Morgunblaðið - 07.11.1958, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 07.11.1958, Qupperneq 3
Föstudagur 7. nóv. 1958 MORCVTSBL 4 ÐIÐ 3 Ríkisstjórnin vill hafa hervarnir en engar varnir til öryggis almennum horgurum Fádœma ábyrgðarleysi, dœmi á Vesturlöndum Frá umræðum um öryggismál á bæjar stjórnarfundi A BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gær var lögð fram tillaga frá Al- freð Gíslasyni (K) um að loft- varnanefnd yrði lögð niður. Er það rökstutt í tillögunni, að með því að ríkið hafi nú hætt fjár- framlögum til ráðstöfunar vegna ófriðarhættu og er þess vænzt, segir í tillögunni, að loftvarnar- nefnd geri að lokum grein fyrir starfi sínu, hjúkrunargögnum og öðrum útbúnaði svo og tillögum sínum, ef einhverjar eru, varð- andi skipun þessara mála fram- vegis. Flutningsmaður fylgdi þessari tillögu úr hlaði og átaldi mjög loftvarnarnefnd fyrir aðgerðar- leysi og skakkar aðferðir við loftvarnirnar. Kvað flutnings- maður loftvarnir ekki lengur hyggjast á dýrum tækjum, heldur á þjálfun hjálparsveita, lærdómi í hjúkrun og aðhlynn- ingu sjúkra, enda ætti slíkt að vera skyldunámsgrein í skólum landsins. Borgarstjóri tók til máls og sagði að tillaga Alfreðs væri stað festing á áður framkomnum til- lögum frá flokki hans um að ör- yggisráðstafanir borgaranna gagn vart ófriðarhættu eigi að vera sem minnstar. Borgarstjóri tók fram, að ráðstafanir vegna ófrið- arhættu væru faldar í tvennu, í fyrsta lagi hervörnum og í öðru lagi borgaralegum vörnum, eða öryggisstofnunum fyrir almenn- ing ef til ófriðar kæmi. í flest öllum löndum er hvorttveggja, bæði hervarnir ög borgaralegar varnir. Eru borgaralegu varnirn- ar taldar sjálfsagðar og varið til þeirra miklu fé, bæði í hlutlaus- um löndum og eins löndum inn- an Atlantshafsbandalagsins og víðar. Hins vegar kvað borgar- stjórinn það vera stefnu komm- únista hér á íslandi og raunar annarsstaðar, að hin frjálsu lönd ættu að vera óvarin, en það væri meira heldur en það sem kommún istar ætluðust til. Það væri ekki nóg með það að þeir vildu að ís- land væri opið og óvarið öllum, Hjálmar frá Hofi ÞESSI mynd af Hjálmari Þor- steinssyni frá Hofi átti að fylgja grein þeirri eftir dr. Richard Beck, er birtist í blaðinu í gær um nýjasta vísnasafn Hjálmars, „Munarósir", en féll niður vegna mistaka. Grein dr. Becks nefndist „Hugþekkt vísnasafn“ og fer hann þar viðurkenningarorðum um Hjálmar, sérstaklcga hafi stakan verið skáldinu fylgispök í blíðu og stríðu. ofurselt hverri fjandsamlegri krumlu, sem til þess kynni að seilast, heldur ætluðust þeir einnig til þess, að borgararnir, al- þýða manna, börn, konur og gam- almenni, væru algerlega óvarin og engar öryggisráðstafanir gerð ar til þess að vernda líf þeirra og heilsu, ef til ófriðaraðgerða kemur. Kvað borgarstjóra sig furða á því ábyrgðarleysi sem reyndur læknir sýndi með slíkri tillögu og þeirri ræðu, sem hann hefði flutt. Ríkisstjórnin, hervarnir og öryggisvarnir Borgarstjóri sagði, að ríkis- stjórnin sjálf hefði markað að- stöðu sína gagnvart hervörnum á þann hátt, að verja skyldi land- ið og væri þess að minnast, að sú ákvörðun hefði verið tekin af núverandi ríkisstjórn, skömmu eftir að hún kom til valda 1956, að erlent varnarlið skyldi vera hér og tekið fram, að það væri vegna ófriðarhættu og ískyggi- I legs ástands í heimsmálum. Þann. ig hefur ríkisstjórnin gengið inn á það, að hervarnir skuli hafa. Þetta gerði ríkisstjórnin, þrátt fyrir kosningabombur sínar um brottrekstur varnarliðsins og það hefur komið fram í ræðu bæði forsætisráðherrans og utanríkis- ráðherrans, að öll ríkisstjórn- in hafi staðið að þessari ráð- stöfun, svo ekki getur Alþýðu- bandalagið, flokkur flutnings- manns þessarar tillögu hér, bor- ið flokk sinn undan ábyrgð á þessari ráðstöfun, sagði borgar- stjóri. En öðru máli gegnir um afstöðu ríkisstjórnarinnar gagnvart vörn- um borgaranna. Hún vill hafa hervarnir en engar borgaralegar varnir, því að á sama tíma og hún samþykkir að hafa hér erlent varnarlið, gerir hún sig seka um það dæmalausa ábyrgðarleysi að fella niður af fjárlögum framlög til öryggisráðstafana fyrir borg- arana sjálfa. í fyrstu fjárlögun- um, sem ríkisstjórnin lagði fram, var felld niður sú 1 milljón króna, sem lögð hafði verið til þessara öryggisráðstafana, en sú upphæð hafði verið veitt á fjár- lögum, síðan árið 1951. í gild- andi fjárlögum er þetta á sama veg að fjárveitingin er felld nið- ur. Ríkisstjórnin hefur til engra viðræðna fengizt við bæjaryfir- völdin um þetta mál. Vitaskuld er rétt og sjálfsagt, að ríkisstjórn- in og bæjarfélögin hafi samstarf um þessi mál, en allt verður erf- iðara um vik, þegar ríkisstjórnin skerst úr leik, en íslenzka ríkis- stjórnin er ein allra ríkisstjórna á Vesturlöndum, sem sýnir full- komið skeytingarleysi um al- mcnnar varnir borgaranna, ef til ófriðar kemur. Loftvarnarnefnd stofnuð með lögutn Borgarstjóri tók fram, að loft- varnir væru engin uppfinning bæjaryfirvaldanna í Reykjavík, heldur væri þessum málum skip- að með lögum og það tekið fram, hvernig loftvarnarnefndin skyldi vera skipuð. Samkvæmt þessu hefur verið sett á stofn loftvarn- arnefnd hér í Reykjavík og hefði Reykjavíkurbær lagt henni til fé, svo sem lögskylt væri, oftast 750 þús. kr. á ári, en þessi upp- hæð hefði verið lækkuð eftir að framlag ríkissjóðs var fellt niður. sem er e/ns- Eru öryggisráðstafanir óþarfar? Stundum heyrist að öryggisráð stafanir séu óþarfar nú á tímum kjarnorkualdarinnar en þessu er allt öðru vísi varið. Borgarstjóri tók fram að hann teldi orðið „loft varnir“ villandi, því að sízt af öllu væri einungis átt við varnir gegn árásum úr lofti, heldur væri átt við miklu víðtækari varnir borgaranna. Borgarstjóri minnti á að á s.L ári hefði komið hingað framkvæmdastjóri og yfirmaður borgaralegra varna innan Norð- ur-Atlantshafsbandalagsins en sá maður væri þekktur úr styrjöld- inni af sérstakri reynslu í þessum málum. Þessi sérfræðingur NATO, sem ferðast um og lítur eftir loftvörn um í löndum innan Atlantshafs- bandalagsins, kynnti sér það sem hér hefur verið gert af loftvarna- nefnd, og kvað upp þann dóm, að allt það sem gert hefði verið væri nothæft og í fullu gildi, þannig að ráðstafa mætti því við jafnvel meira verði en það hefði verið keypt fyrir, ef svo sýndist. Taldi hann skipu- lag gott en í ýmsum greinum þyrfti að gera meira. Borgarstjóri las nokkuð upp úr áliti þessa manns um loftvarnir en hann segir m.a. svo: „Öðru hverju eru settar fram fullyrðingar, sem oft ná tals- verðri útbreiðslu, um að almenn- ingsvarnir séu ekki annað en tíma- og peningaeyðsla, vegna þess, að ekkert sé hægt að gera til varnar kjarnorkuárás. Slíkar fullyrðingar eru ekki annað en vonleysishjal, en þær geta valdið talsverðum ruglingi og torveldað varnarstörf. Nú er það svo, að við lifum á tímum kjarnorku, hvort sem okkur lík- ar það betur eða verr. Ekki þýðir annað en að horfast í augu við staðrenydirnar og laga sig eftir aðstöðum. Og með því að enn lifum við í ófullkomnum heimi, verður ekki hægt að útiloka möguleikana fyrir styrjöld. Ekki er það heldur til nokkurs gagns að segja, að afleiðingar styrjaldar yrðu svo hræðilegar, að ekki sé til þess hugsandi. Ekert gagnar að stínga höfðinu í sandinn og loka með því aug- unum. Hitt er sönnu nær, að ógn- irnar verða ekki eins miklar, ef skynsamlega er við brugðizt. Því umfangsmeira sem vandamálið er, þeim mun meiri nauðsyn ber til þess að gera sér það ljóst, að skipa hverju atriði sinn sess og ráða fram úr hverjum vanda fyr- ir sig. Þegar vandamálið er athugað rækilega, verður það deginum ljósara, að þegar undan eru skil- in ný tæknileg atriði, svo sem helryk, að meginmunurinn á af- leiðingum venjulegra sprenginga og kjarnorkusprengingu er sá, hversu hinar síðari eru aflmeiri. Af þessu leiðir það rökrétt, að verkefnið er stærra, og því er þörf á að auka almenningsvarnir sem því svarar“. Þá gat borgarstjóri einnig um upplýsingar sem þessi sami sér- fræðingur hafði gefið í sérstöku bréfi, en þar tæki hann fram að í flestum löndum NATOværuloft varnir skipaðar með lögum, þar sem ákveðið væri um skipun þessara mála og skyldur ríkisins og annarra aðila. Væri talið ógerlegt að ein- stök bæjarfélög gætu borið kostnaðinn og í Bretlandi greiddi ríkissjóður 75% af öllum kostn- aði en bæjarfélög 25%, en í flest- úm löndum greiðir ríkið helming en fylki sem þar eru og bæjar- félög skiptu eftirstöðvum til helminga. Ef um sérstakar stór- felldar ráðstafanir er að ræða, svo sem byggingu loftvarna- byrgja eða kaup meiri háttar björgunartækja, þá er slíkt kost- að af ríkissjóði að öllu leyti. Starf loftvarnanefndar Borgarstóri sagði, að ásakan- irnar á loftvarnarnefnd, sem komið hefðu fram frá kommún- istum væru ómaklegar og ósannar. Kvað borgarstjóri loft- varnarnefnd hafa gert ýtarlega grein fyrir störfum sínum árið 1956 en þrátt fyrir þetta álit og álit sérfræðings NATO, sem áður var um getið, hefði ríkisstjórnin sýnt það fádæma ábyrgðarleysi að fella niður framlag sitt til loftvarna. Rakti borgarstjóri nokkuð störf og verkefni loftvarnar- nefndar. Það er verkefni loftvarnarnefndar, að leggja frá rótum drög að ráðstöfunum til varnar almenningi hér í Reykja- vík, ef til loftárásar kæmi. í þessu sambandi hefur mjög margt verið aðhafzt. í kjallara Heilsuverndarstöðvarinnar er gert ráð fyrir að hafa megi aðal- stöðvar öryggisráðstafanna og j þeirra manna, er veita skulu for I ustu hjálparstarfsemi í bænum, ef loftárásir eru gerðar. Hefur þar verið komið fyrir síma- skiptiborði með leiðslum sem tengja má bæjarkerfinu, svo og öðru nauðsynlegu, sem til þarf í þessu sambandi. Þá hefur loft- varnarnefnd komið upp aðvörun- arkerfi í bænum og voru keypt- ar rafknúnar loftvarnarflautur til þess. í samráði við Landssíma fs- lands, hefur nefndin athugað all ýtarlega skipulagningu fjarskipa þjónustu í þágu loftvarnanna og tryggt fyllstu not af bæjar- og landssímakerfinu. Og ennfremur hefur loftvarnarnefnd keypt mikið og fullkomið talstöðva- kerfi, tvær fastar stöðvar og 8 hreyfanlegar. Einn stærsti þátturinn í störf- um loftvarnarnefndar eru hjúkr- unar- og líknarmál. Er ætlunin hafa allt að 1000 sjúkrarúm til ráðstöfunar fyrir fólk sem kynni að slasast í loftárás, en að áliti lækna er talið unnt, ef í nauðir rekur, að koma fyrir um 200 særð um mönnum í sjúkrahús hér í bænum. Ráðstafanir hafa verið gerðar til að koma upp bráða- birgðasjúkrarúmum í nágrenni bæjarins og verið athugaðir þeir staðir í nágrenningu þar sem unnt væri að koma fyrir slösuðu fólki, svo sem í Reykjalundi, Hlé garði, Laufarási, Vífilstöðum og | Laugarvatni. Þá hafa verið ráðstafanir gerð ar til að stofnsetja allt að 8 slysavarðstofur sem flestaj: yrðu í skólahúsum, til aðgerða vegna minniháttar meiðsla og til bráða birgðaaðgerða. Síðan rakti borg- arstjóri, hvað keypt hefði verið af alls konar gögnum, sjúkra- rúmum og öllu sem tilheyrir að- hlynningu sjúklinga, auk þess lækningatæki, hjúkrunargögn, sjúkrabörur, sáraumbúðir og hreinlætis- og sóttvarnarvörur og ótal margt fleira. Allt eru þetta vörur, sem halda verðgildi sínu, þó ekki komi til nota vegna ófriðaraðgerða og hafa raunar sjálfstætt gildi, ef eitthvað sér- stakt ber til, til dæmis farsóttar- faraldur á borð við inflúenzuna 1918, ellegar mænusóttina 1955, en þá komu einmitt tæki loft- varnarnefndar, svo sem öndun- artæki, að mjög miklu gagni og urðu til mikillar bjargar. Þá hefur loftvarnarnefnd gert víðtækar ráðstafanir í sambandi við eldvarnir, sem eru mjög mikilsverður þáttur í öryggis- vörnunum. Þá hefur verið rann- sökuð þörf á loftvarnarbyrgjum og gerðar áætlanir um það, en í sambandi við það hefur bænum verið skipt í hverfi og athugað Framh á bl». 19 STAKSTIINAR Engin athugasemd I fyrradag flutti Morgunblaðið þá fregn að enn væru íslending- ar í nýrri bónbjargarferð til Bandaríkjanna til þess að fá þar 6 milljón dollara lán. Ríkisstjórn- in hefur, allt síðan hún kom til valda, haldið sér „ofansjávar" með svo miklum og tíðum lán- tökum, að slíkt hefur ekki þekkzt áður, enda hafa ríkisskuldirnar tvöfaldazt í tíð núverandi ríkis- stjórnar. f gsar gerðu stjórnarblöðin enga athugasemd við þessa fregn Morgunblaðsins og gefur það tU kynna að þau treystist ekki tU að mótmæla henni. Það vekur athygli í þessu sam- bandi, að Vilhjálmur Þór, aðal- bankastjóri, sá sem í ferðinni er af hálfu ríkisstjórnarinnar, talar við Dulles, utanríkisráðherra, um lántökuna og gæti það gefið til kynna að ekki þýði að leita eftir lánum handa fslendingum hjá bönkum eða öðrum fjármála- stofnunum, en það talar sínu máli. Þegar fulltrúi fslendinga, sem er í lántökuerindum, leitar til utanríkisráðherra lands, þá er það í rauninni hið sama og biðja um aðstoð hjá viðkomandi stjórn- arvöldum. Ekki er að efa það að öll ríkisstjórnin og þar með kommúnistar standa á bak við þessa nýju beiðni ríkisstjórnar- innar um aðstoð hjá Bandaríkja- stjórn. Móðgun við íslenzka æsku f Þjóðviljanum í gær er stór fyrirsögn sem hljóðar þannig: „Okkar stefna er stefna hvers frjálshuga æskumanns". Er sagt í upphafi greinarinnar að þessi orð standi í ávarpi æskulýðsfylk- ingarinnar, sem gcfin var út á stofnþingi hennar. Nokkuð er um liðið síðan æskulýðsfylking- in, eða ungmennafélagsskapur kommúnista, var stofnaður, en þessi orð voru þá þegar ekki í / neinu gildi og eru það sízt af öllu nú. Stefna kommúnista get- ur ekki verið stefna frjálshuga æskumanns. Sá flokkur sem mælir bót og beinlínis leggur sig niður við að verja kúgun æsku- manna í mörgum löndum getur ekki kennt sig við frjálshuga æsku og talið að sín stefna sé hennar stefna. f löndum komm- únista eru milljónir af æsku- mönnum kúgaðir og vafalaust þola þeir kúgunina enn verr ea aðrir. Þegar kommúnistar segja að stefna þeirra sé „stefna hvers frjálshuga æskumanns“, er það móðgun við íslenzka æsku. Fölsk umhyPína 4 1 forystugrein Þjóðviljans f gær er verið að leggja Alþýðu- flokknum lífsreglurnar og sagt, að ef hann haldi áfram starfsemi sinni á einn eða annan veg, sem Þjóðviljanum ekki líkar og nán- ar er tiltekið, þá sé hætta á að flokkurinn „leysist upp“. Það má segja, að annað eins og þetta sé fölsk umhyggja, því hvað hefur verið markmið kommúnista gagn vart Alþýðuflokknum á undan- förnum árum, annað en að hann einmitt „leysist upp“. Kommún- istar hafa róið að því öllum ár- um að eyðileggja Alþýðuflokk- inn og það er óneitanlegt að þeim hefur orðið betur ágengt en AI- þýðuflokknum er hollt. Þeir hafa tvisvar sinnum bitið stórar sneiðar út úr Alþýðuflokknum. Sú blóðtaka, sem Alþýðuflokkur- inn hefur orðið fyrir af völdum kommúnista og undirróðursstarf- semi þeirra, hefur gert flokkinn svo fölan á lit, eins og hann er nú. 1 öllum löndum telja komm- únistar jafnaðarmenn sina verstu óvini og keppinauta. Eins er því farið hér. Kommúnistar í öllum löndum reyna eftir megni að eyðileggja jafnaðarmannaflokk- ana og hafa þau átök farið á ýmsa vegu. s *

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.