Morgunblaðið - 18.11.1958, Blaðsíða 12
12
M ORCViynJ * niB
Þriðjudagur 18. n6v. 1958
Guðlaugur Rosinkranz Þjóöleikhússtjóri:
Til hvers er leikgagnrýni?
GAGNRÝNENDUR blaðanna,
þ.e.a.s. þeir, sem hafa það starf
með höndum að skrifa um leik-
sýningar, virðast heyja heilagt
stríð gegn Þjóðleikhúsinu, já,
hafa raunar lengst af gert það,
flestir þeirra, síðan sú stofnun
tók til starfa. Að dómi þeirra
flestra, undantekningar eru þó, á
fæst af því, sem í Þjóðleikhúsinu
hefur verið sýnt, erindi þangað.
Ef það eru verk fraegra höfunda,
sem mikið er um í alfræðiorða-
bókum, er sagt að þetta sé ekki
bezta verk höfundarins og hefði
auðvitað átt að taka eitthvað
annað. Ef það er eitthvað minna
þekktur höfundur eða leikrit, þá
er talað um hve furðulegt það sé
að hafa getað grafið upp svo
ómerkilegt leikrit. Ég tala nú
ekki um ef það er gamanleikur,
þá á hann ekkert erindi til okk-
ar hér úti á íslandi, hann er
ómerkilegur, og ekki samboðinn
Þj óðleikhúsinu.
★
Gagnrýnendurnir eru víst svo
alvarlega hugsandi, eða taka
sjálfa sig að minnsta kosti svo
alvarlega, að þeir geta ekki bros-
að, nema þá Loftur, sem þráfald-
lega hefur bent fólki á, að það
sé alveg óhætt að hlæja á frum-
sýningu. Ekki tekur betra við
þegar við sýnum nýtt, íslenzkt
leikrit. Þá er það alveg forkastan
legt, að áliti þessara dómara.
Þá er sagt, að það sé andleg flat-
neskja, örli ekki á heilbrigðri
hugsun, sé argasta klám, o.s. frv.
Það er ekki verið að hafa fyrir
því að segja í hverju veilurnar
liggi, eða benda á eitthvað, sem
gæti verið til uppörvunar. Nei.
Það er sagt, að með því að sýna
ísl. leikrit sé verið að eyðileggja
íslenzka leikritagerð, og að ekki
eigi að taka ísl. leikrit til sýn-
ingar í næstu 10 ár. En til hvers
eigum við að hafa íslenzkt þjóð-
leikhús, ef ekki má sýna þar ís-
lenzkt leikrit?
Leikararnir fá svo sitt, það er
sagt að þeir komi að vísu á svið-
ið, og sýni sig. Þar sjáist atvinna
þeirra, en listin hafi orðið eftir
utansviðs. Ástæðan fyrir því, að
þeir vinni ekki listrænt starf á
svo að vera sú, að Ieikurum þjóð
leikhússins eru tryggð góð húsa-
kynni til þess að starfa í, og að
þeir fái sæmileg laun, sem
tryggja sjálfum þeim og fjöl-
skyldum þeirra mannsæmandi
lifskjör. En hverjum ætti að vera
meira í mun að leysa verkefni
sitt vel af hendi heldur en leik-
ara, sem stendur í sviðsljósinu
frammi fyrir hudruðum áhorf-
enda, sem meta og vega hvert
orð, svipbrigði og hreyfingu
leikarans? Ætli hann sé þá að
hugsa: ég þarf ekki að leggja
mig fram, ég hef mín föstu laun.
Allt líf og starf leikarans veltur
Ibúd til leigu
notaleg 2ja herb. risíbúð í
Hlíðunum til leigu nú þegar.
Tilboð merkt: „6000 fyrir-
fram — 7286“, sendist Mbh,
fyrir kl. 6 í kvöld.
SKÓSALAN
jZautjiiLWt} ! - J>ími Í6f 84
á því, hvort þessu fólki, sem í
salnum situr, likar vel eða illa
við hann.
Svo kemur samanburðurinn
hjá þessum miklu gagnrýnend-
um. Einn þeirra sagði eitt vorið,
þegar hann „gerði upp“ leikárið,
að merkasti leiklistarviðburðúr
ársins hefði verið leiksýningar
nokkurra félaga utan af landi, er
sýndu farsa í Iðnó. En þetta var
sama árið og Þjóðleikhúsið sýndi
öndvegisverk eftir ekki ómerkari
höfunda en Ibsen, Shakespare og
O’Neill. Þegar þeir fara svo að
gera samanburð á Þjóðleikhúsinu
og Leikfélagi Reykjavíkur til
þess að sanna, hvað leikritaval
og leiklist sé á hærra stigi hjá
Leikfélaginu en í Þjóðleikhúsinu,
þá er borið saman alvarlegt
drama eftir Arthur Miller, (höf-
und, sem er ekki með öllu
óþekktur á sviði Þjóðleikhússins)
og gamanleikurinn „Sá hlær
bezt . . .“. En sanngirnin er ekki
svo mikil, að þeir beri sýninguna
á „Allir synir rnínir" saman við
sýningu á „Föðurnum“ eftir
Strindberg eða „Horfðu reiður
um öxl“ eftir John Osborne, leik
rit sem samtímis hinum eru sýnd
í Þjóðleikhúsinu. Að mínum
dómi væri það þó eðlilegri sam-
anburður, þar sem í báðum til-
fellum er um alvarleg bók-
menntaleg verk að ræða. En hjá
gagnrýnendunum virðist tilgang
urinn með þessum samanburði,
ekki vera sprottinn af þörf til
þess að ræða og kryfja til mergj-
ar listræn viðfangsefni, heldur
sá einn að sverta Þjóðleikhúsið,
og ófrægja okkur, sem þar störf-
um, líklega vegna þess að við
sitjum í sæmilegum stólum og
höfum föst laun, ef dæma má af
ummælum eins þessara postula.
Þarna á að taka öfundina í þjón-
ustu illgirninnar og reyna þannig
að skapa illindi og ósamkomu-
lag á milli þeirra, sem að leik-
listarmálum vinna hér í höfuð-
borginni. En það er vonlaust
verk. Það er hin bezta samvinna
milli Þjóðleikhússins og Leikfé-
lags Reykjavíkur. Margir leikar-
ar leika til skiptis á báðum stöð-
um, þótt það ótrúlega skeði að
gagnrýnendurnir sjái ekki eins
vel list þeirra þegar þeir leika í
Þjóðleikhúsinu eins og í Iðnó.
Formaður Leikfélagsins lék t.d.
aðalhlutverkið í síðasta verkefni
Þjóðleikhússins á síðastliðnu
vori og er að æfa hlutverk fyrir
næstu óperusýningu Þjóðleik-
hússins, þar sem hann jafnframt
vinnur að leikstjórn ásamt
danska leikstjóranum Holger Bo-
land. Það er því alveg vonlaust
verk fyrir gagnrýnendurna að
ætla sér að vekja einhvern fjand
skap okkar í milli.
— Sumum gagnrýnendum
finnst ekki minna duga, þegar
þeir skrifa um sýninguna á „Allir
synir mínir“, sem er mjög góð
sýning og á lof skilið, en segja að
nú sé loks þáttaskil í íslenzkri
leiklist, með þéssari sýningu sé
loks horfið frá leikaraskapnum,
„dilettantismanum", og byrjað
að vinna af fullri alvöru að list-
rænni sköpun. Mörgum mun
þykja óþarfi, þó einni leiksýn-
ingu sé hælt, að fordæma og lítils
virða allt, sem í landi þessu hef-
ur verið gert í leiklist til þessa
dags. Það minnsta, sem maður
getur ætlast til er að þeir, sem
slíka dóma kveða upp, færi skýr-
ari rök fyrir dómi sínum en gert
hefur verið.
★
Þegar þessi mál hafa borið á
góma hafa sumir gagnrýnend-
anna sagt við mig^-,,Við dæmum
Þjóðleikhúsið harðara vegna
þess, að við gerum meiri kröfur
til þess en annarra". Það út af
fyrir sig er sjónarmið, sem að
vissu leyti er réttmætt. En
hvernig á lesandinn að sjá það,
þegar aldrei er neitt tekið fram
um það í leikdómunum, og sést
ekki á neinu, sem þar er sagt.
Ekki verður neitt slíkt t.d. af því
ráðið, sem leikdómari eins dag-
blaðsins sagði fyrir skömmu, er
hann ritaði um leiksýningu hjá
Leikfélaginu á Selfossi, og sagði,
að sú sýning hefði verið betri en
nokkur leiksýning, sem sést hef ði
á landi hér til þessa, nema ef
vera kynni leikur hinna dönsku
gesta frá Folketeatret í Kaup-
mannahöfn á „30 Árs Henstand“
í Þjóðleikhúsinu á síðastliðnu
vori. Þarna er ekki verið með
neinar vangaveltur um aðstöðu-
mun eða „höfðatölureglu“.
Já, og hvers vegna á í raun-
inni að vera með slíkt tillit. Leik-
sýning, sem aðgangur er seldur
að, ef ekki er tekið fram að sýnt
sé í góðgerðaskyni eða inn-
an skóla eða félags og fyrir fé'-
lagsmenn, á að dæmast sem leik-
sýning, án tillits fil þess hverjir
að henni standa eða hver kostar
hana. Það getur verið jafn list-
ræn sýning í litlu leikhúsi með
litlu leiksviði og lélegum bekkj-
um, eins og í stóru leikhúsi með
stóru sviði og mjúkum sætum.
Og það vita allir, sem við leiklist
hafa fengizt, að það er oft auð-
veldara að ná listrænum áhrif-
um í litlu „intimu“ leikhúsi, þar
sem sviðið er lítið og í nánum
tengslum við áhorfendur heldur
en í stóru húsi, þar sem langt er
á milli sviðs og sals. Þetta þekkja
þeir, sem séð hafa sýningar í
hinum litlu kjallaraleikhúsum
stórborganna, þar sem öll þæg-
indi vantar, en eigi að síður
tekst að skapa listræna sýningu,
ef leikritið hæfir þessu umhverfi
og góðir listamenn leika og
stjórna. Það er því engin sönnun
fyrir því að stærra leikhús í sama
bæ hljóti að vera lélegt þótt liltu
leikhúsi með lélegri bekkjum og
með minna svið, takist að gera
góða sýningu. Það er líka vitað,
að sýning, sem er mjog góð og
áhrifarík í litlu leikhúsi, getur
orðið áhrifalaus og misst marks
í stóru leikhúsi, jafnvel þótt þar
væru sömu leikarar og léku í
sams konar leiktjöldum. Það þarf
aðra og fullkomnari leiktækni til
þess að leika á stóru sviði og
fyrir stóran sal heldur en á litlu
sviði í litlu leikhúsi. í þessu felst
munur, sem gangrýnanda ætti að
vera ljós. Ekki má þó skilja
þetta svo, að ekki sé hægt að gera
listræna, „intima“ sýningu í
stóru leikhúsi. Góður leikstjóri
getur auðveldlega leyst þann
vanda, enda þráfaldlega gert það
hér.
★
Sá hugsunarháttur virðist
mjög ríkjandi hjá gagnrýnend-
tun, að í orðinu gagnrýni felist
það eitt að finna að, rífa niður
eða níða. Ég hef alltaf litið svo
á, að í orðinu gagnrýni felist
hugtakið að gera sér og öðrum
grein fyrir kostum og löstum
þess, sem gagnrýnt er, og dæma
síðan. En gagnrýni sé ekki að
dæma án mats. Sumir gagnrýn-
endur virðast gera sér mikið far
um að ófrægja og særa sem mest.
Einkum virðast leikkonurnar
verða fyrir því. Þannig segir
gagnrýnandi um eina leikkon-
una, þegar hún leikur átakan-
legt atriði með tilfinningu, að
hún hafi verið með þetta kerl-
ingajarm, önnur gengur svo
gleið, að það er eins og spelkur
séu bundnar við lærin á henni.
Um eina er sagt, að hún hafi
verið eins og stóðmeri á sviðinu,
önnur hafi verið eins og hún
væri með magapínu, af því að
hún lék af innileik, sársauka og
hryggð. Hverju þjónar nú svona
orðbragð? Er ekki hægt að benda
á veilur í leik, ef gagnrýnanda
finnst þess þörf, með svolítið
kurteislegra orðbragði? Ég skil
ekki þessa voðalegu reiði gagn-
rýnendanna við þessar' prúðu og
elskulegu leikkonur. Þeir virðast
sannarlega líta reiðir um öxl,
ekki síður en Jimmy Porter. Það
er bara eins og blessaðar leik-
konurnar hafi hryggbrotið þá
og þeir ætli nú að ná sér niðri
á þeim þegar þær eru þarna
varnarlausar áe sviðinu.
★
Þá er það atriði, sem gagnrýn-
endurnir virðast sára litla hug-
mynd gera sér um, það er þáttur
leikstjórans í sýningunni. Það er
kannske af því að þeir sjá hann
ekki fyrr en að lokinni sýningu,
er hann kemur fram og hneigir
sig. Þeir segja að vísu, hver hafi
stjórnað leiknum, og að staðsetn-
ingar hafi verið góðar, og stund-
um, að þær hafi ekki verið góð-
ar, en í hverju það hafi legið, að
staðsetningar voru ekki góðar, er
yfirleitt ekki sagt. Ekki kemur
það heldur fram, hvern þátt leik-
stjórinn á í því að móta verkið,
hvort honum hafi tekizt vel eða
illa að fá fram aðalatriði leiksins,
eða hvort honum hafi tekizt að
túlka höfuðtilgang verksins eða
stefnu höfundarins Það hlýtur þó
að vera aðalatriði hvers leiksviðs
verks, ef ekki er þá um algerðan
farsa að ræða, sem engan annan
tilgang hefur en að láta áhorfend
ur hlæja. Allir, sem þekkja leik-
hússtarf, vita þó, hve geysi þýð-
ingarmikið verk leikstjórn er,
hvað heildarsvip og túlkun verks
ins snertir. Gagnrýnandi má ekki
kenna leikaranum um allt það,
sem hann telur að áfátt sé eða
öðru vísi en hann telur réttast.
Eitt af slagorðum gagnrýnend-
anna er það, að þau leikrit, sem
Þjóðleikhúsið sýni, hafi ekkert
erindi til okkar á íslandi. Er
okkur þá allt óviðkomandi, sem
við þekkjum ekki úr okkar dag-
lega lífi? Hvað er það í mann-
legu lífi, sem oss er alveg óvið-
komandi? Getur það ekki verið
vænlegt til þroska og andlegrar
uppbyggingar að kynnast hugs-
unarhætti, lífsviðhorfum, sálar-
ástandi og viðbrögðum fólks við
vandamálum lífsins þó það sé í
Ameríku, Rússlandi, Sviss eða
Frakklandi, eða þótt það lifi við
önnur kjör en við hér á íslandi
og bregðist eitthvað öðru vísi við
atburðum en við, ef höfundurinn
hefur skapað listrænt verk?
★
Því er haldið fram, af gagn-
rýnendum, að mest af því, sem
Þjóðleikhúsið hafi tekið til með-
ferðar til þessa, sé „einskisvert
gutl“. Svona sleggjudómar eru í
rauninni ekki svara verðir. Þótt
ekki séu nefnd nema nöfn nokk-
urra erlendra höfunda, sem Þjóð
leikhúsið hefur sýnt eftir, sanna
þau allt annað. Nöfn eins og
Shakepeare, Moliere, Holberg,
Ibsen, Strindberg, Tjechov,
Shaw, Priestley, Arthur Miller,
Tennessee Williams, O’Neill,
Sean O’Casey, Verdi, Mozart,
Puccini, Strauss og Lehar, svo
nokkur nöfn höfunda, sem sýnt
hefur verið eftir, séu nefnd, ættu
að geta talist nokkur trygging
fyrir góðu verki. Flestir myndu
veigra sér við að kalla verk þess
ara höfunda einskivert gutl. Þeir,
sem nokkurt skynbragð bera á
leikbókmenntir vita, að þetta
eru einhverjir merkustu höfund-
ar, sem uppi hafa verið, hver á
sínu sviði, og að hér er um að
ræða bæði sígild verk og þau
nútímaskáldverk, sem mesta at-
hygli hafa vakið hin síðari ár,
enda leikin í flestum stærstu og
beztu leikhúsum heimsins. En
þar sem gagnrýnendurnir telja
sig vita svo mikið af betri leik-
ritum, sem henta okkur betur en
þau, sem við höfum sýnt, hvers
vegna segja þeir ekki frá þeim?
Hversvegna leggja þeir ekki
fram óskir sínar og færa rök að
þeim?
Sem betur fer hefur gagnrýn-
endum ekki ennþá tekizt að
glepja fólki svo sýn, að það hætti
að sækja Þjóðleikhúsið. Þó sum-
ir séu svo ósjálfstæðir, að þeir
láti segja sér fyrir um, hvað sé
gott og hvað ekki, þá eru hinir
þó fleiri, sem reyna sjálfir að
mynda sér skoðun, og á því bygg-
ist það, að ekki hefur tekizt að
fæla fólk frá því að horfa á leik-
sýningar Þjóðleikhússins. Auð-
vitað kemur mismunandi margt
fólk á sýningarnar, vegna þess
að þær eru mismunandi að efni
og gæðum. Sumt efni, sem um er
fjallað í leikritum, er þannig, að
allur fjöldinn hefur áhuga á þvi,
en annað leikrit þannig, að til-
tölulega fáir kæra sig um að sjá
það, en leiksýningm getur þó átt
jafn mikinn rétt á sér eigi að
síður.
★
Þrátt fyrir alla þá ósanngjörnu
og stundum ruddalegu gagnrýni,
sem Þjóðleikhúsið og við, sem
störfum þar verðum að þola, er
ég ennþá sömu skoðunar og við
opnun Þjóðleikhússins, að gagn-
rýni sé betri en deyfð og logn-
molla. Stöðugur kuldaþræsingur
er þó ekki heppilegur fyrir vor-
gróðurinn. Verst væri, ef allir
létu sér á sama standa. Ekki dett
ur mér heldur í hug að halda
því fram, að allt það, sem gagn-
rýndurnir finna að sýningum og
leikritum sé alveg ástæðulaust.
Nei. En það er oft mikil ósann-
girni, illkvitni, einhliða og nei-
kvæð gagnrýni og stundum jafn
vel níð í leikdómunum eins og
að framan hefur verið sýnt fram
á. Gagnrýni er gagnleg og nauð-
syn, sé hún byggð á velvilja,
rökum og réttvísi. Verði gagn-
rýnin bannig í framtíðinni, get-
ur hún orðið Þjóðleikhúsinu til
leiðþeiningar, stuðnings og
þroska, og þá er tilganginum með
gagnrýni náð, en annars ekki.
Guðl. Rósinkranz.
— Ólafur Johnson
Framh. af bls. 11.
árið 1918. Höfðu þau eignazt
fjóra syni, er upp komust. Agnar
læknir í Danmörku, kvæntur
Kristine Holck. Friðþjófur, fram-
kvæmdastj., nú látinn, kvæntur
Ágústu Jónsdóttur, Ólafssonar
alþingismanns. Pétur, verzlunar-
maður í New York, kvæntur
Margréti Þorbjörgu Hallgríms-
son læknis, og Örn, framkvæmda
stjóri Flugfélags íslands, kvænt-
ur Margréti Þorbjörgu Hauksdótt
ur Thors, framkvæmdastjóra. —
Að Helgu var hinn mesti sjónar-
sviptir, er hún féll frá á bezta
aldri, kona glæsileg og vel virt,
er búið hafði Ólafi og sonum
þeirra ánægjulegt heimili, gætt
ríkum fegurðarþokka.
Árið 1929 kvæntist Ólafur Guð-
rúnu Árnadóttur frá Geitaskarði.
Með henni og sonunum tókst
ekki einungis góð vinátta, held-
ur reyndist hún þeim þegar við
fyrstu kynni sem hjartahlý og
ástúðleg móðir og hefur svo alla
tíð verið. Guldu þeir henni atlæt-
ið og umsjána með því að reyn-
ast henni þá og ætíð sem dreng-
irnir heiínar. Guðrún og Ólafur
eignuðust þrjú börn: Hannes, for-
stjóri, kvæntur Sigríði Pálsdótt-
ur Sigfússonar skipstjóra. Helga,
búsett í Ameríku, gift þarlendum
manni Charles Hersy að nafni og
Ólafur, framkvæmdastj., kvænt-
ur Guðrúnu Gunnlaugsdóttur
Loftssonar kaupmanns.
Heimili Guðrúnar og Ólafs var
um langt skeið vestur í Ameríku.
Hvar sem þau fóru reynd-
ust þau hinir ágætustu full-
trúar þjóðar sinnar. Heimili
þeirra vestra var íslenzkt, í
sömu sniðum og hér heima, og
fengu því hinir mörgu erlendu
gestir, er þangað komu, náin
kynni af því sem bezt gerist hér á
landi í þeim efnum. Gestrisni
þeirra hjóna var viðbrugðið, og
á margur landinn, sem verið hef-
ur vestra hugljúfar minningar
um komu sína á það heimili.
Voru þau hjón sámhent í því að
aðstoða landa sína er einhvers
þurftu með og til þeirra leit-
uðu, og töldu þá hvorki eftir
fé né fyrirhöfn.
Ólafur bjó við mjög ótrausta
heilsu mörg undanfarin ár. Hann
reyndi það af Guðrúnu alla tíð,
að hún var mikilhæf kona, sem
þó kom bezt í Ijós, þegar mest
þurfti liðsinnið.
Fyrst þegar ég leit Ólaf John-
son, sat hann gegnt sólarátt, kát-
ur og viðmótshlýr í vinahóp. Nú,
þégar hann er horfinn, mun marg
ur sakna vinar í stað. En þá er
að leita á náðir minninganna, þær
hlaupa ekki undan, og minnast
þess, að fátt er dýrmætara en
| fundur góðra vina.
L. K.