Morgunblaðið - 31.10.1958, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 31.10.1958, Qupperneq 10
10 MORGVNBL4ÐIÐ Föstudagur 31. okt. 1958 ItlírrgíiwM&Mífo Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Áskriftargjald kr 35.00 á mánuðí innanlands í lausasölu kr. 2.00 eintakið. SPORIN í MOLDINNI UTAN UR HEIMI Ford-T olli þáttaskilum í hílasögunni IGÆR barst sú fregn, að rússneska skáldið Boris Pasternak hefði hafnað Nóbelsverðlaunum og tilkynnt það sænsku akademíunni. Jafn- framt var svo frá því skýrt, að heimili Pasternaks væri um- kringt lögreglu. Pasternak getur þess í símskeyti því, sem hann sendi til Svíþjóðar að hann gerði þetta „af frjálsum vilja“. Um áratugi hafa rússneskir stjórn- málamenn og menntamenn gefið yfirlýsingar „af frjálsum vilja“ fyrir dómstólum eða utan þeirra, en það er alkunnugt, að hinn fúsi og frjálsi vilji var aðeins á paprírnum. Þegar það er hug- leitt að í sama mund og Paster- nak hafnar þekktustu og viður- kenndustu bókmenntaviðurkenn- ingu, sem nokkrum verður í té látin, skuli hús hans umkringt af lögreglu stjórnarinnar, leggja menn lítinn trúnað á hinn fúsa og frjálsa vilja skáldsins. Það er svo aftur athyglisvert, að rúss- neskir eðlisfræðingar fá á sama tíma að taka á móti verðlaun- um Nóbels. Það er vald orðsins, það er bókin, sem Rússar óttast. Tæknin, sem framleiðir kjarn- orku, eldflaugar eða „spútnika" er þeim liins vegar kærkomin. Þetta er táknrænt fyrir það and- lega ástand, sem nú ríkir í landi Gogols, Dostojevskis og Tolstojs. í rússneskum blöðum er Past- ernak nú nefndur „svín“ og ann- að þvílíkt. Ástæðan er sú, að í bókinni Zivago læknir hefur Pasternak lýst sálarlífi manns, sem vill vera hann sjálfur, en ekki aðeins lítið tannhjól í stórri vél. Það var syndin, sem Past- ernak drýgði og þess vegna standa nú rússneskir lögreglu- verðir við hús hans. Þeir sem hafa séð slíka menn á verði geta gert sér í hugarlund, hvað í því felst. Pasternak hafði engin stjórn- málaleg „afbrot“ að baki sér á sama hátt og þeir aðrir, sem hafa verið kúgaðir í Rússlandi eða drepnir. Hann hafði aðeins skrif- að bók, ekki stjórnmálalegt áróðursrit, heldur sálfræðilega skáldsögu, sem lýsir andlegum vandamálum tiltekins manns, sem svo aftur er táknrænn fyrir stóran hóp manna, sem leyfir sér að hugsa á frjálslegan hátt. — Söguhetjan á sér sálarleg verð- mæti, sem eru bannfærð í Sovét- ríkjunum og samræmast ekki kenningakerfi Marx og Lenins. Pasternak skapaði listaverk en það varðar rússnesku stjórnina ekkert um. Ef höfundurinn íklæð ist ekki hinni köldu brynju Marx og Lenins er hann útskúf- aður og það, sem tekur við er kúgun og lögregla. Við íslendingar ættum sérstak- lega að gefa gaum að því, að það sem leitt hefur lögregluna að húsi Pasternaks er bók, skáld- saga, listaverk. Við höfum ætíð stært okkur af bókmenntalegum afrekum okkar og teljum með réttu vafasamt, að á íslandi væri sjálfstætt þjóðfélag í dag, ef ekki hefðu verið skrifaðar hér þær bækur, sem eru lifandi þátt- ur í heimsbókmenntunum. — Margar þessar bækur hefðu aldrei verið skrifaðar ef hér hefði ríkt pólitískt lögregluvald og kúgunarklær á sama hátt og í Rússlandi nútímans. Þeir sem skrifuðu það, sem við metum nú svo mikils, voru andlega frjálsir, yfir þeim hékk ekkert sverð. Sá sem þetta ritar átti þess kost fyrir skömmu að heim- sækja stað í Mið-Evrópu, þar sem tekið er á móti fólki, sem flýr hina austrænu kúgun. Þegar leitað var eftir ástæðum til flótt- ans, var það athyglisverðast, að ekki stafaði hann frekast af því að þessu ógæfusama fólki hefði liðið illa, hvað snerti fæði og klæði. Fóikið flýr tómhent frá íbúðum sínum og skilur allt eftir. Hljómlistarmaðurinn getur ekki flutt hljóðfæri sitt með sér, mál- arinn ekki málverk sín og fræði- maðurinn ekki bókasafn sitt. Bóndinn sem flýr, getur þaðan af síður flutt með sér jörð sína og bústofn, en hvað er það þá, sem knýr þetta fólk til að yfir- gefa allt eftir að hafa þraukað af áratug eða meira undir komm- únísku valdi? Ástæðan er margoft fyrst og fremst sú, að fólkið þolir ekki hið sífellda ófrelsi til orðs og æðis og lygina, sem því er lögð í munn. Sú stund kemur að mæl- irinn er fullur og þá er gripið til flóttans, flóttans frá öllu út í óvissu og allsleysi. Kennslu- kona nokkur skýrði frá því í flóttamannabúðum þessum, að skólastjórinn hefði skipað sér að afleggja alla trú á æðri mátt- arvöld en Lenin og Krúsjev. — „Kennari verður að vera guð- leysingi", sagði skólastjórinn. — Konan gat ekki beygt sig undir slíkt ok, slíka lífslygi, að neita því með vörunum, sem hjartað játar, og hún yfirgaf allt sem hún átti og leitaði frelsisins á flótta í gegnum Genfarskóga, Þegar komið er að gaddavírs- girðingum þeim, sem Rússar eða leppstjórnir þeirra hafa reist um þvera Evrópu, má víða sjá all- breiða landræmu, sem er plægð, þannig að moldin liggur opin og mjúk. Þetta er gert til þess að lögreglan eystra geti séð spor þeirra, sem laumast yfir landa- mærin. Þannig eru staðirnir • fundnir, þar sem strangari gæzlu þarf að hafa. Boris Pasternak fór yfir þessi landamæri I andlegum skilningi. Spor hans jást og þó daglega sé plægt til þess að moldin haldist mjúk, eins og kommúnistar gera við gadda- vírslandamærin, munu spor Pasternaks ekki verða afmáð. Hann hafði djörfung til þess að segja það sem honum bjó í brjósti þótt það kostaði lögregluvörð um heimili hans og taumlausan róg í blöðum og útvarpi ættjarðar hans. íslenzkum rithöfundum og skáldum, sem lifa í lýðfrjálsu landi, þar sem bækur eru í heiðri haldnar, ætti ekki sízt að verða starsýnt á örlög Pasternaks. Þessi spor við hina andlegu gadda- vírsgirðingu Rússa opna vafa- laust augu margra og vekja til umhugsunar. Um öll Vesturlönd horfa nú frjálshuga menn til Pasternaks og fordæma kúgun- ina og ofbeldið, sem þessi skáld- jöfur verður að lúta, Til þess standa vonir að bók Pasternaks, sem mest hefur verið rætt um, verði þýdd á íslenzku. Þá geta íslenzkir rithöfundar og almenn- ingur séð með eigin augum, hvar sú plægða mold liggur, þar sem skáldið var svo djarft að stíga fæti sínum. Fyrsti bíllinn í fjölda• framleiðslu — Enn eru 85,000 í notkun F O R D - T, bíllinn, sem „setti Ameríku á fjögur hjól“, átti ný- lega hálfrar aldar afmæli. Fyrsti Fordbíllinn af T-gerð rann út úr verksmiðjunni 1. október árið 1908. Og á eftir fylgdu 15.000.000 bílar, sem í meginatriðum voru byggðir á sömu teikningum. En þróunin neyddi Ford á endan- úm til að breyta verulega bílum sínum og 1927 kom Ford-A á markaðinn. Ford-T „lifði“ samt lengi eftir það og enn þann dag í dag eru 85.000 bílar af þeirri gerð í notkun í heiminum. Ford-T var ekki fyrsti Ford- bíllinn, sem kom á markaðinn. Henry Ford, sem smíðaði þriðja bílinn í Ameríku, hafði fullgert fyrsta bílinn sinn 12 árum áður, eða 1896 — og fyrirtæki sitt stofnaði hann 1903. • —=—• T-gerðin var í rauninni fyrsti bíllinn, sem hæfur var til fjölda- framleiðslu — og með honum hefst fyrst almenn notkun bíls- ins. Söluverð hans var mjög lágt og opnaði það alveg nýja sölu- möguleika, sem fram að því höfðu ekki verið fyrir hendi á bíla- markaðinum. Og með aukinni framleiðslu tókst enn að lækka verð T-gerðarinnar svo að nær allar fjölskyldur gátu veitt sér þánn munað að eignast bíl. Um tíma kostaði T-gerðin ekki nema 290 dollara, en að vísu var verð- lagið mun lægra þá en nú er. • —=—• Henry Ford var frá upphafi staðráðinn í því að smíða svo ein- BLAÐINU hefur borizt eintak af Viðskiptaskránni 1958, sem er nýlega út komin. Þetta er mikil bók, röskar 1070 bls., og flytur margvíslegan fróðleik um við- skiptalíf og félagsmál lands- manna. - Litprentaðir uppdrættir eru í bókinni af Reykjavík og Kópa- vogi og einnig Akureyri. Enn- fremur uppdráttur af íslandi, af vitum og íiskimiðum kringum landið, af Hafnarfirði og loft- mynd af Akraneskaupstað með áteiknuðum götuheitum. Eins og kunnugt er var mat á fasteignum hækkað í fyrra og kemur þetta nýja fasteignamat á húsum og lóðum í Reykjavík, Hafnarfirði og á Akureyri nú í fyrsta skipti í Viðskiptaskránni. Lóðastærð og eigendur eru einnig tilgreindir. , Félagsmálaskrár eru í bókinni fyrir 46 kaup- staði og kauptún á landinu auk Reykjavíkur og eru þar til- greindir alþingismenn, bæjarfull- trúar, hreppsnefndir, stofnanir og félög. faldan bíl, að hver og einn gæti lært að aka honum — og jafn- framt gera hann þannig úr garði, að hægt væri að nota bílinn á hinum verstu vegum, því að þá voru vegir í Bandaríkjunum víða ekki upp á marga fiska. •—=—• „Ég ætla að smíða bíl fyrir fjöldann", sagði hann ungur. „Hann á að verða nógu stór fyrir fjölskylduna, en þó svo lítill, að einn maður á að hafa gagn og ánægju af að aka honum. Og bíll- inn verður smíðaður úr beztu fáanlegum hráefnum, af beztu handverksmönnum, sem völ er á — og eftir einföldustu teikning- um, sem verkfræðingar vorra daga geta gert“. „En hann verður svo ódýr, að enginn sæmilega launaður mað- ur þarf að neita sér um að eign- ast hann . . Þetta sagði Ford og þóttu ummælin bera vott um bjartsýni fram úr hófi. En Henry Forö lét ekki sitja við orðin tóm. • —=— • Árið 1907 sendi Ford á mark- Nafnaskrár eru fyrir alla sömu staði þar sem tilgreind eru fyrirtæki og ein staklingar, sem reka viðskipti í einhverri rnynd. En aðalkafli bókarinnar er Varnings- og starfsskrá Þar eru öll fyrirtæki, verzlan- ir og einstaklingar, sem til- greind eru í nafnaskrám hinna einstöku staða, flokkuð eftir varnings- og starfsheitum, og fylgir nærri öllum heitum þýð- ing á dönsku, ensku og þýzku til þess að auðvelda útlendingum notkun bókarinnar. í kaflanum „Skipastóllinn 1958“ er skrá um öll íslenzk eimskip og mótorskip 12 rúmlestir og stærri. Getið er einkennisbók- stafa, númers, efnis og aldurs, stærðar, vélarafls og heitis, eig- anda og heimilsfangs. Loks er í bókinni ritgerð á ensku: Iceland — A Geographical, Political and Economic Survey, upprunalega saman af dr. Birni Björnssyni hagfræðingi, en endurskoðuð af Hrólfi Ásvaldssyni. aðinn N-gerðina (árið áður en T-gerðin kom). Þá var meðalverð bíla 2.100 dollarar, en Ford seldi N-gerðina á 500 dollara. N-gerðin var aðeins fyrirboði þess, sem í vændum var. Ford varði mikl- um tíma til undirbúnings fram- leiðslu T-gerðarinnar. Hann ætl- aði að smíða bíl, sem allir gætu notað og alls staðar væri hægt að nota. Hann viðurkenndi, að hann gæti smíðað fallegri bíl, en í þá daga var meiri áherzla lögð á gæðin en ytra borðið. Bílnum var ætlað að aka jafnt á sléttum veg- um sem vegleysum, yfir forar- leðju og grýtt land. Hann var einfaldur, en ekki að sama skapi fallegur miðað við síðari tíma bíla. • —=—• T-gerðin var opin og hurða- laus — og jafnframt var margt ýmiss konar tækja, sem ekki fylgdi bílnum — en hægt var að kaupa aukalega. Þetta hafði í för með sér, að þeir, sem minnst fjárráð höfðu gátu keypt bílinn og notað hann, ef þeir gerðu sér að góðu að aka honum t.d. blæju- lausum og án afturhurða. Það var fyrst 1911, að framhurðir voru settar á T-gerðina — og þá voru þær seldar aukalega á 10 dollara (tvær hurðir). • —=—• Bíllinn vó ekki nema liðlega 600 kg. og hreyfillinn var 20 hest- afla. Enda þótt margt hefði mátt finna að þessum bíl þá var það svo, að hreyfillinn var auðveldur viðgerðar, ef menn kynntu sér hann á annað borð. Ef bílstjórinn hafði vírspotta og band með- ferðis, þá gat hann venjulega gert við allar smábilanir. Og þetta var að vissu leyti mikill kostur. Svo mikið er víst, að eig- endur báru bílnum söguna vel: „Það er hægt að komast á hon- um þangað sem maður vill og hann skilar manni aftur heim“, það var meira en hægt var að segja um alla bíla í þá daga. • —=—• í árslok 1915 hafði Ford fram- j leitt milljón bíla af T-gerðinni og á miðju ári 1917 var fjöldi þeirra orðinn tvær milljónir. Ár- ið 1919 var framleiðslan orðin nær milljón á ári og náði hámarki 1925, þegar 9.109 bílar voru framleiddir á einum og sama deginum. 10 síðustu ár- in, sem T-gerðin var framleidd nam framleiðsla hennar helmingi allrar bílaframleiðslu í Norður- Ameríku. • —=—• Ár frá iri voru smáendur- bætur gerðar á bílnum, aðallega þó hvað útlitið snerti, því að í meginatriðum voru Ford-T frá 1908 og Ford-T frá 1927 eins að byggingu. En margt hafði breytzt á þess- um 19 árum og það, sem eink- um olli því, að framleiðslu T- gerðarinnar var hætt, var, að vegir höfðu þá batnað til muna og samkeppni framleiðendanna var farin að harðna. Enda þótt okkur virðist Ford-T Ijótur og lítilfjörlegur markaði hann samt merkustu þáttaskil bílasögunnar, þau tímamót, er bíllinn var almenningseign. Fyrsta T-árgerðin var ekki falleg, en ódýr og traust. Viðskiptaskráin 1958

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.