Morgunblaðið - 18.11.1958, Qupperneq 10
10
M OR CFIVBf. 4 ÐIÐ
Þriðjudagur 18. nov. 1958
ITOðlltttfritaMfr
Utg.: H.f. Arvakur, ReykjavíV.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefúnsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Ásmundsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6- Sími 22480
Askriftargjald kr 35.00 á mánuði innanlands
I 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
NORRÆNA RÁÐIÐ
NORRA5NA ráðið hefur nú
lokið fundum sínum, sem
haldnir voru dagana 9.—
15. nóvember í Osló. Á fundum
þessum áttu sæti 69 þingmenn,
þ.e. 16 frá hverju hinna stærri
landa og 5 frá íslandi. Auk þess
voru þarna um 30 ráðherrar úr
öllum ríkisstjórnum Norður-
landa annarra en hinnar ís-
lenzku. Þingmenn og ráðherrar
höfðu sér til aðstoðar úm 80 sér-
fræðinga og hér um bil hálft
hundrað annarra starfsmanna.
Til umræðu á þinginu voru
nær 120 mál. Mjög voru þau
misjafnrar þýðingar. Flest raun
ar lítilvæg en sum mikils verð.
Þýðingarmesta málið var hug-
myndin um tollabandalag Norð-
urlanda eða frjálsan markað.
★
Ráðagerðirnar um hinn frjálsa
fnarkað eða tollabandalag eru
þess eðlis, að íslendingar hafa
ekki tekið þátt í þeim. Þar hef-
ur þurft að gera margháttaðar
rannsóknir og undirbúnings-
vinnu, sem enga þýðingu hefur
fyrir okkur. Árangurinn er nú
fyrir hendi í ítarlegum skýrsl-
um, sem öllum kemur saman um
að vel séu unnar og geti orðið
grundvöllur ákvarðana, þegar
þar að kemur. En allir eru sam-
mála um, að enn sé ekki tíma-
bært að taka fullnaðarákvörðun.
Norræna ráðið samþykkti því
nú að mæla með því, að ríkis-
stjórnir Danmerkur, Finnlands,
Noregs og Svíþjóðar taki á
grundvelli þeirra skýrslna, sem
fyrir liggja og í samráði við
sjálft norræna ráðið, sín á milli
upp samninga um formið fyrir
norrænni efnahagssamvinnu og
verði að þessu unnið með það
fyrir augum, að þegar forsendur
fyrir ákvörðun verða fyrir
hendi, sé hægt að leggja málið
fyrir þing landanna.
Óneitanlega var þetta magur
árangur mikilla fundarhalda.
Málið var einungis tekið úr hönd
um sérfræðinganna, er lokið
höfðu sínu starfi og fengið sjálf-
um ríkisstjórnunum. Jafnframt
kepptust allir við að lýsa yfir
því, að þeir væru engan veginn
reiðubúnir til þess að segja til
um það hvort þeir vildu aðhyll-
ast hugmyndina í meginatrið-
um eða ekki. Greinilegt er þó,
að hún á yfirgnæfandi fylgi að
fagna í Svíþjóð og hefur hingað
til haft verulegan stuðning í
Danmörku. Norðmenn eru hins-
vegar alveg skiptir.
Finnar hafa lýst fylgi sínu við
hinn frjálsa markað og hafa
virzt óskiptir í því, en nú í vik-
unni bannfærði Pravda þessa
hugmynd og má þá búast við, að
hinir finnsku kommúnistar skipti
skjótt um skoðun, hvað sem
verða kann um sjálfa finnsku
stjórnina, sem nú á mjög í vök
að verjast vegna þess kulda,
sem hún kennir frá valdhöfun-
um í Kreml.
★
Þegar sagt er í ályktun Nor-
ræna ráðsins að málið skuli lagt
fyrir þingið, þegar forsendur
séu fyrir hendi, er átt við að
þangað til sýnt verður, hvað
verður um hugmyndina um frí-
verzlun Evrópu, þá sé ekki hægt
að taka afstöðu til hins frjálsa
markaðs á Norðurlöndum.
Af auðsæum ástæðum telja
Finnar sér ekki fært að sinna
ráðagerðum um fríverzlun
Evrópu. í þeirra stað sameinuð-
ust íslendingar Dönum, Norð-
mönnum og Svíum á þingi Nor-
ræna ráðsins um að láta uppi
mjög eindregnar óskir um, að
allt væri gert, sem unnt væri, til
að hrinda þessum hugmyndum
í framkvæmd.
Eins og kunnugt er, blæs ekki
byrlega í þeim efnum þessa dag-
ana. Fundurinn, sem haldinn var
í París nú seinni hluta vikunn-
ar, varð árangurslaus og er þó
ekki enn sýnt, hvernig fara muni
að lokum. En norrænir stjórn-
málamenn, þeir, sem alveg eru
frjálsir skoðana sinna, eru all-
ir mjög uggandi um hvað verða
muni, ef ekkert verður úr þeim
ráðagerðum. — Sexveldasam-
starfið, sem þegar hefur verið
tekið upp í efnahagsmálum, knýr
á um víðtækara samstarf, ef
vandræði eiga ekki að hljótast
af. Ef slíkt víðtækt samstarf
tekst, eru stjórnmálamenn í Dan-
mörku, Noregi og Svíþjóð að
meginstefnu til sammála um, að
Norðurlöndin verði að taka þátt
í því, hvað sem hugmyndinni
um fríverzlunarsvæði Norður-
landa sjálfra líður. Er þó líkleg-
ast, að það verði þá einskonar
liður í hinu víðtækara samstarfi.
★
Af þessu yfirliti má sjá, að
mjög er á huldu um hið þýðing-
armesta verkefni, sem Norræna
ráðið hefur gefið sig að. Það er
og þess eðlis, að íslendingar
hafa ekki tekið beinan þátt í
meðferð þess. Af þessu tilefni
hlýtur sú spurning að vakna,
hvort íslendingar eigi yfirleitt
erindi á þing Norræna ráðsins,
og því fremur, sem mikill hluti
hinna minniháttar mála varðar
fslendinga engu. Þeir hljóta því
um margt að vera frekar áhorf-
endur en beinir þátttakendur.
Þrátt fyrir það munu engir,
sem til þekkja, vilja gerast tals-
menn þess, að íslendingar sker-
ist þarna úr leik. íslendingar
vilja sýna með þátttöku sinni, að
þeir eru og ætla að halda áfram
að vera norræn þjóð.
Er þarna og ágætur vettvang-
ur til þess að kynna viðhorf ís-
lendinga í málum, sem okkur
þykir miklu varða. Sigurður
Bjarnason hélt t.d. að þessu sinni
ágæta ræðu, þar sem hann gerði
grein fyrir landhelgismálinu og
vakti athygli manna á mikilvægi
þess.
★
Mörg málanna varða okkur og
beinlínis. Við verðum að taka
þátt í meðferð þeirra, gera okk-
ur grein fyrir þýðingu þeirra og
leggja fram gögn og eftir atvik-
um tillögur af okkar hendi. En
þá er þess að gæta, að fulltrú-
um íslendinga er ekki fengin
samskonar hjálp til meðferðar
mála með undirbúningsstarfi
ríkisstjórna á milli þinga og að-
stoð sérfræðinga, eins og full-
trúar annarra þjóða hafa. Úr
þessu þarf að bæta.
íslendingar eiga ekki að sækj-
ast eftir að vera alls staðar með.
En þar sem við á annað borð er-
um þátttakendur, verðum við að
gera það með þeim hætti, að
fullt gagn verði af.
IfyfcUTAN ÚR HEIMI |
„Ódýri frændi" var ekki ódýr
v/ð alla
MAX GUFLER hefur játað fjög-
ur morð. Hann er grunaður um
mörg fleiri, jafnvel 20. Mál hans
hefur vakið geysi athygli og í
blöðum víðsvegar í V-Evrópu
hafa undanfarna daga birzt lang-
ar og ýtarlegar frásagnir af rétú
arhöldunum yfir honum og ferli
hans.
•
Max Gufler var einstakur
reglumaður, drakk hvorki né
reykti — og aldrei kom hann
með kvenfólk heim til sín. Gamla
konan, sem leigði honum í út-
jaðri St. Pölten í Austurríki, seg-
ir a.m.k. svo: „Hann tók alltaf
af sér skóna og læddist upp til
sín, þegar hann kom seint heim.
Hann var svo hugsunarsamur.
Að hugsa sér, að ég skuli hafa
búið undir sama þaki og þessi
glæpamaður svona lengi. Ég
hefði aldrei trúað ákærunum
nema af því að hann játaði.
Þetta var einstakt prúðmenni í
framkomu og allri umgengni“
sagði gamla konan.
Þær voru líka fleiri, sem hrif-
ust af Max Gufler — og ein ást-
meyja hans lifði af. Hún heitir
Herta Junn, á lítinn blaðsölu-
turn nálægt miðhluta bæjarins
— og seldi aldrei meiri blöð en
einmitt eftir að Gufler var hand-
tekinn og hann játaði. Þá var
nóg að gera í blaðsöluturninum,
fólkið stóð í biðröðum og Hertu
áskotnuðust meiri peningar eft-
ir dagssöluna en mokkru sinni
áður. En svo var hún líka hand-
tekin. Hún hafði búið að nokkru
leyti með honum í sjö ár — og
var enn á lífi. Þetta fannst lög-
reglunni ærið grunsemdarefni.
Max Gufler hefur játað að hafa
myrt konurnar fjórar til fjár.
Hann langaði til þess að eignast
bíl, sem hann að lokum gat keypt
sér. En nú kemur bíllinn að
harla litlum notum. Max er sölu-
maður, seldi þvottavélar, og
ferðaðist víða um Austurríki.
Hann auglýsti líka víða hjúskap-
artilboð, valdi síðan úr þær kon-
ur, sem bjuggu einar, kynntist
þeim lítillega, hét þeim eigin-
orði og fór með þær í ökuferð á
bílnum, sem fyrirtæki hans
léði honum til umráða. f öku-
ferðinni kyrkti hann fórnarlömb
sín, varpaði þeim í fljót og hélt
síðan heimleiðis og rændi öllu fé-
mætu.
•
En á undanförnum árum hefur
mikill fjöldi kvenna horfið með
dularfullum hætti víða í land-
inu — og lögregluna grunar nú,
DR. VICTOR URBANCIC er öll-
um íslendingum kunnur af list-
störfum sínum. Hann helgaði tón-
menntalífi íslendinga nærri
helming ævi sinnar, enda var
hann löngu orðinn íslendingur,
þótt hann væri fæddur í Vínar-
að Max Gufler sé valdur að
hvarfi fleiri en þeirra fjögurra
Þykir jafnframt grunur leika á
því, að Herta Junn hafi vitað
um framferði elskhuga síns.
•
Max er lágvaxinn, 48 ára að
aldri. Hann er mjög sakleysis-
legur og prúður, en ekki laust
við að hann sýni óttamerki í
réttarsalnum. Undanfarna daga
hefur hann verið yfirheyrður
svo að segja dag og nótt, en ekki
hefur hann fengizt til að játa
meira en fjögur morð. Max var
vinsæll í St. Pölten, sem er
38.000 manna bær um 60 km.
utan við Vínarborg. Hann var
fyrst og fremst vinsæll vegna
þess, að hann var alltaf að selja
eitthvað og var jafnan liðlegur
í viðskiptum, sló gjarnan lítið
eitt af verðinu — og gekk undir
nafninu „ódýri frændi'*. Margt
af því, sem hann seldi auk þvotta
vélanna, voru munir, sem hann
hafði rænt frá fórnarlömbum
sínum í fjarlægum landshlutum.
Aldrei hafði hann samt áður
komizt undir manna hendur ut-
an einu sinni — í fyrra, er hann
varð uppvís að því að hafa stol-
ið nokkrum eldspýtubúntum.
borg af júgóslavneskum ættum.
Fimmtíu og fjögurra ára varð
hann, fæddur 9. ágúst 1903, dáinn
4. apríl 1958.
Hann var mikil stoð voru fá-
tæklega tónlistarlífi. Hann flutti
hér í fyrsta sinni hin miklu kór-
verk meistaranna, oratorium og
gu.ðspjallaverk. Hann var einn
þeirra, sem lögðu grunnmn að
hinni vaxandi hljómsveit hér-
lendis. Hann var mikill organ-
leikari og þjónaði hinni kaþólsku
kirkju hér til dauðadags.
Hann leiðbeindi og kenndi og
æfði með söngvurum og allskon-
ar tónlistarfólki. Sem vanur
óperustjórnandi varð hann braut-
ryðjandi fyrir óperuflutning á ís-
landi og vann oft margra manna
verk við undirbúning að söng-
leikasýningum Þjóðleikhússins.
Urbancic var orðinn kunnur
maður erlendis áður en hann
fluttist til íslands. Hugur hans
hneigðist mjög að tónsmíðavinnu,
en önnur störf hans urðu til þess
að skyggja á þá hlið listar hans.
Eftir hann liggja mörg verk
mismunandi tegunda, og eru sýn-
ishorn þeirra flutt á tónieikum
þessum. Hann öðlaðist mikinn
skiln'.ng á íslenzkum þjóðlögum,
safnaði þeim og raddsetti fyrir
blandaðan söngflokk.
Tónskáldafélag íslands minnist
þessa félaga síns nú með sér-
stökum tónleikum, og er það í
annað skipti, sem félagið minnist
látins tónskálds. Fyrir nokkrum
árum stjórnaði einmitt Dr. Ur-
bancic hljómleikum félagsins til
minningar um Emil Thoroddsen.
Tónskáldafélagið þakkar stjórn
anda, hljómsveit, söngflokk, ein-
söngvurum og einleikurum aðstoð
og mikla vinnu að undirbúnmgi
þessara tónleika, sem eru þakk-
lætisvottur til hins látna, fórn-
fúsa og vinsæla listamanns.
Eins og getið hefur verið í
fréttum, hafa verk eftir Dr.
Victor Urbancic verið flutt í Wash
ington í Bandaríkjunum nýlega
við mjög góðar undirtektir. Eitt
þessara verka verður leikið á
minningartónleikunum í Þjóðitik
húsinu í kvöld. —jl.
Hin sjaldséða sækýr Dyngo, sem hefst við í Indlandshafi, á
upprunalegá að hafa verið tilefni sagnanna um hafmeyjar, þótt
ekki verði ráðið af útliti hennar. Þegar verið var að gera kvik-
myndina „Feimna hafmeyjan" í Kenya, var þetta sjaldgæfa
dýr veitt og flutt inn í land, þar sem kvikmyndatakan fór fram.
Eftir að tökunni var lokið, var sækýrin aftur flutt til sjávar og
sleppt, því það er stranglega bannað að bana þessum skepnum.
Minningartónleikar um
Urbancic í kvöld