Morgunblaðið - 29.10.1958, Síða 20

Morgunblaðið - 29.10.1958, Síða 20
íþróttir Sjá bls. 18. Sex ára gamall drengur varð undir strœtisvagni í gœr og UM hádegisbilið í gser varð bar.a- slys á Laugarnesveginum. Dreng- ur á sjöunda ári varð undir stræt- isvagni og beið bana. Hann hét Einar Sverrisson, Laugarnesvegi 82. Slysið varð um klukkan 11.45 fyrir hádegi i gærdag við frysti- hús S. í. S. á Kirkjusandi. Strætis vagninn sem var á leið inn að Kleppi, ók ekki hratt er hann kom að frystibúsinu Vagnsíjór- inn hafðj sveigt frá vörubílum sem stóðu litils háttar út í götuna og verið var að setja á farþegahús til flutnings á starfsfólki frysti- hússins þá er gert yrði matarhlé. Vagninn var kominn rétt framhjá þessum bílum og var að mæta vörubíl er .var á leið til bæjarins,- er slysið varð. Vagnstjórinn á strætisvagnin- um hefur skýrt svo frá við rann- sókn á aðdraganda slyssins, að hann hafi heyrt skell, orðið þess var að eitthvað snerti vinstra framhjólið og siðan vinstra aftur- hjólið. Um leið og skellurinn heyrðist hélt vagnstjórinn að vagninn hefði farið yfir eitthvað sem legið hafði á götunni, og kastazt upp i vagninn, en er hann varð var við að eitt- hvað snerti bæði vinstri hjól vagnsins, nam hann samstundis staðar. Þegar vagnstjórinn kom út til þess að athuga þetta nánar, sá hann hvar barn lá aftan við vagn- inn. Hafði það orðið undir bíln- beið bana um. Var ekkert lífsmark með því þar sem það lá á götunni. Svo virðist sem farpegarnir í strætisvagninum hafi ekki heldur séð neitt til ferða barnsins. Og þeir munu hafa sotið í sætum sínum, kyrrir í rúma mínútu, áð- ur en þeir stóðu upp og stigu út úr vagninum, því þeir munu yfir- leitt hafa talið að skellurinn hafi stafað af því að vagninn hafi snert vörubílinn sem farið var framhjá um leið og slysið varð. Þetta hefur a. m. k. komið fram við vitnaleiðslur í sambandi við rannsókn þessa hörmulega atburð ar. Þannig stóð rannsóknin á slys- inu í gærkvöldi, að ekki var vitað hvaðan drengurinn kom, er hann varð undir bílnum, þó flest bendi til að hann hafi komið frá frysti- húsinu. En vera má að einhver geti upplýst þetta atriði. Vera má að foreldrar barna þarna í grenndinni, heyri þau segja frá því, hvar þau hafi séð Einar ’itla síðast. Slíkar uppl. eru rannsókn- arlögreglunni mjög nauðsyniegar, vegna rannsóknar siyssins. Biður hún alla þá er hér gætu eitthvað lagt til málanna, að gera sér við- vart. ★ Einar litli Sverrisson var einkasonur Sverris Ágústssonar flugumferðarstjói'a og konu hans, og er mikill harmur að þeim hjón um kveðinn við þennan hörmu- lega atburð. Vél, sem 500 kg. f GÆR sýndi Bergsteinn Berg- steinsson, fiskmatsstjóri, frétta- mönnum og fleiri gestum kvik- mynd um bandaríska vél, sem skelflettir rækjúr. Kynnti hann sér þessa vél í sumar, fyrir beiðni Jóhanns Jóhannssonar, framkvæmdastjóra á ísafirði, en hún var til sýnis í Stavanger í Noregi. Leizt Bergsteini vel á vél þersa og ^_í fréttamönnum eftirfaradi upplýsingar um hana og notagildi hennar: Afköst einnar vélasamstæðu eru 500 kg. af rækju upp úr sjó á eínni klukkustund. Og er þá átt við hráa rækju, en ekki soðna að einhverju leyti eins og nauðsynlegt er þegar skelflett er í höndunum. Skv. upplýsingum um afköst, mun láta nærri að vélin vinni á við 160—200 manns, sem handfletta rækjuna, en mun- urinn er í rauninni meiri, þar sem 40% af aflanum nýtist, ef skelflett er í vélinni, en aðeins 23%, þegar rækjan er soðin og skelflett í höndunum. Nota þarf mikið vatn, eða ailt að 300 lítra á mínútu, þegar unnið er með vélinni, og talið er að eins vel megi nota vel hreinan sjó. Vélasamstæðunni fylgir sérstök vél, sem flokkar rækjuna eftir stærð. Er smæsta rækjan þá venjulega fryst, en -sú stærri ýmist fryst eða fullframleidd með öðrum verkunaraðferðum. Um möguleikana til rækju- vinnslu hér á landi, sagði fisk- matsstjóri, að áreiðanlega væri hægt að margfalda framleiðsluna á einu ári, miðað við það að vélar séu notaðar til að skel- fletta. Hefðu árið 1957 verið fluttar út rúmlega 100 smálestir af rækju frá íslandi og fyrir það magn fengizt um 4 milljónir króna í gjaldeyri. skelflettir af rækju Samkvæmt áliti fróðra manna, mun vera talið að mjög mikið sé af 'rækju víða hér við land. Vitnaði Bergsteinn í því sam- bandi í Jóhann Jóhannsson, fram- kvæmdastjóra á ísafirði, sem í sumar hefur haft samning við þrjá báta um að veiða rækju. Vegna lítilla afkastamöguleika i landi, þar sem skelflett var með handafli, varð að takmarka veið- ina þannig, að einn bátur mátti ekki leggja meira en 800 kg á land daglega. Voru dæmi til þess að bátarnir veiddu þessi 800 kg á tveimur klukkustundum. Varðandi sölumöguleika á rækju, sagði fiskmatsstjóri, að talið væri að mjög vaxandi eftir- spurn sé eftir skelflettri og fros- inni rækju á Bandaríkjamarkaði, bæði í frystum „blokkum" og plastpokum. Pokarnir eru þannig útbúnir, að sjóða má rækjuna hæfilega í þeim. Rækjuvél sú sem hér um ræðir er framleidd af The Peelers Co. í New Orleans, og munu vera í gangi í Bandaríkjunum um 120 vélar af þessari tegund, sem fyr- irtækið leigir framleiðendum fyrir ákveðið gjald á klukku- stund. Fyrir útlendan markað er vélin til sölu fyrir um 38 þús. dali. Höfðu menn frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Englandi og Hollandi skoðað hana i Stavangri þegar Bergsteinn var þar á ferð. En Jóhann Jóhannsson á ísafirði mun hafa staðið í sambandi við fyrirtækið í um tvö ár og fylgzt með þróun þeirri er hefur átt sér stað á þessum vettvangi. — Ég held að ekki sé vafi á því að Islendingar eigi . ..ðæfi þar sem rækjan er, verði allir möguleikar nýttir, sagði Berg- steinn Bergsteinsson að lokum. Tveir verðir í páfagarði, þar sem atkvæðaseðlar kardinálanna voru brenrrdir Gjaldeyrisstaðan í ágúst óhagstœð um 265 millj. kr Vaxandi tekjur af varnarliðinu f SÍÐUSTU Fjármálatíðindum, er m. a. greint frá því í frétta- þáttum, að í ágústlok hafi gjald- eyrisstaðan verið óhagstæð um 265 milljónir króna. Um þetta er sagt í fréttagrein um utanríkisviðskipti og gjald- eyrisstöðu, og segir þar m. a. á þessa leið: Duldar tekjur urðu á árs- fjórðungnum (það er 2. ársfjórð- ungi) 17 millj. kr. hærri en á sama tíma 1957, en hækkunin á rót sína að rekja til aukinna tekna af varnarliðinu. Á fyrra hluta þessa árs hefur greiðslu- jöfnuðurinn orðið óhagstæður um 40,6 millj. kr., en á sama tíma Firndur í Firðinum um stjórnmála- viðlioríið HAFNARFIRÐI — Landsmála- félagið Fram heldur fund í Sjálf- stæðishúsinu n. k. föstudag kl. 8,30. Frummælandi verður Jó- hann Hafstein alþm., og ræðir hann um stjórnmálaviðhorfið. Er Sjálfstæðisfólk hvatt til að fjölmenna á fundinn og mæta réttstundis. —G. F 1957 varð hann hins vegar hag- stæður um 0,6 millj. kr. Mest hefur gjaldeyrisstaða bankanna versnað í vöruskiptagjaldeyri eða um 62 millj. kr. í lok ágústmánaðar var nettó- skuld bankanna í erlendum gjald eyri 147 millj. kr. eða 94 millj. kr. hærri en í lok sama mánaðar 1957. Að viðbættum kröfum á út- lönd, en að frádregnum ábyrgð- um og greiðsluskuldbindingum, var gjaldeyrisstaðan óhagstæð um 265 millj. kr. HAFNARFIRÐI —- Núna í vik- unni verða reynd hér ný tæki við uppskipun úr togara, en það eru færibönd, sem vélsmiðjan Klettur hefur smíðað fyrir út- gerðarfyrirtækið ísfirðing hf. Er hér um algera nýjung að ræða, sem mikils má af vænta, og mun einkum spara mikið vinnuafl, en einnig má búast við að afferm- ing taki skemmri tíma en verið hefur. Hingað til hefur, eins og kunnugt er, verið notuð fiskitrog til þeirra hluta. Hin nýju færibönd, sem mein- Enginn veiði- þjóínr í landhelgi SÍÐDEGIS í gær var enginn er- lendur togari að veiðum innan fiskveiðitakmarkanna hér við land. Frá Landhelgisgæzlunni. Smjörliki fæst ekki en kemur væntan- lega á marðaðinn — og hækkar REYKVÍSKAR húsmæður hafa nú enn orðið þess varar að bær- inn er smjörlíkislaus orðinn og hefur verið svo nokkra undan- farna daga. Ekki var í gærkvöldi vitað hvenær smjörlíkið kemur aftur á markaðinn, en talið er að þegar það verður, muni smjör- líkið eitthvað hækka í verði, en það mun vera verðlagningin, sem vefst fyrir verðlagseftirlitinu, og af þeim sökum er nú smjörlíkis- laust í bænum. Dagskrá Alþingis í DAG er boðað til fundar í sam einuðu Alþingi og eru átta mál á dagskrá. — 1. Fyrirspurn frá Magnúsi Jónssyni til ríkisstjórn- arinnar um togarakaup. 2. Þings- ályktunartillaga um ríkisábyrgð- ir. Hvernig ræða skuli. 3. Þings- ályktunartillaga um innflutning varahluta í vélar til landbúnaðar og sjávarútvegs. 4. Þingályktun- artillaga um votheysverkun. 5. Þáltill. um íslenzka útgáfu skýrslu um Ungverjalandsmálið. 6. Þáltill. um námskeið í með- ferð fiskileitartækja. 7. Þáltill. um aðbúnað fanga. 8. Þáltill. um hagrannsóknir. Spilakvöld á Akureyri AKUREYRINGAR eriu minntir á spilakvöld Sjálfstæðisfélaganna að Hótel KEA klukkan 9 í kvöld. ingin er að reynd verði í fyrsta skipti við uppskipun úr togaran- um Surprise nk. föstudag, voru smíðuð eftir tilsögn verkstjórans í Kletti, Jóns Guðmundssonar, og voru gerð þar að öðru leyti en því, að beltin, sem drífa skúff- urnar, voru fengin erlendis frá. Þessi tæki, er svipar nokkuð til síldarfæribanda, eru í þrennu lagi. Fyrsti áfanginn er ofan af bryggju og niður á dekk, síðan er annað band niður i lestina, og svo hið þriðja eftir henni endi- langri. Er það nokkru mjórra en hin tvö, sem eru um 70 sm á breidd, en öll færiböndin eru um 30 metrar á lengd. Á hverju þeirra er mótor, sem drífur belt- in, og ganga fyrir rafmagni. Vélsmiðjan Klettur hefur á seinni árum smíðað mikið af alls kyns færiböndum og frystitækj- um, svo sem í hið nýja fiskiðju- ver hér, á Akureyri og víðar. Hafa starfsmenn smiðjunnar hlotið mikla reynslu í þessum efnum, og má því fastlega vænta þess að hin nýju tæki reynist vel og eigi eftir að gerbreyta löndun úr fiskiskipum hérlendis. — G. E. Haustmót í Stykkishólmi SUS og héraðssamband ungra Sjálfstæðismanna í Snæ- fellsness- og Hnappadalssýslu efna til haustmóts í Stykkis- hólmi uk. laugardag. Hefst mótið kl. 9 síðdegis. Á mótii.u munu þeir Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, og Geir Hallgnmsson, formaður SUS, flytja ræðu og ávarp. Ævar R. Kvaran, leikari, les upp og syngur einsöng, og Hjálmar Grslason, leikari, syngur gamanvísur. Undir- leik annast Sigiús Halldórsson, tónskáld. Að lokum verður stiginn dans. Ný löndunartceki reynd við uppskipun úr togara

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.