Morgunblaðið - 29.10.1958, Page 13

Morgunblaðið - 29.10.1958, Page 13
Miðvikudagur 29. okt. 1958 M ORCV IXBT. AÐIÐ 13 Matvörur og gjald- eyrissparnaður -Sigurður Einarsson Framhald af bls. 11. komizt að raun um sannleikann. Um það leyti, sem ég hvarf frá útvarpinu voru sjónarmiðin, sem ég setti fram í Sordavala, sokk- in eins og skipstjórnardraumar mínir fyrir SV Súlnasker. Þetta var ekki sársaukalaust, síður en svo. Og þó var ég aldrei kommúnisti. Ég sat t.d. eftir með- al fulltrúa á Alþýðusambands- þinginu, þegar kommúnistar gengu æpandi og syngjandi út úr Iðnó og sýndu hvernig þeir vildu haga einingu verkalýðsins. ★ Stjórnmálaferill minn byrjaði annars á því að ég stofnaði Fram sóknarflokkinn í Barðastrandar- sýslu. En einhvern veginn fór það svo, að ég hneigðist til Alþýðu- flokksins, fannst ég ætti þar heima og kunni vel við forustu Jón Baldvinssonar. Sat á þingi 4 ár sem uppbótarþingmaður Al- þýðuflokksins. — En hvernig stóð á því að ekki varð framhald á þing- mennsku þinni og félagsmála- starfi? — Mig skorti margt til þess að vera stjórnmálaforingi. Ég vann af heilum hug að ýmsum um- bótamálum. Ég kynntist fjölda manna úr öllum flokkum og minn ist með ánægju þessara átaka og sviptinga. — En ég átti mér alltaf dálítinn hjáguð í sálinni sem ég tilbað á laun. Það var glíman við það að verða svo mælandi og ritandi á mína eigin tungu, aðmér þætti sæmilegt, og svo hafði ég dálítið fengizf við að yrkja. Mér fannst einhvern veginn að ég yrði að gefa mér svigrúm til þess að sýsla dálítið við þetta hugðar- efni, þegar bráðustu búönnum var lokið og börnin komin á legg. ★ Þegar hér er komið sögu birt- ist húsmóðirin í Holti í dyrun- um með heitan kaffisopa og með- an við vorum að gæða okkur á smurðu brauði og jólaköku gafst mér færi á að horfa í kringum mig og virða fyrir mér málverk og ljósmyndir, sem héngu þar á öllum veggjum. Brátt vakti at- hygli mína forláta málmkanna, sem stóð þar á hillu. Þetta virt- ist forngripur allmerkilegur, og ég spurði hvaðan hún væri kom- in. Þetta er vínkanna og hún er austan úr Egyptalandi, svaraði Sigurður. Ég keypti hana þar á ferðalagi mínu um Biblíulönd í fyrra. Hún er úr kopar, en silfur greipt í hana, ljómandi iðn. Hún er ekki talinn neinn forngripur austúr í Egyptalandi, vegna þess að hún er aðeins 700 ára — frá þeirri öld, þegar Hákon gamli bauð að drepa skyldi Snorra Sturluson. Mér þykir mjög gam- an að henni, þó ég muni aldrei láta vín í hana. .— Er hún það dýrmætasta, sem þú komst með heim úr reisu þinni um Austurlönd? — Nei, það dýrmætasta sem ég kom með heim eru minningarnar og sýnirnar og ferskt áskyn af lífi og högum fólks sem á við allt annað lífsviðhorf að búa en við. Og það er merkilegt að veita því athygli, að þótt þar hafi staðið öldum saman ríki Gyðinga með undursamlegri reynslu þeirra og þótt börn spá- mannsins Múhameðs hafi ráðið þessum ríkjum í aðrar aldaraðir, þá er eins og allt annað hverfi í skugga þeirra atburða, þegar fer- ill drottins lá um þessi lönd. Hvort sem þú talar við kristinn mann, múhameðstrúarmann eða Gyðing á þessum slóðum, þá má heyra það á tali þeirra, að það er eins og enginn liafi lifað eða látið eftir sig spor í öllu þessu landi, nema tréímiðasveinninn frá Nasaret. ★ ;nnst þér, að sextugsaf- mæ io marki tímamót í ævi þinni? — Nei, svarar klerkur snöggt. — Alls engin tímamót. Það er einhver öfugþróun í mér. Ég var þun^lyndur og heldur einrænn, þegar ég var ungur og allir ætl- uðust til þess, að ég væri glaður og reifur. En nú er ég orðinn ólæknandi af bjartsýni og hún á- gerist heldur með árunum. Ég er ekki vitund hræddur um að æskan sé að fara sér að voða og ekki ber ég heldur kvíðboga fyr- ir því að heimurinn, landið eða hreppsfélagið sé að fara á haus- inn. — Á hverju telurðu þig geta byggt slíka bjartsýni og það á tímum atómorkunnar? — Það gæti útlagzt sem svo að nú væri ég orðinn ábyrgðar- laus og vildi ekki lengur vera hluttakandi í önnum og armæðu heimsins. En ég á persónulega skýringu á bjartsýni minni. Hún felst í einföldum orðum klerks sem var mér snjallari: í almáttugri hendi hans, er hagur þessa kalda lands. Mér verður það oft á að heim- færa þetta inn á við til mín og út á við til þessarar fleytu, sem við köllum jörð. Drottinn bauðst líka til að bjarga Sódómu og Gómorru ef til væru fimm réttlát ir og ég held að þeir séu fleiri en fimm. Þrátt fyrir axarsköft og margvíslegar yfirsjónir og þótt margt gerist í heiminum, sem þykir horfa til ógæfu og ógnar, fáum við í bænum okkar vissuna fyrir því að við er*m undir verndarhendi Guðs. ★ Um leið og ég er að færa mig í yfirhöfnina eftir þessa skemmti- legu heimsókn, segi ég við prest- hjónin: — Og hvernig líkar ykkur dvöl in hér austur í sveitum? Presturinn verður fyrir svör- um og brosir: — Við getum ekki hugsað okkur það betra. Hér er mitt kall og hér hef ég eignazt frið og næði til að sinna hugð- arefnum mínum. Sveitungar mín- ir eru gott fólk og þeir skilja það, að ég hef stundum þurft a’i létta mér upp með ferðalögum og dvöl erlendis. Þannig er eðli skáldsins. Og sjáðu, bætir presturinn við og kemur með gestabók heimilis- ins: — Fyrir þrettán árum flutt- umst við hingað austur að Holti frá Reykjavík. Þá var mér gefin þessi gestabók, og nú er hún orð- in troðfull, svo fleiri komast ekki fyrir. Gestirnir, sem skrifað hafa nafn sitt í hana, skipta þúsund- um. — Þú þarft að fá nýja gesta- bók, sagði ég, og þaut af stað með bílnum til Reykjavíkur. Þ. Th. Skólalúðrasvcit á ísafirði ÍSAFIRÐI, 22. okt. — Það er nú fullráðið að stofnuð verði lúðra- sveit í sambandi við barnaskól- ann og gagnfræðaskólann hér. Er búizt við, að hún taki til starfa í byrjun nóvember. Er mik ill áhugi ríkjandi meðal barna- og unglinga á þessu. Lúðrasveit- in verður æfð á vegum tónlistar- skólans hér, og er ætlunin, að í henni séu um 20 börn og ungling ar. Kennari hefir verið ráðinn ísak Jónsson, en yfirumsjón með starfseminni hefir Ragnar H. Ragnar, skólastjóri tónlistarskól- ans. — G. Haustslátrun lokið ÍSAFIRÐI, 22. okt. — Haustslátr- un er nú lokið hér á ísafirði og nágrenni. Slátrað var á tveim stöðum í bænum, hjá Kaupféiagi ísfirðinga og Ágústi Péturssyni. Hjá kaupfélaginu var slátrað alls 6700 fjár, og fór slátrun hjá því fram einnig í Vatnsfirði og á Langeyri í Álftafirði. Hjá Ágústi var slátrað 2000 fjár. Er hér um meira magn að ræða en sl. ár, enda lítið um fjárskipti, því að aðeins voru seld líflömb úr ein- um hreppi, Reykjarfjarðar hreppi. Voru þau lömb seld í Dalasýslu. — G. í MORGUNBLAÐINU 22. þ.m. birtist grein eftir herra Hauk Eggertsson, framkvæmdastjóra Pökkunarverksmiðjunnar Kötlu. Fyrri hluti greinarinnar fjallar um ýms efni mér óviðkomandi, en svo virðist, að tilgangur grein arinnar hafi fyrst og fremst ver- ið sá að auglýsa Pökkunarverk- smiðjuna Kötlu, undir yfirskyni gjaldeyrissparnaðar. Það væri raunar réttara að nefna firmað Heildsölu- og pökkunarfyrirtæk- ið Kötlu, þar eð ekki mun vera lögð minni áherzla á sölu var- anna en á pökkunina. Greininni er meðal annars stefnt að nokkrum innflutningsfyrir- tækjum, sem í tugi ára hafa annazt innfl. á matvörum, en fyrir þeirra hönd rita ég þessar línur, svo og væntanlega að Sam- bandi ísl. Samvinnufélaga. sem öðrum aðila innflutningsins. Greinarhöfundurinn telur inn- flytjendur hafa „snúizt hatram- lega“ gegn starfsemi Kötlu. Ekki er mér kunnugt um í hverju sá „hatrami snúningur" er fólginn. Þvert á móti voru Kötlu, þegar er fyrirtækið tók til starfa, boðn- ar vörur til pökkunar, þrátt fyrir ýmsa agnúa að vorum dómi. Hið sanna í því mála er, að innflytj- endum var gefinn kostur á að gerast hluthafar í Kötlu, en þó ekki nema að litlu leyti. Þess var varla að vænta að samningar tækjust á þeim grundvelli, að þeir, sem þessi viðskipti höfðu annazt, ættu að verða hornrekur, og engu ráða um verzlunarrekst- urinn. Þegar séð var, að ekki yrði úr samningum, var stefnt að því að stofnsetja eigin pökkunarstarf semi (verksmiðja virðist naum- ast eiga við slík fyrirtæki), en hingað til hefir þetta strandað á því, að nauðsynleg leyfi hafa ekki fengizt þrátt fyrir ítrekaðar umsóknir. Virtist eðlilegt, að slík leyfi yrðu veitt þeim um- sækjendum, sem hér áttu hlut að máli, en ekki nýliðum eingöngu, sem með því var gefin einokunar aðstaða. Vér, innflytjendur, deilum ekki um það, hvort pökkun eigi rétt á sér. Hitt deilum vér um og áteljum, að einum aðila sé gef- inn slíkur einkaréttur. Vér telj- um samkeppnina nauðsynlega til þess að tryggja neytendum hag- stætt og sanngjarnt verð. Og ein- mitt á þessu teljum vér mikla naúðsyn nú. Greinarhöfundurinn segir að frá því að fyrirtæki hans tók til starfa. hafi verið markvisst unn- ið að því að færa pökkunina sem mest inn í landið. Þetta er að vissu leyti rétt, en vér fullyrðum, að höfuðáhugamálið hefir verið að sjá um, að aðrir sæju ekki um pökkun en Katla. Augljóst er, að það er enn höfuðmarkmið höfundar. Vér eltum ekki ólar við að gagnrýna tölur þær, sem höfund- ur slær fram, að því er hann sjálf ur segir, eftir lauslegri áætlun. Sú áætlun er vissulega mjög laus leg, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Höfundi verður tíðrætt um hveiti. Það er e.t.v. ek'Ki úr vegi að benda á að forsjónin hefir hagað því svo, að um nokkurt skeið hefir ekki verið skortur á gjaldeyri til að kaupa hveiti. Vegna sérstakra samninga við Bandaríkin, er hveitið sem sé ekki greitt í erlendum gjaldeyri. Svo er um fleiri vörur. Hins veg- ar hafa innflytjendur verið hvattir til þess, af sjálfum bankastjóra Seðlabankans að nota sem allra mest af þeim upp hæðum, sem þannig er samið um. Gildir það jafnt um pökkun og sjálfa vöruna. Oss «r sagt, að fyrir þessa peninga, meðal annars, sé verið að reisa hina nýju Sogsvirkjun. Eins og áður er sagt, teljum vér nauðsyn á samkeppni um pökkunina. Byggjum vér þá skoðun meðal annars á því ein- kennilega fyrirbrigði, að Katla hefir frá öndverðu fengið undan- þágu frá því að greiða söluskatt af framleiðslu sinni, og þrátt fyr- ir það, að af hinum útlendu pakkavörum er greitt miklu hærra flutningsgjald, — í sumum tilfellum meira en tvöfalt flutningsgjald — þá mun vart hafa komið fyrir að hin margnefnda „pökkunar- verksmiðja“, hafi selt vöru sína ódýrar en aðrir innflytjendur. Vér höfum ástæðu til þess að ætla, að fengjum vér leyfi fyrir vélum til pökkunar, mundum vér t.d. geta komið strásykri í umbúðir fyrir minna en hartnær fjórða hluta af verði vörunnar, en það hefir Katla tekið fyrir þessa þjónustu sína, ef dæma má eftir utsöluverði vörunnar. Læt ég svo útrætt um mál þetta að sinni. Gunnar E. Kvaran. Þorkell Signrðsson Landhelgismálið i. Hvernig skal koma lögum yfir veiðiþjófana Einn þjóðkunnur og mætur maður, sem ferðast mikið um byggðir landsins, færði þetta í tal við mig fyrir nokkru. Hann sagði: „Það verður að breyta refsilöggjöfinni, fyrir landhelgis- brotin, svo það náist í sökudólg- ana, því eins og hún er nú, hafa þeir möguleika til að sleppa frá refsingu, með undanbrögðum“. Hann bætti við: „Ég er nú búinn að ferðast allmikið í sumar, í dreifbýlinu og það get ég sagt þér, að hvergi eru menn ákveðn- ari og harðskeyttari, gagnvart þessu atriði, en í hinum litlu verstöðvum, og á það jafnt við, fram til dalanna og úti á annesj- unum. Það er hvergi um þessi mál meira rætt og með jafnmikl- um hita og þar“. Þetta er líka eðlilegt, því á slíkum stöðum er sjávaraflinn aðallífsbjörgin, og sem mest veltur á, um afkom- una. Ég vil hér bæta við að þetta er eins og úr mínum hug talað. Nú er það þannig að ef skip er staðið að veiðum í landhelgi, en sleppur undan töku, í það sinn, er ekki hægt að setja það fast síðar, þótt það náist, ef sami skipstjóri er ekki með það og var með það, þegar það var stað- ið að landhelgisveiðum. Þess vegna hefur það oft verið leikið að afskrá skipstjórann, sem brot- legur var, og ef um aflasælan skipstjóra var að ræða, að fá hon- um að nafninu til annan starfa, þótt hann eftir sem áður sé hinn raunverulegi skipstjóri, sem öllu ræður á skipinu. En oft fer það saman að hinn harðskeytti og ófyrirleitni veiðiþjófur, er einnig hinn aflasæli, sem skilar góðri afkomu útgerðinni til handa, vegna hinna verðmætu fisktegunda, sem hann nær í á víkunum og vogunum, í land- helgi landsins. Ástæðan til að brotið og refs- ingin fyrir það, hefur verið mið- uð við skipstjórann, er að sjálf- sögðu sú, að talið hefur verið, að skipstjórinn fari til veiða inn fyrir landhelgislínuna, á eigin ábyrgð, og án fyrrmæla útgerð- armannsins. Hins vegar er öllum Ijóst, sem bezt þekkja til, að svo er ekki, enda vátryggja enskir útgerðarmenn fyrir landhelgis- brotunum, eða afleiðingum þeirra. Það er fyrir sektunum fyr ir þau, ef skipin verða tekin í landhelgi. En nú er allt annað um að ræða, svo augljóst er að útgerðarsamtökin ensku bera höfuðsökina, eða forráðamenn þeirra. Þau eiga því ekki að hafa neina smugu, til að smjúga í gegnum, til að sleppa frá af- leiðingunum. Nú fyrirskipa sam- tök enskra útvegsmanna, skip- stjórum togara sinna, að stunda vísindalega skipulagðan veiði- þjófnað, eða sjórán er kannski réttara að kalla það, því það er stundað opinberlega, undir vopn aðri flotavernd enskra herskipa í íslenzkri landhelgi, eftir að samtökin höfðu heimtað flota- vernd, svo þau gætu stundað þessa þokkalegu iðju. Ekki virðist svo að enskum ráðamönnum innan ríkisstjórnar innar ensku hafi flökrað við að láta flota Englands taka að sér þetta „göfuga hlutverk“, því að ekki stóð á flotaverndinni. Þeir i líta sennilega svo á, að hér sé smáþjóð verndin sýnd í verki. Afleiðingar þessara ráðst. eru ómótmælanlega þær, að ábyrgð- in er ekki lengur bundin við skipstjórana eina, heldur fyrst og fremst útgerðarsamtökin í heild og enska ríkið. En af þess- um staðreyndum leiðir það, að óumflýjanlegt er að miða refsi- löggjöfina við þær breyttu að- stæður. Það sem verður að gera er þetta: Breytið lögunum þannig. í fyrsta lagi: Hvenær sem næst í þau skip sem brotleg eru orð- in og hvar sem í þau næst, séu þau rétttæk, þótt annar skipstjóri sé með skipið, þegar það næst, en var með það þegar brotið var framið, eða þótt hann sé ekki á skipinu sem undirmaður. í öðru lagi: Sektir verði minnst fimmfaldaðar frá því sem nú er, fyrir slík brot sem hér um ræðir. í þriðja lagi:- Skip, afli og veið- arfæri séu að öllu leyti upptæk. Hér er um sjóræningjaskip að ræða og venjan að slík skip séu upptæk þegar þau nást. II. Aukið landhelgisgæzluna Ekki veröur komizt kj á því að fjölga varðskipunum. Ég er sannfærður um að ekki nægi minna en þrjú skip til viðbótar þeim sem fyrir eru. Þau verða að vera sérstaklega byggð til út- hafsferða, vel hraðskreið og með öllum bezta útbúnaði sem talinn er nauðsynlegur slíkum skipum. Skipastærðin á við nýsköpunar- togarana (ca. 900 lestir) yrði sennilega hagkvæmuit. Ef til vill væru kanadisku korvetturnar hagkvæmar, ef þær væru fáan- legar. Þær fengu það orð að vera framúrskarandi skip að sjóhæfni og einnig hraðskreið (gengu 24 sjóm.). Það var fyrir nokkrum árum hægt að fá slík skip, alveg ónotuð og því eins og ný, með mjög hagkvæmum kjörum. Þau voru notuð sem fylgdarskip skipa lesta í styrjöldinni og fengu sína eldskírn þá. Þá er einnig lífs- spursmál að ekki dragizt að fá nægilega mörg verndarskip fyrir bátaflotann á komandi vertíð. Rökin að þeirri nauðsyn eru öll- um íslendingum augljós þótt þau rúmsins vegna verði ekki frekar [ rædd hér nú. Af því sem hér er sagt er augljós nauðnyn, að ís- lenzkir ráðamenn geri skyldu sína á þessu sviði. Geí íni.^rar ESSEN, 25. okt. — Bandarískur vísindamaður skýrði svo frá í dag, að Bandaríkjamenn hefðu orðið þess vísari, þegar þeir skutu fyrstu tungleldflauginni, að jörðin væri umvafin geislun- arhjúp í aiit að 5600 mílur út frá yfirborð:' j ?ðar. Þetta væri mun öflugri geislun en ætlað hefur áður verið — og geimfarar fram- tíðarinnar verða að hafa blýhlíf- ar gegn geisluninni, sagði visinda- maðuri liil.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.