Morgunblaðið - 23.10.1958, Síða 13
Fimmtudagur 23. okt. 1958
MORCVISBLAÐIÐ
13
Ólafur Finsen lœknir
minning
í>AÐ er dálítið óvenjulegt að
kynnast manni fyrst, þegar hann
er kominn á níræðisaldur og eiga
síðan kynni við hann rúman ára-
tug. En þannig voru kynni okk-
ar Ólafs Finsens læknis. Það
kann því að þykja ofdirfska af
mér að vilja nú minnast hans
í grein. En ég geri það í trausti
þess, að ég veit, að aðrir, sem
kunnugri eru en ég, riti um hann
í blöð, um æviferil hans og störf.
Já, Ólafur Finsen var um átt-
rætt, þegar ég kynntist honum,
Og ég býst við að það sé dálítið
táknrænt fyrir hann, að þessum
áttræða manni kynntist ég fyrst
á stúdentafundi, þar sem hann
undi sér vel og var glaðastur
hinna glöðu. Lítið stúdentafélag
hefur starfað á Akranesi, og Ól-
afur Finsen var fyrsti formaður
þess, og ég tók við formennskunni
af honum. Hann var í þessu fé-
lagi af lífi og sál og lét sér mjög
annt um það. Það var lengi venja,
að fyrsti fundur þess á vetrinum
væri á heimili Finsens. Þá undi
gamli læknirinn sér vel. Hann
var hrókur alls fagnaðar, bæði
í samræðum og söng. Mér liggur
við að segja, að hann hafi þá
stundum orðið eins og strákur
að nýju, svo leiftrandi var fjör-
ið og gáskinn, gleðin yfir góðum
samfundum, notalegum félags-
skap og gömlum minningum. Há-
marki náðu þessir fundir, þegar
þeir voru þar bóðir saman, öld-
ungarnir, Finsen og dr. Friðrik
Friðriksson. Samtal þeirra
tveggja gat á köflum orðið nær
óskilj anlegt okkur yngri mönn-
unum, þegar þeir voru að rifja
upp minningar sínar frá skólaár-
unum í gömlu Reykjavík. Þeir
töluðu þá gjarnan skóla-’slang'
frá þeim árum, og njál þeirra varð
stundum harla latínuskotið, eigi
sízt, ef dr. Árni Árnason var þar
nærri staddur og tók þátt í sam-
talinu.
um sig og varð þá það óhapp að
hann missti jafnvægið og
Gestur steig upp á borð-
ið góða öðrum fæti og féll allt
til jarðar með feikilegu brauki
og bramli, Gestur skáld og borðið
með öllu því, sem á var. Af slík-
um sögum frá löngu liðnu Reykja
víkurlífi úði og grúði í frásögn
Finsens á stúdentafundunum.
Þegar fundum okkar Finsens
bar saman fyrst, var hann orðinn
aldraður maður með mikla lífs-
reynslu og langan starfstíma að
baki. Hann var setztur í helgan
stein og naut ævikvöldisins í hópi
umhyggjusamra barna og góðra
vina. En því fór fjarri, að þarna
væri sljótt gamalmenni og „svefn
ugur seggur“. Það varð hann
aldrei, þótt hann kæmist á tí-
unda tuginn. Ef það er nokkuð,
sem einkenndi Finsen til efsta
dags, þá var það fjörið, ákafinn
og áhuginn. Hann var meira að
segja kvikur í spori og léttur í
hreyfingum fram á síðustu ár.
Morgungöngum sínum hélt hann
eftir að hann var orðinn blindur,
og mér þykir fagurt að minnast
þess, að þegar ég var að kenna
í skóla mínum á morgnana, þá sá
ég tíðum yfir unga kolla æsku-
lýðsins, hvar gamli maðurinn
kom eftir götunni, teinréttur og
frjálslegur í hreyfingum. Slíks
þykir mér gott að minnast, og
það er fagurt samræmj í þe’rri
mynd af gróandi æsku og heil-
brigðri elli á þeim stað, sem Ólaf-
ur Finsen unni.
Finsen undi illa kyrrstöðu; það
var eðli hans. Hann fyigdist af
lífi og sál með öllu því, sem var
að gerast: í heiminum, í landinu,
í bænum, í stjórnmálum og vís-
indum. Hann lifði til hins síðasta
samkvæmt kenningu Jónas Hall-
grímssonar: „Hvað er langlífi/
Lífsnautnin frjóva,/ alefling and-
ans/ og athöfn þörf“. Það lýsir
manninum nokkuð, að eftir að
gott sjúkrahús kom á Akranes,
I eftir embættistíma hans, þá ^ar
Ég harma það nú, að ég skyldi áhugi hans á sjúkrahúsinu og
ekki hripa niður eitt og annað úr læknisstarfinu svo mikill og vak-
þeim samræðum, og grafast eftir andi, að hann fékk að vera við
fleiru hjá Finsen, því að margs uppskurði og fara á stofugang
var að minnast fra langri ævi.
Ég minnist t- d. einnar sögu. sem
hann sagði úr Reykjavíkurlífinu
frá bernskuórum sínum. Hann
kvað það hafa tíðkazt um tíma,
áð á árunum eftir 1874 hefðu
Reykvíkingar haldið mannfagn-
að til að minnast þjóðhátíðarinn-
ar, og fóru þær samkomur fram
úti á Melum. Stúdentar og skóla-
piltar höfðu þar stórt veitinga-
og samkomutjald, sagði Finsen.
Þótti honum og jafnöldrum nans.
Reykjavíkurdrengjunum, gaman
að skyggnast þar undir tjaldskör-
ina, hann kvaðst eitt sinn hafa
séð, er Gestur skáld Páls-
son steig upp á stól til
að halda ræðu, en við hlið hans
stóð borð hlaðið vínföngum og
ölflöskum, glösum og borðbún-
aði. Ræðumaður sló nokkuð
með ungum kollegum sínum.
Söngmaður var Finsen góður
og hafði mikið yndi af söng, hafði
átt mikinn þátt í söngmálum kaup
staðarins áður fyrr. Og leikfimi
kenndi hann fyrir löngu síðan,
þegar frumherjar líkamsmennt-
arinnar voru að berjast við að
taka upp slíka kennslu. — I
nánd við hann var alltaf fjör og
hreyfing. Eins var hans andlega
líf. Hann var fljótur að taka af-
stöðu og fljótur að kveða upp
dóma og svipaði að því leyti, s'.lt
til loka, nokkuð til æskumanna
og þeirra tilfinningalífs. Hann
var einarður og ómyrkur í máli,
bæði um menn og málefni. Þó
skyldi enginn halda, að hann hafi
verið þröngsýnn og ósanngjarn.
Hann var, þegar öllu var á botn-
inn hvolft, mildur í afstöðu sinni
til náungans, og kærleikurinn
varð jafnan efstur í huga hans.
Hann var gersamlega laus við
smásmugulegan naglasakap og
þröngsýni. Hann var af
gamalli og göfugri em-
bættismannaætt, hafði alizt
upp í höfuðstað landsins, . var
menntamaður af gamla skólan-
um, og lét ekki smá kjör og kot-
ungshátt minnka sig. En fyrst
og fremst var það hin lífsglaða
lund og víðsýni, sem bjargaði hon
um fró því að brjóta bát sinn á
því skeri. Hann lét aldrei smækka
sig svo, að hann sæi ekki yfir
þúfnakollana umhverfis. Hann
hafði ætíð útsýn til fjallanna
og undi bezt lífsviðhorfi Háva-
mála: „Eldr es baztr/ með ýta
sonum/ ok sólar sýn“. Líklega
er það einmitt þess vegna, sem
hann varð svona gamall og eltist
svona vel.
Ef ég tryði á annað líf, mundi
ég vera sannfærður um, að þessi
aldni kunningi minn mundi verða
settur á þann stað í eilífðinni,
sem bjart væri í kringum hann,
nóg starf, söngur, gleði og hreyf-
ing, að „konungurinn heiðum-
hári“ mundi setja hann þar„í sínu
ríki sólskinsmegin á hvíturn
hest“.
En hvert sem kann að verða
hlutskipti okkar handan við hin-
ar dimmu dyr, þá er það víst,
að hlutskipti Ólafs Finsens er —
og verður gott.
Ragnar Jóhaimesson.
Fyrirliggjandi
veggspeglar
í ramma með hillum
Símahillur — Stólar með járnlöppum
hentugir í barnaherbergi.
Kristján Siggeirsson
Laugaveg 13 — Sími 13879
r
Rýmingarsalan
í dag seljum við:
Telpnaúlpur kr. 200.00
Drengjasportjakkar kr. 200,00
Herrafrakkar kr. 450,00
^ Poplinkápur kr. 700,00
og ýmsar aðrar ódýrar vörur
^Uöru/iuóicf
Laugaveg 22 — Inngangur frá Klapparstíg
Unglingspiltur
röskur og ábyggilegur óskast nú þegar
til lagerstarfa og fleira. —
Skóbúð Austurbæjar
Laugaveg 100
Sýningarskáli
Tékkóslóvakíu
sem hlaut 1. vetrðlaun á heims-
sýningunni í Brussel
er til sölu með öllum tilheyrandi útbúnaði. —
Allar upplýsingar ásamt myndum fyrirliggjandi.
1 L1 0 00! ö
mm
LMM,
öc
xea.u.s pAT-oer
Vax-bón
Fljótandi
bón
Vatnskassa
þéttir
Vatnskassa
hreinsir
Hreinsi-bón
Þynnir
Spartsl
Bremsu-
vökvi
Z E R E X
frrostlögur
DUPONT framleiðir aðeins það Dezta
Verzlun
FRIÐRIKS BERTELSEN
Tryggvagötu 10, sími 12-8-72