Morgunblaðið - 25.11.1958, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 25.11.1958, Qupperneq 13
Þriðjudagur 25. nóv. 1958 M O R C l'W Tt l A Ð 1 Ð 13 Elísabet Þórðardóttir Minnirigarorð f GÆR var til grafar borin Elísa- bet Þórðardóttir, fyrrum hús- freya í Skarfanesi, er andaðist í Landsspítalanum 16. þ. m. eftir stutta en stranga legu. Elísabet var fædd að Gröf í Hrunamannahreppi 1. desember 1877, og voru foreldrar hennar Þórður Guðmundsson, bóndi þar, og kona hans Þóra Jónsdóttir. Faðir Þórðar var Guðmundur bóndi á Grafarbakka og Fóssi f. 1808, d. 1864, Helgason á Graf- arbakka, f. 1774, d. 1846, Einars- sonar lögréttumanns í Galtafelli, f. 1748, d. 1805, Ólafssonar s. st., f. 1712, d. 1764, Bjarnasonar. — Faðir Þóru var Jón bóndi í Hörgs holti, f. 1811, d. 1876, Jónsson, síðast í Hörgsholti. f. 1765, d. 1849, Magnússonar síðast í Steins holti, f. 1729, Jónssonar í Haga, f. 1693, Halldórssonar á Minna- Hofi, f. 1663, Ingimundarsonar. Elísabet ólst upp hjá foreldrum sínum í stórum systkinahópi, og vann að öllum algengum sveita- störfum að þeirra tíma hætti. Árið 1901 fluttist hún að Skarfa- nesi á Landi, og hinn 28. júní 1902, giftist hún Finnboga Höskuids- syni frá Stóra-Klofa, ei' hafði flutt að Skarfanesi árið 1898 og reist þar bú. Bjuggu þau í Skarfa nesi í tæp 40 ár, en brugðu þá búi og fluttust til Reykjavíkur. Finnbogi andaðist í Reykjavík 20. aprií 1950. Þau eignuðust ell- efu börn, fimm syni og sex dæt- ur, og af þeim eru níu á Íífi, öll gift og búsett hér í bæ. Elísabet var væn kona yfirlit- um og vel á sig komin og gædd þeim þokka og reisn, sem svo margar íslenzkar sveitakonur eiga sér óvitað. Bar hún aldur sinn sérlega vel. Hún var vinföst og trölltrygg, óhiutdeilin um ann- arra hagi, en hreinskiptin, og stóð henni þó ávallt meir geð til miidi og ástúðar en dóma. Félagslynd var hún og undi sér vel í mann- fagnaði og eigi síður í hópi sér yngri gleðinauta, enda þeim, sem öðrum, ávallt aufúsugestur. Trú- kona var hún mikil að hætti sinn- ar kynslóðar, og í þeim efnum gætti hvorki hiks né efa. Hún var ágætum gáfum gædd og þó -i til Vill miklu mest þeirri hjarta- greind, sem leysir úr þeim vanda bezt, sem aldrei er tjáður. Öllum þeim, sem nokkur skil kunna á lífi og störfum íslenzkr- ar bóndakonu, mun vera Ijóst, hvílíku dagsverki Elísabet skil- aði af höndum. Frá barnæsku vandist hún því að vinna hörðum höndum, enda reyndist það vega- nestið giftudrjúgt. Ung að árum giftist hún og brátt bættist þess- um ungu og óvílráðu hjónum fjöldi barna í bú. En þótt meir en vafasamt sé, að þeim hafi legið orðið lífsbarátta jafn létt á tungu og yngstu kynslóð okkar, þá er hitt jafnvíst: þau unnu hana. Áttu þau bæði þar óskilið mál. Finn- bogi var maður stórvel gefinn og búhöldur hinn bezti, er rækti öll störf af stakri prýði. En það var og er einróma mál manna, þeirra allra, er til þekktu, að dugnaður og starfsþrek Elísabetar hafi ver- ið með ólíkindum. Fór þar sam- an hraðvirkni og vandvirkni að báðu jöfnu, og starísgleði hennar var slík, að svo má kalla, að allt til hins síðasta félii henni ekki verk úr hendi. Slíkir eiginleikar eru jafn fágætir sem ágætir, en þótt Elísabetu væru þeir svo ríkt í blóð bornir, taldi hún þá aldrei nokkrum öðrum sjálfsagða. — Slík var hennar lund. Gestrisni þeirra hjóna var al- kunn og þótt bær þeirra lægi utan alfaraleiðar á landabréfi, þá var hann í þjóðbraut samt, í trássi við öll líkindalögmál. — Og enginn efar, að rausn, alúð og hjartahlýja húsmóðurinnar hafi þar ráðið miklu um — eiginleik- Plötusmiðir og lagtækir menn óskast. Blikksmiðjan GRETTIR Brautarholti 24. MARKAÐURINN Laugaveg 89 — Hafnarstræti 5. ar, sem gera gest hvern að heima- manni. Eftir því, sem ár liðu fór hagur þeirra hjóna batnandi, en þeirra beið sama, — og vafalaust sann- gjarna, — hlutskipti, eins og svo margra annarra foreldra, að sjá börnum sínum á bak út íheiminn. Engri móður er það sársauka- laust, sízt .. „ E" . bet var, en vissulega mun það hafa verið lífsteinn í sári, að þau reyndust öll hin mannvænleg- ustu og henni og sér til sóma. Eftir að hún fluttist hingað til bæjarins, gafst þeim fyrst tæki- færi á að sýna það í verki, og þau gerðu það. Minningarorð verða ætíð þeim mun fátæklegri, sem persónuleiki þeirra, er lýsa skal, er stærri. Og hann skilst til hlítar aðeins af reynd. En einn var sá eiginleiki Elísabetar, sem var í senn svo hugþekkur sem táknrænn. Hún unni mjög blómum ,eins og raun- ar öllu því, sem átti sér gróður- von og vaxtarþrá, en það var eins og sérhver jurt, sem hún fór hönd um um, fengi sætari ilm og nýj- an þroska. Raunar mátti það eng- an undra. — Því þótt þær hendur væru sigggrónar, voru þær samt mjúkar. Það voru móðurhendur. Og ef hún mætti kjósa, myndu henni þau fósturlaunin þekhust, að á kumli hennar ættu sér allar urtir skjól. E. G. Einkaumboð: J4!jótfc (œraverz Vesturveri — Reykjavík I I ZrP/n/N/rtG OP'O'PF * l^jj^ . M III KE f/mrrPoPuN óVO-/PON )

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.