Morgunblaðið - 23.10.1958, Blaðsíða 20
VEÐRIÐ
SV-kaldi, skúrir. Hiti 3—5 stig.
Landhelgisgœzlan
Sjá ræðu Sigurðar Bjarnasonar
á bls. 11.
242. tbi. — Fimmtudagur 23. október 1958
Ríkisstjórnin dró framkvæmd
tillögunnar um nýtt
varðskip í tvö
i tvo ar
Engar ráðstafanir hafa verið gerðar
til aukningar bátagæzlunni
ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGA
Sjálfstæffismanna um eflingu
landhelgisgæzlunnar og aukna
vernd íslenzkra fiskiskipa var til
umræðu í sameinuðu Alþingi í
gær. Fylgdí Sigurður Bjarnason
tillögunni úr hlaði með ytarlegri
ræðu, sem er birt á öðrum stað
hér í blaðinu. Að ræðu Sigurðar
lokinni kvaddi Hermann Jónas-
son, forsætisráðherra sér hljóðs
og skýrði hann frá því, að þegar
ákveðið var að færa út land-
helgina, hefði hann snúið sér til
tjárveitinganefndar til að fá heim
ild til að kaupa flugvél t.'I land-
helgisgæzlunnar og eins til að fá
upplýsingar um hvort heimihl til
að kaupa nýtt varðskip, sem veitt
var á Alþingi 1956, væri enn í
gildi. Síðan hefði hann snúið sér
til framkvæmdastjóra landhelgis
gæzlunnar og falið honum að
undirbúa kaup skips og flugvélar.
í júlí hefði hann skýrt svo frá í
bréfi, að um tvær tegundir flug-
véla væri að ræða, en viðvíkjandi
varðskipinu hefði hann lagt fram
skýrslu um bráðabirgðatilboð um
skip, svipað og Þór, en þó vand-
aðra, smíðað í sömu skipasmíða-
stöð og Þór. Kvaðst forsætisráð-
herra þá hafa beðið um lægsta
tilboð.
Hefði svo umboðsmaður frá
skipasmíðastöðinni komið hing-
að í september og hefði ríkis-
stjórnin leitað til Hjálmars Bárð-
arsonar, skipaverkfræðings, eftir
umsögn um tilboðið. Lægi um-
sögn Hjálmars nú fyrir þar sjm
hann teldi vafasamt að skipið
fengist ódýrara annars staðar, eða
með styttri afhendingartíma.
Hefði því verið afráðið að kaupa
skipið og yrði það tilbúið til af-
hendingar á næsta ári. Þá sagði
forsætisráðherra að lokum að
haldið yrði áfram að leita fyrir
*ér um hagkvæm kaup á land-
helgisgæzluflugvél.
Sigurður Bjarnason tók artur
til máls og þakkaði forsæcisráð-
herra upplýsingar hans og undir
tektir við tillögu Sjálfstæðis-
manna. — Ráðherrann hefði upp-
lýst, að á siðasta sumri hefði
hann hafizt handa um fram-
kvæmd þá, er þingsáiyktunartil-
lagan frá 1956 gerir ráð fyrir um
byggingu nýs varðskips. Kvað
Sigurður það góðra gjalda vert,
en kvaðst þó harma, að ekki
skyldi hafizt handa fyrr um að
hrinda þessu verki í framkvsemd,
! því það hefði getað sparað ríkis-
I sjóði mikið fé og stuðlað að
bættri landhelgisgæzlu. Hálft
þriðja ár væri nú liðið írá sam-
, þykkt tillögunnar. Þó bæri að
fagna undirbúningi þeim. sem haf
inn væri. Kaup á einu skipi
væri stórt spor í rétta
átt, en nægði þó engan veginn
og væri nauðsynlegt, að ríkis-
stjórnin hefði samráð við land-
helgisgæzluna um aukinn skipa-
kost.
Minntist ekki á bátagæzluna.
Sigurður Bjarnason kvaðst
hafa saknað þess í ræðu forsætis-
ráðherra, að hann hefði ekki
minnzt einu orði á eflingu vélbáta
gæzlunnar. Nú vofði stórkostleg
hætta yfir vélbátaflotanum og
veiðarfærum hans á vertíðinni,
sem er framundan. Kynni svo að
fara, að sjór yrði lítt sækjanlegur
í sumum landshlutum, ef ekkert
yrði að gert. Lagði hann til, að
ríkisstjórnin og fjárveitinganefnd
tækju mál þetta til rækilegrar
athugunar. Kvaðst Sigurður
hafa rætt þetta mál við fjölda
útgerðarmanna og sjómanna og
væri óhjákæmilegt að gera ein-
hverjar ráðstafanir nú þegar.
Haustvertíð byrjaði á næstunni í
sumum landshlutum og því yrði
að hraða þessum ráðstöfunum svo
sem framast væri unnt.
Bœrinn kaupir eina
loftmálverkið sem til er
eftir ísl. listamann
VITAÐ er um aðeins eitt loft-
málverk, sem íslenzkur lista-
maður hefur málað. Málverk
þetta er eftir Þórarin B. Þorláks
son. Málaði hann það á lofti stofu
sinnar að Laufásvegi 45 fyrir
rúmlega 40 árum. Er málverkið
skrautlegt minstur og stærð þess
um 3%x2V2' m. Er það málað á
striga og hefur varðveitzt furðu
vel í öll þessi ár. Nú býr í hús-
inu Þórhallur Stefánsson, bíl-
stjóri hjá Ölgerð Egils Skalla-
grímssonar. Hefur bæjarráð
ákveðið að láta Minjasafn bæj-
arins kaupa þetta loftmálverk.
Verður það tekið niður úr loftinu
að Laufásvegi 45 og flutt í safnið.
SAMKV. Washingtonfregnum
aetluðu Bandaríkjamenn að
skjóta fyrsta plast-gervimánan-
nm á loft í gærkv. með Júpíter
•ldílaug.
Mun Eggert Guðmundsson list-
málari aðstoða forstöðumenn
safnsins við flutning listaverks-
ins.
Kvöldvaka Nor-
ræna f élagsins
N O R R Æ N A félagið efnir til
kvöldvöku í Tjarnarkaffi annað
kvöld kl. 20.30. Olav Söndet,
námsstjóri frá Ósló, flytur erindi,
Karl Guðmundsson leikari
skemmtir og sýnd verður kvik-
mynd. Aðgangur er ókeypis fyrir
félagsmenn og gesti þeirra Sér-
staklega eru þeir kennarar, sem
tekið hafa þátt í kennaranám-
skeiði Gagnfræðaskólakennar-
anna boðnir velkomnir á skemmt
un þessa.
Fulltrúafundur félagsdeilcia
Norræna félagsins verður hald-
inn árdegis á morgun og verða
fulltrúarnir gestir félagsins á
kvöldvökunni.
Skipið ódýrara nú!
Forsætisráðherra tók aftur til
máls. Varðandi kostnað við varð-
skipskaupin, kvað hann skipið
ódýrara nú, en það hefði verið
fyrir nokkrum árum! Þá taldi
hann verndun bátaflotans meira
mál en svo, að rætt yrðj um það
á þingi nú, en kvaðst reiðubúinn
að koma og ræða það mál við
fjárveitinganefnd ásamt forstjóra
landhelgisgæzlunnar.
Meiri umræður urðu ekki um
málið. Var tillögu Sjálfstæðis-
manna vísað til 2. umr. með 32
samhlj. atkv. og til fjárveit-
inganefndar með 35 samhljóða
atkvæðum.
Sjómaður látinn setja
100 þús kr. tryggingu
í GÆRMORGUN gerði einn af
mönnum þeim, sem komu við
sögu í smyglmálinu mikla í sum-
ar, því sem kennt hefur verið
við „Tungufoss", tilraun til þess
að laumast á brott af landinu og
komast á þann hátt undan allri
ábyrgð og afleiðingum vegnaþátt
töku sinnar í því máli.
Rannsóknardómari málsins
hafði fyrirskipað mönnum þeim,
er þátt tóku í spíritussmyglinu,
að halda sig innan lögsagnarum-
dæma sinna þar til dómur væri
genginn í málinu.
Fyrir nokkrum dögum kom
einn þessara manna í lögreglu-
stöðina hér í Reykjavík og fékk
þar endurnýjað vegabréf sitt. Þá
keypti maðurinn farseðil með
flugvél til útlanda. Sakadómara-
embættið hafði gert útlendinga-
eftirlitinu aðvart um að vera vel
á verði, ef einhver mannanna
reyndi að komast úr landi.
í gærmorgun hringdi starfs-
maður útlendingaeftirlitsins í
sakadómaraembættið, þar eð
einn þeirra manna, sem kyrrsett
ir höfðu verið, hygðist taka ser
far utan með flugvél sem þá var
að leggja af stað frá Reykja-
víkurflugvelli. Var skjótt brugð-
ið við og var maður þessi hand-
tekinn í flugstöðinni. Flugvélin
fór nokkru síðar af stað, þá orðin
lítils háttar á eftir áætlun vegna
þessa atviks.
Maðurinn var settur í gæzlu,
en mál hans tekið fyrir síðdegis
í gær. Uruðu þau málsúrslit að
maðurinn sem er einhleypur, var
látinn setja tryggingu að upphæð
100,000 krónur til greiðslu sekt-
ar og málskostnaðar þá er dóm-
ur gengur í málinu. Er það
í því fólgið, að tveir menn tóku
á sig ábyrgð á manninum og
fellur fé þetta til ríkissjóðs geri
maðurinn tilraun til stroks á ný
eða ef honum tekst að komast
undan.
Þess munu fá dæmi og jafn-
vel ekkert um langt árabil að ís-
lendingur hafi orðið að setja
tryggingu sem þessa, til greiðslu
sakarkostnaðar og dómssektar
vegna tilraunar til stroks.
Dagskrá Alf>ingis
í DAG er boðað til funda í sam-
einuðu þingi og báðum deildum.
Á dagskrá sameinaðs þings er
eltt mál, fyrirspurn um togara-
kaup. Hvort leyfð skuli. Á dag-
skrá efri deildar eru tvö mál:
Tollskrá o. fl. og bifreiðaskatt-
ur o. fl. Bæði málin eru til 2.
umr. Á dagskrá neðri deildar er
eitt mál, frumvarp til laga um
eftirlit með happdrættum. Er það
til 1. umr.
Vatnsþróin
endurbyggð
FULLTÍÐA Reykvíkingar muna
allir eftir vatnsþrónni, sem var
þar, er nú heitir Hlemmur. Þótti
mörgum mikil eftirsjá í hinni
gömlu vatnsþró. Á fundi sínum
á þriðjudaginn var ákvað bæj-
arráð að iáta endurbyggja gömlu
vatnsþróna. Einnig samþykkti
bæjarráð, eftir tillögu listaverka
nefndar að fela Sigurjóni Ólafs-
syni myndhöggvara, að gera
mynd af klyfjahesti. Var bæjar-
ráðsmönnum sýnt líkan af högg-
mynd þessari og fylgir hér með
mynd af því.
Það var aftur öllu erfiðara að
fá ljósmynd af vatnsþrónni
gömlu og varð ljósmyndari blaðs
ins að fara inn í skjalasafn
Reykjavíkurbæjar og taka þar
neðri myndina af þeirri einu ljós
mynd, sem til er í safninu af
vatnsþrónni gömlu, en hún sýnir
ferðalanga brynna hestum sinum
í vatnsþrónni, er þeir koma ríð-
andi til borgarinnar. Minja- og
skjalasafn bæjarins tekur fegins
hendi hverri þeirri mynd, er því
berst af hinni gömlu vatnsþró við
Hlemm.
Þorfmnur Karls-
efni fluttur til
STYTTA Þorfinns Karlsefnis,
verður flutt úr litla hólmanum í
syðri Tjörninni samkvæmt
ákvörðun bæjarráðs s.l. þriðju-
dag. Var samþykkt að flytja högg
myndina úr hólmanum og upp í
Öskjuhlíðina og láta koma henni
fyrir sunnan Hafnarfjarðarvegar
í slakkanum þar. Var þessr til-
flutningur myndarinnar hug-
mynd listaverkanefndar og féllst
bæjarráð á hana. Höggmyndin
er gerð af Einari Jónssyni.
Smygluðu blöðrurnar
voru óseljanlegar
1 FYRRAHAUST keypti maður
nokkur, er var á ferðalagi í Dan-
mörku, 4000 gúmblöðrur, sem
hann smyglaði inn í farangri sín-
um, er hann kom að utan. —
Nú er búið að leggja halda á
flestar blöðrurnar, með því að
maður sá, er ætlaði að selja þær,
kom þeim ekki í verð. Það leiddi
til þess að upp komst um smygl
þetta.
Ferðamaðurinn, sem blöðrurn-
ar keypti, seldi þær allar kaup-
manni einum hér í bænum á sl.
vori og hugðist sá er keypti selja
þær fyrir 14—15 krónur stk. —
Hann hafði borgað fyrir þær all-
ar 35 þús. kr.
Vegna þessa háa verðs seldust
blöðrurnar ekki, því þær sem á
boðstólum eru, og ekki eru illa
fengnar, kosta mikla minna. —
Maðurinn vildi nú fá seljandann
til þess að rifta kaupunum, en
hann var ekki til viðtals um það.
Þá snéri kaupmaðurinn sér til
verðgæzlunnar út af blöðrunum
óseljanlegu og vildi verðgæzlan
þá ná tali af seljandanum. —
Hann neitaði að koma. — Var
þá málið sent sakadómaraemb-
ættinu, sem kallaði seljandann
fyrir rétt. Þar gerði hann grein
fyrir sínu máli við frumrann-
sóknina. Þá var jafnframt lagt
halda á allar blöðrurnar og þær
afhentar tollgæzluyfirvöldunum
og heldur nú rannsókn málsins
áfram.