Morgunblaðið - 24.10.1958, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 24.10.1958, Qupperneq 3
Fostudagur 24. okt. 1958 M O R G V N B l 4 Ð I » 3 r Skýrsla SÞ um Ungverjalandsmálið verði birt á íslenzku Tillaga þess efnis flutt á Alþingi í GÆR var útbýtt á Alþingi til- lögu til þingályktunar um birt- ingu skýrslu hinnar sérstöku nefndar Sameinuðu þjóðanna um Ungver j alandsmáálið. Flm.: Bjarni Benediktsson Tillagan er á þessa leið: Alþingi ályktar að skora á rík- isstjórnina að láta þýða og prenta á íslenzku skýrslu hinnar sérstöku nefndar Sameinuðu þjóðanna um Ungverjalandsmál- ið og selja hana síðan með sam- bærilegu verði við Alþingsistíð- indin. 1 greinargerð fyrir tillögunni segir svo: Hinn 23. október eru liðin tvö ár frá upphafi byltingarinnar í Ungverjalandi. Þeir atburðir, sem þá gerðust, mega ekki falla úr minni manna. Sameinuðu þjóðirnar megnuðu ekki að forða Ungverjum undan kúgun. Ungverjaland liggur þar á heimskringlunni, að viðbúið er, að heimsstyrjöld hljótist af, ef reynt yrði að láta Ungverja njóta laga og réttar. Sameinuðu þjóðirnar treystu sér þess vegna ekki til að veita Urigverjum samningsbundna vernd. í stað þess efndu þær til skýrslugerðar um málið. Sú ráðstöfun var ung- versku þjóðinni að vísu lítil raunabót, en til þess löguð að verða öðrum til lærdóms. Sjálf skýrslugerðin tókst með afbrigð um vel og vakti mikla athygli um allan hin» frjálsa heim, þeg- ar skýrslan var gefin út í fyrra. Á síðasta þingi var flutt tillaga um þýðingu skýrslunnar og prentun hennar á íslenzku. Til- lagan fékkst ekki afgreidd. Von- andi hefur það verið af van- gæzlu, en ekki vegna þess, að al- þingismenn vilji ekki eiga hlut að því, að íslendingum gefist færi á að kynna sér hina gagn- merku skýrslu. Þykir því rétt að flytja tillöguna að nýju og vísa um frekari rökstuðning fyrir henni til greinargerðar hennar í fyrra. Hún hljóðaði svo: „Skýrsla hinnar sérstöku nefnd ar Sameinuðu þjóðanna um Ung- verjalandsmálið er viðurkennd óyggjandi sönnunargagn um þá hörmulegu atburði, er hún fjall- ar um. En þeir eru þess eðlis, að öllum ber skylda til að kynna sér þá eftir föngum, bæði vegna hinn ar hugprúðu ungversku þjóðar, sem þola varð ógnirnar sem í skýrslunni segir frá, og lærdóma þeirra, sem af atburðum þessum verða dregnir og alla varða. í skýrslunni kemur t.d. glögg- lega fram, hvernig fer, þegar rík- isstjórnin reynir að dylja mikils- verðar staðreyndir og leggur lygafjötur á þjóðina, svo og þeg- ar verkalýðsfélögunum er breytt úr því að vera tæki almennings til að fá betri lífskjör í hand- bendi ríkisstjórnarinnar til að eyða kröfum verkalýðsins og beita hann kúgun. Þá er þar og að finna dæmi þess, hvernig sum ir valdhafar vilja láta umrita söguna sjálfum sér til hags, og þess uppáhaldsbragðs kommún- ista og sumra samstarfsmanna þeirra að ásaka aðra einmitt um það, sem þeir sjálfir iðka. Vonandi er meiri hluti alþing- ismanna sammála um, að íslend- ingum sé hollt -að kynnast þess- ari stórmerku skýrslu, og sam- þykkir því þessa tillögu“. Mislingarnir breiðast hægt út í bænum SVO sem kunnugterhafa misling ar gert vart við sig hér í bænum. Skrifstofa borgarlæknis skýrði Mbl. svo frá í gær að útbreiðsla veikinnar hefði verið hæg og að- eins fá tilfelli í viku hverri, en einkum eru það börn sem veik- ina taka svo sem vant er. Umferðarpestir svo sem háls- bólga og rauðir hundar eru svip- aðar og vant er að hausti til. 1 FYRRADAG er reynt af veik- um mætti að þyrla enn upp moldviðri í Þjóðviljanum út af uppsögn rúmlega 20 verka- manna hjá hitaveitunni, sem eigi voru verkefni fyrir að sinni. Aðalatriði njá Þjóðviljanum eru þau, að „logið“ hafi verið upp á einn af flokksstjórunum, sem hlaut að fjalla um uppsagn- irnar stöðu sinni samkvæmt, en sá er einmitt varaformaður Dagsbrúnar. Hann er í Þjóðvilj- anum látinn birta loðna yfirlýs ingu um málið. Staðreyndir málsins Af þessu tilefni þykir rétt að birta yfirlýsingu frá yfirverk- stjóra hitaveitunnar svohljóð- andi: „Haust" síðasfa sýning LEIKRITIÐ Haust eftir Kristjan Albertsson verður sýnt í síðasta sinn í kvöld. Eins og kunnugt er fjallar leik- ritið um óstjórn og einræði. Höf- undur hefur um margra ára skeið verið í íslenzku utanríkis- þjónustunni og gerþekkir því það efni, sem hann fjallar um. Mörgum mun leika hugur á að kynnast af eigin raun, hvernig höfundur lítur á vandamál líð- andi stundar. Að sjálfsögðu má þó búast við að skiptar skoðanir verði um leikinn og boðskap hans, en mönnum skal eindregið ráðlagt að kynna sér hann af eigin raun. Meðfylgjandi mynd er úr einu atriði leiksins. Valur Gíslason í hlutverki Arno einræðisherra og Regína Þórðard. sem leikur frú Kaspar systur hans. Viljinn stagast á því að rannsókn- ar sé þörf á máli þessu. Málið liggur svo ljóst fyrir sem hugs- azt getur. 1. Verkefni voru ekki að svo stöddu fyrir hendi handa um- ræddum 23 mönnum. 2. Um uppsagnirnar var ein- ungis fjallað af þeim starfs- mönnum bæjarins, er bezt geta dæmt um, hvernig fækk- að skyldi í umræddu tilviki. 3. Næg atvinna er fyrir alla, sem vilja' vinna. 4. Nokkrir umræddra verka- manna hafa ekki notað sér uppsagnarfrestinn, heldur út- vegað sér aðra vinnu þegar í stað. Hvað á að rannsaka? STAKSTEIIVAR ,,Póststimpilvél númer 27“ í Vöku, blaði lýðræðissinnaðr* stúdenta segir svo: „Það vakti furðu stúdenta á s. I. vetri, að Framsóknarmenn í háskólanum urðu snarlega út- ausandi á fé og höguðu sér á all- an hátt sem nýríkir menn, er komizt hafa yfir undanrennuís- gerðarvél eða í heppileg Sambönd við samvinnusinnaða landsfeður. Var ýmsum getum að því leitt, hvaðan fjármagnið væri runnið, og sýndist sitt hverjum. Þeir, sem að staðaldri lásu 3. síðu Tímans, vissu þó, að erlendis gátu menn orðið ævintýralega auðugir, ef t. d. olía fór að streyma úr iðr- um jarðar á landareign þeirra og olíufélag eða steinolíuhluta- félag taldi sér henta að eiga við þá kaup. Aðrir veittu því at- hygli, að í kosningablaði þeirra Framsóknarmanna og Aski fs- borgar bar mest á auglýsingum frá ísframleiðendum og S. í. S. Einnig kom í ljós, að boðskort á kaffidrykkju „frjálslyndra" í Tjarnarcafé voru send út í pósti og stimpluð með póststimpilvél númer 27. Fyrirtækið, sem hef- ur stimpilvél númer 27 heitir Olíufélagið h. f. og er til húsa í Sambandshúsinu við Sölvhóls- götu, enda dótturfélag S. f. S. Að fengnum þessum upplýsing- um var ljóst orðið hvers eðlis auðsuppspretta „frjálslyndra" var, og munu stúdentar Icngi minnast hennar með vorkunn- semi.“ Sjaldan fellur eplið fjarri eik- inni, má segja um hina ungu Framsóknarmenn. Enda auglýstu þeir sjálfir skrifstofu sína við stúdentaráðskosningarnar svo: „Kosningaskrifstofa Félags frjáls lyndra stúdenta er í Framsókn- arhúsinai við Tjörnina. Símar: 15564 og 19285“. Hvern hitti hann fyrir sunnan? Þegar minnzt er á „undanrennu ísgerðarvél“ rifjast upp frásögn verkalýðsforingja á Hofsósi í Al- þýðublaðinu 3. sept. s. 1. Hann sagði: „-------fór Framsóknarmaður héðan úr þorpinu á vegum hreppsnefndarinnar suður til Reykjavíkur í vor til að athuga hvað ætlunin væri að gera fyrir þorpið. Hann kom heim og hófst þegar handa um að byggja ís- bar. Nú höflum við fengið íssölu, ísborg í miðju þorpinu“. I stað þess að kúra yfir bókum, eru þessar yngismeyjar að bjarga fiskinum okkar frá skemmdum, og eftir svipnum á þeim að dæma, eru þær harla ánægðar með þau skipti. En nemendur í Gagnfræðaskóla verknámsins hafa fengið frí til að vinna um stundarsakir í frystihúsunum. Nemendur sœkja vinn- una í frystihúsunum vel Moldviðri Þjóðviljans út af hitaveitunni: Hvað á að rannsaka? 3. bekkingar hœttir, 4. bekkingar teknir við EINS og skýrt hefur verið frá áður kom um síðastliðin mánað- armót beiðni frá hraðfrystihús- unum í Reykjavík um að skólum væri lokað, vegna þess að svo mikill afli bærist á land, að skort ur yrði á vinnukrafti um leið og skólarnir byrjuðu. Skólastjórarn ir athuguðu svo hver í sínum skóla, hve margir nemendur mundu vilja vinna í frystihúsi, og var vinnuviljinn áberandi mestur í Gagnfræðaskóla verk- námsins. í gær átti Mbl. tal við Magnús Jónsson, skólastjóra Gagnfræða- skóla verknámsins, og spurðist fyrir um framkvæmdir þessa máls. Sagði hann að þriðju bekk ingar úr sínum skóla hefðu haft frí í hálfan mánuð, og hefðu þeir sótt vinnuna í frystihúsunum vel. Af 127 stúlkum hefðu 111 unnið mestan hluta þess tíma. Um síð- ustu helgi voru þriðjubekkingar svo kallaðir inn, því ekki þótti iært að láta þá missa lengri tíma úr skóla. Þá fengu fjórðu bekk- mgarnir frí, en þeir höfðu þá verið hálfan mánuð í skóla. Þeir hafa einnig sótt vinnuna vel, all- ur stúlknahópurinn fékk sér vinnukort og aðeins ein hafði ekki sótt vinnu ennþá í gær. í frystihúsunum er mest þörf fyrir stúlkur í pökkunina, en frystihúsin tóku að sér í upphafi að útvega einnig öllum skólapilt- um, sem það vildu, vinnu. Af 83 piltum í 3. bekk unnu 56 í frystihúsi, en aðrir fengu sér vinnu annars staðar, meðan fríið var. Vinna hefur verið mikil í frystihúsunum, nema hvað ein- •hverjar tafir hafa orðið vegna bil unar í einu þeirra. Hefur það komið sér ákaflega vel að hafa þennan vinnukraft. Von er á miklum afla í land, en um mán- aðarmótin fer að minnka vinnan í sláturhúsunum og má þá búast við einhverjum vinnukrafti það- an á markaðinn. „Vegna blaðadcilna út af uppsögnum verkamanna hjá Hitaveitu Reykjavíkur, vil ég taka fram eftirfarandi: Ég átti viðræður við flokks- stjóra mína alla (þar - á meðal Tryggva Emilsson) vegna ofan- greindra uppsagna til að glöggva mig á hæfni verkamanna í vinnuflokkunum að því er snerti verkefni þau, sem framundan eru á næstunni. Á þeirri athugun voru uppsagnirnar síðan byggð- ar. — Þess skal sérstaklega getið, að utanbæjarmenn vikju fyrir inn- anbæjarmönnum að öðru jöfnu“ Jóhann Benediktsson, yfirverkstjóri. Af þessari yfirlýsingu ætti öll- um að vera ljóst, að um upp- sagnirnar hefur verið eingöngu fjallað af þeim, sem bezt þekkja til. Allar dylgjur um „bæjar- stjórnaríhaldið" eru því út í hött. Eru þá öll vopn dottin úr höndum kommúnista og sitja þeir eftir með skömmina eina af frumhlaupi sínu. Það er því kynlegt, að Þjóð- Það mætti að vísu hugsa sér eina rannsókn í sambandi við moldviðri það, sem gert hefur verið út af uppsögnunum. Ekki er það þó rannsókn, sem fram- kvæma ætti af bæjarráði, heldur rannsókn, sem falin yrði bæjar- fulltrúa kommúnista, Alfreð Gíslasyni, og ætti að fjalla um andlega heilsu þeirra manna, sem láta hafa sig til þess, að þyrla upp annarri eins vitleysu um þetta mál og kommúnistar gerðu í bæjarstjórn og halda nú áfram í Þjóðviljanum af veikum mætti þó. Brezki herinn frá Jórdaníu LONDON, 22. okt. — Á laugar- daginn verður byrjað að flytja brezka herinn frá Jórdaníu. — Verður hann fluttur flugleiðis — yfir Sýrland. Það var samkv. beiðni Ilusseins konungs að Bret ar voru beðnir um aðstoð í sum- ar, er upp komst um samsæri gegn konungi og stjórn lands- ins. „Hreppapólitísk sjónar- mið alls»ráðandi“ Framsóknarmenn byggja þó sitthvað fleira en ísbara. Að þeim framkvæmdum víkur Þjóð- viljinn í gær: „Ráðizt er í allt of mikið af framkvæmdum af hreinu handa- hófi, eða fráleit hreppapólitík er látin ráða úrslitum, hefur það ekki sízt einkennt afskipti Fram- sóknarflokksins af fjárfestingar- málum, en hjá honum eru hreppa pólitísk sjónarmið einatt allsráð- andi vegna þess hags, sem flokk- urinn hefur af fráleitri kjör- dæmaskipan“. Og sama er hvert menn líta. Alls staðar blasir spilling Fram- sóknar við, jafnt í smáu sem stóru. Það er rétt hjá Þjóðvilj- anum, að „fráleit kjördæmaskip- an“ á mikla sök á þessu. Fram- sóknarmenn telja sjálfsagt, að þeir njóti forréttinda og þurfi ekki að lúta sömu lögum og aðr- ir. Engin ein ráðstöfun mundi hreinsa jafnmikið til í þjóðfélag- inu og réttiátari kjördæmaskip- un.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.