Morgunblaðið - 31.10.1958, Side 20

Morgunblaðið - 31.10.1958, Side 20
VEÐRIÐ Þykknar upp með SA-kalda A reiðhjóli um átta lönd. Sjá grein á bls. 11. 249. tbl. — Föstudagur 31. október 1958 Ritgerðasafn eftir Ólaf Lárusson prófessor Útgefandi er lögfræðingafélag íslands ÚT er komin fyrir nokkru bókin „Löe og saga“, sem er úrval rit gerða eftir prófessor Ólaf Lárus- son. í henni eru 18 ritgerðir og erindi, sem höfundurinn hefur samið á árunum 1926—57. Þetta er að vísu aðeins lítill hluti af ritgerðum hans, en hér eru sam- an komnar margar þeirra sem beztar þykja. Ritgerðir próf. Ólafs Lárusson- ar fjalla um lögfræði og réttar- sögu þjóðarinnar. Að baki þeim liggur mikið fræðistarf og þótti höfundi oft takast að -kollvarpa söguskoðunum með nýjum hug- myndum, er hann rökstuddi af vísindalegri nákvæmni. Þótt greinarnar séu fræðilegar vai prófessor Ólafi það mjög lagið að setja þær fram með beim Próf. Ólafur Lárusson hætti að almenningur las grein- arnar sér til mikillar ánægiu og fróðleiks. f bók þessari eru greinar um ýmsa þýðingarmikla viðburði í sögu íslenzku þjóðarinnar: Rit- gerðin Alþingi árið 1281 fjallar um þingið sem samþykkti Jóns- bók og í erindinu Áshildarmýrar Fjöl- tefli N. K. sunnudag hefjast að nýju fjöltefli á vegum Heimdallar. Hafa fjöltefli þessi verið vinsæll liður í starfsemi félagsins undan- farna tvo vetur, og er nú í ráði, að þau fari fram vikulega eitt- hvað fram eftir vetri, Flestir þekktustu skákmenn þjóðarinn- ar hafa teflt á vegum félagsins, m. a. Friðrik Ólafsson, stórmeist- ari, Ingi R. Jóhannsson, Guðm. Pálmason, Ingvar Ásmundsson, Guðm. Ágústsson o. fl., auk þess sem argentínski stórmeistarinn Hermann Pilnik tefldi á vegum félagsins á sinum tíma. Á sunnudaginn kemur mun Ingi R. Jóhannsson, sem nýkom- inn er af Olympíuskákmótinu í Munchen, tefla fjöltefli við Heim dcllinga í Valhöll við Suðiurgötu. Hefst fjölteflið kl. 2 e. h. Vænt- anlegum þátttakendum er bent á stundvísi sem leið til þess að komast að og eru beðnir að taka með sér töfl, ef unnt er. samþykkt setur höfundur fram athyglisverðar kenningar um við nám íslendinga gegn erlendu valdi á 15. öld. Þá er í bókinni mikil grein og merkileg, sem nefnist Stjórnarskipun og lög lýðveldisins íslenzka. Hún hefur áður birzt vestanhafs í tímariti Þjóðræknisfélagsins. Þá koma greinar eins og Nokkrar athug- anir um fjórðungaþingin, Grágás, Hefndir, Véfang og • Þróun ís- lenzks réttar eftir 1262. Af lögfræðilegum greinum í bókinni má nefna: Straumlivörf í f jármunaréttinum, Afnám skatt- frelsis, Ábyrgð vinnuveitenda á saknæmu atferli starfsm mna þeirra, og Viðskiptareglur um hlutabréf. Það er hið nýstofnaða Lög- fræðingafélag íslands, sem gefur bókina „Lög og saga“ út. Þegar félagið var stofnað sl. vor var því heitið að það myndi beita sér fyrir útgáfu lögfræðirita. Var samþykkt á fyrsta stjórnarfundi félagsins, að fyrsta framtak þess í því efni skyldi verða að standa fyrir útgáfu ritgerða- safns eftir dr. Ólaf Lárusson prófessor. Valdi próf. Ólafur rit- gerðirnar í safnið í samráði við próf. Ármann Snævarr formann Lögfræðingafélagsins. í formála, sem próf Ármann Snævarr ritar fyrir bókinni segir hann m. a.: „Ritgerðasafn þetta nefnist Lög og saga. Það heiti er táknrænt fyrir ævistarf höfund- ar, því að líf sitt heíur hann helg- að þessum tveim fræðigreinum og unnið þeim af einstæðri elju og hugkvæmni." Bókin er 316 bls., prentuð í Ingólfsprenti, en bókaútgáfan Hlaðbúð annast afgreiðslu henn- ar. r Agæt reknetja- veiði í gær HAFNARFIRÐI. — Ef dæma má eftir deginum í gær, virðist rek- netjaveiðin vera að glæðast, því að þá fengu bátarnir ágætan afla eða yfirleitt frá 70 tunnum og upp í 100 af feitri og stórri síld Fyrir óveðurskaflann um daginn voru nokkrir reknetjabátanna hættir veiðum, enda þá orðin sama og engin veiði. En nú búast allir á veiðar aftur, og voru átta bátar á sjó í fyrrinótt og í gær. Guð- björg og Hafbjörg höfðu 70—80 tunnur, Gulltoppur 21, Fróða- klettur og Fiskaklettur 90—100, og í Sandgerði lögðu upp tveir bátar héðan, en Fákur mun hafa fengið lítið sem ekkert. — Bát- arnir fóru allir út aftur í gær, en síldina veiða þeir nú í Mið- nessjónum. — G. E. Smjörlíki hœkkar ÞÁ er smjörlíkið blessað komlð í búðirnar aftur — og með nýju verði. Hefur það hækkað, bæði hið niðurgreidda og óniður- greidda, og er verðhækkunin á niðurgreidda smjörlíkinu 14,6%, en því óniðurgreidda 10,1%. Niðurgreidda smjörlíkið kost- aði áður kr. 8,90, en kostar nú kr. 10,20. Óniðurgreitt hækkar úr kr. 13,80 í kr. 15,20. Ásgeir Sigurðsson tekur sæti á Alþingi ÁÐUR en gengið var til dagskrár í neðri deild Alþingis í gær las forseti deildarinnar fréf frá Birni Ólafssyni, þar sem hann skýrði frá því, að hann væri á förum til útlanda og óskaði þess, að varamaður hans, Ásgeir Sigurðs- son, tæki sæti hans á þingi. Tók Ásgeir því sæti í neðri deild Al- þingis í gær. Leikurinn Húlahopp gengur nú eins og faraldur um Reykjavík. Þessa mynd tók ljósmyndari blaðsins af ungri snót, sem iðaði með hringinn um sig miðja á Bergstaða stígnum í gær. AB kynnir verk séra Siguröar Einarssonar Kynningin verður n. k. sunnudag i hátiðasal Háskálans N. K. sunnudag gengst Almenna bókafélagið fyrir kynningu á verkum sr. Sigurðar Einarssonar í Holti í tilefni af sextugsafmæli skáldsins. Verður kynningin í hátíðasal Háskólans og hefst kl. 2,30 e. h. Guðmundur Daníelsson rit- höfundur flytur erindi um skáld- ið, en kvæði lesa þau Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Lárus Páls- son. Baldvin • Halldórsson les eina af ritgerðum sr. Sigurðar, en Þorsteinn Hannesson syngur einsöng, lög við ljóð eftir skáld- ið. Undirleik annast dr. Páll Isólfsson. Þá verður samlestur úr leik- ritinu Fyrir kóngsins mekt, Har- aldur Björnsson og Ævar Kvar- an lesa. Lok* flytur skáldið sjálft kvæði. Ritstörf sr. Sigurðar Einars- sonar eru orðin bæði mikil og merk. Fyrsta bók hans kom út 1930, en sú síðasta 1957. Efnið, sem flutt verður á bók- menntakynningunni er valið með það fyrir augum að veita sem bezta innsýn í skáldskap hans, jafnt yngri sem eldri verk. Tveir menn slasást í jeppa ÍSAFIRÐI, 30. okt. — Jeppi ók út af veginum á beygju fyrir annan ísafjörð síðdegis í dag, móts við bæinn Seljaland. Tveir menn voru í bílnum; Sigurður Marzell íusarson, bílstjóri og Magnús Arnórsson, báðir ungir menn héð an úr bænum. Skarst Sigurður þvert yfir enn ið og losnaði höfuðleðrið. Magn- ús skaddaðist og mikið á höfði og lá nærri að annað eyra hans rifnaði af. Voru mennirnir báðir fluttir í sjúkrahúsið. Þar var gert að meiðslum þeirra og er líðan þeirra eftir atvikum sæmi- leg. Bílar hafa oft farið út af á þess ari beygju, en slys á fólki munu ekki hafa orðið veruleg þar til nú. Haustmót í Stykhishdlmi ANNAÐ KVÖLD efna S.U.S. og héraðssamband ungra Sjálf- stæðismanna í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu til haustmóts í Stykkishólmi. Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, flytur ræðu á mótinu, og Geir Hallgrímsson, formaður S.U.S., flytur ávarp. Skemmtiatriði á mótinu annast þeir leikararnir Ævar R. Kvar- an og Hjálmar Gíslason og Sigfús Halldórsson, tónskáld. Ævar les upp og syngur einsöng, Hjálmar syngiur gamanvísur og Sigfús syngur og leikur á píanó. Að lokum mun hljómsveit leika fyrir dansi. Fundur í Sjálfstœðishús- inu í HafnarfirÖi í kvöld Hafnarfirði. — f kvöld heldur Landsmálafélagið Fram fund í Sjálfstæðishúsinu, og hefst hann kl. 8.30. Frummælandi verður Jóhann Hafstein alþm. og ræðir um stjórnmálaviðhorfið. — Er þetta fyrsti fundur félagsins á vetrinum, og er þess að vænta að Sjálfstæðisfólk fjölmenni. — G.E. Góður reknetaafli i Miðnessjó AKRANESI, 30. okt. — Aðfara- nótt fimmtudagsins voru fimm reknetabátar suður í Miðnessjó með reknet sín og fengu þeir prýðilegan afla í þessari einu lögn. Var landað úr þeim alls um 400 tunnum af fallegri síld sem nokkuð var saltað af en ann að fryst. Reynir var aflaæstur þessara báta með 180 tunnur, og hafði hann fengið allt að 6 tunn- ur í net. Höfrungur var með 84, Sveinn Guðmundsson 65, en hann varð fyrir því óhappi að háhyrningur skemmdi og eyði- lagði 25 net. Tóhann Hafstein IMurinn tekinn með TVEIMUR nýjum þingskjölum var útbýtt á Alþingi 1 gær. Ann- að er breytingartill. við þáltill. um innflutning varahluta í vél- ar, verkfæra og áhalda til land- búnaðar og sjávarútvegs. Flm.: Gunnar Thoroddsen. Er í tillög- unni lagt til, að hún taki einnig til iðnaðarins og höfð verði sam- vinna við Landssamband iðnað- armanna og Félag íslenzkra iðn- Þú er þess að geta að hand- ! rekenda. Þá var útbýtt breyting- færabátarnir voru í dag með á- artillögum við vegalög frá Hall- gætan afia. — Oddur. I dóri Ásgrímssyni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.