Morgunblaðið - 13.11.1958, Qupperneq 10
10
M O R C T’N fí 14 Ð I Ð
Fimmtudagur 13. nóv. 1958
Utg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480
Askriftargjald kr 35.00 á mánuð; innaniands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
NEYÐARKÖLLIN
AF STRANDSTAÐNUD/I
EGAR núverandi ríkis-
stjórn var að undirbúa
valdatöku sína gaf hún
mörg loforð og stór. Flest hafa
þau verið svikin eins og almenn-
ingi er kunnugt. Við eitt hefur
þó verið staðið. Það er að skáka
Sjálfstæðisflokknum og mönnum
hans alls staðar frá völdum og
yfirráðum á vegum hins opinbera.
Þetta hefur verið framkvæmt af
bandalaga-stjórninni. En samtím-
is þessu eru blöð og málpípur
hinna sömu stjórnarflokka sí og
æ að útmála það að öll ósköpin,
sem skeð hafa á valdatíma þess-
ara msnna séu hinum vaioalausu
Sjálfstæðismönnum að kenna,
rétt eins og þeir hafi mestu ráðið
þegar búið var að setja þá
frá öllum völdum. Þetta mun
einkum stafa af því, að fátt gott
hefur fylgt vinstri stjórninni.
Flest hefur þar stefnt til niður-
dreps á framtíðarvegi bjóðfélags-
ins. Þar má einkum minnast
á: ægilegustu útgjaldahækkun,
sem sögur fara af, ásamt til-
svarandi skuldahækkun hjá er-
lendum þjóðum. í kjölfarið hefur
svo fylgt, að eðlilegum hætti,
ofboðsleg hækkun á öllu verð-
lagi með samsvarandi vísitölu-
og kaupskrúfu. Þrátt fyrir öll
erlendu lánin hrúgast upp gjald-
eyrisskuldir við erlenda banka og
fyrirtæki, svo engin sambærileg
dæmi finnast áður eftir upplýs-
ingum aðalbankastjóra Seðla-
bankans Vilhjálms Þórs.
Á þessum vegi eltir hver draug
urinn annan með sívaxandi áhrif
um eins og stundum gerðist í
gamla daga. Og stjórnarherrarnir,
sem sjálfir hafa vakið upp aila
þessa drauga hamast við að reyna
að koma sér vel við þá, en ráða
ekkert við þá. Þeir magnasí allir
því meira, sem að þeim er betur
hlúð, af feðrum þeirra og fóstr-
um.
Glötunarleiðin er hlaupin svo
óðfluga, að hið óumflýjanlega
strand eða hrap getur ekki verið
langt undan. Það er þess vegna
gripið til þess ráðs að sjálfir
sakaraðilarnir gera sitt ýtrasta til
að reyna allar hugsaniegar að-
ferðir til að kenna saklausum
mönnum um öll ósköpin. Og það
einmitt hinum sömu, sem þeir
hæla sér af, að hafa tekið af öil
völd.
Hér gildir enn hið gamla, að
sagan endurtekur sig.
Þegar „vinstri stjórnin" fyrri,
sem hafði völd á fjórða tug þess-
arar aldar, var búin að starfa tæp
5 ár, þá var hennar skip að brotna
við strandklettana. Alþýðuflokk-
urinn var búinn að bjarga sér af
fleytunni, rétt eins og bau dýr
gera, sem eru svo vitur, að sjá
strandið og væntanlegan dauða
á næstu grösum.
Foringjar Framsóknar voru því
einir til stjórnar, þegar synt þótti
að strandið varð eigi umflúið.
Þá sendu þeir út neyðarkall til
Sjálfstæðismanna, svo sem al-
þjóð er kunnugt. Þeir báðu um
björgun frá algerri tortímingu.
Sjálfstæðismenn hafa fyrr og
síðar verið góðviljaðir og hjálp-
fúsir við nauðstadda menn. Þeir
komu því til bjargar eftir upp-
gjöfina 1939. Vildu þó sumir lofa
draslinu að sökkva svo sem það
hafði til unnið.
Nú er sama sagan að gesast.
En henni er ekki eins langt kom-
ið. Stýrimaðurinn á fjármála-
skútunni er hinn sami og fyrri
daginn, eða Eysteinn Jónsson.
Hann sendi út hið skerandi neyð-
arkall 1939 og á síðasta vori byrj
aði sama sagan. „Hvað vilja Sjálf
stæðismenn?" hrópaði hann. Og
það neyðarkall hefur hann marg
oft endurtekið síðan, í Alþingi,
á fundum, í Tímanum og í út-
varpinu. Allir viti bornir menn
sjá og skilja, að í þessu neyðar-
ópi felst margt, en þó einkum
þrennt. í fyrsta lagi það, að nú
sé hin yfirlætisfulla vinstri stjórn
ráðalaus og verði að fá hjálp eins
og í gamla daga. Annað það, að
helzt væri hjálpar að vænta frá
Sjálfstæðismönnum. Og í þriðja
lagi það, að nú séu allir draug-
arnir, sem upp voru vaktir orðnir
svo magnaðir, að ekkert sé hægt
við þá að ráða, nema þeir menn
komi til aðstoðar, sem fyrr og
síðar hafa varað við draugahers-
ingunni, en bandalagaherrunum
þótti mestu varða að setja frá
völdum og ráðum, þ. e. gera þá
áhrifslausa eins og þeir hrósa sér
mest af.
★
En nú er búið að koma þannig
fram við Sjálfstæðismenn og þá
stefnu sem þeir hafa fyrr og síðar
fylgt, þ. e. stefnu ráðdeiídar og
sjálfsbjargar, að ekki er víst að
þeir verði eins fúsir til hjálpar
við gjaldþrotaliðið eins og þeir
voru 1939.
Þeir bíða átekta og vilja gjarn-
an að glæfraliðið hlaupi á leiðar-
enda og gangi sér til húðar. Þeir
sjá og skilja og vita, að núverandi
stjórnarherrar haga sér nákvæm
lega eins og sá forstjóri, sem
stefnir sínu fyrirtæki vitandi vits
út í gjaldþrotafenið. Hann gerir
allt til þess að raka fjármunum
og fríðindum til sín og sinna á
meðan eitthvað er að hafa í eign-
um, tekjum, iánum og ábyrgðum.
Hann veit að þrotið er óumfiýj-
anlegt. Að því hlýtur að reka Og
honum er ljóst, að skiptaráðand-
inn verður að taka við þrotabú-
inu.
Slíkur maður lætur sér í léttu
rúmi liggja, þó- litlu verði að
skipta, og þó hvers konar örðug-
leikar steðji að þegar svo er
komið.
Á sama veg hugsa þeir, sem
mestu ráða í „vinstri" stjórninni.
Þeir vita, að Sjálfstæðismenn
hljóta að komast í hina erfiðu að-
stöðu skiptaráðandans. Og Sjálf-
stæðismenn vita þetta líka. Þeir
munu því ekki haggast neitt,
þó að þeir fái nokkrum sinnum
enn að heyra neyðarkallið af
strandstaðnum, hrópað með hækk
andi rödd, og vaxandi vesal-
mennsku.
Þeir ábyrgðarlausu ráðleys-
ingjar, sem sigla fjármálaskipi
þjóðarinnar beint að strandklett-
unum mega vita það, að einhverj-
ir hásetanna muni yfirgefa flak-
ið áður en það brotnar í spón,
eins og gerðist forðum daga. Þeg-
ar þar að kemur er nógur tími
til að gefa um það fyrirmæli,
hvernig réttast sé að fara með
strandið.
Samningur Maríu Callas við
Metropolitan ógiltur
Þab er hægt oð setja óperur á svið
annarsstaóar, svarar söngkonan
NÝLEGA barst tilkynning um
það frá Metropolitanóperunni, að
forráðamenn óperunnar hefðu
ákveðið að ógilda samninginn við
ítölsku sópransöngkonuna Maríu
Callas. Framkvæmdastjóri óper-
unnar, Rudolf Bing skýrir svo
frá, að horfið hafi verið að þessu
ráði, þar sem óperusöngkonan
hafi neitað að hlíta ákvæðum
samningsins.
Metropolitan hefir augastað á
söngkonunni Leonie Rysanek frá
Vínarborg til að taka við óperu-
hlutverkum, sem Maríu Callas
voru ætluð, á þessu leikári.
—★—
Óperufélögum í Bandaríkjun-
um og Evrópu hefir þótt María
Callas mjög duttlungafull, og
hefir því æði oft slegið í brýnu
milli hennar og forráðamanna
óperufélaganna.
Talsmaður Metropolitanóper-
unnar segir, að María Callas hafi
fyrir nærri ári undirritað samn-
ing fyrir yfirstandandi leikár.
Hún krafðist þess, að í samningn
um yrði sérstakur listi yfir þær
óperur, sem hún ætti að syngja í.
Þann 27. okt. sl. tilkynnti Call-
as Metropolitanóperunni, að hún
vildi ekki syngja í La Traviata,
en sú ópera var einmitt ein af
þeim, sem voru sérstaklega
nefndar á listanum í samningn-
um.
—★—
■ Marla Callas er nú I hljóm-
leikaför um Texas. Er henni bár-
ust fregnir af því, að samningur
hennar við Metropolitan hefði
verið ógiltur, kvaðst hún vera
mjög hissa á þessum viðbrögð-
um Bings framkvæmdastjóra:
— Vafalaust verða margir New
York-búar, sem hefir langað til
að hlusta á mig syngja, fyrir
vonbrigðum végná þessarar á-
kvörðunar framkvæmdastjórans.
Ég hefi reynt að skapa list, en
herra Bing vill ekki hafa sam-
starf við mig. Ég get ekki sagt
annað við hann en það, að hægt
er að setja óperur á svið annars
staðar en í Metropolitan!
—★—
Sópransöngkonan hefir þegar
fengið skeyti frá Lyrisku óper-
unni í Chicago, og eru forráða-
menn þar mjög áfram um
að ráða Callas til óperunnar.
Bjóða þeir henni sömu laun og
henni stóðu til boða við Metro-
politan. .
„La Callas" — tjaldið fellur —
Synirnir snúa baki viö feðrum
sínum — og flýja land
ÉG ANN ÞÉR sem föður mín-
um. Þegar ég les verk þín, held
ég, að mér skiljist, hverju þú
vildir sá, og hvað þú vildir leggja
rækt við. En þegar mér verður
ljóst, hvað rís af verkum þínum
— myrkvi, sem á ný ógnar
Evrópu — þá gleðst ég yfir því,
að vegir okkar skyldu skiljast.
Ungi maðurinn, sem ritaði föð-
ur sínum svohljóðandi bréf, er
sonur hins nýlátna menningar-
málaráðherra Austur-Þýzkalands,
Jóhannes R. Becher. Sonurinn
sneri baki við föður sínum ár-
ið 1949, flúði land og hefir síð-
an unnið í verksmiðju í Englandi.
Er faðirinn var jarðaður var
ekkert barna hans viðstatt.
★
Becher yngri er einn af mörg-
um sonum, sem ekki hafa getað
umborið feður sína, sem verið
hafa ráðamenn í flokksklíkunni
í Austur-Berlín. Bert Brecht, einn
atkvæðamesti leikritahöfundur í
Þýzkalandi, varð fyrir því, að
sonur hans, Stefán, sneri baki
við honum. Þótti syninum faðir-
inn gerast kommúnistum allt of
handgenginn. Sonurinn vildi ekki
láta segja sér fyrir verkum, flúði
og skrifaði föður sínum biturt
xveðjubréf, sem sýndi ljóslega,
að sonurinn var einnig — eins
og faðirinn á sínum tíma — reiðu
búinn til að standa móti straumn-
um.
Stefán Brecht, sem nú býr í
Bandaríkjunum, hefir eitt sér til
huggunar: Nú vita menn, að á
sínum síðustu æviárum þýddi
Bert Brecht í laumi ljóð ung-
verskra andkommúnista. Ef til
vill hefir faðirinn skilið son sinn
betur en hann þorði að láta uppi
vegna flokksagans.
Húsameistari hinna glæsilegu
bygginga, sem reistar hafa verið
við Stalín-Allee í Austur-Berlín,
prófessor Werner Henselmann,
varð einnig að sætta sig við, að
sonurinn vildi ekki búa í komm-
únisku þjóðfélagi. Sonurinn vildi
heldur lifa í lýðfrjálsu landi, þó
að sá kostur veitti honum ekki
þá yfirburði, sem frægð föðurins
veitti honum heima fyrir.
Það fór á sömu leið fyrir Rud-
olf Leonhard, einum af forráða-
mönnum austur-þýzka kommún-
istaflokksins. Sonur hans, Wolf-
gang, flúði árið 1949 frá Austur-
Berlín og gaf síðar í sjálfsævi-
sögu sinni vægðarlausa lýsingu
á hinu kommúniska þjóðfélagi.
★
Mischa Benjamin, einkasonur
Hildu Benjamin, ráðherra í Aust-
ur-Berlin, kvað hafa ætlað að
flýja til Englands til að geta
stundað nám í Oxford. Góðkunn-
ingi Mischa, vestur-þýzki rit-
htifundurinn Heinz Berg, segir
svo frá, að „Rauða-Hilda“ hafi
orðið að beita öllum sínum á-
hrifum til að koma í veg fyrir
slíkt hneyksli. Henni tókst að
telja son sinn á að fara „af
frjálsum vilja“ til náms við há-
skólann í Moskvu.
Æðsti maður Austur-Þýzka-
lands, Otto Grotewohl, á einnig
í erfiðleikum með son sinn, sem
ekki vill ganga í kommúnista-
flokkinn. Margir telja, að föðurn-
um stafi jafnvel nokkur hætta af
þessari ákveðnu afstöðu sonar-
ins. Ekki fór betur fyrir Hermann
Kastner, sem á sínum tíma var
varaforseti. Sonur hans flúði til
Vesturlanda.
★
Átakanlegast er þó, er faðirinn
sýnst gegn syni sínum og skirrist
jafnvel ekki við að láta draga
soninn fyrir lög og dóm, af því
Frarnh. á bls. 12