Morgunblaðið - 30.10.1958, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.10.1958, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 30. okt. 1958 MÖRCUNBLAÐ1Ð 17 Sigurbjörg Cuðbrands- dóttir — Minning SIGURBJÖRG andaðist 25. þ. m. og verður borin til hinztu hvíld- ar í dag. Hún var fædd 25. marz 1875. Foreldrar hennar voru Guð- brandur Einarsson og Vigdís Vig- fúsdóttir. Móðursystir hennar, Þuríður, tók hana fárra vikna gamla til fósturs, og ólst hún upp hjá henni og manni hennar, Gesti Steinssyni á Skerðingsstöðum í Hvammssveit. Eftir lát Gests fluttist Þuríður með Sigurbjörgu j 12 ára gamla að aldri til dóttur j sinnar Soffíu og manns hennar, Magnúsar Friðrikssonar. Tvítug giftist Sigurbjörg Guð- ! finni Björnssyni frá Ytrafelli, mannkostamanni miklum, sem reyndist henni góður eiginmaður, prýðilega gefinn og dugmikill. Þau reistu'bú á Víghólsstöðum á Fellsströnd, en lengst af bjuggu þau í Litla-Galtardal i sömu sveit. Þau eignuðust 11 börn, og þurfti heimilið því mikils við, en efni voru lítil og jörðin kostarýr. Allt valt á atorku og dugnaði ungu hjónanna, en þau voru samhent og áhugasöm, ákveðin í að bjarg ast af eígin ramleik og tókst það. í f jarveru bóndans, sem um árabil fór til sjós á skútur á hverju vori til þess að styrkja afkomu heimilisins, sá Sigur- björg um börn og bú á eigin ábyrgð, og var það oft miklum erfiðleikum bundið, ekki sízt þegar illa voraði. Með þrotlausu starfi og árvekni komu þau hjón- in til þroska tíu mannvænlegurn börnum. Þau eru þessi: Ósk, til heimilis í Reykjavík; Agnes, býr á Skörðugili í Skagafirði; Magnús búfræðingur, fórst í sjóslysi á Hvammsfirði 1920; Hólmfriður, lézt 1937; Björn prófessor, lézt 1950; Ólafur húsgagnas’niður í Reykjavík; Gestur skáld, starfs- maður við Alþýðublaðið; Björg, gift Ragnari Jónssyni, Hofteigi 4, Rvík; Matthías Hildigeir, starfs maður hjá Ölgerðinni Egill Skalla grímsson; Pálína, til heimilis í Reykjavík. Eitt barna þéirra hjóna dó skömmu eftir fæðingu. Af því, sem nú hefur verið rak- ið, sézt glöggt, hvert feiknastarf Sigurbjörg hefur af hendi leyst og það með ágætum. Hún var ást- rík eiginkona, umhyggjusöm og fóriifús móðir, svo að af bar. Henni hlotnaðist það mikla lífs- lán, að öll börnin hecnar voru prýðilega gefin og lögðu snemma fram krafta sína til að hjálpa for- eldrum sínum. Ég var tíður gest- Óska eftir að leigja eða kaupa 25—30 lítra hrærivél helzt notaða og húðunarketil fyrir sælgætisgerð. Tilb. send ist Mbl., merkt: Strax — 7134 ur á heimilinu og mér fannst litli, þægindalausi bærinn fallegur í hönáum Sigurbjargar, fullur af hamingju og lífsgleði, og minnist ég ótal ánægjustunda, sem ég átti með frændfólki minu þar. Mínar björtustu minningar frá barnsárunum eru líka tengdar þessari góðu frænku minni. Hún dvaldist hjá foreldrum mínum fyrstu 7 ár ævi minnar og tók mikinn þátt í að styðja mig fyrsui fetin. Það var gert af ástúð og umhyggju og gleymi ég aldrei, hvað hún lagði mikið fram til þess að gera bjart .og hlýtt yfir bernskuárum mínum. Vin átta okkar hélzt síðan óslitið alla tíð um mörg og við- burðarík ár. Ég man hana unga og fallega brúði við hlið mannsins, sem hún unni af öllum hug. Ég man hana í hópi litlu barnanna sinna, glaða og von- góða, fúsa til að leggja á sig þyngstu byrðar, svo að þeim gæti liðið vel. Ég man hana, þeg- ar hópurinn var orðinn svo stór, að hverri meðalmanneskju hefði verið ofraun að valda heimilis- önnunum, en hún var vaxin yfir alla meðalmennsku og vann starf sitt með ótrúlegum dugnaði og viljafestu. Lundin var létt og glöð og allt unnið án þess að kvarta. Alúð . og gestnsm var henni í blóð borin, og munu margir minnast þess, hve stór- mannlega var veitt gestum, sem að garði bar, og voru þeir ótrú- lega margir, þótt býlið hennar væri ekki í þjóðbraut, á meðan hún átti heimili í Litla-Galtar- dal. Það er nú svo, að alltaf er misjafnt, hvernig mönnum tekst að skila þeim hlutverkum, sem lífið fær þeim, en Sigurbjörgu tókst áreiðanlega að ná því mesta og bezta í hlutverki þvi, sem henni var fengið. Þrjú börnin sín missti hún uppkomin. Þær þungu sorgir bar hún eins og hetja. Síð- ustu árin dvaldist hún i Reykja- vík hjá börnum sínum og í skjóli þeirra var ævikvöld hennar írið- sælt og bjart. Björg Magnúsdóttir. VEITINGASTQFA Til sölu er ný veitingastofa í fullum gangi á mjög góðum stað. Þeir, sem vilja athuga þetta sendi nöfn og símanúmer til afgr. Mbl. merkt: „Veitingar — 7136“. JÓN N. SIGURÐSSON haBStaréttarlögmaSur. 1V1 íinutningsskrifstofa Laugavegi 10. — Sími: 14934. 90 tonna bátur Höfum til s ö 1 u 90 tonna bát. Bátnum fylgir hringnótabátur og tvær hringnætur. Frekari upp- lýsingar gefur FASTEIGNASALA & LÖGFRÆÐISTOFA Sigurður Reynir Pétursson, hrl. Agnar Gústafsson, hdl. Gísli G. ísleifsson, hdl. Austurstræti 14," II. hæð. Símar 2-28-70 og 1-94-78. N auðungaruppboð sem auglýst var í 36., 37. og 39. tbl. Lögbirtingablaðsins 1958, á Lindarbrekku við Breiðholtsveg, hér í bænum talin eign Jóns Magnússonar, fer fram eftir kröfu bæjar- gjaldkerans og tollstjórans í Reykjavík og Egils Sigur- geirssonar hrl., á eigninni sjálfri mánudaginn 3. nóvem- ber 1958, kl. 2l/2 síðdegis. BORGARFÓGETINN I REYKJAVlK. Höfum kaupendur ú íbúðum 2ja til 5 herbergja, fullgerðum og tilbúnum undir tréverk og málningu. FASTEIGNASALA & LÖGFRÆÐISTOFA Sigurður Reynir Pétursson, hrl. Agnar Gústafsson, hdl. Gísli G. ísleifsson, hdl. Austurstræti 14, II. hæð. Símar 2-28-70 og 1-94-78. Verzlunarhúsnœði Iðnaðarhúsnceði er til leigu á góðum verzlunarstað í einu úthvevfanna. Margt kemur til greina t.d. Vefnaðarvöruverzlun, Rak- arastofa, Skósmíðavinnustofa. Einnig kæmi til greina að leigja húsnæðið sem er 85 ferm. undir léttan iðnað í einu eða tvennu lagi. Tilboð merkt: „Margt — 7131“ sendist blaðinu fyrir hádegi á laugardag. Willy's fólksbifreið Til sölu er Willys 6 manna fólksbifreið, árgangur 1955. Bifreiðin er ekin aðeins 34.000 km. og mjög vel útlítandi. Ennfremur hefur hún alltaf verið í einkaeign. Til sýnis í dag og næstu daga. Gísli Jónsson & Co. Ægisgötu 10. Byggingarsamvinnufélag lógreglumanna í Rvík hefur til sölu 6 herb. íbúð við Sólheima. íbúðin selst til- búin undir tréverk. Félagsmenn, er neyta vilja forkaups- réttar, hafi samband við stjórn félagsins fyrir 8. nóvem- ber n.k. STJÓRNIN. Plastpokar (Polethylene) Getum nú afgreitt til iðnfyrirtækja plastpoka í flestum stærðum og þykktum, hvort heldur er óáprentaða eða áprentaða í allt að þrem litum. PLASTPRENT S.F. Flókagötu 69 — Sími 16988. Vitrefex — málning Ódýr — Sterk — Áfenðarfalleg Slippfélagið í Reykjavík Sími 10123. KETILSSÓDI (soda ash light 98%). Getum útvegað ketilsóda 98% (soda ash light) frá Póllandi. Verð mjög hagstætt. — Stuttur afgreiðslutími. KEMIKALÍA H.F. Dugguvogi 21 — Sími 16230. Getum útvegað frá Þýzkalandi mjög handhægar Stállagerhillur og verkfæraskápa. Sýnishorn á staðnum. KEMIKALÍA H.F. Dugguvogi 21 — Sími 16230. BÓKAUPPBOÐ í Sjálfstæðishúsinu á morgun. Bækurnar eru til sýnis frá kl. 2—4 í dag og kl. 10—4 á morgun í litla salnum. Sigurður Benediktsson, Austurstræti 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.