Morgunblaðið - 29.10.1958, Page 1
20 síðuv
45. árgangur.
247. tbl. — Miðvikiidagur 29. október 1958
Frentsmiðja Morgtmblaðsins
Bls. 3: ísl. rithöfundar ræða um Past-
ernak, sænsku akademíuna og
rússneskt vald.
— 6: Allir synir mínir (Leikdómur).
— $: Frímerkjaþáttur.
— 9: Bókaþáttur (Á erlendum bóka-
markaði).
— 10: Forystugreinin: „Laxness og
Pasternak“.
„Sonorama" — tímarit á hljóm-
plötum (Utan úr heimi).
— 11: Skáldskapurinn er eins og
grænt eitur í blóðinu (afmælis-
viðtal við sr. Sigurð í Holti).
— 13: Matvörur og gjaldeyrisspárn-
aður.
Landhelgismálið.
18: íþróttir.
★---------------------------★
Kairo, 28. okt. — Nasser einræðis
herra tilkýnnti í dag, að nú
skyldi undirbúningur að bygg-
ingu Aswan-stíflumiar hafinn.
Sem kunnugt er hafa Egyptar
fengið allmikið lán hjá Rússum
til stíflubyggingarinnar, en það
mun skammt hrökkva. Búizt er
við, að nauðsynlegasta undirbún-
ingsstarfi verði lokið eftir ár,
Dulles sagði í dag, að rússneska
lánið væri áróðursbragð, sem
ekki hefði komið á óvart. Fjár-
hagslegt gildi lánsins væri minna
en menn hefðu gert sér grein
fyrir.
hann mikið fyrir réttindum for-
eldra til að senda börn sín í skóla
þeirrar trúar, er þau tiiheyrðu.
Þess skal einnig getið, að 13. nóv.
1952 talaði hann til fulltrúa frá
40 löndum í París og mælti meðal
annars:
„Yfir sigurvímu vísindanna
gnæfir og skín friðarboðskapur
Krists, sem hefir að geyma grund
yallaratriði menningarinnar. —
Katólskur maður mun stöðugt í
starfi sínu hjá UNESCO minnast
þessara sanninda og þaðan staf-
ar styrkur hans“.
Hann hvatti þar til hreinskilni,
sanngirni og bróðurkærleika.
„Nýjustu uppfinningar og aðlög-
unarhæfni þeirra", sagði hann,
„eru mikilvægar og vekja aðdá-
un. En það eitt nægir ekki mönn
unum til farsældar. Ekki til tím-
anlegra heilla og því siður til
eilífra heilla“.
Angelo Giuseppe Roncalli var
útnefndur patríarki Feneyja 19.
jan. 1953 og gjörður kardínáli
29. okt. sama ár. Nú hefir hann
tekið við yfirstjórn katólsku
kirkjunnar og tekið sér nafnið
Jóhannes XXIII. Vér biðjum fyr-
ir honum og óskum honum allr-
ar blessunar í þessu göfuga
starfi, sem jarl Krists hér á jörð.
Samkv. síðustu fregnum hafði
fréttamönnum í Moskvu ekki
tekizt að ná sambandi við rússn
esku vísindamennina — og af
opinberri hálfu hafði þar ekki
verið minnzt einu orði á úthlut-
un verðlaunanna.
Nóbelsverðlaun
STOKKHÓLMI, 28. okt. —
Brezki vísindamaðurinn Friedrik
Sanger hlaut Nóbelsverðlaunin
í efnafræði í ár.
Jóhannes páfi XXIII.
MOSKVU, 28. okt. — Það var
upplýst í Moskvu í gær-
kvöldi, að Nóbelsverðlauna-
skáldið Boris Pasternak hefði
verið sviptur nafnbótinni
Sovét-höfundur. Jafnframt
hefði hann verið rekinn úr
rithöfundasambandi Ráð-
stjórnarríkjanna, svo og sam-
tökum þýðenda, sem nátengd
eru rithöfundasambandinu.
Tilkynningin um brottvikn-
ingu Pasternaks var siðan birt í
morgun í bókmenntatímaritinu
Gazeta. Ástæðan var sögð sú, að
atferli Pasternaks væri ósam-
rýmanlegt því að vera Sovét-
höfundur. Ákvörðunin hafi ver-
ið tekin í ljósi siðferðilegrar og
pólitískrar niðurlægingar hans,
svika hans við Sovét-þjóðirnar,
sósíalismann, friðinn og fram-
farirnar, sem greidd hafi verið
með Nóbels-verðlaunum — í
þeim tilgangi að auka „kalda
stríðið“.
Vilja réttlæta
árásina
TOKYO, 28. okt. — Japanskt
kvikmyndafélag er *ú að hefja
undirbúning að töku kvikmynd-
ar, sem á að verja þátttöku
Japans í síðustu heimsstyrjöld.
Meðal annars verður lögð áherzla
á það, að árás Japana á Pearl
Harbour hafi ekki verið skyndi-
árás af þeirra hálfu. Ástæðan
fyrir því að hún kom Bandaríkja-
mönnum á óvart segja Japanar
seinagang japanska sendiráðsins
í Washington við þýðingu úr-
slitakosta Japans til Bandaríkj-
anna.
Skömmu áður en tilkynning
þessi var birt höfðu pólsku rit-
liöfundasamtökin sent Pasternak
heillaóskir vegna verðlaunanna.
★
Ólíklegt er talið, að Paster-
nak verði leyft að fara til
Stokkhólms til að veita
Nóbels-verðlaununum við-
töku hinn 10. desember nk.
Hann hefur nú verið sviptur
öllu vegtyllum, sem hefðu auð-
veldað honum að fá fararleyfi
rússneskra stjórnarvalda. Enda
þótt Pasternak' hafi nýlega lýst
því yfir, að hann mundi hvergi
geta starfað annars staðar en í
heimalandinu, er fullyrt, að
Ráðstjórnin muni ekki veita hon-
um fararleyfi.
★
Síðari fregnir herma, að
Moskvu-fréttaritari norska
kommúnistablaðsins í Ósló
hafi símað, að kvisazt hafi
Frh. á bls. 19.
Roncalli kardináli —
Jóhannes páfi XXIII.
Páfakjör tókst í II. atkvœðagreiðslu
RÓMABORG, 28. október — Eftirmaður Píusar XII. á páfa-
stóíi hefur verið kjörinn — og hefur hann tekið sér nafnið
Jóhannes páfi XXIII. Það var 76 ára kardínáli frá Feneyj-
um, Angelo Giuseppe Roncalli, sem kjörinn var páfi, en
Jóhannes XXII. sat * páfastóli árin 1316—1334.
íu 25. nóv. 1881. Hann verður því
77 ára í næsta mánuði. Hann var
prestvígður 10. ágúst 1904 síðan
gerður að nafnbótarerkibiskupi
Airopolis, 3. marz 1925, og um
leið preláti páfastólsins. Vígsla
hans fór fram í Róm í Santo-
Carlo kirkjunni á Korsó, og vígði
Tache kardínáli hann. Roncalli
var sendur í postullega vísitasíu
til Búlgaríu sama ár, og 16. okt.
1931 var hann gerður postullegur
fulltrúi. Síðan var hann sendur
til Tyrklands og Grikklands 15.
nóv. 1934 og var gerður að að-
stoðarmanni latneska patríarkans
í Konstantínópel, Miklagarði. 30.
nóv. 1934 varð hann nafnbótar-
biskup af Mitsemtbría og tók sér
bólfestu í Istanbul. Hann var
gerður að sendifulltrúa páfa,
Nunsíus, í París í igúst 1952 og
fulltrúi hans hjá UNE'SCO, það
er Menningar- og fræðslustofnun
Sameinuðu þjóðanna. Þar barðist
Eftir 11. atkvæðagreiðslu
kardinálanna 51, sem lokaðir
höfðu verið inni í Sixtinsku
kapellunni í Páfagarði síðan á ■
laugardag, tókst páfakjör loks-
ins. Mikill mannfjöldi hafði
safnazt saman framan við kapell-
una þegar von var á reykmerk-
inu, sem ekki var gleggra í 11.
sinn en svo oft áður. Voru menn
á báðum áttum hvort reykurinn
væri hvítur eða svartur, en sum-
ir þóttust þó greina, að hér væri
um hvítan reyk að ræða — og
meðal þeirra voru fréttamenn út-
varpsstöðvar Páfagarðs.
★
Tilkynnti útvarpsstöðin, að
páfakjör hefði tekizt og var það
orð að sönnu. Hátt á þriðja
hundrað manns hafði safnazt
saman á Péturstorginu, er einn
af kardínálunum gekk fram á
svalir Péturskirkjunnar og lýsti
páfakjöri. HABEMUS PAPA
hrópaði hann og mannfjöldinn
hrópaði lengi og ákaft í fögn-
uði. Síðan kallaði kardínálinn
nafn þess starfsbróður síns, sem
kjörinn hafði verið og laust
mannfjöldinn upp löngu fagnað-
arópi.
Stundu síðar gekk hinn ný-
kjörni páfi fram í fullum skrúða
og blessaði mannfjöldann, sem
meðtók blessunina með miklum
fagnaðarlátum.
★
Páfi verður vígður sunnudag-
inn 19. nóvember, en fyrir þann
tíma mun hann skipa utanríkis-
ráðherra Páfagarðs. Roncalli,
hinn nýkjörni páfi, á að baki sér
mjög merkt starf í þágu kirkju
sinnar og rakti Jóhannes Gunn-
arsson Hólabiskup embættisferil
hans í fréttaauka útvarpsins í
gærkvöldi.
Ummœli Hólabiskups
Habemus Papa — Nýr páfi hef-
ir verið kosinn. Um allan hinn
katólska heim hljóma þessi orð,
sem tilkynna að vér höfum eign-
azt nýjan andlegan föður, er
IstQórnar kirkjunní, sem eftijr-
maður Péturs postula. Hinn nýi
páfi er Angelo Giuseppe Roncalli,
fæddur í Sottoil Monte í Berg-
amó-biskupsdæmi á Norður-ítal-
JHorcjtmliIfiíiiþ
Miðvikudagur 29. október.
Efni blaðsins er m.a.:
Verðo jbe/r úrskurðaðir
svikarar
STOKKHÓLMI, 28. okt. — Þrír
rússneskir vísindamenn hlutu í
ár Nobelsverðlaunin fyrir eðlis-
fræðistörf. Þeir eru P. A. Tsjer-
enkov, Igor Tamm og I. M.
Frank. Hafa þeir að nokkru leyti
unnið saman, en þó mikið hver
í sínu lagi — og er verðlauna-
veitingin aðallega byggð á upp-
götvun Tsjerenkov-fyrirbrigðis-
ins svonefnda. (Samkv. upplýs-
ingum, er Þorbjörn Sigurgeirs-
son lét blaðinu í té er hér um að
ræða fyrirbrigði, ljósgeisl-
un, er kemur fram þegar agnir
fara í gegn um eitthvert gegn-
sætt efni með meiri hraða en
ljósið hefur í sama efni. Er með
sérstakri aðferð hægt að mæla
agnirnar og er þessi aðferð eink-
um notuð við mælingu geim-
geisla).
Mjög er nú hugleitt hvort Ráð
stjórnin muni leyfa Rússunum
þrem að fara til Stokkhólms til
þess að veita Nobelsverðlaunun-
um viðtöku eða hvort vísinda-
mennirnir verða sekir fundnir
um landráð. Þykir mönnum Ráð-
stjórnin hafa komizt í slæma
klípu.
Aswan
£M;j
Í
Mj'ndin var tekin á heimili Pasternaks í Moskvu kvöldið sem honum barst fregnin um að Nóbels-
verðlaunin hefðu verið veitt honum. Við borðið situr Chuvoskij, barnabókahöfundur, og skálar
við Pasternak og óskar honum til hamingju, en frú Pasternak horfir á þá frá borðsendanum.
Pasternak útskúfaður
Fær sennilega ekki að fara til Stokk-
hólms til að veita Nóbelsverð-
/aununum viðtöku