Morgunblaðið - 13.11.1958, Page 9
FimmtiiVlaeur 13. nóv. 1958
mOKClTSBLAÐlb
9
75 ára i dag:
Péfur Magnússon frá Eyri
EINN af hinum gömlu og góðu
Kjósverjum er 75 ára í dag, eins
og yfirskriftin bendir til. Hann
er fæddur að Laxárnesi í Kjós,
13. nóvember 1883. Voru for-
eldrar hans hjónin Ingileif Jör-
undsdóttir og Magnús Jónsson.
Bjuggu þau í Laxárnesi, þar til I
þau fluttu að Eyrarkoti (nú Eyri)
árið 1908. Pétur vandist snemma
algengri sveitavinnu, enda lið-
tækur í bezta lagi. Var hann
kappsfullur við verk, og sparaði
sig hvergi.
Magnús faðir hans fór til sjós
á vertíðum, eins og þá var al-
gengt um sveitamenn, er þeir
höfðu náð nokkrum þroska.
Voru þeir lengi á sjó saman,
Guðmundur á Valdastöðum og
Magnús. Héldu þeir þá til í
Kláþparholti á Vatnsleysuströnd.
Voru þeir tveir á 4 manna fari.
Farnaðist þeim vel, enda sam-
Magnús Vernharðs■
son sextugur
SEXTUGUR er í dag, Magnús
Vernharðsson, starfsmaður hjá
Eimskipafélagi fslands h.f. Magn-
ús er maður kyngöfugur í alla
ættiiðu og þó öllu framar í föð-
urætt. Standa að honum þeim
megin fræðimenn miklir og fyr-
irhyggjumenn, búmenn góðir og
auðmenn; er fólk flest fastlynt,
stórbrotið um skapsmuni, fas og
framkvæmdir allar, ótrautt til
fjárafla og fjárgæzlu, en þó við
rausn og höfðingskap jafnan.
Hefir Magnús erft í ríkum mæli
flesta þessa kosti ættar sinnar.
Magnús hefir alla tíð verið ein-
dreginn fylgismaður sjálfstæðis-
stefnunnar, og því hafa stefn-
ur eins og sósialismi og sam-
vinnuhreyfingin, — ef stefnur
skyldi kalla, — ekki átt upp á
pallborðið hjá honum.
Þrátt fyrir sextugsaldurinn er
Magnús enn hinn sprækasti, svo
að vel gætu þess vegna birzt af
honum trúlofunarfregnir í blöð-
unum þessa dagana, ef eigi væri
hann frábitinn öllu slíku. Magnús
hefir alla ævi mjög haft yndi af
ferðalögum, bæði utanlands og
innan, enda gerzt svo víðförull
um sína daga að slíks eru fá
dæmi um íslending. í dag mun
Magnús enn leggja land undir
fót og verða fjarverandi úr bæn
um. Vinir hans og kunningjar
árna honum eigi að síður allra
heilla vegna þessa merkisdags í
lífi hans. — Vinur.
Sex nýjar brýr
í f jórum sýslum
AKRANESI, 11. nóv. — í vor og
sumar hefur Kristleifur Jóhann-
esson frá Sturlureykjum, eins og
undanfarin ár, unnið að brúar-
smíði. Hann hefur haft 10 til
menn í þjónustu sinni, eftir
þörfum á hverjum stað. Smíðað-
ar hafa verið 6 brýr í 4 sýslum.
Fyrsta brúin var byggð yfir
Geirsá í Reykholtsdal, 14 m löng,
önnur yfir Kaldá hjá Húsafelli
í Hálsasveit, 14 m., sú þriðja yfir
Þverá í Norðurárdal, hjá Her-
mundarstöðum, 13 m. löng, og sú
fjórða og lengsta þessara brúa
yfir Kaldá hjá Snorrastöðum í
Kolbeinsstaðahreppi í Snæfells-
nessýslu, og er hún 30 m. að
lengd. Fimmta brúin var byggð
yfir á Fellsströnd, nálægt Litlu-
tungu, 15 m. löng og sú sjötta
yfir ána Skraumu í Hörðudal,
báðar í Dölum. Hún er 18 m.
löng og byggð yfir djúp gljúfur,
svo að 15 m. eru frá brúnni niður
að vatnsborði Skraúmu. Búizt er
við, að brúarsmíðinni yfir
Skraumu ljúki í þessari viku.
— Oddur.
hentir mjög og báðir hinir mestu
dugnaðarmenn. Var Magnús sér-
staklega hneigður fyrir ýmsan
veiðiskap. Hygg ég að slíkt hafi
einnig búið með Pétri, en hann
átti síður kost á að stunda hann,
sökum þess, að útróðrar lögðust
þá smám saman niður, þegar Pét-
ur hafði aldur til þess að fara á
sjó. Enda var nóg að starfa í
sveitinni, þar sem fólki fór þá
líka smáfækkandi, og því óhæg-
ara að fara að heiman.
Árið 1909 kvs^ntist Pétur Guð-
rúnu Ólafsdóttur frá Bæ, ágætri
og dugmikilli konu. Hófu þau
búskap að Eyri sama ár, en árið
1938 fluttust þau til Reykjavíkur.
Síðan Guðrún andaðist 1944, hefir
Pétur búið með dóttur sinni.
Meðan Pétur átti heima hér í
sveitinni, reyndist hann bezti
nágranni og hinn ágætasti starfs-
maður í málefnum sveitar sinnar.
Hann var mörg ár í stjórn Bræðra
félags Kjósarhrepps, og var þar,
sem annars staðar, traustur og
góður félagsmaður. Alllöngu áð-
ur en Pétur flutti til Reykjavík-
ur, hafði hann lært trésmíði, hjá
hinum dugmikla ágætismanni
Guðmundi Þórðarsyni frá Neðra-
Hálsi. Þá iðn hefir Pétur stundað
síðan hann flutti til Reykjavík-
ur. Vann hann lengi hjá Eyjó'lfi
Jóhannssyni framkvæmdastjóra.
Pétur er mikill iðjumaður, og
vinnur nú dag hvern við smíðar
sem ungur væri. Pétur á he.ima
á Nönnugötu 9 í Reykjavík og
býr þar með Ólafíu dóttur sinni,
sem fyrr segir. Annað barn þeirra
hjóna var Magnús, en hann dó
á bezta aldri. Var þá hálfnaður
með nám við háskólann í Stokk-
hólmi. Var hann talinn hinn mesti
efnismaður, sem miklar vonir
voru tengdar við.
Pétur er einn af þessum traustu
og góðu félögum, sem ávinningur
er að vera með, glaður og reifur
í vinahópi. Traustur og áreiðan-
legur í orðum og athöfnum. Pét-
ur er sannur Sjálfstæðismaður.
Og ég hygg að önnur sjónarmið
í stjórnmálum hafi ekki gripið
hug hans enn sem komið er.
Gamla og góða kynningu þakka
ég af heilum hug, og óska Pétri
heilla og blessunar, það sem
enn er ófarið. — St. G.
Sendill
Okkur vantar duglegan sendil.
Vátryggingafélagið hf.
Klapparstíg 26.
Stúlka óskast
til afgreiðslustarfar strax. Upplýsingar
kl. 2—4.
Austurbar
Sími 19611.
íbúB
Óska eftir að taka á leigu 2ja til 3ja herb. íbúð.
Uppl. á Skoda verkstæðinu sími 32881.
FiR KAUPANDI AÐ
3ja-4ra herb. íbúð
Otb. kr. 200 þús. Tilboð merkt: „lbúð — 7261“
sendist afgr. Mbl. fyrir föstudagskvöld.
VANTAR
2ja-3ja herb. íbúð
STRAX.
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, hljómsveitarstjóri.
Bólstaðarhlíð 35 — Sími 33755.
Árshátíð
STÚDENTAFÉLAGS IIÁSKÓLANS
verður í Sjálfstæðishúsinu í kvöld og hefst kl. 7.
Aðgöngumiðar seldir þar kl. 3—5 í dag.
STJÓRNIN.
Cóð 2ja herbergja
ihúb
í nýju fjölbýlishúsi, til leigu,
um óákveðinn tíma. Tilboð send
ist fyrir laugardag, merkt:
„Fyrirframgreiðsla — 7254“.
Ungur maður, sem hefur bíl-
próf, óskar eftir
vinnu
til jóla. — Æskilegt að fæði og
húsnæði geti fylgt. Tilb. merkt:
„Ungur — 18 — 7258“, legg-
ist inn á afgr. Mbl., fyrir 14.
þessa mán.
Vil kaupa
nú þegar, 150 stk. af hænu-
ungum, sem eru að komast í
varp. Upplýsingar í síma
12622. —
Tapazt hefur
Stáleldhússtóll
með rauðu áklæði, á leiðinni
vestur úr bæ að Álfheimum. —
Uppl. gefnar í síma: 22185.
Tek að mér
að sníða og sauma barnafatnað,
Björg Ólafsdóttir
Ægisgötu 10. Sími 12657.
Þvottapottur
Óska eftir að fá keyptan kola-
kyntan þvottapott. Upplýsing-
ar í sima 50726.
Heimavinna
Stúlka óskar eftir heimavinnu.
Helzt við léttan saumaskap.
Þarf að vera sniðið. — Margt
annað kemur til greina. Tilboð
sendist afgr. Mbl., fyrir laug-
ardag, merkt: „Heimavinna ■
7259". —
Sem ný
miðstöbvar
eldavél
til sölu á tækifærisverði. ■
Upplýsingar í síma 19625. —
Saumavél til sölu
Til sölu er sem ný verkstæðis-.
vél, fyrir gróf efni. Upplýsing
ar £ síma 13866, eftir kl. 7 á
kvöldin. —
Piano
Notað ameriskt píanó (Estey),
til sýnis og sölu á Bárugötu
15, efri hæð (alla eftirmið-
daga). —
Volkswagen
bifreið
model 1955, til sölu. Tækifæris-
verð. Sími 24291 eða 34051.
Dugleg stúlka
óskast
í eldhús Kleppsspítalans. —
Upplýsingar hjá ráðskonunni,
milli kl. 3 og 5 e.h. Sími 34499.
Jeppi óskast
Willy’s jeppi ’46—‘47, með blæj
um eða lélegu Kristinshúsi, ósk
ast til kaups. Uppl. í síma
12867, eftir kl. 8 á kvöldin.
Bifvélavirkjar
óskast
Tilboð með upplýsingum, Iegg-
ist inn á afgr. blaðsins fyrir
laugardagskvöld, merkt: —
„Starfsamur — S — 7260“.
Kuldaúlpur
í miklpu úrvali.
Laugavegi 116
og
Austurstræti 10
Citroen
bifreið til sölu. Selst ódýrt eða
í skiptum fyrir 4ra manna bíl,
eldra en 46 model kemur ekki
til greina. Má vera ó gangfær,
Uppl. í síma 15013, eftir kl. 3
eftir hádegi.
Tilboð óskast
í nýju Praktica FX2 myndavél.
Linsa: Tessar 2,8/50. Tilboð
sendist í Box 458.
Kuldastigvél
kvenna og karla. —
Volksvragen
árg. 1956, til sölu, keyrður
25100 km. — Upplýsingar í
sima 18127. —
Barnavagn
(Itkin), sem nýr. Grár, á há-
um hjólum. Verð kr. 2.200,00
Til sölu að Selvogsg-unni 6.