Morgunblaðið - 07.11.1958, Side 20

Morgunblaðið - 07.11.1958, Side 20
V EÐRIÐ V-stinningskaldi. — Skúrir. Hiti 1—3 stig. Ptrpittfrlto 255. tbl. — Föstudagur 7. nóvember 1958 Járntjaldsríkin Sjá grein Stevensons á bls. 8. Andvirði togaranna 15 ekki innifalið í 6 milljón dollara bónbjargaláninu Washington-ferð Vilhjálms Þórs ekki véfengd ÖLL stjórnarblöðin játa með þögn sinni í gær, að frásögn Morgunblaðsins í fyrradag af hinni nýju bón- bjargaför Vilhjálms Þórs til utanríkisráðherra Banda ríkjanna er sönn. Erindi Vilhjálms í Washington nú er að fá á vegum utanríkis- ráðuneytisins þar 6 millj. dollara að láni. Með því verði, sem dollararnir yrðu seldir á íslandi jafngildir það nær 160 milljónum ís- lenzkra króna. j Ef bónbjargaferðin ber til- setlaðan árangur bætist enn við skuldirnar, sem V-stjórnin hef- ur stofnað til erlendis. Við fjár- lagaumræðuna upplýstist, að þær samsvöruðu áður með geng- inu fyrir bjargráð 618,5 millj. króna. Ef 160 milljónir bætast við verða þetta 775—780 millj. íslenzkra króna. ! Ef marka má ummæli Lúð- víks Jósefssonar á Alþingi í fyrradag nær þessi geipi-upp- hæð þó ekki til lánanna í togar- ana 15, sem hann sagði Vilhjálm Þór hafa verið að leita eftir að undanförnu. Lúðvík talaði raun- ar eftir getu á sem mestri huldu, en hann gat einungis um tilraun- ir til lánaútvegana í þessu skyni í Vestur-Þýzkalandi, Hollandi og Belgíu, auk Bretlands, sem hann sagði vera úr sögunni. Banda- ríkin nefndi hann alls ekki. Tog- aralánið þarf eflaust að verða sem svarar 100—200 millj. kr. Sá „smá“-skildingur er eftir frásögn Lúðvíks fyrir utan 6 milljón-dollara bónbjarga-lánið. V-stjórnin hefur ekki sóma- tilfinningu til að gera Alþingi og landslýðnum grein fyrir öllu þessu lántökubraski. Menn verða því nokkuð að geta sér til um fyrirætlanir stjórnaririnar eftir þeim takmörkuðu heimildum, sem síast út úr stjórnarherbúð- unum. Víst er að skuldaaukning- in verður nú æ ískyggilegri og er fróðlegt að bera hana saman við það, að á nær þriggja ára valda- tíma stjórnar Ólafs Thors 1953 —1956 jukust opinberar skuldir erlendis einungis um 130 míllj. króna. Geislun ryks í andrúms- loftinu hefir aukizt mjög hér á landi eftir kjarnorkutilraunir Rússa fyrir norðan heimskautshaug FYRIR rösklega mánuði var hér byrjað að gera mælingar á geisl- un ryks í loftinu, en slíkar mæl- ingar eru framkvæmdar út um heim allan. Um þessar mundir er geislun ryks í loftinu yfir landinu mikil eins og komið hefur fram við mælingar í öðrum löndum og stafar þessi óvenju- lega geislun frá kjarnorku- sprengjutilraunum Rússa fyrir norðan heimskautabaug í byrjun októbermánaðar. Mælingar þessar eru fram- kvæmdar á vegum Eðlifræði- stofnunar Háskólans sem próf- essor Þorbjörn Sigurgeirsson veitir forstöðu. Þessar rannsókn- ir eru þannig framkvæmdar, að uppi á Rjúpnahæð, er lofti dælt í gegnum þar til gerðan síu- pappír, en síðan er farið með hann suður I rannsóknarstofu prófessors Þorbjörns í háskólan- um. Þar er síupappírinn settur w 4 Nýstárleg kvöldvaka Hringsins 1 KVÖLD kl. 8,30 efnir Hringur- inn til kvöldvöku í Sjálfstæðis- húsinu til ágóða fyrir barnaspít- alasjóð. Eins og kunnugt er, vinna kvenfélagskonur ötlulega að því að koma upp nýjum barnaspítala og þarf til þess mik- ið fjármagn eins og gefur að skilja. Undanfarið hefur verið unnið að því að reisa viðbótar- byggingu við Landsspítalann og er ráðgert að hluti af henni verði tekinn undir nýjan barnaspítala. Starfsemi kvenfélags Hrings- ins hefur ávallt mætt miklum skilningi og velvild bæjarbúa, enda kunna þeir að meta það starf sem unnið er. Mikil nauð- syn er á því, að nægilega stórum og fullkomnum barnaspítala verði komið upp í höfuðstaðn- um hið fyrsta. Vetrarstarfsemi Hringsins hefst að þessu sinni með fjölbreyttri kvöldvöku, sem konurnar hafa vandað vel til. Þar verður m.a. tízkusýning og verða sýndir kven kjólar frá ýmsum tímum, en um leið syngur Sigríður Hannesdótt- ir o.fl. gamanvísur um hvern kjól og hafa vísurnar verið samdar sérstaklega að þessu tilefni. Gamall og góðkunnur borgari Hefir ekki landað I hér áður í SAMBANDI við löndun togar- 1 ans „Luna“ hér sl. þriðjudag gætti þess misskilnings í frásögn blaðsins, að togarinn hefði landað ; hér áður. Það hefur hann ekki gert, þótt hann hafi komið hing- að fyrr. Togarinn hafði hreppt slæmt veður og lá afli hans undir 1 skemmdum. Frá tízkusýningunni Reykjavíkur syngur einnig gam- anvísur. Síðan verður frumsýnd- ur nýr íslenzkur gamanþáttur, eftir kunna höfunda, þá verða inn í geigerteljara og þar fer fram mæling á geislainnihaldi ryksins úr andrúmsloftinu sem í síupappírnum situr, en það er svo fínt að það kemur ekki fram nema í beztu smásjám. Það eru svonefndir Betageisl- ar, sem eru elektrónur, sem geigerteljari telur. Þegar byrjað var á þessum mælingum í októ- berbyrjun, var geislamagnið í rykinu, sem er venjulega mjög lágt, ekki mikið. Kringum 18. október fór geislamagnið að auk- ast hér. Kemur það einnig heim við mælingar í nágrannalöndun- um, er tilkynnt hafa vaxandi geislainnihald ryksins og sé það samkvæmt síðustu fréttum um 10 sinnum meira en undir venju legum kringumstæðum. Sú tala er svipuð því sem hér hefir mælzt síðustu dagana. Prófessor Þorbjörn Sigurgeirs son skýrði tíðindamanni Mbl. frá þessum mælingum í gær. Gat hann þess, að jafnvel þó geislun ryksins í andrúmsloftinu hafi aukizt svo mikið sem raun ber vitni, þá sé ekki nein hætta á ferðum fyrir heilsu fólks. Þá gat próf. Þorbjörn þess, að um síðustu áramót hefði Veður- stofan byrjað að taka sýnishorn af regnvatni fysir hann einnig með tilliti til geislamælinga á því, þegar aðstæður eru til þess að hefja kerfisbundnar mælingar á því. Páll Theódórsson eðlisfræð ingur, annast mælingar þessar. Einnig kvaðst prófessor Þor- vera tilbúinn að hefja mælingar á strontium, en til þess þyrfti að koma á samstarfi við atvinnu deildina um efnagreiningu. Vilhjálmur Finsen Haustmót í Vestmannaej jum S.U.S. og F.U.S. í Vestmannaeyj- um efna til haustmóts þar annað kvöld. Jóhann Hafstein, alþingis- maöur, flytur ræðu á mótinu, og auk þess verður flutt stutt ávarp. Guðmundur Guðjónsson syng- ur einsöng og Hjálmar Gíslason syngur gamanvísur. Undirleik annast Guðjón Pálsson. Að lok- um verður stiginn dans. AKRANESI, 6. nóv. — Slátrun stóð yfir á sjöundu viku í haust í sláturhúsi Sláturfélags Suður- lands að Hurðabaki í Reykholts- dal. Var alls slátrað tæplega 15,000 fjár, hátt á þriðja hundrað hrossum og 50 kúm. Kroppþungi dilka reydnist tæplega í meðal lagi og telja margir að það stafi af hinum sífelldu þurrkum í sum- ar og harðindum, sem héldust fram eftir öllu vori. Vilhj. Finsen gefur Blaða- mannafél. ísl. stórgjöf skömmu afhenti Vilhjálmur Finsen fyrrverandi sendiherra og ritstjóri stjórn Blaðamannafélags Islands 25 þúsund kr. gjöf til Menningarsjóðs félagsins. — Skal þessi upphæð lögð í sérstak- an sjóð, er beri heitið „Blaðamannasjóður Vilhjálms Finsen“. Arlegum vöxtum hans skal varið til styrktar íslenzkum blaða- manni til utanfarar til að kynnast erlendri blaðaútgáfu og blaða- mennsku. — Stjórn sjóðsins skulu skipa tveir menn úr stjórn Blaða- mannafélags íslands með aðal- ritstjóra Morgunblaðsins sem oddamann við úthlutun styrks úr sjóðnum. Styrkúthlutun fer fram árlega hinn 7. nóvember, á fæðingardegi gefanda, í fyrsta sinn 7. nóvember 1959. Með þessari höfðinglegu gjöf sendi Vilhjálmur Finsen hjartan- legar kveðjur til allra íslenzkra blaðamanna. Stjórnir Blaðamannafélags Is- lands og Menningarsjóðs félags- ins hafa sent Vilhjálmi Finsen innilegar þakkir fyrir gjöfina og þann hlýhug og ræktarsemi, sem bak við hana liggur. Mikið hókaval hjá Helga- felli fyrir jólin Stjórnmálanám- skeið á Sauðár- króki SAMBAND ungra Sjálfstæðis- manna og Víkingur, F.U.S. á Sauðárkróki efna til stjórnmála- námskeiðs á Sauðárkróki nú um helgina. Á námskeiðinu verða flutt erindi, málfuhdir haldnir og kvikmyndir sýndar. Nám- skeiðið hefst í kvöld kl. 8,30, og flytur Jón E. Ragnarsson erindi um ræðumennsku. Auk hans munu þeir Jónas Rafnar og Birg- ir ísl. Gunnarsson flytja erindi á námskciðinð. Öllum Sjálf- stæðismönnum er heimil þátt- taka á námskeiðihu. SPILAKVÖLD verður í Bifröst á laugardagskvöld og hefst kl. 8,30. Birgir ísl. Gunnarsson flytur ávarp, síðan verður spilað, og eftirhermur, tónlist og loks dans loks mun hljómsveit leika fyrir stiginn til kl. 2 eftir miðnætti. I dansi. BÓKAÚTGÁFAN Helgafell hef- ur allmargar bækur í undirbún- ingi nú fyrir jólin. Þegar er komið á markaðinn Kvæðasafn Magnúsar Ásgeirssonar. Þá er von á Skálholti Guðmundar Kambans í tveim bindum og Borg arættinni eftir Gunnar skáld Gunnarsson. Verður hún mynd- skreytt af Gunnari syni hans. Þórbergur Þórðarson sendir frá sér þriðja bindi sjálfsævisög- unnar og nefnir það Rökkur- óperuna. Þá kemur út annað bindið af ævisögu Halldórs Lax- ness eftir Peter Hallberg. Ragn- heiður Jónsdóttir sendir frá sér nýja skáldsögu, og sömuleiðis kemur út stór skáldsaga eftir óþekkta skáldkonu austan úr Lóni. Þesita er nokkuð af því, sem við gefum út eftir eldri höfunda, sagði Ragnar Jónsson við frétta- menn í fyrradag. Yngri höfundar. Fyrr á þessu ári gaf Helgafell út nokkrar bækur eftir yngri höf unda, og enn er von nokkurra bóka frá ungum höfundum. Á næstunni er von á skáldsögu eftir Jóhannes Helga og ljóðabókum eftir þrjú ung ljóðskáld, þá Sig- urð A. Magnússon, Jón frá Pálm- holti og Dag Sigurðsson. Þá er og von á síðara bindinu af Sól- eyjarsögu eftir Elías Mar. Þýtt og þjóðlegt. Enn ber að nefna bók eftir Ge.v’ r'rieg, um mann hennar Nordahl Grieg, sem kemur á markaðinn bráðlega. Sömuleiðis tvö síðustu bindin af þjóðsögum Sigfúsar frá Eyvindará. Þá mun Helgafell gefa út myndabók um Nínu Tryggvadóttur listmálara. Forlagið hefur einnig lagí í út- gáfu á sögu eftir Laxness í enskri þýðingu. Er það Ungfrúin góða og húsið (The Honour of the House) í þýðingu Kenneths Chap manns, en henni fylgir grein um skáldið eftir Kristján Karlsson. Barnabækur Af barnabókum Helgafells nú fyrir jólin má nefna nýja útgáfu af Krakkar mínir komið þið sæl, eftir Þorstein Ö. Stephensen með myndum eftir Halldór Pétursson ag Dýrasögur Þorgils gjallanda, með teikningum eftir Kjartan Guðjónsson. kvöhl verður haldið n. k. m.„. .xudag á vegum Ferðadeildar Heimdall- ar. Þeir Heimdellingar, sem hafa hug á því að taka þátt í skemmt- uninni vinsamlegast hafi sam- band við skrifstofu félagsins í Valhöll við Suðurgötu, sími 17102 ekki síðar en kl. 5 e. h. n. k. laugardag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.