Morgunblaðið - 24.10.1958, Síða 18

Morgunblaðið - 24.10.1958, Síða 18
18 MORGUHRLAÐIÐ Fðstudagur 24. okt. 1958 Islenzkur prestur til Kanada & & & Séra Jón Bjarman og Jóhanna Pálsdóttir, kona hans, með Pál litla, IV2 árs í fanginu. ☆ í GÆRKVÖLDI hélt til Vestur- heims hinn nývígði prestur sr. Jón Bjarman, ásamt konu sinni, Jóhönnu Pálsdóttur og litlum syni þeirra hjóna, Páli, en sr. Jón mun verða þjónandi prestur í íslendingasöfnuði í Lundar í Manitoba, sem er í 8 mílr.a fjar- lægð frá Winnipeg. Jón er sonur Sveins heit. Bjarmans á Akur_yri. Hann út- skrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri 1954, og lauk kandidats prófi í guðfræði í vor. 'Síðastlið- inn sunnudag var hann svo vígð- um prestur til Lundar. Jóhanna, kona hans, er dóttir sr. Páls Þor- leifssonar á Skinnaastað. Fréttamaður Mbl. átti í gær stutt viðtal við þau hjónin, er þau voru að tygja sig af stað. Kvaðst Jón hugsa gott til starfs- ins í Lundar. Þar væri mikið safnaðarlíf, þætti sjálfsagt að um 80% safnaðarins sækti kirkju að jafnaði. Tilgangurinn með ferð- inni væri frá sinni hálfu m. a- sá, að kynna sér fjölbreyttara kirkju líf en hér er, til að geta seinna haft gagn af þeirri reynslu sinni í starfi hér heima. Kirkjufélag það, sem sr. Jón er ráðinn til, heitir „Icelandic Evan gelical Lutheran Synod of America". Til þess hafa eftir stríð verið ráðnir héðan að heiman þeir sr. Eiríkur Brynjólfsson, sem nú er í Vancouver, sr. Bragi Frið- riksson, sem var í Lundar og á Gimli, sr. Róbert Jack, sem var í Árborg, og sr. Ólafur Skúlason, sem er í Montana í North-Dakóta í Bandaríkjunum. Sá siðastnefndi er orðinn kirkjuritari kirkjufé- lagsins, og hyggst sr. Jón Bjarm- an stanza hjá honum í tvær vik- ur í leiðinni til Kanada, til að kynna sér starfið. Söfnuður sá er sr. Jón fer til mun telja um 200 sóknarbörn, en í Lundar eru þó fleiri íslendingar. Fyrsti presturinn, sem þar þjón- aði, hét sr. Jón Jónsson, og hafði hann flutzt vestur sem bóndi fyrir aldamót. Síðan hefur alltaf verið þar íslenzkumælandi prestur og stefna safnaðarins nú er að hafa prest, sem getur messað á ís- lenzku, en þeim fer alltaf fækk- andi vestra prestunum sem það geta. Sr. Bragi Friðriksson þjón- aði þessum söfnuði fyrir tveimur árum, og nú hyggst Jón vera þar a. m. k. tvö ár. Mun hann eiga að messa ýmist á íslenzku eða ensku, en að sjállsögðu fer þeim Vestur-íslendingum fækk- andi, sem tala íslenzku, og jafn- vel þó þeir skilji sjálfir málið, eru margir þeirra giftir inn í fjöl skyldur af öðru þjóðerni, sem þá líka sækja sömu kirkju. Að lokum baðu þau lijónin fyr- ir kveðjur til allra vina og kunn- ingja hér á landi. Fjölþœtt starfsemi Barnaverndar- félagsins Á MORGUN er Barnaverndar- dagurinn og verður hans minnzt hér í Reykjavík og öðrum kaup- stöðum landsins. Verða merki dagsins seld á götum og auk þess barnabókin Sólhvörf 1958, sem Sigurður Gunnarsson, skólastjóri á Húsavík hefur tekið saman. í gær áttu fréttamenn tal við for- stöðumenn Barnaverndarfélags Reykjavíkur og skýrði Matthías Jónasson, prófessor, frá starfi barnaverndarfélaganna í hinum ýmsu kaupstöðum landsins. Verkefni barnaverndarfélag- anna er með nokkuð ÓJÍku sniði eftir því hvar er. í hinum ýmsu kaupstöðum hafa félögin einbeitt sér að því að bæta úr þar á staðnum. Á Akrar.esi, ísafirði, Akureyri, Siglufirði og Húsavík hafa barnaverndarfélögin t. d. gengið fram í því að stofna leik- skóla fyrir börn, einkum þar sern mæðurnar vinna úti hluta úr ári. Á Akureyri er auk þess verið að byggja leikskóla, sem verður starfræktur allt árið. Hér í Reykjavík hefur starf- semi barnaverndarfélagsins verið rneð nokkruð öðrum hætti. Hefur það lagt mikla áherzlu á að Magnús bakari Fæddur 20. júní 1894 Dáinn 16. október 1958 MAGNÚS ÞORKELSSON bakari, Höfðaborg 74, verður jarðsettur í dag. — í 16 ár starfaði hann með mér af alúð og skyldurækni, og tel ég mér skylt að minnast hans með sérstöku þakklæti nú þegar jarðneskar leifar hans eru til moldar bornar. Hann var sannarlega maður af gamla skól- anum í orðsins fyllstu merkingu, því í honum sameinuðust flestir þeir kostir, sem eldri kynslóðir kölluðu mannkosti. Þannig var hann frammúrskarandi ábyggi- legur, samvizkusamur, ráðvand- ur, skyldurækinn, ósérhlífinn, prúður, vandvirkur og þrifinn. Allir þessir góðu kostir sam- einuðust í starfi hans á vinnu- stað og mun hans minnzt af okk- ur, sem með honum störfuðum í Bernhöftsbakaríi, sem alveg fram úrskarandi velvirks fagmanns. Það var því skiljanlegt, þótt ekki væri það mér sársaukalaust, er hann kom í vinnuna aftur, eftir að hafa verið frá verki í 5 vikur vegna meiðsla er hann varð fyrir, vegna slæmrar byltu, sem hann fékk nokkru áður, að þessi áhugasami verkmaður, kæmi til þess að enda æviskeið- ið einmitt á vinnústaðnum, því fyrir utan alúð hans við heimilið, var vinnan ávallt það er hann mat mest og lagði mest að sér við. Ég bið guð að gefa ekkju hans styrk. Sonum hans tveimur, tengdadóttur, systkinum, vinum Vildu ekki hætta að Irufla LONDON, 22. okt. — Brezka út- varpið BBC neitaði rússneska út- varpinu um aðstöðu til þess að endurvarpa lýsingu á knatt- spyrnuleik Breta eg Rússa til Rússlands um BBC. Ástæðan var sú, að Rússar vildu ekki lofa því að lýsing BBC á leiknum á rúss- nesku yrði ekki trufluð. styrkja ungt, efnilegt fólk til náms erlendis í þeim greinum, þar sem helzt er vöntun á sér- menntuðu fólki hérlendis. Er margt af þessu fólki nú komið heim og byrjar að starfa, en sem stendur er ung stúlka við nám í tallækningum í London. Þá hefur Barnaverndarféiag Reykjavíkur fengið endurr.vjað- an áhuga á kjörum ungra afbrota manna. Skipan þessara mál er nú þannig hér á landi, að þeir, sem dæmdir eru til fangelsisvistar, fá fæði i fangelsinu, en er ekki sinnt þar að öðru leyti. Með óðrum menningarþjóðum eru aftur á móti sérmenntaðir menn, sem stuðla að því að fangavistin hafi bætandi áhrif á fangana. Þeir sem hafa þessi störf með höndum eru útlærðir afbrotasérfræðingar, en enn sem komið er hefur eng- inn íslendingum lokið námi í þeirri grein sálfræðinnar. Barnaverndarfélag Reykjavík- ur hefur nú í samvinnu við Kven réttindafélag íslands boðið fræg- um dönskum afbrotasérfræðingi hingað í vetur til fyrirlestrahalds. Er það frú Karen Berntsen, sem er mjög kunn í heimalandj sínu og hefur undanfarið verið a sex mánaða ferðalagi um Bandaríkin. Mun frú Berntsen flytja tvo fyrir lestra hér á landi. Þá hefur Barnaverndarfélag Reykjavíkur í undirbúningj út- gáfu á alþýðlegu fræðsluriti um verndarþurfi börn og upp’ldi þeirra. í bók þessa rita mai gir færustu sérfræðingar íslenúdrog mun hún koma út á næsta ári. Þorkelsson og venzlafólki bið ég handleiðslu guðs. Friður veri með honum og Guðs blessun. S. B. — Síðcr S. U. S. Framh. af bls. 8 manni borgið. Eigi menn auðuga foreldra er enginn námsstyrkur veittur, en séu foreldrar hins veg ar ekki vel efnum búnir eru menn styrktir til námsins. — Hvað viltu segja okkur um félagslífið í skólanum? — Það eru að sjálfsögðu haldn ir dansleikir öðru hvoru. Annars er ekki mikið félagslíf í skólan- um. Maður er kominn fyrst og fremst til að læra, og til þess að standa sig vel er nauðsynlegt að vinna mikið. Nemendur hafa gott næði og verða ekki fyrir neinum truflunum af hendi skóla félaganna. — — Klúbbar? — Það er aðeins lltill hluti nemenda, sem sækir klúbba. Að- allega eru það stúdentar af ríku foreldri. Klúbbar þessir eru fullir hleypidóma. Gyðingar sækja þá t. d. ekki. En við Har- vard er mikið af Gyðingum. Það eru menn, sem vilja hugsa og læra. Hitt er svo staðreynd, að einkum úr þessum klúbbum koma leiðtogar í viðskiptum og stjórnmálum. — Er ekki blómlegt íþróttalíf í Harvard eins og flestum öðrum bandarískum háskólum? — — Harvardstúdentar stáera slg af því að þeir fari aldrei með sigur af hólmi í íþróttakeppni og það yrði talin alvarleg hnignun og hneysa ef svo færi, því að Harvardmenn vilja vera lær- dómsmenn en ekki sportidjótar! Við látum þetta nægja um Harvard og snúum okkur að öðru. — Hvað hefur komið þér mest á óvart hér á íslandi? — Mér finnst skrýtið, hvað hér er lítið af fátæku fólki. Allir virðast hafa nóg að bíta og brenna, og jafnvel drukkni mað- urinn, sem bað mig að gefa sér 75 aura fyrir sígarettum í morg- un var betur til fara en ég. Nú liggur Sean augsýnilega eitthva'ð mikið á hjarta. íslendingar eru montnir segir hann. Þeir eru hreyknir af sjálfum sér, máli sinu og menn- ingu. En þegar íslendingur kem- ur til framandi landa kemst hann að raun um að íslenzkan stoðar honum lítt. Hann verður að tala annað mál. Þá fyrst verð- ur honum ljóst hversu menningu hans og tungu eru mikil tak- mörk sett. Hann kemur því heim auðmýkri en hann fór. Þegar Bandaríkjamaður fer til annarra landa talar hann sitt eigið mál. Ensku kunna svo margir. Hann kemur heim hreykinn yfir því hversu menn- ing og mál hans eigin þjóðar er útbreidd. — Og að lokum þessi spurn- ing, sem íslendingar spyrja alla útlendinga. Hvað finnst þér um íslenzku stúlkurnar? — Mér finnst eiginlega allar íslenzkar stúlkur frá tíu til fimmtíu og tveggja ára, vera sem seytján ára blómarósir! Barnaverndardagurinn er á morgun, 1. vetrardag. Barnaverndarfélagið biður foreldra að leyfa börnum sínum að selja merki dagsins og hina vinsælu ' barnabók Sólhvörf. Sölubörn komi kl. 9 á laugardagsmorgun á þessa afgreiðslustaði: Skrífstofu Raugkross fslands, Thorvaldsensstræti 6, Drafnar- borg, Baronsborg, Grænuborg, Steinahlíð, Andyri Melaskóla, Eskihlíðarskóla, ísaksskóla, Háagerðisskóla og Langholtsskóla. Anddyri Digranesskóla og Kársnesskóla í Kópavogi. Dvalarheimili aldraðra sjómanna, Laugarási. Sölubörn komi hlýlega klædd. Góð sölulaun og bíómiði. STJÓBNIN. Clœsilegt skrifborð Stórt skrifborð úr mahogni, dönsk smíði. — Selst fyrir lágt verð, skipti á minna borði koma til greina. — Verzlunin Búslóð Njálsgötu 86 — Sími 18520 Stúlka óskast Viljum ráða til okkar abyggilega stúlku til afgreiðslustarfa. Þarf helzt að vera vön. Upplýsingar IVIatvælabúðin Efstasundi 9° Dugleg skrifstofustúlka oskast Dugleg stúlka með stúdents-, verzlunarskóla-, kvennaskóla- eða gagnfræðaskólamenntun, óskast strax til skrifstofustarfs. Umsóknir óskast sendar afgreiðslu blaðsins merktar: „1.—2.—3. okt. — 7065“ fyrir 29. október næstkomandi. Umsóknunum verða að fylgja upplýsingar um aldur, skólanám og unnin störf ef fyrir hendi eru. Barnaverndardagurinn er á morgun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.