Morgunblaðið - 07.11.1958, Side 12

Morgunblaðið - 07.11.1958, Side 12
12 MORGUNHL4ÐIÐ Föstudagur 7. nðv. 1958 Afgreiðslusfúlka óskast í vefnaðarvöruverzlun í úthverfi bæjarins. Herbergi nálægt vinnustað ef óskað er. Tilb. sendist í pósthólf 955. Nauðungarupphoð verður haldið í tollskýlinu á hafnarbakkanum hér í bænum föstudaginn 14. nóv. n.k. kl. 1,30 e.h. eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík o. fl. Seld verða alls konar húsgögn, skrifstofuáhöld, trésmíðavélar, gólfpússunarvél, ísskápar, skartgripir, fatnaður og vefnaðarvara, alls konar upptækar vörur og vörur til lúkningar aðflutningsgjöldum. Ennfremur verða seldir húsmunir, barnaleikföng, barnaföt, útistand- andi skuldir o. fl. tilheyrandi nokkrum dánar- og þrotabúum. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Keykjavík. f JT Arni Bjarni minning HINN 1. þ. m. lézt hér í bæ Árni Bjarni Hannesson, 18 ára að aldri. Hann var fæddur 4. okt. 1940, sonur hjónanna frú Hlífar Bjarnadóttur og Hannesar Árna- sonar póstbifreiðastjóra. Hann var elztur 5 sona þeirra hjóna og er, sem geta má nærri, þungur harmur kveðinn að þeim með láti þessa unga manns. Árni heit- inn var greindur vel og gáfaður, en tilfinninganæmur, með við- kvæma lund og hjarta, sem fann sárt til með öðrum, einkum þeim, sem bágt áttu og minni máttar. Dýravinur var hann mikill og einn þeirra, sem helzt ekkert aumt mátti sjá. Eins og títt er um greinda menn, sem slíka lund hafa, var æskan honum á ýmsan hátt erfið og baráttusöm. Viðkvæmt hjarta hans brá á ýmsa vegu við umhverfi og erfið- leikum, sem að sóttu, og ef til vill ekki alltaf á þann hátt, sem hentugast og affærasælast var fyrir hann sjálfan. Æskumenn, sem þannig eru, hafa ekki enn Hannesson Rinso-sápulöður er mýkra — gefur beztan árangur Milljónir kvenna um allan heim vita, að þær geta reitt sig á hið sápuríka Rinso. Rinso nær hvergi ögri af óhreinindum úr grómteknustu fötum. Rinso fer svo vel með þvottinn, þvær lýtalaust og fötin verða sem nú fer vel með hendumar Það er af því, að hið freyðandi Rinso-löður er sérstaklega sápuríkt, — þetta mjúka löður skilar þvottinum tandur hreinum hvað eftir annað. Rinso hið s&puríka er sérstaklega hentugt, þegar þvegið er i þvottavélum. RINSO þvær lýtalaust — og kostar yður minna! fierzt svo sem skyldi og síðar verður nauðsynlegt í lifsbarátt- unni. Árni heitinn stóð í þeirri baráttu, er hann féll frá, svo mjög fyrir aldur fram. Hann virtist á undanförnum mánuðum vera að eignast meira af þeim þroska og baráttuþreki, sem við- kvæmur maður öðlast að æsku- árum loknum. Undanfarna vetur hafði hann stundað nám við Menntaskólann í Reykjavík, en í sumar og vetur hafði hann unnið daglaunavinnu og hugðist gera það til áramóta, en lesa því næst undir 5. bekk utanskóla síðari- hluta vetrar. Við vinir hans glöddumst yfir þeirri ætlun hans og einbeitta vilja, því að gáfur hafði hann góðar og var á sínum rétta stað í námi, ef hann gat óhindraður gefið sig að því, en nú er hann horfinn af sjónar- sviðinu, rétt í þann mund, er hefjast skyldi handa og undir- búningur að ævistarfi hafinn með nýjum dug. Um stuttan tíma dvaldist Árni á heimili okkar hjóna og varð hann okkur einkar kær sakir ljúfmennsku sinnar og glaðværð- ar. Vér, vinir foreldra hans og hans, erum þungum harmi slegn- ir við skyndilega brottför hans. Hryggðin verður enn sárari er við minnumst viðkvæmrar lund- ar hans, sem þjáðist oft í bar- áttu, sem vafalaust var miklu erfiðari og sárari honum en oss grunaði. Við hugsum með sökn- uði til unglings, sem bar í barmi góðviljað og gíaðlynt hjarta — var reglulega góður drengur í sér, eins og sagt er í daglegu tali. Við blessum minningu hans og sendum foreldrum hans og nánustu ástvinum hans hlýjar og einlægar samúðarkveðjur og biðj um Guð að styrkja þau á erfið- leikastundu og blessa framtíðina og minningu látins sonar. G. Þ. ★ Hve örstutt er bil milli blíðu og éls og brug*” -'r lánið frá m<- elds. HVE i um við ekki til vanmáti^- oKkar mannanna barna, er við skyndilega og al- gjörlega óvænt heyrum, að ung- ur maður í blóma lífs sins og sem var í fullu fjöri fyrir stundu er hrifinn burt frá ástvinum og kunningjum. Við skiljum ekki þá vizku hins almáttuga Guðs, getum ekki trúað að hann hefði þurft að haga atvikum svo, að einmitt ungur maður og gáfaður sé kallaður burt. En við htljótum að sætta okkur viff, aff vegir Guðs eru órannsakanlegir. Þess- ar hugsanir flugu gegnum hug mér, er ég heyrði óvænt lát ungs vinar, Árna Bjarna Hannessonar. Ég hafði hitt hann glaðan og hressan nokkrum dögum áður en hin óvænta fregn barst mér. Árni Bjarni var fæddur 4. október 1940, en lézt hinn 1. nóv. sl. Ég man hann sem lítið barn á hné móður sinnar, efnilegan og skýran, kátan og fjörugan. Ég fylgdist með honum á bernsku- árunum, sem óvenju greindu barni. Alltaf var hann með hin- um allra hæstu eða hæstur í barnaskólanum og virtist eiga óvenju létt með allt nám. Hann var blíður og góður og vildi allt fyrir alla gera. Sérstaklega kom þó blíða hans fram við dýrin og alla þá, sem minni máttar voru og hjúkraði hann þar og hjálp- aði eftir mætti. Ég fylgdist með honum vaxa úr grasi og verða ungan æskumann, ótrauðan í námi sínu, fyrst í gagnfræða- skóla og síðan í menntaskóla. Hann var dulur að eðlisfari og fáir gátu skyggnzt í innstu sál- arfylgsn hans, en þó fann ég, að þar brauzt um ungur eldmóður. Þar var glímt við hinar torfáðnu gátur lífsins, gátur um tilkomu þess og tilgang og þar var smátt og smátt að mótast lífsviðhorf ungs manns. Við hjónin dvöldum með Árna Bjarna og fjölskyldu hans um tíma á þessu æviskeiði hans og kynntist ég honum e. t. v. nánar en margir aðrir kunningjar hans. Ég fann þá glöggt, að hið blíffa barnseðli hans var enn ríkasti þátturinn í skaphöfn hans, og mátti hann enn ekkert aumt sjá. Nú er Arni Bjarni skyndilega horfinn sjónum okkar, sem eftir lifum, en við vitum, að hann bíður handan hins skynjanlega heims. Mikill harmur er nú kveðinn að foreldrum hins látna og bræðrum hans; foreldrum, sem sköpuðu börnum sínum fjrrir- myndarheimili og væntu mikils af hinum efnilega syni. Guð gefi þeim styrk til að sætta sig við dóm hins almáttka föður. Kristján Sigurðsson. BamafæSan „Baby O. K.“ inni heldur fjörefni og steinaefni I réttu hlutfalli •— og er fram- leidd af vísindalegri nákvæmni Baby O. K. nr. I er fyrir jörn frá 0—6 mánaða. Baby O. K. nr. 6 er fyrir börn frá 6 mán. til 4 ára aldurs, og er jafnframt ágæt „di- æt“ fæða. — PILTAR y ' : éí’ jwjí ffq/í úmisíúni /j^/ piif .ég hrincjíhð. /f//: > tyrfon tis/7K/n/or>\ \4>.tjterr*rr/ 8, \ Simi 15300 Ægisgotu 4 Nýkomnar loftpressur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.