Morgunblaðið - 24.10.1958, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 24.10.1958, Qupperneq 6
6 MORC, VNTiLAÐIÐ Föstudagur 24. okt. 1958 Sigurður maður á Sjötugur i dag ÞAÐ er staðreynd, að sérhvert byggðarlag ber meiri og minni svip þeirra, er það byggja, en einkum þó þeirra, er mest áhrif •hafa með störfum sínum og at- höfnum. Þeir hafa, ef svo mætti orðum haga, verið samferða nú um tæprar hálfrar aldar skeið, Sigurður Kristjánsson og Siglu- fjörður. Sigurður hefur með störfum sínum sett svip á Siglufjörð. Þegar saga Siglufjarðar verður rituð verður þáttur Sigurðar Kristjánssonar ríkur á þeim blöðum. Svo miklu hefur hann komið í verk og svo margháttuð hafa störf hans verið um ævina, hér í þessu byggðarlagi. I dag er Sigurður sjötugur. Það eru að vísu mörg ár miðað við mannsævina, en verður stutt skeið þegar litið er til baka um ævi athafnamanns, sem hefur lagt af mörkum eljuríkt, fram- sýnt og merkilegt starf í þágu byggðarlags síns og samborgara. Sigurður Kristjánsson er fæddur hinn 24. okt. 1888 að Sveinbjarnargerði á Svalbarðs- strönd. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Sigurðsson frá Kollugerði í Kræklingahlíð og Doróthea Friðrika Stefánsdóttir frá Grímsnesi við Eyjafjörð, af Grýtubakkaætt. Bjuggu foreldr- ar hans lengst að Skeiði í Svarf- aðardal, en þangað fluttist hann með þeim þriggja ára að aldri og þar ólst hann upp, að þeirrar tíðar hætti við öll algeng sveitar- störf. Átján ára að aldri hleypir hann heimdraganum og ræðst til Ásgeirs Péturssonar, hins þjóð- kunna athafnamanns og vinnur hjá honum, aðallega við búðar- störf, en árin 1906—1907 stundar hann nám í Gagnfræðaskólanum á Akureyri, en tók á næsta hausti inntökupróf í Verzlunarskólann í Reykjavík og lauk þar burtfar- arprófi vorið 1909. Að loknu burtfararprófi í Verzlunarskól- anum stundaði hann verzlunar- störf um eins árs skeið hjá B. H. Bjarnasyni í Reykjavík. Þaðan fór hann aftur til Ásgeirs Pét- urssonar og var í þjónustu hans til ársins 1915, fyrst á Akureyri en frá 1912 á Siglufirði. Árið 1915 keypti hann verzlun þá er Ásgeir átti hér á Siglufirði og rak Sigurður verzlunina til 1929, að hann seldi hana. Um áramótin 1920 og 1921 varð Sigurður for- stjóri Sparisjóðs Siglufjarðar. Var það starf raunar til að byrja með algert aukastarf, en brátt jókst Sparisjóðnum ásmegin und ir forystu Sigurðar og viðskiþtin jukust svo, að frá 1940 hefur for- stjórn Sparisjóðsins verið aðal- starf Sigurðar. Árið 1933 stofnaði hann sam- eignarfélagið ísafold, er rekur síldarsöltun og síl arverkun og var hann forstjóri þess um ára- bil. Útgerð rak hann og um nokk urt skeið. í félagi við Snorra Stefánsson, verksmiðjustjóra, rak hann síld- arverksmiðjuna „Gránu“ um 10 ára skeið og 1927 tekur hann við umboðsstörfum fyrir hf. Shell og hafði þau á hendi rúman ald- arfjórðung. Árið 1926 var Sigurður skipað- ur sænskur vararæðismaður og er það enn. Hafa Svíar kunnað að meta þau störf hans, því hann er riddari Vasaorðunnar af fyrsta flokki. Þegar kosið var til bæjarstjórn ar á Siglufirði í fyrsta skipti eft- ir að Sigluíjörður hlaut kaup- staðarréttindi var harin einn þeirra, er kosnir voru, og er sá eini þeirra sem enn er á lífi. Sat Sigurður í bæjarstjórn frá kjör- degi 7. júní 1919 til 2. júní 1923 og aftur frá 15. 10. 1924 til 22. 1. 1927 og sat alls á 127 fundum bæjarstjórnar á því tímabili. í skattanefnd átti hann sæti Kristjánsson ræðis- Siglufirði um langt skeið og var fulltrúi skattstjórans á Akureyri frá 1947 til 1954 að skipan þeirra mála var breytt. Hann átti og sæti í Sildarút- vegsnefnd um 12 ára skeið, sex ár formaður og hin sex árin vara formaður. Þá hefur hann og haft með höndum ýmis félagsleg störf. Starfaði m. a. alllengi í IOGT og ýmsum margþættum trúnaðar- störfum hefur hann gegnt, þó ekki sé upptalið hér. 1911 kvæntist Sigurður Önnu Vilhjálmsdóttur frá Þorsteins- stöðum í Laufássókn, en þau slitu samvistum. Eru þrjú barna þeirra á lífi: Þráinn, útgerðar- maður og forstjóri á Siglufirði, Sigurjóna, húsfreyja í Hafnar- firði, og Vilhjálmur, skrifstofu- ma.ður hjá SÍF í Reykjavík. 1942 kvæntist Sigurður öðru sinni, Þórörnu Erlendsdóttur frá Hvallátrum við Patreksfjörð. Eru þau barnlaus. Sigurður var kjörinn heiðurs- borgari Siglufjarðarkaupstaðar á 1000. fundi bæjarstjórnar Siglu fjarðar 13. marz 1957. Hér hafa verið rakin í megin- dráttum helztu atriði starfssamr- ar og athafnamikillar ævi Sig- urðar Kristjánssonar og má af því marka að hann hefur komið víða við, enda maðurinn vart einhamur. Ágætar gáfur, góð menntun og víðtæk reynsla sam- fara óvenjulegri glöggskyggni og dugnaði hafa markað öll hans störf og athafnir. Þegar Sigurður kom hingað árið 1912, að vísu til stuttrar dvalar, að því er hann hefur sjálfur frá sagt, að hefði verið áform sitt, voru framtakssamir íslendingar ásamt Norðmönnum að leggja grundvöllinn að nýrri og tekjumikilli atvinnugrein, síldveiðunum, síldarsöltun og síldarbræðslu. Árið 1918 voru hér t. d. fjórar síldarbræðslur. Sig- urður tók virkan þátt í þeim athöfnum með sínum alkunna dugnaði og áhuga. Kauptúnið var ört vaxandi, vegna þessa framtaks og atvinnufjörs, sem fór vaxandi ár frá ári. Siglfirð- ingar og forystumenn þeirra vildu losna úr tengslum við Eyjafjarðarsýslu og verða sjálfs sín ráðandi. Vildu ekki „láta önnur byggðarlög hafa atvinnu- rekstur í bænum að féþúfu“, eins og það var orðað á þeim tíma. Sigurður Kristjánsson var einn þessara forystumanna, enda kjörinn í hina fyrstu bæjarstjórn, svo sem fyrr er getið. Átti hann því sinn hlut að þeim grunni er lagður var að framtíð Siglufjarð- ar í hinni fyrstu bæjarstjórn og enn leggur hann grundvöll að framtíð Siglufjarðar með starfi sínu sem forstjóri Sparisjóðsins. Þegar hann tók við Sparisjóðn- um 1921 var velta hans 73.469,00 krónur og varasjóður 4.864,00 kr. I árslok 1935 var varasjóðurinn orðinn 239.712,00 krónur og nú við áramótin 1957 og 1958 var hann orðinn 2,5 milljónir króna og veltan um 150 milljónir. Aðeins þessar tölur sýna, að ekki hefur verið setið auðum höndum á liðnum árum og allir vita, að ekki hafa verið einskær góðæri á þessu tímabili. Árin 1931 til 1935 voru örðug fyrir síldarsaltendur og voru lána- stofnanir tregar til þess að lána fé í þennan atvinnurekstur og var svo komið árið 1936 að bank- anrir voru ófúsir að lána fé út á síldina þótt búið væri að selja fyrirfram allmikið af íslenzkri matjessíld. Þá hafði Sparisjóðn- um undir stjórn Sigurðar vaxið svo fiskur um hrygg, að hann bauðst til þess að lána út á matjessíldina. Margir töldu nú, að sparisjóðurinn hefði reist sér hurðarás um öxl og álitu honum stjórnað af lítilli fyrirhyggju. En forstjóri hans sá betur. Spari- sjóðurinn hagnaðist á viðskipt- unum og síldarsöltuninni var að því leyti bjargað það árið. Þá er Sigurður hafði með fjármála- glöggskyggni sinni brotið ísinn var tregðu bankanna rutt úr vegi að veita rekstrarlán til þessa þýð ingarmikla atvinnurekstrar. Það má því með sannindum segja, að Sigurður hafi með dugnaði sín- um, hyggindum og margþættri reynslu samfara skarpskyggni og glöggskyggni, bjargað síldar- söltuninni úr öngþveitinu 1936. Þó þetta dæmi sé eitt tekið hér má margt fleira fram telja er lýs ir manninum nokkuð, en bezta lýsingin á honum verður við- kynningin við hann sjálfan, per- sónu hans og mannkosti, sem hann er svo ríkur af. Allir, sem nokkuð þekkja Sig- urð Kristjánsson, vita, að hann er skrumlaus maður, en þeim mun reyndari að dugnaði og fjármálaglöggskyggni og honum er það manna ljósast, að grund- völlur allrar framtíðar og fram- fara er öruggur og traustur fjár- hagur einstaklinga og þjóðfélags- ins í heild. Hann er ráðhollur og skyggn á úrræði og leiðir, hlaðinn orku og starfsgleði. Kvikur á fæti, léttur og hýr í lund með hlýjan þela til alls og allra. Geðríkur, en kann vel með að fara. Mann- kosta- og gjörvileikamaður mik- illa hæfileika. Sigurður ■ hefur nú á undan- förnum áratugum goldið Siglu- firði vel fósturlaunin og þá ósk veit ég hann eiga heitasta á þess- um tímamótum, að Siglufjörður megi eflast og blómgast og far- sæld og hagsæld ríkja hér í byggð og í bæ. Sjálfstæðisflokkurinn sendir honum í dag kveðjur og þakkir fyrir margvísleg trúnaðarstörf og árnar honum allra heilla á óförnum vegi. Sjálfur sendi ég honum hug- heilar kveðjur og árnaðaróskir og þakkir fyrir alla góða kynn- ingu og vináttu nú um margra ára skeið. Fyrir hönd bæjarstjórnar Siglufjarðar sendi ég heiðurs- borgaranum kveðjur, árnaðar- óskir og þakkir fyrir öll störf í skrifar úr daglegq lifinu Dagur Sameinuðu þjóðanna DAG er dagur Sameinuðu þjóð anna, nokkurs konar einingar- tákn meira en 80 þjóða. Á slík- um tímamótum finnst mér vel við eiga að staldra við og reyna að átta sig ofurlítið á því, hvaða skoðun við höfum í rauninni á gildi þessara samtaka, sem varða okkur öll, hvort okkur finnst þau hafa komið að gagni á starfsferli sínum eða hvort þau hafa brugð- izt vonum okkar. Samtök Sameinuðu þjóðanna eru ekki fullkomin, það eru víst flestir sammála um. En var í rauninni nokkurn tíma hægt að ætlast til þess að öll vandamál heimsins leystust á einum 13 ár- um? Og það er ekki lengra síðan þjóðirnar byrjuðu hver af annarri að staðfesta stofnskrá samtak- anna. Það er ekki langur tími í sögu mannkynsins. Mér skilst að það taki stpndum langan tíma fyrir tvo einstaklinga að verða samstiga á lífsbrautinni og læra að koma sér saman í tveggja her- bergja íbúð. Hvað þá þegar yfir 80 ólíkar þjóðir með ólíka menn- ingu, ólíka siði og ólíkar skoðan- ir á næstum öllum hlutum eiga I að fara að búa saman á einu kærleiksheimili, sem tekur yfir hálfan heiminn — ekki sízt þeg- ar margar þeirra eru fyrirfram tortryggnar í garð annarra eftir aldagamlar væringar? Önnur tilraun EG lít svo á að þetta sé aðeins önnur tilraunin til að gera sjálfa hugsjónina um samstarf allra þjóða að veruleika, ef til vill sú síðasta og e. t. v. ein af mörg- um. Allir vita hvernig fór um fyrstu tilraunina. Þjóðabandalag- ið beið ósigur fyrir einræðisöfl- um, og tókst ekki að koma i veg fyrir hræðilega styrjöid. Sumir kenna um of mikilli bjartsýni forráðamannanna, og flestir eru sammála um að ófullnægjandi þátttaka og vanmáttur stofnunar- innar til að fylgja eftir samþykkt um hafi átt mikinn þátt í hvernig fór. Menn misstu þó ekki kjarkinn, og jafnvel áður en heimsstyrjöld- inni síðari lauk, var hafinn undir- búningur að öðrum alþjóðlegum samtökum, sem gegna skyldu sama hlutverki. En nú voru menn reynslunni ríkari og ekki alveg eins bjartsýnir. Þeir fóru varlega af stað, en vonuðu að allt stæði til bóta. Stofnskráin hafði sína galla, hana varð að sníða þannig að allir gætu samþykkt hana. En það sem mest er um vert, er að við eigum í Sameinuðu þjóð unum samtök, þar sem deilumál þjóða í milli eru tekin til umræðu á fundum, og reynt að leysa þau með samþykktum. Á þessum stutta starfstíma samtakanna hafa þau hvað eftir annað firrt vand- ræðum, þó að þeim hafi ekki allt- af tekizt að leysa málin á full- nægjandi hátt. Stafar það mest af því að samtökin hafa ekki bol- magn til að ganga í berhögg við þær þjóðir, sem af sér hafa brotið samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Er þess skemmst að minnast þegar samtökin fengu ekki einu sinni að kynna sér Ungverjalandsmálið af eigin raun, hvað þá heldur að for- dæming þeirra á innrás Rússa í landið væri að nokkru höfð. Ómetanlegt starf á sviði mannúðarmála EGAR okkur berast fréttir af störfum Sameinuðu þjóðanna, eru fregnir af deilum „hinna stóru“ á þingum langmest áber- andi og skyggja oft á önnur störf samtakanna, svo sem tækniaðstoð við þjóðir, sem eru skammt á veg komnar, flóttamannafyrir- greiðslu, barnahjálp, aukningu matvælaframleiðslunnar, menn- ingarmiðlun o. m. fl. Á sviði slíkra mannúðar- og menningar- mála hafa Sameinuðu þjóðirnar ekki sízt unnið þjóðum heims ó- metanlegt gagn, og þó ekkert annað hefði komið til, réttlætti það tilveru þeirra. þágu Siglufjarðar og framtíðar hans. Baldur Eiríksson. ★ I dag er einn af helztu framá- mönnum Siglufjarðar, Sigurður Kristjánsson, sparisjóðsstjóri, sjó tugur. Segja má að saman fari saga Siglufjarðar og saga hans, því að allt frá því að Sigurður lauk ungur námi í Verzlunar- skólanum, hefur hann dvalizt og starfað á Siglufirði. Sigurður hóf fyrst starf hjá Ásgeir heitn- um Péturssyni, hinum mikla sæmdar- og athafnamanni. — Stjórnaði Sigurður verzlun fyrir Ásgeir um nokkurt órabil, en hóf síðan sjálfstæðan atvinnurekst- ur, fyrst verzlun, sem var um tíma ein af stærstu verzlunum bæjarins. Seinna bættist við út- gerð, síldarsöltun og um árabil leigði Sigurður síldarverksmiðj- una Gránu og rak hana. Forstjóri Sparisjóðs Siglufjarðar varð hann 1920, sænskur vísikonsúll hefur hann verið um langt ára- bil. Þegar Síldarútvegsnefnd var stofnuð, var hann kosinn í hana og starfaði hann í nefndinni alllengi og um tíma sem for- maður hennar. Þegar Siglufjörð- ur fékk kaupstaðarréttindi árið 1918 var hann kjörinn í fyrstu bæjarstjórn kaupstaðarins. Um árabil var hann umboðsmaður skattstjóra á Siglufirði og auk alls þessa var hann í mörg ár umboðsmaður og fulltrúi fjölda fyrirtækja og stofnana á Siglu- firði. Nægir upptalning þessi, þó engan veginn sé hún tæmandi, til þess að sýna hvílíkur af- kastamaður Sigurður er og það traust sem menn hafa borið til hans, enda er hann hamhleypa til allrar vinnu, skjótur til á- kvarðana og framkvæmda. Fyrir allmörgum árum lót Sigurður af stjórn atvinnu- fyrirtækja sinna að mestu og tók við þeim sonur hans, Þrá- inn, hinn frægi skákmaður, sem er hinn mesti dugnaðar- og at- hafnamaður. Síðan hefur aðalstarf Sigurðar verið stjórn Sparisjóðs Siglu- fjarðar en eins og að framan getur tók hann við stjórn sjóðs- ins árið 1920. Sparisjóðurinn var þá lítið annað en nafnið eitt, en eins og annað sem Sigurður tók að sér, dafnaði Sparisjóðurinn skjótt í höndum hans og varð snemma mikil peningastofnun með ört vaxandi innlögum og umsetningu. Má með sannindum segja, að Sparisjóður Sigíufjarð- ar sé fyrsti vísirinn að eins kon- ar prívatbanka úti á landsbyggð- inni, því óvenjusnemma fór Sparisjóðurinn að reka almenna bankastarfsemi. Sigurður hafði sjóðinn opinn til afgreiðslu alla virka daga, notaði sér ekki upp- sagnarfrest á innstæðufé, sem var sjaldgæft á þeim tímum, enda er Sparisjóðurinn nú eftir nær fjörutíu ára stjórn Sigurð- ar, einn stærsti og öflugasti sparisjóður landsins og sífellt í vexti. Sigurður er fjölhæfur gáfu- maður, árvakur og traustur í hvívetna. Það sem einkennir hann, er vingjarnleg framkoma við alla, lipurð og léttleiki í starfi. Fyrir tveimur árum var Sigurður kjörinn heiðursborgari Siglufjarðar, og er fyrsti mað- urinn sem verður þess sóma að- njótandi. Er það mál manna, að það hafi verið mjög að verðleik- um, að Sigurði var veittur þessi heiður, því hann hefur löngum reynzt traustur og gegn borgari Siglufjarðar og unnið giftusam- lega að vexti og viðgangi kaup- staðarins. Um leið og ég þakka þessum holla og trausta fornvini mín- um alla hans miklu vinsemd á liðnum árum, árna ég honum allra heilla og blessunar í fram- tíðinni. Jón G. Sólnes. STOKKHÓLMI, 22. okt. —. Sænsku blöðin staðhæfa, að kjarnorkutilraunir Rússa hafi mikla hættu í för með sér fyrir íbúa N.-Svíþjóðar. Hefur sænsk- um vísindamönnum tekizt að finna það út, að sprengingarnar hafa verið gerðar við Novaja Semlja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.