Morgunblaðið - 24.10.1958, Side 13

Morgunblaðið - 24.10.1958, Side 13
Föstudagur 24. okt. 1958 MORGUNBLAÐIÐ 13 Þorsteinn Cunnlaugsson Ölviskrossi — minning ÞORSTEINN Gunnlaugsson var fæddur 11. marz 1885 að Ytri Hrafnabjörgum í Hörðudal, Dala- sýslu. Voru foreldrar hans hjón- in Halldóra Gísladóttir, Þórðar- sonar og Gunnlaugur Baldvins- son frá Bugðustöðum. Var Gísli faðir Halldóru albróðir Bjarna bónda Þórðarsonar á Reykhólum. Þorsteinn var elztur fimm systkina, er öll komust til full- orðinsára, en eitt þeirra Halldór dó 22 ára, en önnur systkini Þor- steins voru: Sesselja, ljósmóðir að Hvassafelli í Norðurárdal, dáin fyrir nokkrum árum, Gestur bóndi í Meltungu við Reykjavík, og Ólafur fyrrverandi bóndi í Vífilsdal, nú búsettur í Reykja- vík, allt duglegt fólk og vel látið. Þar sem Þorsteinn var, eins og áður er sagt, elztur systkinanna, kom það í hans hlut að fara fyrstur úr foreldrahúsum í at- vinnuleit, og fór hann því ung- ur að heiman, fyrst sem vika- piltur til hjásetu í fögrum fjalla- hlíðum, og síðar sem vinnumað- ur. Þá fór hann og til sjóróðra á Suðurnes. — Sem vinnumað- ur var hann á ýmsum stöðum í Mýrasýslu, og þar af síðast á Hamri í Borgarhreppi. En þar var þá líka ung stúlka, Þórdís, dóttir Ólafs Sigurðssonar og konu hans Geirfríðar, en þau voru þá þar í húsmennsku. Felldu þau Þórdís hugi saman og giftu sig 1916. Þorsteinn og Þórdís dvöldu um tíma í Mýrasýslu, en fluttu það- an að Vífilsdal í tvíbýli við Ólaf bróður Þorsteins, en með þeim bræðrum og systkinum öllum voru hinir mestu kærleikar. Árið 1920 fluttu þau hjón að Ölviskrossi í Hnappadal og hafa búið þar síðan. Það má áreið- anlega telja það mestu gæfu Þor- steins í lífinu, er hann hlaut svo ágætan lífsförunaut sem Þórdís var, enda var hún orðlögð fyrir dugnað og hagleik við öll heimilis störf. Það hefur verið erfitt verk fyr- ir efnalítil hjón að sjá fyrir og koma á legg níu biv-rrum, oft hefur vinnudagurinn verið lang- ur, en með samhug og vökulu starfi tókst þeim þetta ágætlega. Gestrisin voru þau hjón í bezta lagi, og þótti öllum, sem að garði bar, gott þar að koma. Þorsteinn var mikið snyrti- menni í allri umgengni, hvort heldur hann gekk um híbýli manna eða dýra, fjármaður ágæt- ur og hafði gott gagn af fé sínu. Þá þótti honum gaman að vera á góðum hesti, Menn, sem vilja eiga gott fé Hrífur mig hamra kallið. Hrærist viðkvæmur strengur. Ég faðma að mér fjallið og finnst ég vera drengur. (Hallgr. J.). Þorsteinn bjó nærri fjóra ára- tugi á Krossi (eins og sagt er í daglegu tali). Þar hafði hann barizt, ásamt sinni ágætu konu, á hai'ðbýlisfjallajörð, fyrir til- veru sinni og fjölskyldu sinnar, og sigrað. Þar uxu upp níu myndarleg og dugleg börn þeirra hjóna, átta dætur og einn sonur, sem flest eru nú gift og búandi fólk, en þrjár yngstu dæturnar eru enn í heimahúsum, og höfðu nú um nokkurt skeið létt miklum störf- um af foreldrum sínum, svo að þau gátu nú unnað sér nokkurr ar hvíldar eftir langan starfsdag. Þorsteinn óskaði þess að þurfa ekki að flytja lifandi frá Krossi, og mega deyja á hestbaki, þetta sagði hann oft, mér og öðrum. Þær óskir hafa nú rætzt. í dag er hann jarðsettur frá sóknarkirkju sinni að Kolbeins stöðum, og á ferðalagi dó hann, þó að aðstandendur og vinir hans hefðu óskað, að það hefði borið að með öðrum hætti, en „enginn má sköpum renna“, og dulin öfl virðast hafa leitt hann að síð- asta gilinu í fjallaferðum hans ef til vill hefur har.n heyrt: Það kveða við klukkur í fjarska það kalla mig dului völd. Nú heyri ég hljómana líða ég hringist til guðs í kvöld. (St. frá Hvítad.). Innilegar samúðarkveðjur eru í dag sendar eftirlifandi ekkju Þorsteins og fjölskyldu. Ég sakna Þorsteins á Krossi, og það gera fleiri. Sigurður Árnason. ★ ÞORSTEINN Gunnlaugsson flutti að Ölviskrossi í Kolbeinsstaða hreppi árið 1920, fjallajörð langt frá þjóðbraut. Þarna var lítið tún, engjar engar aðrar en berj- ur hér og þar um beitilandið, og góða hesta, eru því miður | húsakostur naumur. Ekki þætti ekki allir með sama hugarfari I ungu fólki nú fýsilegt að setjast og Þorsteinn. Hann var fyrst og j að á slíkum stað. En ekki er fremst fjármaður og hestamað- j allt sem sýnist. Þessi jörð býr til starfs og hagsýni í bezta lagi. Þorsteinn safnaði aldrei skuld- um. Hann sagði: „Ef ég get ekki greitt heimilisþarfirnar jafnóð- um, þá get ég það ekki síðar“. Hann sneið því stakkinn eftir vextinum, og honum var ekki rótt fyrr en hann hafði greitt hverjum sitt. Hann var fastheld- inn og áreiðanlegur og þótti ekki minnkun að því að vera kallaður íhaldssamur. Tók það aldrei sem skámmaryrði. Þess er áður gtið að Þorsteinn hafi verið ágætur fjármaður. Hann var líka hestamaður og dáði mjög góða hesta, og mat mikils þá menn er öðrum frem- ur kunnu með þá að fara. Það var hans mesta eftirlæti að létta sér upp frá dagsins önn og bregða sér á hestbak. Oft lét hann í ljós þá ósk að sér mætti auðnast að vera á hestbaki er síðasta kallið kæmi. Þorsteinn var af góðum og greindum bændaættum úr Dala- sýslu, gestrisinn mjög og hjálp- fús, hlýr í viðmóti og glaður í viðræðum. Hann kunni góð skil á því er orðið hafði á vegi hans í lífsbaráttunni. Hann hafði næm- ar tilfinningar og urðu þær greind hans góður leiðarsteinn til skilnings á málefnum og mönnum. Fann hann vel hverju að honum andaði frá öðrum mönnum, og bar órofa tryggð til þeirra er sýndu honum hlýhug og velvilja. Þorsteinn var sannur gæfu maður. En mest var sú gæfa hans er hann eignaðist unga, glað lynda konu, afburða duglega og hagsýna. Þetta taldi hann sjálf- ur sína mestu hamingju og var forsjóninni þakklátur. Hann átti marga vini sem sakna hans og kveðja hann með virðingu og þakklæti, og senda fjölskyldu hans hlýjar óskir. Benjamín Kristjánsson. ur af því að honum þótti vænt um fé, hesta og önnur húsdýr, og samkvæmt því umgekkst hann skepnur sínar. Gleðimaður var Þorsteinn og hafði gaman af ferðalögum, og ýmsum mannfagnaði, en við- kvæmur og hlýr í lund. Trygg- ur vinur vina sinna og mjög þakklátur fyrir allt, er honum var gott gert. Fyrir mörgum árum hitti fyrr- verandi sóknarprestur Þorsteins Ólaf bróður hans í húsi hér í Reykjavík, og segir: „Ert þú bróðir Þorsteins á Krossi? Hann er minnugur á það góða“. Það var einmitt þetta, sem einkenndi Þorstein svo mjög, hlýjan vegna hins góða, er hann naut víða — öðru gleymdi hann. Margar ágætar 'minningar á ég frá samleiðinni með Þorsteini, ég man t. d. haust eitt, er við riðum saman í Dalaréttir fyrir sveit okkar, hve barnslega glað- ur hann var, er hann kom á æskustöðvarnar, og sýndi mér gamla smala- og hjásetustaði. Hann varð bókstaflega ungur, og finnst mér eftirfarandi erindi lý^. honum þá bezt: yfir kostum, er ekki liggja í aug- um uppi. Þarna er hið bezta fjárland, sem jafnan hefir alið vænt sauðfé. Það má því óhætt telja að Þorsteinn hafi verið láns- maður er hann valdi sér þetta ábýli, enda var hann glöggskyggn á slíka hluti, ágætur fjármaður og kunni vel að færa sér í nyt kosti jarðarinnar. í fyrstu var búið lítið, en það óx brátt. Þorsteinn fór vel með allan fénað og rataði manna bezt leiðina milli of og van, svo búið varð arðsamt í bezta lagi. Og fjölskyldan stækkaði með búinu, Börnin urðu 9. Má nærri geta að ekki hafa hjónin mátt slá slöku við um heimilisstörfin að koma þessari ungu kynslóð svo vel til manns sem raun ber vitni um Og heimilið á Krossi vakti at hygli allra er það sáu fyrir þrifn að og reglusemi úti sem inni. Ekki gafst Þorsteinn upp fyrir fjárpestinni miklu og gat hann þó ekki, á afskekktri, vegalausri jörð, gripið til þess ráðs, sem mörgum varð til bjargar, að breyta fjárbúi sínu í kúabú. En allt þetta fór vel úr hendi, þar með það, að ala öll börnin upp Viðskiptafræðingur Sendisvein vantar hálfan daginn í Verzlun THEÓDÓR SIEMSEN VINNA Ábyggilegur og reglusamur maður, 51 árs, óskar eftir VINNU um næstu áramót. — Margt kemur til greina. — Er vanur ýmsum viðgerðum. Tilb. merkt: „Ábyggilegur — 7072“, leggist inn á afgr. Mbl., fyrir 28. þ. m. Málflutningsskrifstofa Sveinbjörn Dagfinnsson Einar Viðar. Búnaðarbankahúsi IV. hæð. Sími 19568. ► BEZT AÐ AUGLÝSA j í MORGVISBEAÐINU * óskar eftir atvinnu frá 1. nóvember. Tilboð sendist Mbl. fyrir 26. þ.m. merkt: „Viðskiptafræðingur — 7064“. Lóð við Laugaveg Til sölu er húsið nr. 53 við Laugaveg, ásamt tilheyr- andi eignarlóð. —• Tilboð óskast í eignina og þurfa þau að vera komin fyrir n.k. mánudagskvöld, þann 29. þ.m. Málflutningsskrifstofa VAGNS E. JÓNSSONAR Austurstræti 9, sími 14400. Utgerðamenn Til sölu 38 tonna mótorbátur, 4ra ára gamall, með öllum nútíma útbúnaði. Ennfremur nokkrir aðrir bátar af ýmsum stæðum. Bátakaupendur Bátaseljendur hafið samband við oss. Austurstræti 14, sími 14120 Regnkápur glæsilegt og vandað úrval MARKAÐURINN Hafnarstræti 5 pnum í dag afgreiðslu á miðslöðva rköflum, „GILBARCO" olíubrennurum og varahlulum lil þeirra að Hafnarstræli 23. OLÍ UFÉLAGIÐ Símar 11968 og 24380

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.