Morgunblaðið - 29.10.1958, Side 2
MORCVNBL4Ð1Ð
Miðvik'udagur 29. okt. 1958
Bœjarfélög megi leggja veltuútsvar á
gjaldendur er selja vörur eða þjónustu
Útsvarið megi hœst vera 3 prósent af veltu
t GÆR var útbýtt á Alþingi
frumvarpi til laga um veltuút-
svör. Flm.: Björn Ólafsson. Segir
í frumvarpinu m. a., að bæjar-
og sveitarfélög hafi rétt til að
leggja veltuútsvör á þá gjald-
endur, sem selja vörur eða þjón-
ustu, þó misjöfn eftir tegund
vinnu og ekki nema einu sinni á
sömu veltu. Hámark útsvars skal
vera 3% af veltu. Gjaldendur
veltuútsvara skulu senda skýrslu
um veltu sína mánaðarlega til
viðkomandi bæjar- eða sveitar-
félags, og greiðist útsvarið mán-
aðarlega til bæjar- eða sveitar-
sjóðs.
1 greipargerð fyrir frumvarp-
inu segir m. a. á þessa leið:
Tvo síðustu áratugi hefur lög-
gjafinn stöðugt bætt á bæjar- og
sveitarfélögin nýjum gjöldum í
félagslegum efnum án þess að
sjá þeim fyrir nýjum tekjustofn-
um. Verða þau enn að mestu að
sjá sér farborða með hinum
gamla og einhæfa tekjustofni sín-
um, útsvörunum, sem enn eru
lögð á „eftir efnum og ástæðum“.
En þessi tekjustofn hefur sín tak
mörk, og fyrir fáum árum var
svo komið, að hann var orðinn
gersamlega ófullnægjandi, ef
mæta átti þeim kröfum, sem nú
eru gerðar um þjónustu bæjar-
og sveitarfélaganna.
Til þess að geta haldið rekstri
sínum gangandi og staðið undir
hinni öru þróun í félagslegum
efnum urðu bæjarfélögin að afla
sér tekna umfram það, sem hægt
,var að ná með hinu venjulega
sveitarútsvari. Var þá af bæjar-
félögunum gripið til þess örþrifa
ráðs að leggja á nokkurn hluta
gjaldendanna sérstakt útsvar á
veltu og þjónustu án nokkurs til
lits til tekna þeirra eða efnahags,
í viðbót við venjulegt sveitarút-
svar og lögboðna skatta til ríkis
ins. Á þennan hátt er á nokkurn
hluta skattgreiðenda lagður þung
ur og ósanngjarn aukaskattur til
sveitarsjóðs, sem nú tekur
að mestu það, sem sveitar-
útsvar og ríkisskattar skilja
eftir af nettóárstekjum gjaldend-
anna, en margir verða að greiða
miklu meira en tekjunum nem-
ur, og verður þá veltuútsvarið
beinn skattur á eignir þeirra. Eru
dæmi um, að á þennan hátt hafi
verið lagt á gjaldendur svo að
hundruðum þúsunda króna skipti
umfram tekjur þeirra.
Er nauðsynlegt að breyta nú
þegar þessari tekjuöflun bæjar-
félaganna í það horf, að þau geti
til frambúðar haft veltuútsvar
sem tekjustofn, án þess að gengið
sé í berhögg við gjaldþol skatt-
greiðendanna og allar viðteknar
reglur um opinbera skattheimtu.
Alþingi getur ekki lengur
daufheyrzt við kröfum bæjar-
og sveitarfélaga um nýjan, heil-
brigðan tekjustofn til viðbótar
sveitarútsvarinu. Með frumvarpi
þessu er bent á leið fyrir bæjar-
og sveitarfélögin til eðlilegrar
tekjuöflunar, sem staðið getur til
frambúðar.
Hins vegar er atvinnurekstrin-
um í landinu lífsnauðsyn, að
hætt verði að innheimta veltuút-
svör með þeim hætti, sem nú er,
því að með sama áframhaldi má
búast við, að fjöldi atvinnufyrir-
tækja verði gerður gjaldþrota á
skömmum tíma.
Atvinna og góð tíð
á Siglufirði
SIGLUFIRÐI, 28. okt. — Bæjar-
togararnir Elliði og Hafliði los-
uðu hér rúm 300 tonn af karfa
hvor um og fyrir siðustu helgi.
Allur þessi karfi er unninn hér í
frystihúsunum og gefur þetta
mikla vinnu. Tunnuefni í 40 þús.
síldartunnur var losað hér í síð-
ustu viku til tunnuverksmiðju
ríkisins og verður smiðað úr því
í vetur. Hvassafell Iosar hér i
dag 2S þús. sildartunnur og Detti-
foss lestar hér frosinn fisk. Ein-
muna tíð hefur verið hér undan-
farið og er öllum bílum fært
yfir Skarðið eins og er.
Fékk 500 kcý.
afla á handfæri
AKRANESI, 28. okt. — Fjór-
ir reknetjabátar voru á sjó héðan
í nótt og lögðu netin í Miðnessjó.
Afli var frá 30 til 57 tunnur á
bát. Aflahæst var Sigurvon. Ekki
hefur lengi sézt eins falleg síld
hér og virðist ný síldarganga
vera á ferðinni. Síldín var fryst.
Sex trillubátar reru héðan í
gær í sæmilegu veðri. Trillurnar,
sem voru með línu, fiskuðu upp
í 800 kg. Ein trillan fékk 500 kg
á handfæri og var þar einn á.
Ekki var sjóveður fyrir trillurnar
í dag, enda vestankylja.
Hér var Goðafoss í gær og tók
Kínverskir kommúnistar
reyna að ,,bjarga and-
litinu"
— sagði Dulles
WASHINGTON, 28. október —
Dulles sagði á blaðamannafundi
í dag, að Bandaríkjastjórn mundi
hugleiða það gaumgæfilega hvort
ekki væri rétt að halda áfram
kjarnorkutilraunum eftir 31. okt.,
ef Rússar létw verða af hót-
unum sínum um að halda áfram
tilraunum þrátt fyrir yfirlýsingu
Breta og Bandaríkjamanna um
að þeir ætli að hætta tilraunum
frá og með mánaðamótunum.
Þá mun hefjast í Genf ráð-
stefna um stöðvun tilrauna með
kjarnorkuvopn og sagði Dulles,
að af hálfu Vesturveldanna
mundj einskis látið ófreisíað til
þess að ná samkomulagi við
Rússa um stöðvun tilrauna og eft-
irlitskerfi með því að bannið
verði ekki brotið.
Sagði Dulles, að Rússar væru
nú að reyna að færast undan því
að efna heit sitt um að gera sitt
til þess að samkomulag næðist
um bann við tilraunum með kjam
orkuvopn.
Viðvíkjandi Formósudeilunni
sagði DulJes, að kommúnistar
vildu bersýnilega ekki hætta á
meiri háttar átök. Þeir hefðu nú
hætt skothríðinni á smáeyjarnar
að nokkru leyti með ákveðnum
skilyrðum. Þetta hefðu þeir ber-
sýnilega gert til þess að „bjarga
andlitinu“, því að það væri ó-
mótmælanieg staðreynd, að eftir
sjö vikna látlausa skothríð á
300 lestir af hvalkjöti og eitthvað smáeyjarnar hefði hvergi verið
af freðfiski á Ameríkumarkað. j bilbug að finna á þjóðernissinn-
Hingað komu tvö skip í dag, j um — og kommúnistar hefðu séð
Fjallfoss, sem lestar karfamjöl t fram á að tilgangslaust var að
og Edda er tekur saltfisk. — O. halda sig við þessa aðferð.
Að síðustu minntist hann á
Kóreu og tilkynningu Kínverja
um að hersveitir þeirra væru
farnar úr landinu. Sagði Dulles,
að hersveitir S. Þ. væru í Suður-
Kóreu til þess að reyna að ryðja
veginn til sameiningar N- og S-
Kóreu með frjálsum kosningum.
Athugasemd frá
utanrikisráðu-
neytinu
í TILEFNI af fregn í einu af dag-
blöðum Reykjavíkur um að
danska ríkisstjórnin hafi fengið
tilboð frá ríkisstjórn íslands varð
andi fiskveiðiréttindi Færeyinga
við ísland og gagnkvæm rétt-
indi íslendinga við Grænland,
óskar utanríkisráðuneytið að
taka fram, að fregn þessi er með
öllu tilhæfulaus; engar slíkar við-
ræður hafa farið fram og ekkert
slíkt komið til tals innan ríkis-
stjórnarinnar.
Utanríkisráðuneytið,
Árni G. Finnsson
Árni G. Finnsson iorm. Stefnis
HAFNARFIRÐI. Á sunnudaginn*
var haldinn aðalfundur Stefnis,
fél. ungra Sjálfstæðismanna, og
var hann settur af Birgi Björns-
syni fráfarandi formanni. Síðan
fór fram stjórnarkjör og var
Árni Grétar Finnsson stud. jur.
kosinn formaður til næsta árs, og
til vara Ragnar Jónsson iðnnemi.
Meðstjórnendur eru þau Jó-
hanna Helgadóttir skrifstofust.,
Einar Sigurðsson stud. oecon.,
Magnús Þórðarson verkstjóri og
Ragnar Magnússon iðnnemi. 1
varastjórn eru Guðlaug Kristins
dóttir nemandi og Sigurður Þórð
arson nemandi. Einnig var kosið
í fulltrúaráð. Fundarstjóri var
Guðlaugur B. Þórðarson, kaup-
maður.
Nokkrar umræður urðu eftir
að stjórnin hafði verið kosin og
tóku margir til máls. Var einkum
rætt um félagsstarf Stefnis, svo
og ýmislegt varðandi stjórnmála-
viðhorfið hér í bænum. Voru um
Ástandið væri hins vegar slíkt,
að ekki þætti vænlegt að flytjalræður fjörugar og ræðumönnum
herinn brott. vel fagnað. — G. E.
Framlag til prestseturs-
húsa er alltof lágt
Frá umrœðum á kirkjuþingi
I GÆR var til umræðu á
kirkjuþingi áskorun til Alþingis
um hækkun styrks til kirkju-
verk sjóðsins skal vera það, að
styðja sérhvað það, sem verða
má til uppörvunar, fræðslu og
byggingasjóðs. Var það síðari' uppbyggingar í kristilegu starfi.
umræða og hafði séra Jón Ólafs- Flutnirgsmenn þessarar tillögu
De Caulle minntist ekki
á bandalagið í bréfinu
PARIS, 28. okt. — Talsmaður |
franska utanrikisráðuneytisins
skýrði svo frá í dag, að de Gaulle
hefði í bréfi til Eisenhowers og
Macmillans lagt til, að lögð verði
aukin áherzla á samvinrru og
samræmingu stefnu þríveldanna
á alþjóðavettvangi. Sagði tals-
maðurinn að þetta jafngilti ekki
því, að de Gaulle viidi gera ein-
hverjar meirj háttar breytingar
á skipuiagi Atlantshalsbandalags
ins.
Talsmaðurinn sagði ennfvemur,
að Atlantshafsbandalagið hafi
ekki verið nefnt í bréfinu. Hins
vegar miði tiíiögurnar að því að
efla og styrkja bandalagið — og
verði þær bornar undir ful’trúa
fleiri þjóða, þegar ráðhevrafund-
ur bandalagsins kemur saman í
París í desember. Hins vegar hafi
ítölsku stjórninni og Spaak, fram-
kvstj. bandalagsins, verið kunn-
gerðar tillögurnar.
son í Holti framsögu fyrir nefnd-
inni. Efni áskorunarinnar er það
að hækkað skuli framlag til sjóðs
ins úr hálfri milljón kr. á ári í
eina milljón króna. Var áskorun-
in samþykkt sámhljóða.
Einnig kom frá nefnd álit um
verðlaunasamkeppni um upp-
drætti af sveitakirkjum. Séra
Þorgeir Jónsson á Eskifirði reif-
aði málið fyrir hönd allsherjar-
nefndar. Var þetta mál afgreitt
með rökstuddri dagskrá og vísað
til biskups úl frekari undirbun-
ings.
I þriðja lagi var til umræðu
tillaga til þingsályktunar um
starfssjóð hinnar evangelisk- lút-
hersku kirkju á íslandi. Hlut-
Kvöldvaka Bræðra
félagsins í Kjós
VALDASTÖÐUM, 26. okt. —
Fyrsta Vetrardag efndi stjórn
Bræðrafélags Kjósarhrepps til
kvöldvöku í samkomuhúsinu að
Félagsgarði. Formaður félagsins,
Oddur Andrésson á Neðra-Hálsi,
setti samkomuna, bauð gesti vel-
komna og kynnti dagskráratriði.
Þar næst flutti Guðmundur G.
Hagalín rithöfundur snjallt er-
indi um rithöfundinn Loft Guð-
mundssonar. Síðan las Helgi
Skúlason leikari upp úr síðustu
bók Lofts, Jónsmessudraumnum.
Þá tajaði Loftur og las upp
kvæði. Var hann að lokum hyllt-
ur með ferföldu húrrahrópi. —
Voru öll þessi atriði þökkuð með
dynjandi lófataki. Að síðustu var
stiginn dans. — St.G.
sem vísað var til kirkjuráðs, eru
þeir Steingrímur Benediktsson,
Vestmannaeyjum og Sigurður
Gunnarsson Húsavík.
Rætt var um rafhitun kirkna í
sveitum landsins, en reynslan af
rafhitun hefur leitt í ljós að
kostnaður er óeðlilega hár mið-
að við aðra upphitun. Var 3
manna nefnd falið að ganga á
fund raforkumálaráðh. (Herm.
Jónassonar) og eru í nefndinni
þeir Friðrik A. Friðriksson pró-
fastur, Jón Jónsson bóndi á Hofi
og Steingrímur Benediktsson,
V estmannaeyjum.
Þá var samþykkt á kirkjuþingi
í gær að beina þeim tilmælum til
ríkisstjórnar og Alþingis að fjár-
veiting til byggingar prestseturs-
húsa hækki a.m.k. upp í 2 millj.
kr. á ári. Það er reynsla síðustu
ára, að framlag til prestseturs-
húsa sé alltof lágt.
Tíunda skólaárið
að hef jast í Skóga-
skóla
SKÓGASKÓLI var settur 1.
okt. sl. og kom þá 3. bekkur í
skólann, en 1. og 2. bekkur komu
15. okt. Nemendur eru alls 100,
48 piltar og 52 stúlkur, víðs veg-
ar að af landinu. Yfir 60 eru þó
úr skólahéraðinu, en það er Rang
árvallasýslu og Vestur-Skafta-
fellssýsla.
Athöfnin hófst með því að Sr.
Sigurður Einarsson í Holti pred-
ikaði. Síðan flutti skólastjóri
Jón E. Hjálmarsson, setningar-
ræðu og rakti ýmsa þætti í starfi
skólans. Kennarar verða í vetur
þeir sömu og sl. vetur, nema að
Hjördís Þorleifsdóttir lét af störf
um og við kennslu hennar tek-
ur frú Guðrún Hjörleifsdóttir.
Ráðskona mötuneytisins, frú Sig
urbjörg Pétursdóttir, hefur lát-
ið af störfum, en við taka Auður
Guðmundsdóttir og Steinunn
Guðmundsdóttir.
Skólastjóri gat nokkurra verk
legra framkvæmda við skólann,
nemendaherbergi höfðu verið
máluð, frystigeymsiur mötuneyt
is auknar og múrhúðað hafði ver
ið viðbótarhúsnæði, sem nýlega
var tekið í notkun við skólann.
Þá gat hann þess, að þessi skóla-
setning væri hin 10. í sögu skól-
ans og nauðsynlegt væri að
hefja undirbúning að því að
minnast 10 ára afmælis skólans,
t.d. með því að taka saman af-
mælisrit yfir starf hans þessi
10 ár. Að lokum beindi skóla-
stjóri orðum sínum til nemenda
og hvatti þá til ástundunar í
námi og drengilegrar framkomu
í hvívetna.
Að lokum tók formaður skóla-
nefndar, Björn Björnsson, sýslu-
maður til máls og árnaði skólan-
um heilla.
Eisenhower
WASHINGTON, 28. okt. — Eis-
enhower sagði í ræðu í dag, að
Bandaríkjamenn mundu aldrei
beita valdi stefnu sinni til fram-
dráttar, en þeir muirdu halda her
til þess að koma í veg fyrir að
önnur ríki skertu hagsmuni
Bandaríkjanna með hervaldi.
Frakkar vilja ekki
fríverzl unarsvæöi
PARÍS, 28. okt. — Þegar fund-
inum um fríverzlunarsvæðið
lauk í dag hafði enn ekki tekizf
samkomulag með fulltrúum
OEEC-landanna 17 í Maulding-
nefndinni hvaða fyrirkomulag
yrði á framtíðarviðræðum um
fyrirhugað fríverzlunarsvæði. —
Hins vegar kom það upp úr dúm
um á síðustu stundu, að Frakkar
vilja alls ekkert fríverzlunar-
svæði, í mesta lagi tollabandalag
OEEC-landanna — á víðara sviði
en ráðgert hefur verið.
Fulltrúar Bretlands og Norð-
urlandanna lögðu áherzlu á það,
að aðilum fríverzlunarsvæðisins
væri mikilvægast að mega
ákveða sjálfir tolla sína í við-
skiptum við þjóðir utan frí-
verzlunarsvæðisins.
4