Morgunblaðið - 07.11.1958, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 07.11.1958, Qupperneq 10
10 MORGVHnr. 4 ÐIÐ Föstudagur 7. nóv. 1958 .iutiMiifrifr Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480 Askriftargjald kr 35.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 2.00 eintakið. SPILABORG BLEKKINGANNA ER HRUNIN TIL GRUNNA FYRIR kosningarnar sumar- ið 1956 dreifði Hræðslu- bandalagið, þ. e. banda- lag Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins um að brjóta kosningalög og stjórnarskrána,út svokallaðri „stefnuskrá umbóta- flokkanna" um land allt. Hverj- um einasta kjósanda var sendur pési með rauðlitaðri fyrirsögn á forsíðu, sem hafði inni að halda loforð þessara flokka um það, sem þeir myndu gera, ef þeir fengju völdin að kosningunum loknum. Þessi stefnuskrá hófst á stjórn- málayfirlýsingu Hræðslubanda- lagsflokkanna. Er einkar fróð- legt að rifja nú upp örfá atriði hennar. „Nú vetrður að brjóta í blað“ Hér verða aðeins rakin nokk- ur atriði hinnar almennu yfir- lýsingar Hræðslubandalagsins. í stjórnmálayfirlýsingu hennar seg ir m.a. á þessa leið: „Nú verður að brjota í blað í ís- lenzkum stjórnmálum. Ef ekki verður gripið fast í taumana, mun skapast algert öngþveiti í efnahags- og fjármálalífi þjóðar- innar. Af því hlytist stöðvun framkvæmda, atvinnuleysi og upplausn, sem reynast mundi gróðamönnum og einræðissinnum hinn bezti jarðvegur fyrir stefnu sína. Þess vegna ber nú brýna nauð- syn til þess að tekin sé upp ný stefna í efnahagsmálum þjóðar- innar. Um hana eiga allir frjáls- lyndir umbótarmenn að samein- ast“. Þær þúsundir íslendinga sem hafa „stefnuskrá umbótafíokk- anna“ í höndum geta borið þessi fyrirheit saman við efndirnar. Þá verður það þegar ljóst, að þetta plagg er marklausasta stefnuskrá, sem nokkur stjórnmálaflokkur eða stjórnmálasamtök á íslandi hafa nokkru sinni gefið út. Málefnasamningur Hræðslubandalagsins Þegar lokið er stjórnmálayfir- lýsingu stefnuskrárinnar kemur yfirlýsing um „grundvallaratriði" þess málefnasamnings, sem Al- þýðuflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn gerðu með sér fyrir kosninga. • • Fyrsta atriði þessa málefna- samnings er að samstarf skuli komið á milli væntanlegrar ríkis- stjórnar þessara flokka og sam- taka verkalýðs og iaunþega, bænda og annarra framleiðenda um meginatriði kaupgjalds og verðlagsmála. Megintakmarkið með þessu samstarfi skal vera að koma á „heilbrigðu fjármála- kerfi.“ Þetta grundvallaratriði mál- efnasamningsins efndu Hræðslu- bandalagsflokkarnir þannig, að þeir tóku kommúista með sér í ríkisstjórn, þvert ofan í svardaga sína um það, að með þeim skyldi aldrei unnið. Þeir hafa í öðru lagi efnt þetta giunavallaratriði UTAN UR HEIMI Vid hvaö voru l>eir hræddir? Eftir Edward Crankshaw málefnasamningsins þannig, að fullkomin upplausn, gengishrun og þjóðgjaldþrot vofir yfir. Annað grundvallaratriði mál- efnasamningsins er, að tekið skuli upp „eftirlit með öllu verðlagi í landinu", að sjálfsögðu í þeim til gangi að halda verðlaginu niðri og tryggja kaupmátt launa. Efndir: Stórfelldari verðlags hækkanir og verðbólgukapphlaup en nokkru sinni fyrr. Verzlunar- álagning var að vísu lækkuð í bili, en hefur verið hækkuð aftur eftir að Samband íslenzkra sam- vinnufélaga og kaupfélögin kröfð ust þess, að sýnt var að verzlun varð ekki rekin með hinum nýju verðlagsákvæðum. Þriðja grundvallaratriðið var að tryggja hallalausan ríkisbú- skap. Efndir: Stórfelldur hallarekst- ur hjá ríkinu. Allt svikið Fjórða grundvallaratriðið var um, að bankakerfið skyldi end- urskoðað „meðal annars með það fyrir augum að hindra pólitíska misnotkun bankanna. Fjármagni bankanna skyldi beina „að fram- leiðslu atvinnuvegunum og öðr- um þjóðnýtum framkvæmdum“. Efndir: Nýr banki stofnaður og nokkrir Alþýðuflokksmenn.Fram sóknarmenn og kommúnistar skipaðir í bankaráðs- og banka- stjórastöður. Aldrei meiri skortur en nú á fjármaghi i þágu „Fam- leiðslu atvinnuveganna og ann- arra þjóðnýtra framkvæmda" Fimmta grundvallaratriðið: „Starfsræksla fyrirtækja, er vinna úr sjávarafla landsmanna skal endurskipulögð með löggjöf í því skyni að sjómönnum og út- vegsmönnum verði tryggt sann- virði aflans.“ Efndir: Ekki sýndur litur á a"í efna þetta fyrirheit og engin lög- gjöf sett í þessa átt. Sjötta grundvallaratriðið: „Út- flutningsverzlun með sjávaraf- urðir skal endurskipulögð með löggjöf í því skyni, að markaðs- skilyrði nýtist sem bezt og sjó- mönnum og útvegsmönnum verði tryggt rétt verð“. Efndir: Engin skiplagsbreyting gerð á útflutningsverzlun með sjávarafurðir, en löggjöf sett um stjórnskipaða nefnd, sem hafi yf- irstjórn þessara mála. Nefndin skipuð ári eftir að lögin voru sett og í hana settir þrír skrifstofu- menn, sem hvorki hafa nokkra reynslu né heldur vit á útflutn- ingsverzlun með sjávarafurðir. Sjöunda grundvallaratriðið: „Þjóðhagsáætlun skal samin ár- lega“. Efndir: Engin þjóðhagsáætlun samin og hvergi örlar á viðleitni til þess að efna þetta síðasta grundvallaratriði í málaefna- samningi Hræðslubandalagsins. Að sinni verður stefnuyfirlýs- ing Hræðslubandalgsins ekki rædd nánar. En það fólk, sem hef ur hana með höndum ætti að lesa hana gaumgæfilega einmitt nú Því mun þá áreiðanlega verða það ljóst, að spilaborg hinna miklu blekkinga Hræðslubanda- lagsins er hrunin til grunna. RUSSNESKUR rithöfundur hef- ur haldið fram rétti sínum til að hegða sér eins og einstakling- ur. Starfsfélagar hans hafa lýst því, að enginn slíkur réttur sé til og þeir refsa honum fyrir of- dirfsku hans. Þetta er kjarni Pasternak-málsins. Við erum blindir af reiði, réttmætri og æskilegri reiði, sem e. t. v. getur áorkað einhverju. En reiðin er ekki naagileg. Við verðum að reyna að gera okkur betur grein fyrir því, sem gerzt hefur í Moskvu. Og, ef við getum það, munum við komast að raun urn, að boðskapur Zivagos læknis var ætlaður okkur öllum. ★ „Mikill skynsamur og athugull maður gekk fram hjá þessum stóra, ömurlega og gráa hópi. Hann horfði á alla þessa vesældar legu samlanda sína — og hann sagði, með daufu brosi, ljúfri en djúpri og ásakandi röddu, með angistarsvip og kvalinn í hjarta sínu: Líf ykkar er bágt, vinir m:nir. Slíkt líf er til skammar. Þetta eru lokaorð hinna dá- samlegu minninga Gorkis um Chekov. Og síðustu dagana hafa af smáfugli, en reita síðan af hon- um fjaðrirnar úr því að fuglinn getur ekki flogið. Við verðum að skyggnast dýpra en stjórnmálamennirnir, eins og Chekov gerði fyrir 50 árum. Hann fyrirleit einræðið. En hann réðist ekki beint gegn því. Hann beindi máli sínu til mannsins sjálfs. Svo var það Pasternak, sem ritaði hina rismiklu skáldsögu sína til þess m. a. að segja: „Líf ykkar er bágt, vinir mín- ir. Slíkt líf er til skammar. Ég hugsa -til þeirra manna og kvenna, sem gerðu þennan mikla mann útlægan úr samtökum sín- um, sviptu hann nafnbótinni Sovét-höfundur, bönnuðu honum að vinna fyrir daglegu brauði með ritstörfum. Ég sé þá fyrir mér — I löngum fylkingum, kunnug andlit: Margu þeirra hef ég hitt og rætt við, einn eða tveir eru persónulegir kunningjar mínir. Sumir eru jafngóðir menn og þú finnur hvar sem er. Margir þjást á dögum Stalins, stundum báru þeir menn, sem vita allt um Paster- ak og allt um kúgunarnvald flokksins á sviði listanna. Hvers vegna greiddu þeir líka atkvæði? „Stundnum," svo að ég vitni aft- ur í Gorki um Chekov," heyrist skothvellur frá gráleitri þvög- uni: Ivan eða Treplev hefur séð hvað honum ber að gera og hann hefur svipt sig lífi“. Enginn skaut sig á þessum fundi rithöfunda- samtakanna. Allir greiddu at- kvæði á sama veg. Við hvað voru þeir hræddir? Hræddir um, að það mundi frétt- ast? Ég held, að þeir séu ekki hræddir við Síberíu lengur. Sem samstæð heild búa þeir yfir ógur- legu afli. Það er að vísu hægt að beita þá og fjölskyldur þeirra þvingunum og meiðingum. En þeir eru ríkisstjórninni of mikil- vægir til þess að hún gereyði þeim. Jafnvel þótt þeim finnist, eins og sumum finnst e. t. v., að ákvörðun sænsku akademíunnar hafi miðazt að því að auka „kalda stríðið“. Jafnvel þótt þeim finnd- ist, að Sholokhov eða I.eonov hefði frekar verðskuldað Nobels verðlaunin en Pasternak; jafnvel þótt þeim finnist Pasternak hafa hlaupizt undan merkjum með því að þakka verðlaunin og ætla sér að taka við þeim — þrátt fyrir allt þetta: Hvernig gátu þeir feng ið sig til þess að reka góðan mann út í óbyggðir, fordæma samstarfs mann (sem þeir vissu allir að er snillingur)? Hvernig gátu þeir rekið hann út í yztu myrkur — og skipað sér í flokk með úr- hrökum á borð við Zaslavsky og Semichastnys? Ástæðan getur aðeins verið ein: I sálardjúpi sínu trúa þeir því líka, að ekki sé til neitt, sem heiti einstakling- ur — að einhver töframáttur í þjóðfélaginu hefur það yfir ein- staklingana, sem skapa það. Og meðan þeir trtúa þessu, verður alltaf til Krúsjeff. Boris Pasternak þessi orð komið aftur og aítur upp í huga minum, þegar ég minntist örlaga þess manns, sem að mínum dómi er mesta skáld Rússa síðan Chekov leið. Ég hugsaði alls ekki til þeirra manna, sem taldir eru stjórna Ráðstjórnarríkjunum, til Krús- jeffs, flokksstarfseminar, hinnar dapurlegu og ófrjóu framkvæmd- ar Ráðstjórnarvaldsins. ★ í Rússlandi hefur verið eins konar einveldisstjórn í margar aldir. Og þessi stjórn verður þar líka um ókomin ár. Krúsjeff gerir sitt bezta til þess í hlutverki sínu sem nýr keisari. Hann veit. að undir stjórn Stalins lamaðist allt andlegt atgervi landsmanna nema á ákveðnum sviðum — og þetta er honum ekki að öllu leyti að skapi: Andann verður að leysa úr fjötrunum, en jafnframt verður að halda honum í skefj- um. Þetta vill ekki takast — og hefur aldrei tekizt. En það hindr- ar ekki — og mun aldrei hindra rússneskt einræðisvald frá því reyna að láta það takast. Tilfinn- ingar okkar gagnvart Krúsjeff hvað þessu viðvíkur eru líkast því sem okkur væri innan brjóst, ef við sæjum barn skera vængi hlekki sína með tign. Þegar Stalin lézt flýttu þeir sér nær allir að láta í ljós skoðanir sínar á að- búnaði listarinnar í Rússlandi, sumir voru ómyrkir í máli — og meira en það. Og aðrir voru nógu hugrakkir til þess að bjóða á- gangi flokksins byrginn, en þeir sáu, að þíðviðrið stóð ekki lengi — og strax tók að sortna aftur í álinn. Og þannig gekk þar til sl. sumar, er Krúsjeff talaði til þeirra persónulega, lokkaði þá, stældi við þá — og ógnaði þeim ekki sjaldnar enn þrisvar. Samt sem áður greiddu allir atkvæði með brottrekstri Pasteraks úr samtökum þeirra, eða, enda þótt svo hefði ekki verið — létu óátal- ið, að tilkynnt var, að hann hefði verið rekinn með samhljóða at- kvæðum. Hvers vegnan? ★ Ég ræði ekki um þá fáu, sem eru samvaxir skipulaginu, ekki um þá, sem eru falir — né hina, sem öfundin í garð afburðar- mannsins hefur borið ofurliði. þeirra líkar eru til í öllum lönnd- um — enda þótt slíkir menn njóti ekki verndar ríkisvaldsins. Ég tala aðeins um góða menn, hjartagóða menn, sem einnig eru í hópi fremstu rithöfuda — + KVIKMYNDIR * Stjörnubíó: Tiu hetjur. Á STRÍÐSÁRUNUM unnu her- mennirnir margir hetjudáðir, sem fáar sögur hafa farið af. Ein- staklingar og flokkar tóku að sér árásarferðir á hendur óvinunum, sem voru svo hættulegar og djarf ar, að mestar líkur voru fyrir því að þessir menn kæmu aldrei aftur úr slíkum leiðöngrum. Ameríska kvikmyndin „Tíu hetjur“, segir frá einum slíkum leiðangri. Fá- mennur flokkur enskra her- manna, undir stjórn Stingers majors, fer á húðkeipum inn á höfnina í Bordeaux á Frakklandi, þar sem mörg herskip Þjóðverja liggja, og festa við skipin í húmi næturinnar, segulsprengjum. — Nokkrir drukknuðu á leiðinni, aðrir voru handsamaðir eftir að hafa unnið verk sitt og síðan skotnir, en aðeins tveir komust af. En tilganginum var náð. Her- skipin sprungu í loft upp um það leyti, sem hetjurnar voru skotnar. Það er geysimikil spenna í mynd þessari og hún er afbragðs vel gerð og leikin, enda fara þarna með aðalhlutverk þeir Pose Ferrer, er leikur Stinger major (og hefur einnig annast leik- stjórnina) og Trevor Howard, er leikur Thompson kaptein. Ev leik ur þeirra og reyndar fleiri, af- burðagóður. — En myndin er auk þessa bráðfyndin á köflum, full góðri enskri kímni. Ego.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.