl í landinu, sem hafa að markmiði að koma allri stjórn- skipan okkar og hagkerfi hennar fyrir kattarnef. Þessi öfl eru nú ekki aðeins mikilsmegandi á Al- þingi heldur líka í stjórn lands- ins. Því meira veltur á því, að dómsvaldið gæti skyldu sinnar við þjóðina og stjórnskipunarlög hennar og meti þau umfram öll önnur lög, líka þau, sem hentugt þykir að kalla bjargráð. Mesta bjargráð þjóðinni til handa er að stjórnlög hennar séu höfð í heiðri og haldin í öllum atriðum. Þau eru í senn lög laganna og bjarg- ráð bjargráðanna. Þau hafa inni að halda allar meginreglur um þjóðfélagsiegt sambýli kristinna manna og í þeim er að finna boð- skap hins kristna sósíalisma um frelsi, jafnrétti og bræðralag. Ég vil að lokum minna á það, að beztu og vitrustu menn Sam- einuðu þjóðanna hafa sanvið og undirritað mannréttindayfirlýs- ingu, sem er í öllum meginatrið- um samhljóða ísl. stjórnar- skránni. Talar þetta sínu máli um mikilvægi hennar. Eitt ákvæði mannréttindaskrárinnar fjallar um friðhelgi eignarréttarins. Það hljóðar svo í ísl. þýðingu: 1) „Hverjum manni skal heim- ilt að eiga eignir, einum sér eða í félagi við aðra. 2) Engan má eftir geðþótta svipta eign sinni.“ íslenzka þjóðin er aðili að mannréttindaskránni. Það má aldrei gleymast, að stjórnarskrá okkat c-r menning- ararfur, sem þjóðin verður að gæta eins og sjáaldurs auga síns, á hverju sem gengur. Tekjuhár söngvari LONDON, 22, okt. — Tommy Steele er orðinn einn tekjuhæsti kvikmyndaleikari heims. Hann hefur nú undirritað samninga við brezkan kvikmyndaframleið- anda, George Brown, og mun Tommy leika í þremur kvikmynd um á næsta ári. Fær hann 50,000 sterlingspund fyrir hverja auk 15% ágóðans af sýningum. Tommy er nú að leika í nýrri mynd, sem verður frumsýnd um jólin. George Brown er nú að leita að hæfilega fallegri stúlku til þess að leika á móti Tommy í fyrstu myndinni af þrem, en upptaka hennar verður hafin í vor. Gunnlaugur Jónsson kaupmaður — minning Ég viknaði við, er mér var sagt lát tryggðavinar míns og æsku- félaga, Gunnlaugs Jónssonar kaupmanns, Freyjugötu 15, sem lézt í Heilsuverndarstöðinni 15. þ. m. Og þó gladdist ég jafn- framt yfir, að þjáningum hans var lokið. Gunnlaugur heitinn var fædd- ur að Grund í Vesturhópi 20. júní 1894, sonur hjónanna Þor- bjargar Pétursdóttur og Jóns Jónssonar, er þar bjuggu, en síð- ar í Vesturhópshólum. Gunnlaugur bar nafn Ijúf- mennisins séra Gunnlaugs Hall- dórssonar, eins hinna mörgu ágætu presta, sem hafa þjónað Breiðabólstaðarprestakalli í Vest urhópi. Ég þekkti vel Grundarheimilið, hjónin þar voru guðfeðgin mín. Ég minnist systkinanna, bræðr- anna fjögurra og systurinnar, Sig ríðar, sem nú er ein eftir af systkinahópnum. Bræðurnir voru æskufélagar mínir, sumir glað- lyndir og gáskafullir, aðrir al- vörugefnir. Þetta var gott fólk, tryggt í vináttu, hógvært og æðrulaust í meðlæti og mótlæti. Allt virðulegt í framkomu. En það var þó Gunnlaugur, sem ég hafði mest kynni af. Enda hafa leiðir okkar legið saman í meira en þrjátíu ár, eftir að hann fluttist hingað til Reykjavíkur. Ég held mér sé' óhætt að segja, að við höfum verið tryggðavinir, og ég hafi átt trúnað hans fram- ar en flestir vandalausir. Við vorum þó mjög ólíkir í lund, hann alvörumaður, athugull, frekar einrænn og ómanríblend- inn, en ég aftur léttlyndur og laus í mér. Má vel vera, að það hafi einmitt verið vegna þess, hve við vorum ólíkir, að við urð- um svo samrýndir. Gunnlaugur heitinn fyrirgaf mér alltaf, þó Aldrei meiri skipa- smíðar en nú LONDON, 21. okt. — (Reuter). — Lloyds vátryggingafélagið hefur gefið út skrá um það hve skipasmíðar séu miklar í heim- inum. Þar er upplýst að aldrei hafi jafnstór skipastóll verið í smíðum víða um lönd sem nú. Hér sést hv« stór floti skipa er á stokkunum í helztu skipa- smíðalöndunum, miðað við stærð talda í tonnum: Bretland........ 2,3 millj. Japan........... 1,1 millj. V-Þýzkaland .... 1,1 millj. Bandaríkin ..... 913 þús. Holland ........ 750 þús. Frakkland ...... 625 þús. Noregur ........ 334 þús. En samtals er nú verið að smíða um heim allan skipastól sem nemar 10 millj. tonnum. honum sárnaði við mig. Og sama var hvað ég bað hann um, það var allt velkomið og á þann hátt, að það meiddi ekki fátækan mann. Gunnlaugur stofnaði verzlun sína 1925, félítill, ókunnugur og óvanur verzlunarstörfum. En verzlun hans óx stöðugt, traust og velvild viðskiptamanna fylgdi honum. Það kom til af því, að hann var réttsýnn, áreiðanlegur og hjálpfús. Hann leit á verzl- unarstarfið sem þjónustu og vildi vera trúr þjónn. Ég þekki marga viðskiptamenn hans, suma ör- snauða. Þeir hafa allir minnzt hans með hlýleik og virðingu. Gunnlaugur var mjög heilsu- veill í æsku, og raunverulega aldrei heilsuhraustur. Foreldrar okkar reyndu hallæri og hungur hörðu áranna á seinni hluta 19. aldar. Það var enn fátækt í Vesturhópi í æsku okkar, sem nú erum að verða gömul. Það dró úr þroskanum og heilsan bilaði, ef þrekið var ekki því meira. Gunnlaugur naut lítillar mennt unar í æsku, sem hann þó hafði hæfileika til. Hann saknaði þess mjög. Það var vegna þess, og heilsubilunar, sem hann var um of hlédrægur. Hann hafði góða greind og var tillögugóður. Gunnlaugur hafði í heiðri hin- ar fornu dyggðir: iðjusemi, reglusemi og sparsemi. Hann þekkti erfiðleikana á því, að eign ast fyrstu fjármunina. Hann átti enn lítið, er hann kom hingað suður. En hann var mjög vel fjáður, er hann andaðist. Ég, sem lengi hefi fylgzt með fjárhag hans get borið um það, að hver peningur var vel fenginn. Þetta kom af því, að hann var skapað- ur fjármálamaður og kaupmað- ur, sem þekkti vel hvernig sam- an á að fara hagnaður viðskipta- mannsins og kaupmannsins. Við fyrstu kynni var Gunnlaug ur heitinn fálátur, en þó löðuð- ust menn að honum og varð hlýtt til hans. Hann átti þó fáa trún- aðarvini, en þeim brást hann aldrei. Hann var einlægur trú- maður og bænrækinn. Þar fékk hann styrk. Hann var stórlynd- ur, en kunni vel að stjórna skapi sínu. Gunnlaugur kvæntist ekki og átti ekki börn. Hann bar ein- staklega hlýjan hug til systkina sinna og systkinabarna, og vildi hag þeirra sem beztan. En mest mat ég Gunnlaug heit- inn fyrir hjartagæzku hans. Það var eins og hann kenndi sársauka og hryggðin skein úr augum hans, er bágindi og örbirgð voru ann- ars vegar. Hann vildi hjálpa og gerði það, oft rausnarlega. En hann vildi ekki láta vita hvaðan hjálpin kom. Að mínu viti áttu vel við um Gunnlaug heitinn hin fögru orð og fyrirheit Fjallræðunnar: „Sæl- ir eru hjartahreinir, því þeir munu Guð sjá“, og einnig: „Sæl- ir eru miskunnsamir, því þeir munu miskunn hljóta“. Það er gott veganesti á brautinni miklu. Megi hið milda ljós vísa veg- inn. Hannes Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.